Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
ÍBV
2
1
Valur
0-1 Kristinn Freyr Sigurðsson '2
Gary Martin '11 1-1
Gary Martin '58 2-1
01.09.2019  -  16:00
Hásteinsvöllur
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Grasið mjög gott. Heiðskýrt, 10 stiga hiti en smá vindur sem kemur þvert á völlinn, í átt að stúkunni.
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Áhorfendur: 241
Maður leiksins: Gary Martin, ÍBV
Byrjunarlið:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
Matt Garner
3. Felix Örn Friðriksson ('74)
8. Priestley Griffiths
8. Telmo Castanheira
10. Gary Martin
11. Víðir Þorvarðarson
16. Tómas Bent Magnússon ('65)
18. Oran Jackson
77. Jonathan Franks ('88)
92. Diogo Coelho

Varamenn:
1. Jón Kristinn Elíasson (m)
12. Eyþór Orri Ómarsson ('65)
17. Róbert Aron Eysteinsson ('74)
19. Breki Ómarsson
19. Benjamin Prah
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson ('88)

Liðsstjórn:
Andri Ólafsson (Þ)
Jonathan Glenn (Þ)
Yngvi Magnús Borgþórsson
Jón Ólafur Daníelsson
Jóhann Sveinn Sveinsson
Björgvin Eyjólfsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið með 2 - 1 sigri ÍBV. Frábær skemmtun. Viðtöl og skýrsla koma inn á eftir.
93. mín
Síðasta mínútan í uppbótartíma runnin upp. Þetta gæti endað hvorum megin sem er.
90. mín
Þremur mínútum bætt við venjulegan leiktíma.
88. mín
Inn:Óskar Elías Zoega Óskarsson (ÍBV) Út:Jonathan Franks (ÍBV)
87. mín
Halldór Páll ver frábærlega góða spyrnu Ívars. Það er spenna í Vestmannaeyjum.
87. mín
Valur er að fá aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig. Aukaspyrnu Ívar klikkar ekki tvisvar í sama leik er það?
86. mín Gult spjald: Emil Lyng (Valur)
Braut á Telmo í miðjuhringnum.
85. mín
Patricck Pedersen lék á varnarmenn ÍBV og kom sér í skotfæri en skaut framhjá. Valur er að sækja í sig veðrið, ætla þeir að jafna þetta?
83. mín
Einar Karl Ingvarsson með skot framhjá marki ÍBV.
77. mín
Birkir Már Sævarsson í átlitlegu færi í teignum en þrumaði yfir markið.
75. mín
Gary með skot úr teignum en Hannes varði með fætinum. ÍBV er miklu líklegra til að bæta við en Valur að koma sér inn í leikinn.
74. mín
Inn:Róbert Aron Eysteinsson (ÍBV) Út:Felix Örn Friðriksson (ÍBV)
72. mín
Telmo vann boltann af dugnaði eftir baráttu við Ívar Örn, kom sér í fínt skotfæri en skaut 20 metrum framhjá markinu.
69. mín
Eyþór Orri með skalla í stöng en búið að dæma á hann.
68. mín
Aðeins 241 áhorfandi á leiknum í dag. Þið sem heima sitjið eruð að missa af mikilli skemmtun.
67. mín
Inn:Emil Lyng (Valur) Út:Andri Adolphsson (Valur)
65. mín
Inn:Eyþór Orri Ómarsson (ÍBV) Út:Tómas Bent Magnússon (ÍBV)
Fyrsta skipting ÍBV í dag.
65. mín
Aukaspyrnu Ívar með aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig, en stóð ekki undir nafni að þessu sinni, skaut framhjá.
58. mín MARK!
Gary Martin (ÍBV)
Hannes, Hannes, Hannes.... úff.... Jonathan Franks sendi boltann inn í teiginn á Gary. Hannes kom aftur langt úr úr teignum, tapaði einvíginu við Gary Martin sem skoraði í tómt markið. Copy/Paste af fyrra markinu og fyrir þau sem eru að spá í það, já Gary Martin er að fagna mörkunum sínum!
53. mín
Tómas í dauðafæri í teignum eftir góðan undirbúning Jonathan Franks en Hannes varði frábærlega í horn.
51. mín
Gary Martin var kominn einn á móti Eiði Aron, lék á hann og skaut að marki en Hannes varði. Fjör í þessu.
48. mín
Halldór Páll missti boltann úr höndunum fyrir fætur Andra Adolphssonar sem var í dauðafæri en Halldór náði að bjarga eigin skinni og verja boltann yfir markið. Í aðdragandanum að þessu hafði Kaj Leó átt geggjuð tilþrif í teignum og fíflað varnarmenn ÍBV.
46. mín
Felix með frábæra sendingu inn í vítateiginn á Víði Þorvarðarson sem var í góðu skotfæri í teignum en skaut yfir mark Vals. Seinni hálfleikurinn að byrja með krafti.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn. Hvorugt liðið gerir breytingu í hálfleik. Nú er það ÍBV sem hefur vindinn og sólina í bakið. Verður fróðlegt að sjá hvaða áhrif það hefur á leikinn í dag.
45. mín
Sigurður Egill Lárusson er skráður í leikmannahóp Vals í dag þrátt fyrir að vera meiddur og frá út tímabilið. Hann situr hinsvegar í stúkunni og fylgist með leiknum þaðan í góðum félagsskap Hauks Páls Sigurðssonar fyrirliða sem er í leikbanni, Rasmus Christiansen sem er í láni hjá Fjölni og Elísu Viðarsdóttur spúsu hans sem leikur með Val.
45. mín
Hálfleikur
Kominn hálfleikur á Hásteinsvelli. Staðan 1 - 1 sem er nokkuð sanngjarnt miðað við gang leiksins. Bæði lið skiptast á að sækja.
45. mín
Kaj Leo með fast skot með vindinum sem Halldór Páll greip nokkuð auðveldlega.
45. mín
Einni mínútu bætt við fyrri hálfleikinn.
36. mín Gult spjald: Sebastian Hedlund (Valur)
Fyrir brot á Telma á miðnum vellinum.
36. mín
Inn:Kaj Leo í Bartalsstovu (Valur) Út:Kristinn Ingi Halldórsson (Valur)
Kristinn Ingi meiddist á læri og getur ekki haldið leik áfram. Kaj Leó fær því að spila gegn sínum gömlu félögum hér á Hásteinsvelli.
36. mín
Óli Jó ósáttur við Guðmund Ársæl fyrir að taka ekki harðar á Gary Martin eftir samskipti hans við Orra Sigurð Ómarsson.
35. mín
Hvað eftir annað er Gary Martin að fífla leikmenn Vals og stela af þeim boltanum. Stórleikur hjá honum í dag og gaman að horfa á hann.
31. mín
Í kjölfar mistaka hjá Birki Má var Gary Martin kominn í þröngt færi í teignum en Hannes varði skotið frá honum.
25. mín
ÍBV liðið er að líita vel út í dag. Flott spilanmennska og krafturinn í Gary Martin mikill. Hann langar miklu meira að vinna þennan leik en nokkur leikmaður Vals.
13. mín
Kristinn Freyr með slakt skot framhjá marki ÍBV.
11. mín MARK!
Gary Martin (ÍBV)
Hræðileg mistök hjá Hannesi! Boltinn barst inn í teiginn á Gary Martin, Hannes kom langt út úr teignum og missti af boltanum og Gary skoraði auðveldlega þó Eiður Aron hafi reynt að verjast skotinu. Honum leiðist ekki að skora gegn sínum gömlu félögum.
8. mín
Telmo með laust skot að marki sem Hannes átti mjög auðvelt með að grípa.
7. mín
Það bætir vel í vindinn hérna í Vestmannaeyjum. Valur leikur með miklum meðvindi.
4. mín
Tómas Bent Magnússon er í fyrsta sinn í byrjunarliði ÍBV í dag. Hann hafði áður komið inná sem varamaður gegn ÍA í síðasta leik en það var hans fyrsti meistaraflokksleikur.
2. mín MARK!
Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Stoðsending: Patrick Pedersen
Þetta var full auðvelt hjá Valsmönnum. Patrick renndi boltanum til hliðar í teignum á Kristinn Frey sem var í góðu skotfæri og skaut á markið án þess að neinn reyndi að stoppa hann. 1:36 á klukkunni þegar markið kom!
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn.
Fyrir leik
Eiður Aron Sigurbjörnsson er fyrirliði Vals í fjarveru Hauks Páls gegn sínum gömlu félögum.
Fyrir leik
Liðin ganga nú út á völlinn. ÍBV alhvítir eins og vanalega og Valur í rauðum peysum, hvítum buxum og bláum sokkum.
Fyrir leik
Varamarkvörðurinn Anton Ari Einarsson er áfram utan leikmannahóps hjá Val en hann hefur verið úti í kuldanum síðan hann ákvað að semja við Breiðablik um að ganga til liðs við félagið í vetur. Sveinn Sigurður Jóhannesson er því á bekknum.
Fyrir leik
Það er fallegt veður í Vestmannaeyjum. Heiðskýrt, 10 stiga hiti en smá vindur sem kemur þvert á völlinn, í átt að stúkunni.
Fyrir leik
Hjá Val er Haukur Páll Sigurðsson í leikbanni og Einar Karl Ingvarsson kemur inn í hans stað. Kristinn Ingi Halldórsson kemur inn fyrir Kaj Leó.
Fyrir leik
Í fjarveru Ian Jeffs er Andri Ólafsson að stýra ÍBV liðinu eins og áður sagði en hann hefur fengið gömlu kempuna Yngva Borgþórsson og Jón Ólaf Daníelsson þjálfara kvennaliðsins til að aðstoða sig í dag.
Fyrir leik
Sigurður Arnar Magnússon er tognaður í læri og getur ekki verið með ÍBV í dag vegna þessa.
Fyrir leik
Vals liðið er komið inn korteri of seint. Þeir gleymdu að skrá það inn.
Fyrir leik
Byrjunarlið ÍBV er klárt hér til hliðar. Valur hefur ekki skilað sínu liði inn eins og skylda er. Ætla greinilega að koma á óvart í liðsvali sínu.
Fyrir leik
Guðmundur Ársæll Guðmundsson dæmir leikinn í dag og honum til aðstoðar eru þeir Oddur Helgi Guðmundsson og Daníel Ingi Þórsson á línunum. Arnar Ingi Ingvarsson er skiltadómari og Einar Örn Daníelsson er eftirlitsmaður KSÍ.
Fyrir leik
Ian Jeffs þjálfari ÍBV mun ekki stýra liðinu í dag og hefur ekki verið með í undirbúningnum. Ástæðan er sú að hann er aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins og hefur verið í verkefni með þeim enda leikir gegn Ungverjalandi síðasta fimmtudag og Slóvakíu á morgun. Andri Ólafsson aðstoðarmaður hans stýrir því liðinu í dag.
Fyrir leik
Jón Þór Hauksson landsliðsþjálfari kvenna spáði í leiki 19. umferðar

ÍBV 2 - 1 Valur
ÍBV var uppá Skaga um síðustu helgi. Ég ráðlegg öllum knattspyrnumönnum að gera slíkt hið sama. Andri Adolphs enn og aftur allt í öllu í sóknarleik Vals og skorar mark þeirra.
Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna í sumar fór fram 15. júní á Origo-vellinum að Hlíðarenda fyrir framan 824 áhorfendur. Valur vann leikinn nokkuð auðveldlega með fimm mörkum gegn einu.

Valur 5 - 1 ÍBV
1-0 Lasse Petry ('21)
1-1 Sigurður Arnar Magnússon ('53)
2-1 Andri Adolphsson ('55)
3-1 Ólafur Karl Finsen ('60)
4-1 Lasse Petry ('64)
5-1 Ólafur Karl Finsen ('84)
Fyrir leik
Þetta er stór dagur fyrir Gary Martin sem mætir í dag sínum gömlu félögum í Val. Hann gekk í raðir Vals í vetur en hafði aðeins leikið þrjá leiki í Pepsi Max-deildinni og skorað tvö mörk þegar Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals fékk nóg af honum og setti hann út í kuldann.

Hann samdi í kjölfarið við ÍBV og fékk leikheimild með þeim 1. júlí. Þar hefur hann skorað 4 mörk í 8 leikjum í deildinni.
Fyrir leik
Valur er fyrir leikinn í 5. sæti deildarinnar með 25 stig, þremur stigum frá Stjörnunni sem er í 3. sæti sem gefur þátttökurétt í Evrópudeild UEFA.

ÍBV er fallið, eru í neðsta sæti deildarinnar með 6 stig. Þeir hafa aðeins unnið einn leik í sumar.
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá viðureign ÍBV og Vals í 19. umferð Pepsi Max-deildar karla.

Leikurinn hefst klukkan 16:00 á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum.
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
3. Ívar Örn Jónsson
4. Einar Karl Ingvarsson
6. Sebastian Hedlund
8. Kristinn Ingi Halldórsson ('36)
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
17. Andri Adolphsson ('67)
20. Orri Sigurður Ómarsson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
11. Sigurður Egill Lárusson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
24. Valgeir Lunddal Friðriksson
27. Kári Daníel Alexandersson
28. Emil Lyng ('67)
77. Kaj Leo í Bartalsstovu ('36)

Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Rajko Stanisic
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Jóhann Emil Elíasson
Kristófer Sigurgeirsson

Gul spjöld:
Sebastian Hedlund ('36)
Emil Lyng ('86)

Rauð spjöld: