

N1-völlurinn Hlíðarenda
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: Glampandi sól!
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Patrick Pedersen
('78)
('84)
('77)
('84)
('78)
('77)
('78)
('84)
('84)
('78)
Hér má sjá allt það helsta úr 3-1 sigri Valsmanna gegn Stjörnunni. Valur er komið í bikarúrslit í fyrsta sinn frá 2016 ???? pic.twitter.com/eaSRQ5f1xY
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 1, 2025
Gult spjald: Jökull I Elísabetarson (Stjarnan)
MARK!Vi har Pedersen! Patrick Pedersen skorar sitt annað mark og allt tryllist á Hlíðarenda???? pic.twitter.com/mb7K4EH0ol
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 1, 2025
Gult spjald: Orri Sigurður Ómarsson (Valur)
Valsmenn leiða í undanúrslitum eftir mark Patrick Pedersen! Kristinn Freyr átti góðan sprett inn í teig og Patrick fann glufuna???? pic.twitter.com/r3TQZzYmL2
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 1, 2025
MARK!Stoðsending: Kristinn Freyr Sigurðsson
Valsmenn leiða!


,,Það er leyft mikið og mikið flæði. Kannski skemmtilegt fyrir áhorfendur en við þurfum að ná smá stjórn á leiknum."
Var sætt að setja hann gegn sínum gömlu félögum?
,,Nei nei, við erum að horfa á úrslitaleikinn og það er ekkert sætara enn að komast þangað."
Þá var hann jafnframt spurður út í brot Árna á Albin Skoglund.
,,Mér fannst þetta vera dýfa, mér fannst það aldrei brot þú sérð það hvernig hann dettur," segir Andri jafnframt.

Þór styrktarþjálfari Stjörnunnar með alvöru power move fyrir leikinn. Power stance. Power coach. Með Stjörnu tattú. Trylltur pic.twitter.com/Knku2MT6G9
— Jói Ástvalds (@JoiPall) July 1, 2025
Aðstoðarþjálfara comboið Steve Caulker og Garpur Ingason Elísabetarson
— Freyr S.N. (@fs3786) July 1, 2025
Hérna hver eru rökin hjá Jóhanni Inga fyrir því að þetta sé einungis gult spjald á Árna Snæ?
— Rikki G (@RikkiGje) July 1, 2025
Stuðningsmenn Stjörnunnar baula á dómarakvartettinn er þeir ganga inn til búningsklefa, ég veit þó ekki hvers vegna.
Valsmenn keyra upp í skyndisókn, Jónatan Ingi fær boltann og sker á vinstri og smellir boltanum í utanverða stöngina. Síðasta færi fyrri hálfleiks.
Liðin vaða í færum hér í þessum fyrri hálfleik, áhorfendum til mikillar skemmtunar. Minnir helst á KR þar sem færin eru heldur betur ekki af skornum skammti.
Valsmenn nú með yfirhöndina eftir sterka byrjun gestanna.
MARK!Set spurningamerki við Árna Snæ þarna sem var farinn í fjærhornið. Einhver hiti verður svo milli manna í kjölfar marksins, en þó ekkert alvarlegt.
Jónatan Ingi Jónsson jafnar metin fyrir Valsmenn!???? pic.twitter.com/X5MXjCYrO5
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 1, 2025
Stjarnan leiðir 1-0 gegn Val í undanúrslitum bikarsins í fótbolti. Andri Rúnar sneiddi boltann snyrtilega í markið eftir 4 mínútur? pic.twitter.com/fBpLxkiBns
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 1, 2025
Gult spjald: Árni Snær Ólafsson (Stjarnan)
Fyrst Jóhann dæmir á þetta er skrítið að sjá gult spjald fara á loft, Árni er aftasti maður. En Valsmenn fá aukaspyrnu á vítateigslínu!


MARK!Andri heldur sér réttstæðum og stingur sér inn fyrir varnarlínuna á hárréttum tímapunkti.



Á Epic er að finna áhugaverða spesjala á leikinn.
Valur kemst áfram, Patrik Pedersen skorar og Alex Þór Hauksson í bókina er á stuðlinum 9.5 og hinsvegar Stjarnan kemst áfram, Benedikt Warren skorar og stjarnan fær 3+ hornspyrnur á stuðlinum 11.
Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, gerir einungis eina breytingu frá 1-4 tapi gegn Breiðabliki í síðustu umferð. Inn í byrjunarlið Stjörnunnar kemur fyrirliðinn Guðmundur Kristjánsson í stað Örvars Loga Örvarssonar sem tekur út leikbann.

Stjarnan mætti þáverandi bikarmeisturum Víkings og fór leikurinn alla leið í vítaspyrnukeppni. Þar höfðu Víkingar betur og tryggðu sér þar með farseðilinn á Laugardalsvöll.

Þá er sömuleiðis óvíst hvort að Tryggvi Hrafn Haraldsson verði með Valsmönnum í kvöld en hann var veikur í síðasta deildarleik gegn KA.
Birkir Heimisson, Marius Lundemö og Aron Jóhannson, leikmenn Vals, eru jafnframt allir meiddir.

Í 8-liða úrslitum tóku bikaróðir Eyjamenn á móti Völsurum þar sem Valur vann 1-0 iðnaðarsigur á ÍBV, Hólmar Örn með eina mark leiksins.
32-liða úrslit: Grindavík 1-3 Valur
16-liða úrslit: Valur 2-1 Þróttur
8-liða úrslit: ÍBV 0-1 Valur

Stjarnan mætti Njarðvíkingum í fyrstu umferð og þar vantaði ekki upp á dramatíkina. Örvar Eggertsson kom leiknum í framlengingu með jöfnunarmarki í uppbótartíma, þar sem Stjörnumenn kláruðu svo leikinn.
Því næst fóru Stjörnumenn upp á Skaga og mættu þar 2. deildarliði Kára. Leikurinn fór óvænt alla leið í vítaspyrnukeppni þar sem Stjarnan hafði betur.
Stjörnumenn voru komnir með leið á því að fara alltaf í framlengingu er þeir mættu Keflvíkingum og sigruðu þá því 4-2 í venjulegum leiktíma.
32-liða úrslit: Stjarnan 5-3 Njarðvík
16-liða úrslit: Kári (1)1-1(4) Stjarnan
8-liða úrslit: Stjarnan 4-2 Keflavík

Þá hefur Stjarnan þrisvar sinnum leikið til úrslita og einu sinni borið sigur úr býtum og þar með hreppt bikarinn. Var það 2018 er Stjarnan sigraði Breiðablik í vítaspyrnukeppni eftir markalausar 120 mínútur.

('84)
('67)
('67)
('84)
('67)
('91)
('91)
('67)











