Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Mjólkurbikar karla
Augnablik
LL 1
2
Stjarnan
Mjólkurbikar karla
Þróttur R.
LL 1
2
HK
Mjólkurbikar karla
Valur
LL 3
0
FH
Mjólkurbikar karla
LL 2
9
KR
FH
1
0
Fylkir
Steven Lennon '78 1-0
18.07.2021  -  19:15
Kaplakrikavöllur
Pepsi Max-deild karla
Aðstæður: Flottar. Skýjað en semi hlýtt og lítill vindur
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 414
Maður leiksins: Aron Snær Friðriksson
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
4. Pétur Viðarsson ('77)
4. Ólafur Guðmundsson
6. Eggert Gunnþór Jónsson
7. Steven Lennon ('86)
9. Matthías Vilhjálmsson (f)
10. Björn Daníel Sverrisson
11. Jónatan Ingi Jónsson
16. Hörður Ingi Gunnarsson
16. Guðmundur Kristjánsson
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('59)

Varamenn:
32. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
2. Jóhann Ægir Arnarsson
14. Morten Beck Guldsmed ('86)
17. Baldur Logi Guðlaugsson ('59)
21. Guðmann Þórisson ('77)
22. Oliver Heiðarsson
34. Logi Hrafn Róbertsson

Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Hákon Atli Hallfreðsson
Davíð Þór Viðarsson
Ólafur H Guðmundsson
Fjalar Þorgeirsson
Kári Sveinsson

Gul spjöld:
Pétur Viðarsson ('30)
Matthías Vilhjálmsson ('55)
Guðmann Þórisson ('81)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
+3 Leik lokið með sanngjörnum sigri FH. Skýrsla og viðtöl á leiðinni.
90. mín Gult spjald: Helgi Valur Daníelsson (Fylkir)
+2
90. mín
Þremur mínútum bætt við.
86. mín
Inn:Morten Beck Guldsmed (FH) Út:Steven Lennon (FH)
Markaskorarinn fer af velli og áhorfendur standa á fætur og klappa honum lof í lófa. Morten Beck kemur í hans stað eftir lánsdvöl hjá ÍA.
81. mín Gult spjald: Guðmann Þórisson (FH)
78. mín MARK!
Steven Lennon (FH)
Stoðsending: Jónatan Ingi Jónsson
Stíflan brostin?!

Maaaaarrrkkkkkk!!! Matti Villa geysist upp völlinn, sendir á Baldur Loga sem reynir misheppnað skot, boltinn berst til Jónatans Inga inn í teig Fylkis sem nær að koma boltanum á Lennon sem í þetta skiptið bregst ekki bogalistin og setur hann í þaknetið.
77. mín
Inn:Guðmann Þórisson (FH) Út:Pétur Viðarsson (FH)
75. mín
Þetta er leikur markmannanna og dauðafæra.

Arnór Borg einn á móti Gunnari og reynir að setja boltann undir Gunnar sem ver frábærlega. Orri Hrafn nær svo seinna frákasti en aftur ver Gunnar.
75. mín Gult spjald: Unnar Steinn Ingvarsson (Fylkir)
71. mín
Smá líf að vakna. Steven Lennon með gott skot frá vítateigslínunni en framhjá marki Fylkis.
65. mín
Það má alveg fara að færast fjör í þennan leik! Geisp....
61. mín
Inn:Unnar Steinn Ingvarsson (Fylkir) Út:Arnór Gauti Jónsson (Fylkir)
60. mín
Það eru 414 áhorfendur á vellinum í kvöld.
59. mín
Inn:Baldur Logi Guðlaugsson (FH) Út:Vuk Oskar Dimitrijevic (FH)
55. mín Gult spjald: Matthías Vilhjálmsson (FH)
Pirringsbrot hjá fyrirliðanum.
53. mín
VÁÁÁÁÁÁÁ! GUNNAR NIELSEN!

Gunnar Nielsen kemur í veg fyrir að Fylkir kemst yfir. Fylkismenn fengu aukaspyrnu, Daði sendir boltann inn í teig og Ásgeir smellhittir hann með höfðinu en Gunnar ver frábærlega.

Leikur markvarðanna í kvöld?!
50. mín
JESÚS MARÍA JÓSEF!

Steven Lennon með frábæra fyrirgjöf, Jónatan Ingi kemur á ferðinni og með hálfgerðan flugskalla sem Aron Snær ver með GEGGJAÐRI vörslu.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn. Fáum við einhver mörk? Hafa hálfleiksræður þjálfaranna hrist eitthvað upp í mönnum. Það kemur í ljós á næstu 45 + mínútum.

Ljóst allavegana að Fylkismenn hrista upp í sínum hóp með tveimur skiptingum.
45. mín
Inn:Arnór Borg Guðjohnsen (Fylkir) Út:Þórður Gunnar Hafþórsson (Fylkir)
45. mín
Inn:Torfi Tímoteus Gunnarsson (Fylkir) Út:Birkir Eyþórsson (Fylkir)
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur og það er rannsóknarefni hvernig það stendur á því að FH er ekki yfir í leiknum. Eitthvað sem segir mér að Ólafur Jóhannesson og Davíð Þór Viðarsson muni láta sína menn heyra það í klefanum.

Atli Sveinn og Ólafur Ingi hljóta að sama skapi að vera ósáttir með framgöngu sinna manna.
45. mín
45 mín komnar á klukkuna og einni bætt við.
44. mín
Varnalína Fylkis er ekki búnir að vera sannfærandi í kvöld. Ef frá er talinn einn maður. Aron Snær Friðriksson sem er búinn að eiga stórleik.
43. mín Gult spjald: Óskar Borgþórsson (Fylkir)
42. mín
40. mín
Fylkismenn geta svo sannarlega þakkað Aroni Snæ fyrir það að vera á lífi í þessum leik. Hörður Ingi með stórgott skot við vítateigslínuna að marki Fylkis sem Aron ver glæsilega.
37. mín
Jahérna hér! Eru álög á FH?

Matti með geggjaða sendingu á Björn Daníel sem á skot í geggjaðri stöðu sem Aron ver, boltinn kastast í átt að Jónatan sem var fyrir opnu marki en var í slæmri stöðu og kiksar boltann.
35. mín
Fylkisstuðningsmenn vildu fá spjald á Björn Daníel. Hann og Arnór Gauti lentu saman í einhverjum köðli og var Björn Daníel að losa sig úr því en Arnór lá eftir, leit út eins og Björn Daníel hefði stigið á hann eftir að ,,brotið" átti sér stað. Sá atvikið í sjónvarpinu og erfitt að sjá hvað átti sér stað.
30. mín Gult spjald: Pétur Viðarsson (FH)
Fyrir að stoppa skyndisókn í uppsiglingu
29. mín
FH eru búnir að fá þrjú dauðafæri það sem af er. Fylkismenn geta prísað sig sæla að vera ekki komnir undir. Eins og leikurinn er að spilast eru meiri líkur á FH marki.
26. mín
ÚFFFFFF

Frábært spil hjá FH sem Jónatan og Lennon eiga heiðurinn af. Jónatann sendir hælsendingu á Lennon við vítateigslínuna, Lennon við sendir svo boltann aftur fyrir inn í teig Fylkis þar sem Jónatan er einn á mót Aroni, nær ekki almennilega til boltans og boltinn skoppar af honum.
25. mín
Vel gert Vuk! Fékk góða sendingu frá Birni Daníel og virtist ver að missa boltann inn í teig Fylkis, en vann hann til baka með miklu harðfylgi og nær skoti, þótt lélegt væri sem fór af varnarmanni Fylkis og útaf.
19. mín
Hvað var þetta Lennon?!
Jónatan Ingi með geggjaða sendingu inn fyrir vörn Fylkis þar sem Lennon lúrir, kemst einn á móti Aroni og ætlar að reyna að sóla Aron í stað þess að skjóta beint en Aron las hann eins og opna bók.
18. mín
Arnór Gauti með skot að marki FH svoldið langt utan af velli og framhjá. Aðdragandinn að skotinu var ansi laglegt spil Fylkismanna sín á mili.
16. mín
Korter liðið af leiknum og það er fátt sem gleður augað eitthvað sérstaklega það sem af er. Vonandi skánar þetta.
14. mín
Nú fá heimamenn sýna fyrstu hornspyrnu sem Vuk tók og Matti flikkaði boltanum yfir hópinn og framhjá.
8. mín
Frábærlega vel gert hjá Aroni Snæ!

Jónatan og Lennon geystust upp völlinn og Jónatan sendir boltann fyrir markið þar sem Lennon er einn á auðum sjó á móti Aroni sem kemur vel út og lokar á skotið.
7. mín
Fyrsta hornspyrna leiksins og það eru Fylkismenn sem eiga hana.
3. mín
Fylkismenn pressa FH vel en leyfa þeim að vera með boltann. FH eru í stuttum sendingum manna á milli og komast lítið áleiðis upp völlinn.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað!

Gestirnir byrja leikinn og spila í átt að miðbæ Hafnarfjarðar.
Fyrir leik
Liðin ganga hér inn á völlinn
Heimamenn eru í sínum hvítu treyjum og svörtu buxum og gestirnir í sínum appelsínugulum treyjum og svörtum buxum.
Fyrir leik
Fylkir er eitt þriggja liða sem FH hefur sigrað í sumar. Hin tvö eru ÍA og HK.
Fyrir leik
Tölfræðin
Mér persónulega finnst geggjað að það sé hægt inn á heimasíðu KSÍ að skoða innbyrðis viðureignir liða. Ef við skoðum leiki FH og Fylkis í A-deild er tölfræðin eftirfarandi

43 Leikir spilaðir.
23 Sigrar hjá FH.
10 Sigrar hjá Fylki.
10 Jafntefli.
Fyrir leik
Dómaratríóið

Eins og fram hefur komið í upphituninni er Ívar Orri Kristjánsson dómari leiksins. AD 1 er Kristján Már Ólafs og AD 2 Sveinn Þórður Þórðarsson. Jón Magnús Guðjónsson er eftirlitsmaður og Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson er varadómari.
Fyrir leik
Tvær breytingar hjá báðum liðum

Bæði lið gera tvær breytingar á sínum liðum frá síðasta deildarleik. Ólafur Guðmundsson nýkominn frá Grindavík og Vuk Óskar byrja hjá FH. Áhugavert. Þórir Jóhann er eins og áður hefur komið fram, farinn í mennskuna og Guðmann Þórisson sest á bekkinn.

Fylkismenn gera einnig tvær breytingar í liði sínu síðan í sigri á móti KA. Birkir Eyþórsson og Óskar Borgþórsson koma í byrjunaliðið. Ragnar Bragi Sveinsson er ekki með og ekki heldur Djair Parfitt-Williams
Fyrir leik
Það verður fróðlegt að sjá hvernig liðin koma inn i þennan leik. Bæði lið koma frá því að hafa sigrað síðasta leik sem þau spiluðu, FH í Sambandsdeildinni og Fylkir í Pepsí Max deildinni.

Það er óhætt að segja að þetta sé 6 stiga leikur fyrir bæði lið. FH verða að sigra ætli þeir sér ekki að vera í fallbaráttu það sem eftir lifir sumars og Fylkismenn verða að sigra ætli þeir að ná að slíta sig almennilega frá fallsvæðinu.
Fyrir leik
Fyrir leik
Það stefnir í fínasta knattspyrnuveður og eru FH-ingar að bjóða frítt á völlinn. Hvetjum alla til að fjölmenna í Krikann.
Fyrir leik
Síðustu leikir liðanna í deildinni
Eins og hefur komið fram að þá unnu Fylkismenn 2 - 1 sigur á KA í síðustu umferð og lyftu sér upp í sjötta sæti deildarinnar, búnir með 12 leiki og eru með 14 stig.

FH eru búnir að vera í Evrópuhléi í deildinni, spiluðu síðast leik við Val þann 1. júlí og töpuðu þeim leik 2 - 0 og eru FH ekki búnir að vinna leik í deildinni síðan í maí. Þeir sitja í 10 sæti deildarinnar eftir 11 leiki og eru með 12 stig. Sigur er lífsnauðsynlegur fyrir þá í kvöld!
Fyrir leik
Verður önnur Orrahríð í kvöld
Fyrirsögn Elvars Geirs í umfjöllun Fótbolta.net eftir sigurleik Fylkis á móti KA í síðustu umferð Pepsí-Max var ,,KA lentí Orrahríð"

Þar var Orri Hrafn Kjartansson valinn maður leiksins og Orri Sveinn Stefánsson næstbesti maður leiksins. Þeir eru báðir leikmenn Fylkis og skoruðu mörkin í 2 - 1 sigri á KA.
Fyrir leik
Enginn Þórir Jóhann
Þórir Jóhann Helgason spilar ekki fleiri leiki fyrir FH í sumar því hann gekk til liðs við Lecce á Ítalíu í vikunni og gerði þar fjögurra ára samning. Óska ég honum til hamingju með þetta skref.
Fyrir leik
Steven Lennon skaut FH áfram í Evrópu
FH eru nýkomnir heim frá Írlandi þar sem þeir spiluðu seinni leiknn við Sligo Rovers. Steven Lennon gerði gæfumuninn í þeim leik og skoraði bæði mörk FH í 1 - 2 sigri. FH á erfitt verkefni fyrir höndum því næsti leikur í Sambandsdeildinni er Rosenborg.
Fyrir leik
FH er í brasi
Það hefur verið rætt ótal sinnum í hinum ýmsu miðlum í sumar, hvernig gengi FH hefur verið. Davíð Þór Viðarsson aðstoðarþjálfari FH var í viðtali við Sæbjörn Þór á Fótbolti.net í gær og er Davíð Þór hreinskilinn með stöðu liðsins í deildinni.

Við erum í mjög slæmri stöðu þar og ég held að við áttum okkur allir á því að við þurfum heldur betur að spýta í lófana og fara að vinna leiki. Við erum ekki búnir að vinna leik síðan í maí í deildinni þannig að við þurfum að átta okkur á alvöru málsins

Þurfum að átta okkur á stöðunni
Fyrir leik
Velkomin í beina textalýsingu
Kl. 19:15 hefst leikur FH og Fylkis í Pepsí Max deild karla í knattspyrnu og býð ég þér að fylgja mér í beinni textalýsingu frá Kaplakrika.

Æskulýðsfrömuðurinn og stórdómarinn Ívar Orri Kristjánsson dæmir leikinn. Hann líkt og heimamenn er ný kominn heim eftir leik í Sambandsdeildinni en hann dæmdi leik The New Saints FC frá Wales og Glentoran FC frá Norður Írlandi þar sem heimamenn komust áfram.
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
Daði Ólafsson
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
4. Arnór Gauti Jónsson ('61)
5. Orri Sveinn Stefánsson
8. Orri Hrafn Kjartansson
11. Þórður Gunnar Hafþórsson ('45)
17. Birkir Eyþórsson ('45)
22. Dagur Dan Þórhallsson
28. Helgi Valur Daníelsson
77. Óskar Borgþórsson

Varamenn:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
3. Unnar Steinn Ingvarsson ('61)
6. Torfi Tímoteus Gunnarsson ('45)
9. Jordan Brown
15. Axel Máni Guðbjörnsson
20. Hallur Húni Þorsteinsson
23. Arnór Borg Guðjohnsen ('45)

Liðsstjórn:
Ólafur Ingi Stígsson (Þ)
Atli Sveinn Þórarinsson (Þ)
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Óðinn Svansson
Ólafur Ingvar Guðfinnsson
Ágúst Aron Gunnarsson
Hilmir Kristjánsson

Gul spjöld:
Óskar Borgþórsson ('43)
Unnar Steinn Ingvarsson ('75)
Helgi Valur Daníelsson ('90)

Rauð spjöld: