Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 16. júlí 2021 16:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Þurfum að átta okkur á alvöru málsins" - Ólíklegt að FH óski eftir frestun
FH liðið fyrir fyrri leikinn gegn Sligo Rovers.
FH liðið fyrir fyrri leikinn gegn Sligo Rovers.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óli Jóh og Davíð Þór
Óli Jóh og Davíð Þór
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH á framundan leik gegn Fylki í Pepsi Max-deildinni á sunnudag. Liðið tryggði sig í gær áfram í Sambandsdeildinni og mætir Rosenborg í næstu umferð.

Einvígið gegn Rosenborg hefst næsta fimmtudag og seinni leikurinn fer fram 29. júlí. Þann 29. júlí átti FH að mæta Keflavík í frestuðum leik frá því fyrr í sumar en þeim leik hefur eðlilega verið frestað. Sömu sögu má segja af leik KA og Breiðabliks þar sem Breiðablik mætir Austria Vín þann 29. júlí.

Sjá einnig:
Matti strax byrjaður að senda á Davíð: Þarf eiginlega að fara blokka hann

Milli leikjanna við Rosenborg á FH að mæta ÍA þann 25. júlí. Fótbolti.net heyrði í Davíð Þór Viðarssyni sem er aðstoðarþjálfari FH og spurði hann út í leikinn gegn Fylki á sunnudag.

„Mér líst vel á hann, við erum ekki góðum málum í deildinni og eins skemmtileg og Evrópukeppnin er þá er Íslandsmótið mikilvægasta mótið sem við erum í. Við erum í mjög slæmri stöðu þar og ég held að við áttum okkur allir á því að við þurfum heldur betur að spýta í lófana og fara að vinna leiki. Við erum ekki búnir að vinna leik síðan í maí í deildinni þannig að við þurfum að átta okkur á alvöru málsins en nýta okkur þennan meðbyr sem við höfum fengið í þessari Evrópukeppni til að koma á fullum krafti inn í þetta Íslandsmót aftur," sagði Davíð.

FH er tveimur stigum fyrir ofan fallsæti eftir ellefu leiki spilaða.

„Það eru ellefu leikir eftir, nóg eftir af mótinu til að snúa genginu við í deildinni. Það er hugur í mönnum að byrja á því strax á sunnudaginn.”

Ólíklegt að FH fari fram á frestun
Hefur komið til tals að óska eftir frestun á leiknum gegn ÍA til að lengja undirbúninginn fyrir seinni leikinn gegn Rosenborg?

„Nei, við eigum annan frestaðan leik gegn Keflavík sem var settur á 29. (sama dag og seinni leikurinn gegn Rosenborg). Sá leikur verður færður og ég held að við munum ekkert horfa í það (að reyna fresta leiknum gegn ÍA)."

„Mér finnst ekki verra að það sé spilað þétt og ég veit til þess að nokkrir leikmenn í liðinu fúnkera jafnvel betur þegar það er þétt spilað. Mér finnst því mjög ólíklegt að við förum fram á einhverjar frekari frestanir af því að þarf að fresta þessum Keflavíkurleik aftur,”
sagði Davíð.

Næstu leikir FH:
18. júlí, FH - Fylkir
22. júlí, FH - Rosenborg
25. júlí, ÍA - FH
29. júlí, Rosenborg - FH
4. ágúst, FH - HK
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner