Domusnovavöllurinn
sunnudagur 24. apríl 2022  kl. 16:00
Besta-deild karla
Aðstæður: 8° og smá gola, toppaðstæður
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Maður leiksins: Adolf Daði Birgisson (Stjarnan)
Leiknir R. 0 - 3 Stjarnan
0-1 Jóhann Árni Gunnarsson ('3, víti)
0-2 Adolf Daði Birgisson ('22)
Emil Berger, Leiknir R. ('62)
0-3 Emil Atlason ('69)
Myndir: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Byrjunarlið:
22. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
4. Bjarki Aðalsteinsson (f)
7. Maciej Makuszewski ('60)
8. Árni Elvar Árnason ('73)
9. Mikkel Dahl ('73)
10. Daníel Finns Matthíasson
11. Brynjar Hlöðversson
15. Birgir Baldvinsson ('46)
18. Emil Berger
23. Dagur Austmann ('60)
28. Arnór Ingi Kristinsson

Varamenn:
1. Atli Jónasson (m)
2. Hjalti Sigurðsson ('46)
14. Sindri Björnsson ('73)
17. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
19. Jón Hrafn Barkarson ('73)
21. Róbert Hauksson ('60)
80. Mikkel Jakobsen ('60)

Liðstjórn:
Valur Gunnarsson
Gísli Friðrik Hauksson
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Hlynur Helgi Arngrímsson
Ágúst Leó Björnsson
Davíð Örn Aðalsteinsson
Halldór Geir Heiðarsson

Gul spjöld:
Árni Elvar Árnason ('42)

Rauð spjöld:
Emil Berger ('62)


@haraldur_orn Haraldur Örn Haraldsson
94. mín Leik lokið!
Þá er þessum leik lokið og öruggur sigur Stjörnunnar staðreynd.

Skýrsla og viðtöl koma seinna í dag.
Eyða Breyta
92. mín
Stjörnunni langar í annað mark. Emil Atla fær boltann eftir sendingu inn fyrir vörnina, hann færir svo boltan yfir á Eggert sem tekur skotið og það fer rétt framhjá markinu en átti viðkomu í varnarmanni svo þeir fá horn.

Hornið er hættulegt en skalli Stjörnumanna fer framhjá.
Eyða Breyta
91. mín
4 mínútum er bætt við.
Eyða Breyta
90. mín
Stjarnan fær aukaspyrnu sem Einar Karl tekur.

Hann skýtur af frekar löngu færi og boltinn fer rétt framhjá stönginni.
Eyða Breyta
89. mín
Danni Finns nær góðu skoti á markið hérna en Halli Björns gerir vel og hrifsar þennan bolta.
Eyða Breyta
85. mín
Annað rangstöðumark hjá Stjörnunni.

Óli Kalli gerir vel og kemur sér í skotstöðu fyrir utan teig en það fer í varnarmann, Emil Atla nær frákastinu og setur hann í netið en aðstoðardómarinn setur flaggið upp strax.
Eyða Breyta
82. mín Eggert Aron Guðmundsson (Stjarnan) Adolf Daði Birgisson (Stjarnan)

Eyða Breyta
82. mín Þorsteinn Már Ragnarsson (Stjarnan) Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan)

Eyða Breyta
80. mín
Leiknismenn reyna að skapa hættu fyrir Stjörnumenn þar sem Hjalti hleypur upp hægri kantinn og gefur hann svo á Mikkel Jacobsen sem kemur með fyrirgjögina en þá vantaði heimamann að gera árás á boltann.

Halli sér um þetta auðveldlega.
Eyða Breyta
78. mín
Emil Atla nær að prjóna sig einhvernvegin í gegnum vörn Leiknis og er allt í einu kominn einn á móti markmanni en Viktor er búinn að loka vel og skotið hans Emils beint í hann.
Eyða Breyta
76. mín
Það sést soldið greinilega að Leiknismenn eru einum færri. Stjarnan er að komast oft í stöður þar sem þeir hafa alltof mikið pláss.
Eyða Breyta
74. mín
Danni Finns er ekki að finna sig hér í seinni hálfleik, hann missir boltann á miðjum vellinum og Stjörnumenn bruna í skyndisókn.

Þeir ná ekki alveg að finna hvorn annan í teignum en boltinn endar á Ísak sem er með skot framhjá.
Eyða Breyta
73. mín Jón Hrafn Barkarson (Leiknir R.) Mikkel Dahl (Leiknir R.)

Eyða Breyta
73. mín Sindri Björnsson (Leiknir R.) Árni Elvar Árnason (Leiknir R.)

Eyða Breyta
69. mín MARK! Emil Atlason (Stjarnan), Stoðsending: Óli Valur Ómarsson
Skelfileg mistök Leiknis!

Danni Finns tekur aukaspyrnuna úr brotinu sem gaf Einari gult. Spyrnan er alveg skelfileg og Óli vinnu boltann og tekur á sprett. hann kemur með gullfallegan bolta inn fyrir vörnina sem er alveg sofandi og Emil Atla er einn á mót markmanni.

Skotið hans er hnitmiðað og það fer léttilega framhjá Viktori í markinu.
Eyða Breyta
69. mín Gult spjald: Einar Karl Ingvarsson (Stjarnan)

Eyða Breyta
62. mín Rautt spjald: Emil Berger (Leiknir R.)
Glæfralegt frá Leiknismanninum, strauar manninn aftan frá og það eru ekki mikil mótmæli.

Nú verður róðurinn erfiður fyrir heimamenn.
Eyða Breyta
60. mín Mikkel Jakobsen (Leiknir R.) Maciej Makuszewski (Leiknir R.)

Eyða Breyta
60. mín Róbert Hauksson (Leiknir R.) Dagur Austmann (Leiknir R.)

Eyða Breyta
58. mín
DANNI FINNS!!!

Danni kemur með algjöran gullmola hérna, sending inn fyrir línu sem fer beint í ferðina á Maciej sem er einn á móti markmanni en Halli gerir vel og er kominn vel út á móti og hrifsar boltann.
Eyða Breyta
57. mín Ólafur Karl Finsen (Stjarnan) Óskar Örn Hauksson (Stjarnan)
Þá fá þeir að gera skiptinguna.
Eyða Breyta
57. mín Einar Karl Ingvarsson (Stjarnan) Daníel Laxdal (Stjarnan)
Þá fá þeir að gera skiptinguna.
Eyða Breyta
54. mín Brynjar Gauti Guðjónsson (Stjarnan) Björn Berg Bryde (Stjarnan)
Stjörnumenn reyna að gera þrefalda breytingu en þeir fá bara eina af einhverri ástæðu.
Eyða Breyta
53. mín
Leiknir nær annari fínni skyndisókn og það er Maciej sem fær boltann í teignum hægra megin. Stjörnumenn reyna að loka á hann og það tekst vel þar sem fyrirgjöf hans fer beint í Stjörnumann og þeir bægja hættunni frá.
Eyða Breyta
49. mín
Leiknismenn ná góðri skyndisókn þar sem Hjalti ber boltann upp miðjan völlinn og setur boltan á Mikkel Dahl. Halli í markinu gerir hinsvegar vel og lokar á hann og gefur Leikni horn.

Ekkert kom úr horninu.
Eyða Breyta
46. mín Hjalti Sigurðsson (Leiknir R.) Birgir Baldvinsson (Leiknir R.)
Skipting í hálfleik. Birgir var ekki alveg að finna sig og það lítur út fyrir að Leiknir skiptir í 3 manna vörn
Eyða Breyta
46. mín Leikur hafinn
Þá hefst seinni hálfleikurinn og nú er það Stjarnan sem byrjar með boltann.
Eyða Breyta
45. mín Hálfleikur
Dómarinn flautar til hálfleiks. Síðustu 10 mínúturnar voru frekar daufar en annars bráðskemmtilegur hálfleikur að baki vonumst eftir fleiri mörkum í þeim seinni.

Kaffipása á meðan.
Eyða Breyta
45. mín
+1

Danni Finns með fínt skot í varnarmann og þeir fá horn.

Hann tekur en Stjörnumenn sjá við þessu.
Eyða Breyta
45. mín
einni mínútu bætt við
Eyða Breyta
44. mín
Stjarnan búið að ógna mikið upp hægri kantinn í dag. Í þetta skiptið var það Adolf sem tekur boltann upp kantinn og færði hann svo yfir á Óskar sem tók skotið en Viktor varði.
Eyða Breyta
42. mín Gult spjald: Árni Elvar Árnason (Leiknir R.)

Eyða Breyta
39. mín
Stjörnumenn bruna upp í skyndisókn eftir að Emil vinnur boltann á miðjum vellinum. Boltinn færist yfir á Adolf sem tekur skot fyrir utan teig en það er slappt og fer yfir markið
Eyða Breyta
35. mín
Leiknir fær aukaspyrnu í fínni stöðu.

Danni tekur og það er skot en boltinn flýgur yfir.
Eyða Breyta
32. mín
Leiknismenn ná upp góðu spili fyrir framan teig Stjörnunnar. Maciej leggur boltann yfir á Danna en skotið hans hátt yfir.
Eyða Breyta
30. mín
Stjarnan hélt áfram góðri sókn og Jóhann Árni komst í fínt skotfæri fyrir utan teig en skot hans beint á Viktor.
Eyða Breyta
29. mín
Ísak gerir mjög vel þar sem hann fintar framhjá einum manni og kemur svo með skot frá löngu færi en Viktor þarf að verja frá honum og Stjarnan fær horn.

Jóhann tekur en Viktor lemur boltann frá.
Eyða Breyta
26. mín
Leiknismenn virka aðeins slegnir, þeir eru ekki alveg að ná að bíta frá sér.
Eyða Breyta
22. mín MARK! Adolf Daði Birgisson (Stjarnan), Stoðsending: Ísak Andri Sigurgeirsson
Þetta kom gegn gangi leiksins!

Stjörnumenn senda langan bolta upp vinstri kantinn þar sem Ísak tekur á sprett. Hann setur svo góðan bolta fyrir teig þar sem Adolf er alveg einn og yfirgefinn og hann setur hann í opið markið.
Eyða Breyta
18. mín
Stjarnan liggur töluvert aftarlega þessa stundina og Leiknismenn reyna að ógna.

Danni Finns náði fínu skoti fyrir utan teig en það fór framhjá.
Eyða Breyta
16. mín
Binni Hlö gerir stór mistök á miðjum vellinum og gefur Stjörnnunni séns á að komast í hraða sókn. Óskar Örn tekur skotið fyrir utan teig en Viktor sér við honum.
Eyða Breyta
13. mín
Mikkel Dahl tekur svaka sprett upp hálfan völlinn sem endar í skoti rétt fyrir utan teig en Sindri fer fyrir skotið og Leiknir fær horn.

Danni tekur en þessi hornspyrna gengur ekkert betur en þær fyrri.
Eyða Breyta
12. mín
Stjarnan heldur áfram að ógna upp hægri kantinn í þetta sinn er það Óli Valur. Kemst í fínar stöður til að koma boltanum inn fyrir en Leiknismenn ná að hreinsa frá.
Eyða Breyta
11. mín
Lið Stjörnunnar

Haraldur
Óli-Björn-Sindri-Elís
Jóhann-Daníel-Óskar
Adolf-Emil-Ísak
Eyða Breyta
10. mín
Hornspyrna fyrir Leikni sem Daníel tekur

Boltinn á nær og Óskar skallar frá.
Eyða Breyta
9. mín
Lið Leiknis

Viktor
Birgir-Bjarki-Brynjar-Dagur
Emil-Árni-Arnór
Maciej-Mikkel-Daníel
Eyða Breyta
8. mín
Emil Atla setur boltann í markið en dómarinn búinn að dæma rangstæðu
Eyða Breyta
4. mín
Hornspyrna fyrir heimamenn.

Danni Finns tekur hana en það er skallað frá. Hann fær boltann aftur en fyrirgjöfin hans fer í varnarmann.
Eyða Breyta
3. mín Mark - víti Jóhann Árni Gunnarsson (Stjarnan)
Góð spyrna föst og örugg í neðra vinstra hornið. Viktor átti ekki séns
Eyða Breyta
2. mín
VÍTI!!!

Adolf fellur við inn í teig eftir að Bjarki Aðalsteins brýtur á honum
Eyða Breyta
1. mín
Garðbæjingar skapa hættu strax í byrjun þegar Daníel Laxdal kemur með langan bolta yfir á Adolf sem nær föstu skoti en það er yfir markið
Eyða Breyta
1. mín Leikur hafinn
Þá hefst leikurinn og það eru Leiknismenn sem byrja með boltann.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Leikmenn eru byrjaðir að labba inn á völlinn og leikurinn fer að hefjast. Gríðarleg spenna hér í Breiðholtinu fyrir fyrsta heimaleik tímabilsins hjá Leikni.
Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Fyrir leik
Sigurður Heiðar Höskuldsson gerir tvær breytingar á liði Leiknis frá 1-0 tapi gegn KA í síðustu umferð. Mikkel Dahl og Birgir Baldvinsson koma inn fyrir þá Óttar Bjarna Guðmundsson og Róbert Hauksson.

Hjá Stjörnunni gerir Ágúst Gylfason einnig breytingar frá 2 - 2 jafnteflinu gegn ÍA en þrír leikmenn fara út úr liðinu. Þeir Þórarinn Ingi Valdimarsson, Einar Karl Ingvarsson og Eggert Aron Guðmundsson.

Í þeira stað koma inn Adolf Daði Birgisson, Daníel Laxdal og Elís Rafn Björnsson.
Eyða Breyta
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Siggi höskulds var í viðtali hjá Leiknir.com þar sem hann talaði um síðasta leik, meiðsli Óttars Bjarna og grasvöllinn fagra í breiðholtinu.


Spjall við Sigga fyrir fyrsta heimaleik

Eyða Breyta
Fyrir leik

Eyða Breyta
Fyrir leik
Dómari leiksins er Vilhjálmur Alvar Þórarinsson og honum til halds og trausts verða þeir Gylfi Már Sigurðsson og Oddur Helgi Guðmundsson. Eftirlitsmaður er Einar Örn Daníelsson.
Eyða Breyta
Fyrir leik
Óttar Bjarni þurfti að fara af velli eftir 20 mínútur í síðasta leik eftir höfuðhögg og Siggi Höskulds sagði í viðtali að hann væri ekki með í dag. Þá byrjuðu Mikkel Dahl og Mikkel Jacobsen á bekknum en spurning hvort þeir fái að koma inn í byrjunarliðið í dag.

Stjörnumenn ættu að geta stillt upp sínu sterkasta liði fyrir utan Hilmar Árna sem sleit krossband á undirbúningstímabilinu og verður því ekkert með í sumar.Eyða Breyta
Fyrir leik
Leiknir tapaði fyrir KA 1-0 í fyrstu umferðinni þegar þeir gerðu sér ferð til Dalvíkur

Húsavíkur fjölskyldan stór í KA - Besti kosturinn á Norðurlandi"

Stjörnumenn fengu Skagamenn í heimsókn í Garðabæinn en þau skildu jöfn 2-2. Það voru þeir Jóhann Árni og Óskar Örn sem skoruðu mörk Stjörnunnar

Sjáðu mörkin í Garðabænum - Þetta er sami leikur og alltaf"
watermark
Eyða Breyta
Fyrir leik
Góðann daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Leiknis og Stjörnunnar. Leikurinn hefst kl 16:00
Eyða Breyta
Byrjunarlið:
1. Haraldur Björnsson (m)
4. Óli Valur Ómarsson
6. Sindri Þór Ingimarsson
8. Jóhann Árni Gunnarsson
9. Daníel Laxdal ('57)
14. Ísak Andri Sigurgeirsson ('82)
21. Elís Rafn Björnsson
22. Emil Atlason
23. Óskar Örn Hauksson ('57)
24. Björn Berg Bryde ('54)
29. Adolf Daði Birgisson ('82)

Varamenn:
33. Viktor Reynir Oddgeirsson (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson ('54)
7. Einar Karl Ingvarsson ('57)
11. Þorsteinn Már Ragnarsson ('82)
17. Ólafur Karl Finsen ('57)
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason
19. Eggert Aron Guðmundsson ('82)

Liðstjórn:
Hilmar Árni Halldórsson
Friðrik Ellert Jónsson
Rajko Stanisic
Pétur Már Bernhöft
Ágúst Þór Gylfason (Þ)
Jökull I Elísabetarson
Þór Sigurðsson

Gul spjöld:
Einar Karl Ingvarsson ('69)

Rauð spjöld: