Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Afturelding
1
4
Selfoss
0-1 Unnur Dóra Bergsdóttir '3
0-2 Brenna Lovera '10
Hildur Karítas Gunnarsdóttir '50 , misnotað víti 0-2
Hildur Karítas Gunnarsdóttir '51 , víti 1-2
1-3 Brenna Lovera '52
1-4 Barbára Sól Gísladóttir '67
27.04.2022  -  19:15
Malbikstöðin að Varmá
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Fínar aðstæður, skýjað og örlítil gola.
Dómari: Helgi Ólafsson
Áhorfendur: 413
Maður leiksins: Brenna Lovera (Selfoss)
Byrjunarlið:
12. Eva Ýr Helgadóttir (m)
2. Sesselja Líf Valgeirsdóttir
3. Jade Arianna Gentile ('46)
4. Dennis Chyanne
8. Sigrún Eva Sigurðardóttir ('59)
10. Hildur Karítas Gunnarsdóttir
13. Ísafold Þórhallsdóttir ('77)
16. Birna Kristín Björnsdóttir
19. Kristín Þóra Birgisdóttir
21. Sigrún Gunndís Harðardóttir (f)
77. Þórhildur Þórhallsdóttir

Varamenn:
6. Anna Pálína Sigurðardóttir
9. Katrín Rut Kvaran ('77)
13. Sara Guðmundsdóttir
24. Christina Clara Settles ('59)
26. Signý Lára Bjarnadóttir ('46)

Liðsstjórn:
Alexander Aron Davorsson (Þ)
Ruth Þórðar Þórðardóttir (Þ)
Bjarki Már Sverrisson (Þ)
Halla Margrét Hinriksdóttir
Svandís Ösp Long
Elfa Sif Hlynsdóttir
Ingólfur Orri Gústafsson
Sævar Örn Ingólfsson

Gul spjöld:
Hildur Karítas Gunnarsdóttir ('56)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
+3

Sannfærandi 1-4 sigur hjá Selfyssingum og engin draumabyrjun hjá nýliðunum.

Minni á viðtöl og skýrslu seinna í kvöld.

Takk fyrir samfylgdina!
90. mín
+1

Christina Clara reynir skot fyrir utan teig en boltinn framhjá markinu.
90. mín
Komnar 90 mínútur á klukkuna.

3 mínútum bætt við.
89. mín
Selfoss fær hornspyrnu.
87. mín
Heldur rólegt síðustu mínutur.
83. mín
Inn:Auður Helga Halldórsdóttir (Selfoss) Út:Brenna Lovera (Selfoss)
81. mín
Bergrós reynir skot fyrir utan teig en skotið kraftlaust og Eva fær boltann í fangið.
79. mín
Inn:Íris Embla Gissurardóttir (Selfoss) Út:Unnur Dóra Bergsdóttir (Selfoss)
Fyrirliðinn útaf, búin að eiga flottan leik.

Barbára tekur við bandinu.
77. mín
Inn:Katrín Rut Kvaran (Afturelding) Út:Ísafold Þórhallsdóttir (Afturelding)
75. mín
Afturelding fær aukaspyrnu á fínum stað.

Þórhildur tekur spyrnuna og skýtur langt yfir.
73. mín
Bergrós með fyrirgjöf sem Eva grípur.
72. mín
Selfoss fær horn.
71. mín
Inn:Íris Una Þórðardóttir (Selfoss) Út:Kristrún Rut Antonsdóttir (Selfoss)
Fyrsta skipting Selfoss í leiknum.

Íris gerði sig klára þegar Kristrún fékk aðhlynninguna. Kristrún kom þó aftur inn á í nokkrar mínútur.
70. mín
Barbára með sendingu í gegnum teiginn en enginn Selfyssingur á svæðinu.
70. mín

69. mín
Þórhildur við það að sleppa í gegn en er rangstæð.
67. mín MARK!
Barbára Sól Gísladóttir (Selfoss)
Stoðsending: Brenna Lovera
1-4!

Brenna með fyrirgjöf af vinstri kantinum og finnur Barbáru í teignum sem skallar hann örugglega inn!
65. mín
Kristrún liggur og fær aðhlynningu. Virðist hafa fengið eitthvað högg.
65. mín
Selfoss fær hornspyrnu.
62. mín


Afturelding fagnar marki Hildar Karítasar í upphafi seinni hálfleiks!
62. mín
Magdalena reynir að koma boltanum í gegn á Unni en boltinn of fastur og Eva nær til hans.
60. mín
Hættuleg sókn hjá Selfoss!

Sif finnur Unni Dóru sem nær skoti á markið sem Eva ver vel, boltinn berst til Bergrósar hægra meginn í teignum og hún á skot yfir markið.
59. mín
Inn:Christina Clara Settles (Afturelding) Út:Sigrún Eva Sigurðardóttir (Afturelding)
56. mín
Katla María liggur eftir og virðist sárþjáð.

Fær ekki aðhlynningu og ætlar að halda áfram.
56. mín Gult spjald: Hildur Karítas Gunnarsdóttir (Afturelding)
52. mín MARK!
Brenna Lovera (Selfoss)
Stoðsending: Bergrós Ásgeirsdóttir
Gestirnir ætla ekki að hleypa Aftureldingu aftur inn í leikinn!

Bergrós fær boltann úti á hægri kantinum og kemst framhjá Sigrúnu, Eva ver frá henni en boltinn berst á Brennu sem þarf bara að pota honum inn.

1-3!
51. mín Mark úr víti!
Hildur Karítas Gunnarsdóttir (Afturelding)
Setur hann niðri í hægra hornið stöngin inn, öruggt!

Kemur Aftureldingu aftur inn í leikinn!
50. mín
Afturelding fær aftur víti! Endurtekið víti sýnist mér, Tiffany líklega farið af línunni.
50. mín Misnotað víti!
Hildur Karítas Gunnarsdóttir (Afturelding)
49. mín
Afturelding fær víti!!

Þórhildur við það að sleppa ein í gegn en Áslaug Dóra togar hana niður í teignum.
47. mín
Selfoss fær aukaspyrnu rétt fyrir utan teig eftir að boltinn fer í hönd Birnu Kristínar.

Brenna með spyrnuna sem Eva ver, boltinn berst út í teig og Selfyssingar reyna að koma honum að markinu en Eva handsamar hann.
46. mín
Inn:Signý Lára Bjarnadóttir (Afturelding) Út:Jade Arianna Gentile (Afturelding)
Afturelding gerir eina breytingu í hálfleik.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur hér í Mosó.

Gestirnir búnir að vera sterkari aðilinn í þessum fyrri hálfleik. Gætu verið búnar að skora fleirir mörk.
44. mín


Sif Atladóttir er mætt til leiks í Bestu deildinni!
42. mín
Vóó!!

Susanna fær boltann fyrir utan teig vinstra megin eftir hornspyrnuna og neglir honum í stöngina fjær, boltinn berst út á Magdalenu sem á fast skot rétt yfir markið!

Selfoss nálægt því að bæta við þriðja markinu fyrir hálfleik.
41. mín
Selfoss fær hornspyrnu.
40. mín
Brenna í ágætis færi en setur boltann yfir markið.
36. mín Gult spjald: Katla María Þórðardóttir (Selfoss)
Fyrir peysutog.
34. mín
Selfoss fær aukaspyrnu í fyrirgjafarstöðu vinstra meginn á vellinum.
33. mín
Hildur Karítas fellur í teignum eftir að hafa komist ein gegn Tiffany sem nær til boltans. Einhverjar að biðja um víti en dómarinn heldur ekki.
31. mín
Dauðafæri!!

Fyrirgjöf inn á teiginn beint á Brennu sem er beint fyrir framan markið en skallar boltann rétt framhjá markinu.
Brenna brennir af!
30. mín
Barbára með hættulega fyrirgjöf sem Eva nær að koma í horn.
27. mín
Brenna með skot úr teignum sem Eva ver í hornspyrnu.

Enn ein hornspyrnan sem Selfoss fær í leiknum.
26. mín
Unnur með skot rétt fyrir utan teig sem fer yfir markið.
24. mín
Góð sókn hjá Selfoss.

Kristrún setur boltann út til vinstri á Magdalenu sem keyrir að teignum og finnur Brennu inn í teig, hún setur hann út á Kristrúnu sem á skot rétt framhjá markinu!
22. mín
Afturelding í séns!

Fyrirgjöf frá vinstrir inn á teig sem Ísafold nær að skalla en boltinn framhjá markinu.
21. mín


Selfoss fagnar marki Brennu.
20. mín
Færi!!

Magdalena kemst ein á móti Evu eftir einhvern misskilning í vörn Aftureldingar.

Eva ver hins vegar vel og Selfoss fær horrnspyrnu.

Barbára nær skalla eftir hornið en beint á Evu.
18. mín
Bergrós reynir skot af hægri kantinum sem fer yfir markið.
17. mín
Bergrós með fyrirgjöf en Eva gerir vel og kemur út og grípur boltann.
16. mín
Gestirnir algjörlega stýrt leiknum fyrsta korterið.
14. mín
Magdalena reynir fyrirgjöf en Eva Ýr nær fyrst til hans.
14. mín
Hildur Karítas kemur boltanum burt eftir hornið en Unnur Dóra vinnur hann aftur og reynir fyrirgjöf en fær annað horn.
13. mín
Selfoss fær hornspyrnu.
10. mín MARK!
Brenna Lovera (Selfoss)
Stoðsending: Bergrós Ásgeirsdóttir
Selfoss bæta í!

Bergrós með fyrirgjöf frá hægri inn á teig beint á kollinn á Brennu sem stýrir boltanum í netið!

Selfoss heldur betur mættar til leiks!
4. mín
Hinum megin er Hildur Karítas við það að sleppa ein í gegn en er rangstæð.
3. mín MARK!
Unnur Dóra Bergsdóttir (Selfoss)
Stoðsending: Barbára Sól Gísladóttir
0-1!!

Barbára Sól með langan bolta fram sem ratar á Unni Dóru sem nær að snúa af sér varnarmann og setja boltann yfir Evu í markinu!
2. mín
Hildur Karítas með skot í Kristrúnu og aftur fyrir. Afturelding fær hornspyrnu.
1. mín
Selfyssingar fljótar að sækja sér fyrstu hornspyrnu leiksins.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað!

Gestirnir frá Selfossi hefja leik og sækja í átt að sundlauginni.
Fyrir leik
Liðin ganga út á völlinn í fylgd Helga Ólafssonar, dómara leiksins.

Kaleo styrkir Aftureldingu.
Liðin eiga það sameiginlegt að bera hljómsveit framan á búningum sínum. Selfyssingar tilkynntu í dag um samstarf við Stuðlabandið sem mun prýða búninga liðsins í sumar.

Fyrir leik
Rúmlega korter í að leikurinn byrji og leikmenn skokka inn í klefa.

Áhorfendur hægt og rólega að streyma í stúkuna og allt að verða klárt!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár!

Meiðslavandræði hjá nýliðunum og vantar mikilvæga leikmenn eins og Guðrúnu Elísabetu, Rögnu Guðrúnu og Taylor.
Fyrir leik
Hulda Mýrdal hjá Heimavellinum spáði í fyrstu umferð Bestu deildarinnar og hún heldur að þessi leikur fari svona:

Afturelding 1 - 2 Selfoss
Það verður hátíð í Mosó á fyrsta heimaleik liðsins eftir frábært tímabil í Lengjudeildinni í fyrra. Þetta verður stuðleikur umferðarinnar. Guðrún Elísabet kemur Aftureldingu yfir eftir snarruglaða sendingu frá Rögnu Guðrúnu. Sif Atla ætlar ekki að fara tapa sínum fyrsta leik hér á landi. Hún öskrar markahæsta leikmann síðustu leiktíðar í gang og Brenna Lovera setur 2. Selfoss vinnur dramatískan 2-1 sigur

Hægt er að skoða alla spána hér
Fyrir leik
Fyrir leik
Fótbolti.net spáir Aftureldingu 7. sætinu og Selfossi 3. sæti í Bestu deildinni í sumar.

Hér getið þið skoðað spána betur:

Smelltu hér fyrir Aftureldingu

Smelltu hér fyrir Selfoss
Fyrir leik
Fyrri viðureignir

Félögin hafa ekki mæst í opinberum leik síðan 2016 en þá gerðu liðin jafntefli í Faxaflóamótinu.

Sumarið 2015 mættust félögin tvisvar í efstu deild og sigraði Selfoss báða leikina. 2-0 í fyrri umferðinni og 3-1 í seinni.
Fyrir leik
Breytingar á leikmannahópi Selfoss

Björn Sigurbjörnsson tók við af Alfreð Elíasi Jóhannssyni og verður Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir honum til aðstoðar. Björn var áður í Kristianstad í Svíþjóð þar sem hann var aðstoðarmaður Elísabetar Gunnarsdóttur.

Komnar:
Ásta Sól Stefánsdóttir frá Haukum
Íris Una Þórðardóttir frá Fylki
Katla María Þórðardóttir frá Fylki
Miranda Nild frá Bandaríkjunum
Sif Atladóttir frá Svíþjóð
Tiffany Sornpao frá Keflavík
Barbára Sól Gísladóttir frá Bröndby Danmörku (úr láni)
Birta Sigurborg Úlfarsdóttir frá KFR
Karen Rós Torfadóttir frá Sindra

Farnar:
Anna María Bergþórsdóttir í Fjölni
Benedicte Haland til Ítalíu
Caity Heap
Emma Kay Checker til Ástralíu
Hólmfríður Magnúsdóttir hætt


Landsliðskonan Sif Atladóttir er mætt í íslenska boltann eftir að hafa leikið undanfarin tíu ár með Kristianstad í Svíþjóð.
Fyrir leik
Breytingar á leikmannahópi Aftureldingar

Komn­ar:
Birna Krist­ín Björns­dótt­ir frá Breiðabliki (á láni)
Dennis Chyanne frá Banda­ríkj­un­um
Þór­hild­ur Þór­halls­dótt­ir frá Breiðabliki
Eyrún Vala Harðardótt­ir frá Augna­bliki (á láni)
Halla Mar­grét Hinriks­dótt­ir frá Stjörn­unni (úr láni)
Halla Þór­dís Svans­dótt­ir frá Fram (úr láni)
Hild­ur Karítas Gunn­ars­dótt­ir frá Hauk­um
Ísa­fold Þór­halls­dótt­ir frá Breiðabliki
Krist­ín Gyða Davíðsdótt­ir frá Fram
Sigrún Eva Sig­urðardótt­ir frá ÍA

Farn­ar:
Anna Kolbrún Ólafsdóttir í Fjölni
Hajar Tahri til Marokkó
Indy Isabelle Spaan til Ítalíu
Oliviu Sheppard
Rachel Van Netten til Hollands
Sofie Dall Henriksen hætt
Fyrir leik


Það eru margir spenntir að sjá Guðrúnu Elísabetu spila í Bestu deildinni en hún fór á kostum í Lengjunni síðasta sumar og gat ekki hætt að skora.

Hún var lang markahæst í Lengjudeildinni með 23 mörk í 17 leikjum!
Fyrir leik
Selfoss endaði síðasta tímabil um miðja deild eða í 5. sætinu.

Brenna Lovera var öflug fyrir framan markið og skoraði 13 mörk í 16 leikjum og var markahæst í deildinni.

Fyrir leik
Afturelding hafnaði í 2. sæti í Lengjudeildinni á síðasta tímabili og tryggði sér sæti í deild þeirra bestu eftir 4-0 heimasigur á FH í hreinum úrslitaleik.

Afturelding hefur ekki leikið í efstu deild síðan árið 2015.

Stemningin í Mosó var rosaleg og það verður gaman að sjá hvort partýið haldi ekki áfram.

Fyrir leik


Góða kvöldið og verið velkomin til leiks!

1. umferð Bestu deildar kvenna heldur áfram að rúlla og hér á Malbikstöðinni að Varmá taka nýliðar Aftureldingar á móti Selfyssingum.

Leikar hefjast kl. 19:15
Byrjunarlið:
1. Tiffany Sornpao (m)
3. Sif Atladóttir
5. Susanna Joy Friedrichs
6. Bergrós Ásgeirsdóttir
10. Barbára Sól Gísladóttir
15. Unnur Dóra Bergsdóttir (f) ('79)
16. Katla María Þórðardóttir
18. Magdalena Anna Reimus
22. Brenna Lovera ('83)
23. Kristrún Rut Antonsdóttir ('71)
24. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir

Varamenn:
13. Karen Rós Torfadóttir (m)
2. Brynja Líf Jónsdóttir
4. Íris Una Þórðardóttir ('71)
8. Katrín Ágústsdóttir
17. Íris Embla Gissurardóttir ('79)
19. Eva Lind Elíasdóttir
25. Auður Helga Halldórsdóttir ('83)

Liðsstjórn:
Björn Sigurbjörnsson (Þ)
Katrín Ýr Friðgeirsdóttir
Elías Örn Einarsson
Svandís Bára Pálsdóttir
Hafdís Jóna Guðmundsdóttir
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir

Gul spjöld:
Katla María Þórðardóttir ('36)

Rauð spjöld: