Valur
2
0
ÍA
Patrick Pedersen '55 1-0
Ísak Snær Þorvaldsson '66
Kristinn Freyr Sigurðsson '72 2-0
30.04.2021  -  20:00
Origo völlurinn
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Heiðskírt en napurt
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 200 - Í tveimur hólfum!
Maður leiksins: Patrick Pedersen - Valur
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
Haukur Páll Sigurðsson
2. Birkir Már Sævarsson
3. Johannes Vall ('90)
4. Christian Köhler
6. Sebastian Hedlund
9. Patrick Pedersen ('79)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson ('86)
11. Sigurður Egill Lárusson ('86)
13. Rasmus Christiansen
77. Kaj Leo í Bartalsstovu ('79)

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
5. Birkir Heimisson ('86)
15. Sverrir Páll Hjaltested ('79)
17. Andri Adolphsson ('86)
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Magnus Egilsson ('90)
33. Almarr Ormarsson ('79)

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Eiríkur K Þorvarðsson
Srdjan Tufegdzic
Haraldur Árni Hróðmarsson
Örn Erlingsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Valsmenn kveiktu á sér í seinni hálfleik og unnu sannfærandi og góðan sigur.

Viðtöl og skýrsla síðar í kvöld.
91. mín
Þrjár mínútur í uppbótartíma.
90. mín
Inn:Magnus Egilsson (Valur) Út:Johannes Vall (Valur)
Flott frumsýning hjá Vall í Val.
89. mín
Almarr Ormarsson með skot af löööngu færi en þessi tilraun fór víðsfjarri markinu.
87. mín
Valsmenn hafa tekið sóknarherinn sinn allan af velli. Notar tækifærið og hendir þeim í hvíld.
86. mín
Inn:Andri Adolphsson (Valur) Út:Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
86. mín
Inn:Birkir Heimisson (Valur) Út:Sigurður Egill Lárusson (Valur)
86. mín
Ekkert sem bendir til þess að tíu Skagamenn búi til einhverja spennu hér í lokin. Valsmenn voru að vinna horn.
82. mín

81. mín
Kristinn Freyr með skot en tilraunin beint á Árna Snæ.
80. mín
Já Almarr, sem kom frá KA fyrir tímabilið, kominn inn hjá Valsmönnum. Sverrir Páll Hjaltested, 2000 módel, einnig mættur inn.

Patrick Pedersen hvíldur. Það eru margir leikir í maí!
79. mín
Inn:Almarr Ormarsson (Valur) Út:Kaj Leo í Bartalsstovu (Valur)
79. mín
Inn:Sverrir Páll Hjaltested (Valur) Út:Patrick Pedersen (Valur)
76. mín


Sigurður Egill með skottilraun, tók skotið með vinstri að þessu sinni og boltinn naumlega yfir! Vinstri virkar betur.
74. mín
ÍA nær að láta reyna á Hannes í markinu en landsliðsmarkvörðurinn ver.
72. mín MARK!
Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Stoðsending: Patrick Pedersen
Mikill gæðamunur á liðunum í seinni hálfleik.

Kaj Leo með sendingu inn í teiginn á Patrick Pedersen sem leggur boltann smekklega á Kristin Frey og hann klárar framhjá Árna. Mikil gæði sem sköpuðu þetta mark og stoðsendingin konfekt.
70. mín
Inn:Guðmundur Tyrfingsson (ÍA) Út:Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA)
Tvöföld skipting.
70. mín
Inn:Jón Gísli Eyland Gíslason (ÍA) Út:Hákon Ingi Jónsson (ÍA)
Tvöföld skipting.
70. mín
Heimir Guðjónsson hefur boðið upp á einhvern hárblásara í hálfleik sem hefur svínvirkað! Allt annað að sjá Íslandsmeistarana í seinni hálfleik.
67. mín Gult spjald: Jóhannes Karl Guðjónsson (ÍA)
Jói Kalli fær spjald fyrir mótmæli.

Hann og hans aðstoðarmenn duglegir að öskra á dómarana að vanda.
66. mín Rautt spjald: Ísak Snær Þorvaldsson (ÍA)
Ísak Snær brýtur á Hauki Páli sem þarf aðhlynningu.

Hárrétt hjá Vilhjálmi Alvari að lyfta spjaldi og verðskuldað er Ísak sendur í sturtu.
65. mín
STÖNGIN!

Köhler með stangarskot! Árni Snær haggaðist ekki í markinu. Lúmskt skot hjá Köhlernum. Skemmtilega gert.
63. mín
Inn:Steinar Þorsteinsson (ÍA) Út:Brynjar Snær Pálsson (ÍA)
Jói Kalli að reyna að blása meira lífi í sitt lið. Valsmenn með tök á þessu núna.
62. mín Gult spjald: Alex Davey (ÍA)
Aaaalltof seinn. Kristinn Freyr tekinn niður.
60. mín Gult spjald: Ísak Snær Þorvaldsson (ÍA)
Braut á Patrick.
58. mín
Inn:Aron Kristófer Lárusson (ÍA) Út:Arnar Már Guðjónsson (ÍA)
Tankurinn tómur hjá Arnari sem var búinn að næla sér í gult.
55. mín MARK!
Patrick Pedersen (Valur)
Stoðsending: Kaj Leo í Bartalsstovu
Valsmenn hafa stigið á bensíngjöfina og eru eins og hendi sé veifað komnir yfir!

Varnarleikur ÍA hefur verið svo traustur hingað til en skyndilega á Kaj Leo stungusendingu, Patrick slítur sig lausan frá Arnari Má og kemst einn í gegn.

Árni nær ekki að loka og Patrick klárar vel.
54. mín Gult spjald: Arnar Már Guðjónsson (ÍA)
Valur í hættulegri sókn og Sigurður Egill tekur bara copy/paste af því sem gerðist rétt áðan, leggur boltann aftur á hægri og á dapurt skot.

Arnar Már fær gult. Braut af sér í aðdragandanum en Villi Alvar notaði hagnaðarregluna. Vel dæmt.
52. mín
Sigurður Egill með boltann í teignum, leggur hann á hægri fótinn og tekur svo mjög vont skot vel framhjá. Hitti boltann afleitlega.

Hægri fóturinn ekki alveg hans sterkasta vopn... langt í frá.
51. mín
Stuðningsmenn Vals baula. Árni Snær tekur sér rosalega langan tíma í að taka markspyrnu.
50. mín
Sigurður Egill með sprett og vinnur hornspyrnu. Hættuleg spyrna frá Köhler en Skagamenn geta andað léttar. Á endanum náði Árni Snær að handsama knöttinn.
47. mín


Brynjar Snær Pálsson með skottilraun en beint á Hannes í marki Vals.
46. mín


Seinni hálflikur er farinn af stað
45. mín
Jæja liðin að mæta til leiks í seinni hálfleik. Megi hann verða skemmtilegri en sá fyrri! Minnum á aðra leiki umferðarinnar áður en Villi Alvar flautar seinni hálfleik á.

laugardagur 1. maí
17:00 HK-KA (Kórinn)
19:15 Stjarnan-Leiknir R. (Samsungvöllurinn)
19:15 Fylkir-FH (Würth völlurinn)

sunnudagur 2. maí
19:15 Breiðablik-KR (Kópavogsvöllur)
19:15 Víkingur R.-Keflavík (Víkingsvöllur)
45. mín
Hálfleikur
Valur meira með boltann en lítið að skapa sér. Skagamenn verið meira ógnandi í sínum aðgerðum, annars rólegur fyrri hálfleikur.

Alex Davey, skoski miðvörðurinn hjá ÍA, líklega besti maður vallarins. Átt ófáa skallabolta. Johannes Vall í vinstri bakverði Vals einnig verið flottur.

Skemmtanagildið þó ekkert sérstaklega hátt.
45. mín
Haukur Páll skallar mjög langt framhjá eftir horn.

1 mínúta í uppbótartíma.
41. mín
Valsmenn að reyna að finna glufur á ÍA en gengur illa.... Íslandsmeistararnir hafa bara átt eina marktilraun í leiknum til þessa!
36. mín
VIKTOR MEÐ SKOTTILRAUN!

Fín tilraun en hittir ekki rammann.

Skagamenn að eiga fínan kafla, Valsmenn hafa gefið eftir. Enginn Íslandsmeistarabragur á rauðum hingað til.
33. mín
ÍA fékk horn sem Gísli Laxdal tók. Átök í teignum en boltinn flaug framhjá mönnum.
Já gleymdist að minnast á þetta, fyrsta höfuðhögg Hauks Páls kom eftir ellefu mínútur. Pepsi Max-deildin er svo sannarlega farin af stað!

28. mín
Skagamenn í öflugri sókn!!! Ísak Snær vann boltann á miðsvæðinu og eftir fínt spil barst boltinn á Hákon í teignum en skot hans fór í varnarmann.

Þeir gulu hafa verið þokkalega ógnandi í sínum aðgerðum.
25. mín
Valsmönnum gengur illa að skapa sér tækifæri gegn varnarsinnuðum gestunum. Gæti orðið þolinmæðisverk.
22. mín
Það er mikil harka í Skagamönnum. Eins og við var búist.

Hér er Hallur Flosason með fyrirgjöf og Viktor Jónsson, hinn frábæri skallamaður, skallar boltann framhjá.
18. mín Gult spjald: Elias Tamburini (ÍA)
Skagamenn eru í fimm manna vörn. Óttar Bjarni, Arnar Már og Davey í þriggja miðvarða kerfi. Þeir gulu mættir hér til að byrja á því að verja stigið.

Elias Tamburini of seinn í tæklingu og lendir á Birki Má, hárrétt að lyfta upp gula spjaldinu. Tamburini finnskur bakvörður sem kom til Skagamanna frá Grindavík fyrir tímabilið.
13. mín
Brynjar Snær Pálsson, hinn skemmtilegi leikmaður, með fínan sprett fyrir ÍA og tekur skot fyrir utan teig. Framhjá, fyrsta marktilraun Skagamanna komin.
11. mín
Ísak Snær brýtur af sér á miðjum vellinum, sparkaði Kristin Frey niður. Valsmenn mikið meira með boltann í byrjun. Engin haka í gólf.
7. mín
Sigurður Egill Lárusson með skottilraun, vel yfir markið. Fyrsta tilraunin í leiknum er þó komin.
6. mín
Johannes Vall með fyrirgjöf sem er aðeins of há. Boltinn fer yfir Patrick Pedersen í teignum. Gaman að heyra fólk í stúkunni láta vel í sér heyra, aðeins 200 leyfðir en fínasta stuð.
3. mín
Valsmenn í sóknarhug í byrjun. Fá her aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika. Menn raða sér upp við teiginn. Sigurður Egill með sendingu inn í teiginn en Skagamenn koma boltanum úr teignum.
1. mín
Leikur hafinn
PEPSI MAX DEILDIN 2021 ER FARIN AF STAÐ!

Kristinn Freyr Sigurðsson átti fyrstu spyrnu sumarsins.
Fyrir leik


Ef þessi mynd prentast vel má sjá að Arnar Viðars og Eiður Smári landsliðsþjálfarar eru mættir á völlinn. Með þeim er formaður landsliðsnefndar, Magnús Gylfason.
Fyrir leik
Metallica rokkar liðin inn
Tryggvi Hrafn Haraldsson var að koma sér fyrir í stúkunni. Er á hækjum eftir fótbrotið. Annars er skemmtilegra að segja frá því að Valur er með nýtt ingöngulag í ár. Hér má hlusta á það.
Fyrir leik
Ég var að fá sent frá norskum blaðamanni að Guðmundur Andri Tryggvason væri á leið frá Start og aftur í íslenska boltann. Rímar við sögusagnir sem Kristján Óli Sigurðsson kom með á Twitter í dag. Þar segir hann sögur um að GAldri sé á leið í Val.

Sjá einnig:
Heimir vildi ekki staðfesta kaup á Guðmundi Andra
Fyrir leik

Einar Gunnarsson, vallarkynnir ársins 2018, er til í tuskið. Búinn að taka upphitun í Fjósinu og getur ekki beðið eftir "Jóns Vilhelms slagnum" eins og hann kallar viðureignir Vals og ÍA.

Fyrir leik
Það er fínasta veður en það blæs þó aðeins, vindurinn stefnir í átt að Öskjuhlíðinni, þar sem eitt sinn var keiluhöll. Liðin eru komin út á völlinn í upphitun.
Fyrir leik


Þjálfararnir eru búnir að opinbera byrjunarliðin. Byrjunarlið Vals er einmitt eins og við var búist. Arnar Már Guðjónsson er meðal byrjunarliðsmanna ÍA.

Nýju erlendu leikmenn liðanna eru að byrja. Miðjumaðurinn danski Christian Köhler og sænski bakvörðurinn Johannes Vall (á mynd) eru í byrjunarliði Vals. Skoski miðvörðurinn Alex Davey byrjar hjá ÍA.
Fyrir leik
Fyrir leik
Fyrir leik
18:47 - Viðar Helgason, silfurrefur og eftirlitsmaður, er mættur í stúkuna fyrstur. Hefur haldið að leikurinn væri 19. En það er létt yfir Viðari. Hann er ákveðinn vorboði í íslenska boltanum.
Fyrir leik
18:34 - Ég er mættur á Hlíðarenda og þegar ég renndi í hlað voru Skagamenn að mæta úr rútunni. Alltaf borið mikla virðingu fyrir rútuferðum fótboltaliða. Verið er að vökva völlinn og það er ekki laust við að það sé smá fiðringur.
Fyrir leik


"Andri Adolphsson sem var frá vegna höfuðmeiðsla er tilbúinn og getur hjálpað liðinu," sagði Heimir Guðjónsson við samfélagsmiðla Vals. Þrátt fyrir að Arnór og Tryggvi séu fjarri góðu gamni þá er Skagamaður til taks fyrir Val.
Fyrir leik
Stuðningsmaðurinn segir


Brynjólfur Þór Guðmundsson, fréttamaður á RÚV, er mikill stuðningsmaður ÍA og Fótbolti.net heyrði í honum hljóðið fyrir mótið. Margir spá þeim gulu falli.

"Spáin kemur í sjálfu sér ekki á óvart miðað við umræðu um liðið og ef til vill frammistöðu í sumum leikjum á undirbúningstímabilinu, þar má þó hafa í huga að margir lykilmenn voru fjarverandi og ungir leikmenn fengu tækifæri til að spila. Það er auðvelt að spá liðinu bágu gengi og ef til vill erfiðara að vera bjartsýnn. Ég er samt áhyggjulaus fyrir tímabilið. Mínir menn verða kannski ekki Íslandsmeistarar en falla heldur ekki. Skagaliðið hefur misst mikið frá síðasta tímabili, stóran hluta af mörkunum og góða leikmenn. Við höfum ekki engið jafn stór nöfn á móti en nokkra menn sem styrkja liðið. Svo má ekki gleyma að ungu strákarnir eru árinu eldri og reyndari. Vörnin verður að öllum líkindum betri í ár en hún var í fyrra. Miðjan er þéttsetin góðum leikmönnum og þar er mesta breiddin hjá okkur. Sóknin er kannski stóra spurningamerkið í sumar."
Fyrir leik
Spáum í spilin!

Hjörvar Hafliðason, Dr. Football
3-1. Kiddi Freyr og Sigurður Egill Lárusson stjórna ferðinni í þessum fyrsta leik. Þeir skora og Patrick Pedersen líka.

Ingólfur Sigurðsson, Innkastinu
Valur vinnur 2-0. Birkir Már Sævarsson skorar fyrsta mark mótsins í ár og síðan tvöfaldar PP9 forystuna í lok leiks. Leikurinn mun einkennast af tæklingum, löngum innköstum og deilum við dómarann. Það gæti vel verið að Jói Kalli muni láta heyra í sér á hliðarlínunni.
Fyrir leik
Þegar Skagamenn skelltu Valsmönnum í fyrra


Í þessari viðureign á síðasta tímabili vann ÍA magnaðan 4-1 útisigur; Viktor Jónsson, Tryggvi Hrafn Haraldsson, Bjarki Steinn Bjarkason og Steinar Þorsteinsson skoruðu fyrir ÍA en Patrick Pedersen fyrir Val.

Einn af eftirminnilegustu leikjum síðasta sumars.

Síðar á tímabilinu vann Valur svo 4-2 útisigur gegn ÍA á Akranesvelli þar sem Patrick skoraði tvö mörk. Fáum við álíka markaveislu í kvöld?
Fyrir leik
Hvað skorar Patrick Pedersen mörg í sumar?


Margir eru með Patrick Pedersen í Eyjabita draumaliðinu sínu (já ég er einn af þeim). Og margir af þeim henda fyrirliðabandinu á hann (sekur). Sá danski er einn besti leikmaður deildarinnar og ljóst að Skagamenn þurfa að hafa góðar gætur á honum.

Taktu þátt í draumaliðsdeildinni! - Markaðurinn lokar klukkan 19:00.

Valsmönnum er spáð efsta sæti deildarinnar í spá okkar á .Net og hægt er að lesa umfjöllun um Valsliðið með því að smella hérna.
Fyrir leik

Ein gömul en góð mynd af Jóa Kalla gegn Val

ÍA er spáð 11. sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar og þar með falli. Með því að smella hérna má lesa umfjöllunina um Skagaliðið.

Þá var Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, í viðtali í Innkastinu á miðvikudaginn en með því að smella hérna má hlusta á þáttinn. Tryggvi Hrafn Haraldsson, leikmaður Vals, var einnig á línunni í þættinum.
Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, spjallaði við Fótbolta.net á kynningarfundi deildarinnar í gær.
Fyrir leik
Tveir uppaldir Skagamenn sem gengu í raðir Vals fyrir þetta tímabil eru á meiðslalistanum og geta ekki tekið þátt í kvöld. Tryggvi Hrafn Haraldsson fótbrotnaði í æfingaleik fyrir mót og Arnór Smárason er einnig á listanum.



Sindri Snær Magnússon hefur verið að glíma við ökklameiðsli og spilar ólíklega í leiknum í kvöld. Staðfest byrjunarlið koma inn klukkutíma fyrir leik.

Fyrir leik
Til hamingju með daginn! Opnunarleikur Pepsi Max-deildarinnar er á dagskrá klukkan 20:00 þar sem Valur og ÍA eigast við. Íslandsmeistararnir á móti liði sem er spáð falli úr deildinni í spá Fótbolta.net!

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, fremsti dómari Íslands, er með flautuna í kvöld. Aðstoðardómarar eru Gylfi Már Sigurðsson og Bryngeir Valdimarsson. Jóhann Ingi Jónsson heldur á skiltinu.

Vegna Covid-19 faraldursins eru áhorfendatakmarkanir. 200 áhorfendur verða á leiknum og þeim skipt í tvö hólf.
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
Arnar Már Guðjónsson ('58)
Gísli Laxdal Unnarsson ('70)
3. Óttar Bjarni Guðmundsson (f)
8. Hallur Flosason
9. Viktor Jónsson
16. Brynjar Snær Pálsson ('63)
18. Elias Tamburini
19. Ísak Snær Þorvaldsson
22. Hákon Ingi Jónsson ('70)
44. Alex Davey

Varamenn:
31. Dino Hodzic (m)
2. Þórður Þorsteinn Þórðarson
4. Aron Kristófer Lárusson ('58)
6. Jón Gísli Eyland Gíslason ('70)
7. Sindri Snær Magnússon
10. Steinar Þorsteinsson ('63)
17. Ingi Þór Sigurðsson
20. Guðmundur Tyrfingsson ('70)

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Guðjónsson (Þ)
Arnór Snær Guðmundsson
Daníel Þór Heimisson
Skarphéðinn Magnússon
Bjarki Sigmundsson
Fannar Berg Gunnólfsson

Gul spjöld:
Elias Tamburini ('18)
Arnar Már Guðjónsson ('54)
Ísak Snær Þorvaldsson ('60)
Alex Davey ('62)
Jóhannes Karl Guðjónsson ('67)

Rauð spjöld:
Ísak Snær Þorvaldsson ('66)