
Valur fær Stjörnuna í heimsókn í undanúrslitum Mjólkurbikarsins nú í kvöld, leikurinn hefst 19:30 en búið er að opinbera byrjunarlið leiksins.
Lestu um leikinn: Valur 3 - 1 Stjarnan
Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, gerir þrjár breytingar á liði sínu frá 5-2 sigri gegn KA í síðustu umferð Bestu-deildarinnar.
Inn í liðið koma þeir Kristinn Freyr Sigurðsson, Tryggvi Hrafn Haraldsson og Albin Skoglund. Kristinn var í leikbanni gegn KA en Tryggvi Hrafn veikur.
Úr Valsliðinu víkja þeir Adam Ægir Pálsson, Lúkas Logi Heimisson og Bjarni Mark Duffield.
Þá eru þeir Birkir Heimisson, Marius Lundemö og Aron Jóhannson, leikmenn Vals, allir fjarri góðu gamni vegna meiðsla.
Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, gerir einungis eina breytingu frá 1-4 tapi gegn Breiðabliki í síðustu umferð.
Inn í byrjunarlið Stjörnunnar kemur fyrirliðinn Guðmundur Kristjánsson í stað Örvars Loga Örvarssonar sem tekur út leikbann.
Steven Caulker sem skrifaði nýverið undir hjá samning hjá Stjörnunni er í liðsstjórn.
Byrjunarlið Valur:
18. Frederik Schram (m)
2. Tómas Bent Magnússon
4. Markus Lund Nakkim
8. Jónatan Ingi Jónsson
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
14. Albin Skoglund
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
20. Orri Sigurður Ómarsson
Byrjunarlið Stjarnan:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
4. Þorri Mar Þórisson
5. Guðmundur Kristjánsson (f)
6. Sindri Þór Ingimarsson
7. Örvar Eggertsson
8. Jóhann Árni Gunnarsson
10. Samúel Kári Friðjónsson
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason
23. Benedikt V. Warén
29. Alex Þór Hauksson
99. Andri Rúnar Bjarnason
Athugasemdir