Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 30. ágúst 2019 17:00
Magnús Már Einarsson
Jón Þór spáir í 19. umferð í Pepsi Max
Jón Þór Hauksson.
Jón Þór Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík vinnur mikilvægan sigur í botnbaráttunni samkvæmt spá Jóns Þórs.
Grindavík vinnur mikilvægan sigur í botnbaráttunni samkvæmt spá Jóns Þórs.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Elís Þrándarson gerði sér lítið fyrir og var með fimm rétta af sex mögulegum þegar hann spáði í síðustu umferð í Pepsi Max-deildinni.

Jón Þór Hauksson, landsliðsþjálfari kvenna, spáir í leikina að þessu sinni. Ísland vann Ungverjaland í gær og mætir Slóvakíu á mánudaginn.



Grindavík 2 - 1 KA (16:00 á morgun)
Þessi lið skiptu þjálfurum jafnt á milli sín og munu líka skipta úrslitum jafnt á milli sín. 2-1 heimasigur eins og í fyrri leik liðanna.

Stjarnan 6 - 1 FH (19:15 á morgun)
Rúnar Páll mun ekki stjórna Silfurskeiðinni í þessum leik. Fjalar og Veigar Páll stýra því liðinu og munu báðir byrja inná. Veigar skorar tvö mörk en ÞÞÞ minnkar minnkar muninn eftir að Fjalar gleymir sér í markinu (var að segja boltastrákunum fimm aura brandara).

ÍBV 2 - 1 Valur (16:00 á sunnudag)
ÍBV var uppá Skaga um síðustu helgi. Ég ráðlegg öllum knattspyrnumönnum að gera slíkt hið sama. Andra Adolphs enn og aftur allt í öllu í sóknarleik Vals og skorar mark þeirra.

HK 1 - 2 Víkingur R. (16:00 á sunnudag)
Tveir þjálfarar sem hafa gert frábæra hluti í sumar. Arnar hefur betur.

KR 0 - 2 ÍA (17:00 á sunnudag)
Óttar Bjarni og Tryggvi með mörkin í öruggum sigri.

Breiðablik 3 - 1 Fylkir (19:15 á sunnudag)
Viktor Örn Margeirsson skorar ekki en mun leiða liðið aftur í titilbaráttu.

Sjá einnig:
Aron Elís Þrándarson (5 réttir)
Gói Sportrönd (5 réttir)
Ásgeir Þór Ingólfsson (4 réttir)
Jóhann Skúli Jónsson (4 réttir)
Vilhjálmur Freyr Hallsson (4 réttir)
Oliver Sigurjónsson (4 réttir)
Pétur Theodór Árnason (3 réttir)
Guðmundur Hilmarsson (3 réttir)
Hólmbert Aron Friðjónsson (3 réttir)
Lárus Guðmundsson (3 réttir)
Lucas Arnold (3 réttir)
Ingólfur Sigurðsson (2 réttir)
Davíð Smári Helenarson (2 réttir)
Alexandra Jóhannsdóttir (2 réttir)
Edda Sif Pálsdóttir (2 réttir)
Böðvar Böðvarsson (1 réttur)
Fanndís Friðriksdóttir (1 réttur)

Ekki gleyma Draumaliðsdeild Eyjabita!
Mundu að gera breytingar á þínu liði í Draumaliðsdeild Eyjabita. Hægt er að skrá sig í allt sumar. Markaðurinn lokar klukkutíma fyrir fyrsta leik umferðarinnar.
Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleiknum!
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner