Tottenham vill McTominay - Napoli reynir við Mainoo í janúar - Villa í viðræðum við Rogers um nýjan samning
sunnudagur 26. október
Besta-deild karla - Efri hluti
föstudagur 24. október
Þjóðadeild kvenna - Umspil
fimmtudagur 23. október
Sambandsdeildin
miðvikudagur 22. október
Evrópukeppni unglingaliða
mánudagur 20. október
Besta-deild karla - Efri hluti
miðvikudagur 15. október
Evrópubikar kvenna
þriðjudagur 14. október
Undankeppni EM U21
mánudagur 13. október
Undankeppni HM
laugardagur 11. október
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 10. október
Undankeppni HM
Undankeppni EM U21
fimmtudagur 9. október
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
miðvikudagur 8. október
Evrópubikar kvenna
mánudagur 6. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
sunnudagur 5. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
laugardagur 4. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 3. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 2. október
Sambandsdeildin
miðvikudagur 1. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Evrópukeppni unglingaliða
þriðjudagur 30. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
mánudagur 29. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 28. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 27. september
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 26. september
Fótbolti.net bikarinn
mánudagur 22. september
Besta-deild karla - Efri hluti
miðvikudagur 17. september
Lengjudeild karla - Umspil
mánudagur 15. september
Besta-deild karla
fimmtudagur 11. september
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. september
Undankeppni HM
mánudagur 8. september
Undankeppni EM U21
sunnudagur 7. september
Besta-deild kvenna
miðvikudagur 29. október
Deildabikarinn
Arsenal - Brighton - 19:45
Liverpool - Crystal Palace - 19:45
Swansea - Man City - 19:45
Wolves - Chelsea - 19:45
Newcastle - Tottenham - 20:00
Bikarkeppni
Greuther Furth - Kaiserslautern - 17:00
Illertissen - Magdeburg - 17:00
Mainz - Stuttgart - 17:00
Paderborn - Leverkusen - 17:00
Darmstadt - Schalke 04 - 19:45
Fortuna Dusseldorf - Freiburg - 19:45
Köln - Bayern - 19:45
Union Berlin - Arminia Bielefeld - 19:45
Vináttuleikur
Switzerland U-17 - Morocco U-17 - 12:00
Serie A
Roma - Parma - 17:30
Genoa - Cremonese - 19:45
Bologna - Torino - 19:45
Juventus - Udinese - 17:30
Inter - Fiorentina - 19:45
Como - Verona - 17:30
Eliteserien
SK Brann - Bodö/Glimt - 18:00
Rosenborg - Sandefjord - 20:00
Bikarkeppni
Poblense - Sabadell - 17:00
CE Sant Jordi - Osasuna - 18:00
Ebro - Tarazona - 18:00
Mutilvera - Zaragoza - 18:00
Los Garres - Elche - 18:00
La Union - Ceuta - 18:30
Atletico Astorga - Mirandes - 19:00
Azuaga - Leganes - 19:00
Caudal - Sporting Gijon - 19:00
Cieza - Cordoba - 19:00
Lorca Deportiva - Almeria - 19:00
Navalcarnero - Merida AD - 19:00
Naxara - Eibar - 19:00
Numancia - Arenas de Getxo - 19:00
Portugalete - Valladolid - 19:00
Sant Andreu - Teruel - 19:00
San Justo - Mallorca - 19:00
Torrent - Juventud Torremolinos - 19:00
Puente Genil - Cartagena - 19:30
Reus FCR - CE Europa - 19:30
UD Ourense - Pontevedra - 19:30
Yuncos - Vallecano - 20:00
Ciudad de Lucena - Villarreal - 20:00
Real Jaen - Eldense - 20:00
Quintanar del Rey - UD Ibiza - 20:00
mán 25.apr 2022 23:40 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Spá Fótbolta.net fyrir Bestu kvenna: 3. sæti

Keppni í Bestu kvenna hefst á morgun. Fótbolti.net mun í dag og á morgun klára að opinbera spá fyrir deildina í sumar. Liðin verða kynnt eitt af öðru.

Bára Kristbjörg og Björn
Bára Kristbjörg og Björn
Mynd/Selfoss
Sif er komin heim eftir langa veru í atvinnumennsku
Sif er komin heim eftir langa veru í atvinnumennsku
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir
Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrirliðinn Unnur Dóra
Fyrirliðinn Unnur Dóra
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Barbára og Brenna verða í lykilhlutverki
Barbára og Brenna verða í lykilhlutverki
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tvíburarnir sömdu við Selfoss í vetur
Tvíburarnir sömdu við Selfoss í vetur
Mynd/Selfoss
Mynd/Hrefna Morthens
Spáin:
1. ?
2. ?
3. Selfoss
4. Stjarnan
5. Þróttur
6. Þór/KA
7. Afturelding
8. ÍBV
9. KR
10. Keflavík

3. sæti Selfoss

Lokastaða í fyrra: 5. sæti með 25 stig. Tólf þeirra komu á heimavelli og þrettán á útivelli. -1 í markatölu og liðið eins mikið miðjulið og í raun hægt var. Liðið náði í fjórtán stig í fyrri hlutanum en einungis ellefu stig í þeim seinni.

Þjálfarinn: Þjálfarabreyting varð hjá Selfossi milli tímabila. Björn Sigurbjörnsson tók við af Alfreð Elíasi Jóhannssyni og verðu Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir honum Birni til aðstoðar. Björn hafði verið aðstoðarmaður Elísabetar Gunnarsdóttur síðasta áratuginn eða svo.

Sjá einnig:
„Sem betur fer semur okkur vel bæði sem hjónum og samstarfsfólki"

Álit Eiðs
Eiður Ben Eiríksson er sérfræðingur Fótbolta.net í Bestu kvenna en hann var síðustu ár annar af þjálfurum Vals. Hér er álit Eiðs á liði Selfoss.

„Selfyssingar mæta til leiks með glænýtt þjálfarateymi. Björn Sigurbjörnsson er mættur frá Kristianstad og tekur Báru Rúnarsdóttur með sér. Hópurinn er nokkuð breyttur frá því í fyrra en þær halda í þann kjarna sem hefur verið hjá Selfossi undanfarin ár.

Selfoss hefur farið aðeins undir radarinn í vetur og helsta umræðan er sú að Bjössi muni Kristianstad-væða Selfoss liðið og nú verður Selfoss að Kristianstad. Við getum gleymt því held ég strax. Bjössi og Bára munu vissulega koma með ýmislegt jákvætt frá Kristianstad, en Bjössi er allt öðruvísi þenkjandi þjálfari heldur en Beta og hugsar leikinn á annan hátt. Ég er spenntur að sjá hvernig Selfoss mun standa sig í sumar og ég á mjög erfitt með að átta mig á hvar liðið mun enda."


Liðið best pressulausar
„Eitt er víst að stemningin verður í fínum málum og liðið mun spila skemmtilegan fótbolta, hvað úrslit varðar það verður að koma í ljós. Liðið hefur alltaf tekið sínar sveiflur á sumrin, þær voru mjög öflugar 2019 þegar liðið vann bikarinn og endaði í 3 sæti. Liðið réði þó illa við pressuna að ætla sér að vera í toppbaráttu árinu seinna og voru titilvonirnar farnar eftir nokkrar umferðir. Þeim líður líklega best með enga pressu á sér og þegar þær ná ákveðnu mómentum.

Markvarðarstaðan hefur verið vandamál síðustu tvö ár. Tiffany er frábær styrking fyrir þær, sérstaklega í ljósi þess að hún spilaði á íslandi í fyrra. Varnarlínan hefur verið styrkleikinn þeirra undanfarin ár og verður það áfram með komu Sifjar.

Horfandi á liðið utan frá hefur alltaf vantað breidd framar á vellinum. Undanfarin ár hafa þær treyst á að senterinn þeirra (hverju sinni) sé að delivera 10-15 mörkum og það getur verið vesen ef það klikkar."


Erfitt að rýna í undirbúninginn
„Það er erfitt að rýna í liðið í undirbúningsmótunum. Leikmenn voru að týnast seint inn og liðið spilaði sinn fyrsta “mótsleik” í Lengjubikarnum þegar flest lið voru búinn að spila í Faxaflóamóti og Reykjavíkurmóti. Mín tilfinning er sú að ef þjálfararnir ná að finna liðið sitt snemma og byrja ágætlega í fyrstu leikjunum þá muni þær geta barist í topp fjórum.

Ef þær lenda í einhverju brasi með meisli og annað þá ræður hópurinn illa við það. Þær ætla sér líklega ekki að vera í einskismanns landi eins og í fyrra, það er örggur staður til að vera á en oftast leiðinlegur."


Lykilmenn: Barbára Sól Gísladóttir, Sif Atladóttir og Brenna Lovera.

Gaman að fylgjast með: Áslaug Dóra er ungur leikmaður með reynslu á við þrítugan leikmann. Hún er að nálgast 100 leikina fyrir Selfoss og fær alltaf það verkefni að spila með nýjum hafsent á hverju ári. Ég held að Sif muni gera hana að frábærum hafsent og hjálpa henni að taka næsta skref sem leikmaður.

Komnar:
Ásta Sól Stefánsdóttir frá Haukum
Íris Una Þórðardóttir frá Fylki
Katla María Þórðardóttir frá Fylki
Miranda Nild frá Bandaríkjunum
Sif Atladóttir frá Svíþjóð
Tiffany Sornpao frá Keflavík
Barbára Sól Gísladóttir frá Danmörku (var á láni)
Birta Sigurborg Úlfarsdóttir frá KFR
Karen Rós Torfadóttir frá Sindra

Farnar:
Anna María Bergþórsdóttir í Fjölni
Benedicte Haland til Ítalíu
Caity Heap
Emma Kay Checker til Ástralíu
Hólmfríður Magnúsdóttir hætt
Athugasemdir
banner