Man Utd vill fá Watkins - Helmingslíkur á að Ten Hag verði áfram - PSG hefur áhuga á Mateta
   mán 29. apríl 2024 12:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hin hliðin - Unnur Dóra Bergsdóttir (Selfoss)
Unnur Dóra Bergsdóttir er fyrirliði Selfoss.
Unnur Dóra Bergsdóttir er fyrirliði Selfoss.
Mynd: Hrefna Morthens
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þóra Jónsdóttir.
Þóra Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrirmynd.
Fyrirmynd.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vil fá Kristrúnu aftur heim.
Vil fá Kristrúnu aftur heim.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Myndi rústa öllum í Survivor.
Myndi rústa öllum í Survivor.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Algjör meistari.
Algjör meistari.
Mynd: Hrefna Morthens
Lengjudeild kvenna hefst næsta sunnudag og erum við á Fótbolta.net á fullu að birta spá þjálfara og fyrirliða fyrir mótið. Selfossi er spáð sjöunda sæti deildarinnar.

Unnur Dóra Bergsdóttir er fyrirliði og algjör lykilkona í ungu liði Selfoss í sumar. Unnur Dóra, sem er fædd árið 2000, ólst upp hjá Selfossi og hefur leikið allan sinn feril með félaginu. Hún á að baki 145 leiki fyrir Selfoss og hefur í þeim skorað 15 mörk.

Í sýnir Unnur Dóra á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Unnur Dóra Bergsdóttir

Gælunafn: Unnsa er vinsælt

Aldur: 24. á þessu ári

Hjúskaparstaða: Pikkföst

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnistætt úr leiknum: Ætli það sé ekki undirbúningstímabilið 2015, man samt ekki hvaða lið við vorum að spila við en það var pottþétt skemmtilegt

Uppáhalds drykkur: Rauður og blár Collab og Pepsi max

Uppáhalds matsölustaður: Tokyo Sushi

Hvernig bíl áttu: Kia Ceed, gæti ekki beðið um betri bíl til að fara á yfir heiðina fögru daglega

Áttu hlutabréf eða rafmynt: Neib ekkert þannig

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Er að byrja á Modern Family í þriðja skiptið síðan í desember held ég

Uppáhalds tónlistarmaður: Baggalútur, sérstaklega jólalögin þeirra

Uppáhalds hlaðvarp: Illverk

Uppáhalds samfélagsmiðill: Verð að segja TikTok

Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: .net eða Globle

Fyndnasti Íslendingurinn: Saga Garðars

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “omw” – Karitas Tómasdóttir

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Útiloka ekkert

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Ifeoma Omumonu þegar við tókum æfingaleik við nígeríska landsliðið á Spáni 2018.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Bjössi er ofarlega

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Við Þóra Jóns erum með alltof líkt skap þannig okkur lendir stundum saman, erum samt bestu vinkonur

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Sif Atladóttir

Sætasti sigurinn: Meistari meistaranna 2020

Mestu vonbrigðin: Að falla í fyrra, erfitt í hjartað

Uppáhalds lið í enska: Þoli ekki þessa spurningu í augnablikinu þar sem mínum mönnum er ekki að ganga nógu vel en það er Manchester United

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Vil fá Kristrúnu aftur heim.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Auður Helga

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Viktor Karl

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Karitas í Blix

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Sif Atladóttir

Hver er mesti höstlerinn í­ liðinu: Karen leynir á sér

Uppáhalds staður á Íslandi: Líður alltaf vel á Selfossi, Hella er líka ofarlega.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Sparkaði boltanum í burtu og átti að fá gult spjald, dómarinn henti samt rauðu á mig og áttaði sig ekki strax á því, var bara 16 ára og tárin voru farin að streyma áður en hann dróg það tilbaka og gaf mér bara gult.

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei ekkert þannig

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Handboltanum aðeins, annars er ég alltof léleg í því.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Puma King

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: Stærðfræði

Vandræðalegasta augnablik: Ætlaði einhverntíman að keyra í Karitas og taka boltann af henni á æfingu, hljóp á vegg og lenti harkalega á rassinum á meðan hún haggaðist ekki.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Ég myndi taka Kristrúnu Rut til að búa til föt á okkur svo við myndum nú ekki frjósa. Þóra Jóns er sennilega með helmingi hærri greindavísitölu en ég þannig þarf að hafa hana með og Karitas má koma með til að klifra upp í tré að ná í kókoshnetur fyrir okkur að borða.

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Ég myndi velja Evu Lind í Survivor, hef fulla trú á því að hún myndi rústa öllum

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég er það útskeif að þegar tærnar mínar vísa beint fram þá vísa hnén inn en þegar ég stend útskeift þá eru hnén venjuleg.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Katrín Ágústsdóttir er algjör meistari, var lengi í skelinni sinni en eftir að hún kom úr henni er hún með besta banter sem ég veit um.

Hverju laugstu síðast: Örugglega að ég vissi hver einhver manneskja væri, nennti bara ekki að fara í nánari útskýringar um hvern væri að tala.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Lyfta er það leiðinlegasta sem ég geri.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Ten Hag hvað hann er að hugsa að spila Antony svona mikið.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner