Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 22. apríl 2022 20:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Húsavíkur fjölskyldan stór í KA - „Besti kosturinn á Norðurlandi"
Ásgeir mundar fótinn gegn Leikni
Ásgeir mundar fótinn gegn Leikni
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

KA hóf sumarið á góðum sigri á Leikni á Dalvík í vikunni. Liðunum er spáð svipuðu gengi í sumar af Fótbolta.net. KA í 7. sæti og Leikni í 8. sæti.


Lestu um leikinn: KA 1 -  0 Leiknir R.

Húsvíkingurinn Ásgeir Sigurgeirsson lagði upp sigurmarkið á Húsvíkinginn Elfar Árna Aðalsteinsson. Ásamt þeim eru meðal annars bræðurnir Hallgrímur Mar og Hrannar Björn Steingrímssynir frá Húsavík svo einhverjir séu nefndir en listinn er ótæmandi.

Ásgeir var í viðtali á Fótbolta.net fyrir mótið en þar var hann spurður hvers vegna svona margir Húsvíkingar endi í KA.

„Við höfum allir viljað spila á sem hæsta leveli og KA er það lið sem bíður uppá það á Norðurlandi. Kannski sækjumst við frekar í það að vera nær heimahögunum en að vera fyrir sunnan. Ég held að ég geti talað fyrir okkur alla þegar ég segi að KA er besti kosturinn á Norðurlandi," sagði Ásgeir.

„Það hefur sýnt sig undanfarin ár, við erum byrjaðir að keppa að hlutum sem við viljum vera að keppa að. Við erum að fara uppá KA svæði og þá kynnist fólk því aðeins meira hversu stór KA fjölskyldan er."

Næsti leikur KA er gegn ÍBV í Eyjum á sunnudaginn


Vilt ekki keppast um eitthvað neðar þegar þú ert búinn að vera þarna uppi
Athugasemdir
banner
banner
banner