Man Utd vill fá Watkins - Helmingslíkur á að Ten Hag verði áfram - PSG hefur áhuga á Mateta
banner
   þri 30. apríl 2024 11:36
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Vel gert af Víkingum að lána okkur völlinn og búa til umgjörðina"
Lengjudeildin
Spilað á Víkingsvelli á morgun.
Spilað á Víkingsvelli á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Við ætlum að vinna og komast áfram'
'Við ætlum að vinna og komast áfram'
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Brynjar Björn.
Brynjar Björn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari Grindavíkur, ræddi við Fótbolta.net fyrir helgi. Hann var spurður út í þá staðreynd að opnunarleikur liðsins fer fram á Víkingsvelli. Sá leikur fer fram annað kvöld þegar Fjölnir mætir í Víkina.

Aðrir leikir Grindavíkur eiga að fara fram á Stakkavíkurvelli í Safamýri. Fyrst var Brynjar spurður út í þá staðreynd að Víkingur verður andstæðingur liðins í 16-liða úrslitum Mjólkubikarsins.

„Mér líst bara vel á þetta, það var smá spenna í þessum drætti en það var ekki mikil spenna í síðustu kúlunni. Það verður bara gaman að mæta Víkingum, þeir eru með gott lið og við nálgumst það eins og aðra leiki. Við ætlum að vinna og komast áfram," sagði þjálfarinn.

Safamýrin er hluti af Víkingssvæðinu.

„Eins og er mun leikurinn fara fram í Safamýrinni, annað á eftir að koma í ljós. Ég hef ekki hugmynd hvaða reglur og annað er í kringum þetta."

Gæti ekki Víkingur sagt að bikarleikurinn fari fram á Víkingsvelli?

„Ég held það sé ekki alveg svo einfalt. Víkingsvöllur er okkar varavöllur. Það er eitthvað samtal sem félögin og KSÍ þurfa að taka núna."

Víkingar hjálpað Grindvíkingum mikið
Hvernig er að fá Víkingsvöll til að spila fyrsta leikinn í Lengjudeildinni?

„Bara frábært og vel gert af Víkingunum að lána okkur völlinn og búa til umgjörðina. Þeir sem eru í stjórn, sjálfboðaliðar og aðrir geta notið þess að vera á leiknum. Þetta snýst um það og að fá fólkið á leikinn. Samstarfið er búið að vera gott og Víkingarnir hafa hjálpað okkur mikið."

Frábært félagsheimili
Hvernig hefur verið að vera í Safamýri?

„Mér líst fínt á að vera þar. Það væri fínt að fá að stjórna aðeins tímanum sínum á vellinum. Við erum komnir með smá aðstöðu og förum að koma okkur fyrir í klefum og því sem er til. Húsið er frábært félagsheimili fyrir okkur karlaliðið og kvennaliðið. Staðsetningin fyrir Grindvíkinga á höfuðborgarsvæðinu er frábær, miðsvæðis og auðvelt að komast þangað. Það er hægt að koma inn í húsið, hittast, fá sér kaffi og spjalla aðeins. Okkur líst vel á það svæði," sagði Brynjar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner