Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
Valur
0
1
Slavia Prag
0-1 Tereza Kozarova '26
21.09.2022  -  17:00
Origo völlurinn
Meistaradeild kvenna
Aðstæður: Mjög flottar. Fór að rigna þegar leið á
Dómari: Jelena Pejkovic (Króatía)
Maður leiksins: Arna Sif Ásgrímsdóttir (Valur)
Byrjunarlið:
12. Sandra Sigurðardóttir (m)
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir ('61)
4. Arna Sif Ásgrímsdóttir
6. Mist Edvardsdóttir ('23)
6. Lára Kristín Pedersen
7. Elísa Viðarsdóttir
8. Ásdís Karen Halldórsdóttir
11. Anna Rakel Pétursdóttir ('89)
13. Cyera Hintzen
14. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen ('61)
17. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir

Varamenn:
1. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
10. Elín Metta Jensen ('61)
15. Hailey Lanier Berg
16. Þórdís Elva Ágústsdóttir ('61)
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir
19. Bryndís Arna Níelsdóttir ('89)
21. Lillý Rut Hlynsdóttir ('23)
22. Mariana Sofía Speckmaier
24. Mikaela Nótt Pétursdóttir
26. Sigríður Theód. Guðmundsdóttir

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Matthías Guðmundsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Gríðarlega svekkjandi úrslit fyrir Val, en þær eru enn í möguleika á því að komast áfram. Þetta er ekkert búið - langt því frá. Þær voru óheppnar að jafna ekki metin í seinni hálfleik en slakur fyrri hálfleikur varð þess valdandi að þær töpuðu hér í dag.

Ég þakka fyrir mig. Seinni hálfleikurinn er í Tékklandi að viku liðinni.

90. mín
Slavia í sókn og eiga skottilraun sem fer rétt fram hjá. Það stefnir allt í þeirra sigur.
90. mín
Markvörður Slavia ver skot og mjólkar klukkuna.
90. mín
SLAVIA PRAG BJARGAR Á LÍNU!
Lára með skallann eftir hornspyrnuna en bjargað á línu.
90. mín
Þórdís með aukaspyrnu beint í vegginn. Valur fær hornspyrnu. Allir staðnir á fætur í stúkunni.
90. mín
Þremur mínútum bætt við
90. mín
Valur á aukaspyrnu á stórhættulegum stað.
89. mín
Inn:Bryndís Arna Níelsdóttir (Valur) Út:Anna Rakel Pétursdóttir (Valur)
Varnarmaður út af fyrir sóknarmann.
89. mín Gult spjald: Michaela Khyrova (Slavia Prag)
Þórdís að sleppa í gegn og er tekin niður. Þetta var appelsínugult.
89. mín
Það vantar gamla góða herslumuninn hjá Val.
86. mín
Lára Kristín með geggjaðan bolta upp völlinn en Valur nær ekki að nýta sér þá góðu stöðu sem hafði myndast. Anna Rakel með slaka sendingu fyrir.
86. mín
Inn:Alika Keene (Slavia Prag) Út:Franny Cerna (Slavia Prag)
85. mín Gult spjald: Tereza Krejvirikova (Slavia Prag)
Brot á Þórdísi sem var vel pirruð og lætur hana heyra það.
84. mín
Elísa hrindir leikmanni Slavia. Skiljanlega pirruð. Þær eru að reyna allt til að tefja.
83. mín
Sjö mínútur eftir af venjulegum leiktíma.
82. mín
Valskonur eru að reyna en eru ekki að skapa sér mörg færi þessa stundina.
79. mín
Pétur er ósáttur á hliðarlínunni. Vill meina að leikmenn Slavia séu að tefja eins og þær geta - sem þær eru að gera.
78. mín
Inn:Petra Divisova (Slavia Prag) Út:Tereza Kozarova (Slavia Prag)
78. mín
Ásdís með geggjaða hornspyrnu en gestirnir eru fyrstir í boltann.
77. mín
Valskonur eru óheppnar að vera ekki búnar að jafna. Þær fá hér horn.
76. mín
VÁÁÁÁÁÁ
Hröð sókn hjá Val. Þórdís í miklu svæði og gerir vel í að finna Ásdísi. Hún köttar yfir á hægri og á skot sem markvörður Slavia, Lukasova, ver í slána og yfir. Stórkostleg varsla!

74. mín
Aðeins dregið af Val síðustu mínúturnar. Þær þurfa að spýta í lófana.
73. mín
Surnovska með skot fyrir utan teig sem Sandra á í engum erfiðleikum með.
70. mín
Þetta er hættan þegar Valsliðið er komið svona framarlega, þá myndast mikið pláss á bak við vörnina og Slavia getur sótt hratt.
69. mín
Slavia Prag í mjög hættulegri sókn og fá virkilega flott færi til að tvöfalda sína forystu en boltinn yfir. Arna Sif, sem hefur verið ótrúlega góð í dag, átti góða tæklingu í aðdraganda færisins.
68. mín
Valsliðið hefur pressað hærra í seinni hálfleik og það hefur virkað vel.
67. mín
Lillý fer niður í teignum og er heppin að gefa ekki vítaspyrnu. Munaði ekki miklu að hún færi í manninn.
66. mín
Elín Metta tekur vel á móti boltanum og á geggjaða sendingu út til vinstri á Cyeru. Hún finnur Þórdísi í hlaupinu en skot hennar fer í varnarmann.

Valskonur mun líkari sjálfum sér í seinni hálfleik. Það liggur mark í loftinu.
65. mín
Þórdís Elva með tilraun af 20 metrunum sem fer fram hjá markinu. Ekki galin tilraun.
64. mín
Það er komin hellidemba, úrhelli.
64. mín
Þetta er miklu betra hjá Val. Þær eru að færast nær því að skora.
63. mín
Anna Rakel með skalla rétt fram hjá!

62. mín
Ásdís Karen í ákjósanlegri stöðu en er alltof lengi að taka hornspyrnu. Lára Kristín nær svo skallanum utarlega í teignum en fram hjá fer boltinn.
61. mín
Elín Metta fer upp á topp, Cyera dregur sig út vinstra megin og Þórdís fer hægra megin.

61. mín
Inn:Þórdís Elva Ágústsdóttir (Valur) Út:Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (Valur)
61. mín
Inn:Elín Metta Jensen (Valur) Út:Sólveig Jóhannesdóttir Larsen (Valur)
60. mín
Ásdís er búin að stíga upp í seinni hálfleiknum og hefur verið mjög góð til þessa.
58. mín

Cyera fékk dauðafæri.
58. mín
CYERA Í DAUÐAFÆRI!!!!
Besta færi Vals í leiknum. Ásdís með geggjaða sendingu í gegn á Cyeru sem er ein gegn Lukasovu, en markvörður Slavia sér við framherja Vals. Svo fær Sólveig boltann en er of lengi að koma sér í skotið. Lukasova ver úr þröngu færi.

Þarna hefði Valur átt að jafna.
57. mín
Elín Metta og Þórdís Elva eru að koma inn hjá Val.
55. mín Gult spjald: Gabriela Slajsova (Slavia Prag)
Fyrir brot á Þórdísi.
54. mín
STÖNGIN!!
Ásdís gerir vel í að taka á móti boltanum og þræða Þórdísi í gegn. Þórdís reynir skot, en það er úr frekar þröngri stöðu. Endar í utanverðri stönginni!

52. mín
Það er að myndast góð stemning í stúkunni. Það er mikilvægt fyrir Val að tapa þessum leik allavega ekki. Þær verða að vera hugrakkar í þessum seinni hálfleik og sýna meiri gæði.
50. mín
Betra hjá Val en þær verða að sýna meiri gæði á síðasta þriðjungi.
50. mín
Cyera aftur í góðri stöðu en á þar slaka fyrirgjöf sem fer í innkast.
49. mín
Valur vinnur boltann hátt og vellinum. Cyera er með mikið pláss fyrir framan sig og leikmenn til hliðar við sig en reynir skot af einhverjum 25 metrum. Auðvelt fyrir markvörð.
48. mín
Valur mikið að reyna langa og háa bolta fram sem varnarmenn Slavia eiga í engum vandræðum með að vinna.
47. mín
Hættulegur bolti fyrir en Sandra kemur út og handsamar hann.
46. mín
Heimakonur svolítið út á þekju í byrjun seinni. Anna Rakel veður út úr stöðu og Arna Sif missir boltann undir sig. Slavia vinnur hornspyrnu.
46. mín
LEIKURINN ER FARINN AFTUR AF STAÐ!
45. mín
Hálfleikur
Flautað til hálfleiks.

Mjög slakt hjá Val lengst af. Þær verða að spila betur í seinni hálfleiknum ætli þær sér að fá eitthvað úr þessum leik.

45. mín
Svarið við spurningunni var nei. Ásdís á slaka hornspyrnu sem fyrsti maður hreinsar frá.
45. mín
Valur á að fá hornspyrnu en dómarinn dæmir markspyrnu. Hún viðurkennir mistök og Valur fær horn undir lok fyrri hálfleiks. Ná þær að nýta sér það?
45. mín
Valur að búa til hættulega stöðu en þá á Cyera skelfilega sendingu beint á andstæðing. Þetta hefur verið saga fyrri hálfleiksins hjá Val.
45. mín
Fimm mínútur í uppbótartíma
44. mín
43. mín
Gestirnir með hættulegan bolta á bak við vörnina en Lillý leysir það mjög vel og Valsarar fá markspyrnu.
43. mín
Búið að vera afskaplega dapur fyrri hálfleikur hjá Val, þær geta mun betur.
41. mín Gult spjald: Denisa Vesela (Slavia Prag)
40. mín
Sandra með frekar slakt útspark og Cerna reynir í kjölfarið sendingu en Adda á góða tæklingu og Valur vinnur boltann.
39. mín
Klaufalegt. Anna Rakel neglir boltanum í Öddu og Slavia fer í sókn. Arna Sif bjargar með góðri tæklingu.
35. mín
Leikmaður Slavia fær höfuðhögg og þarf aðhlynningu.
34. mín
Valskonur hafa átt betri hálfleika en þennan. Eru ekki að ná nægilega góðum tökum á boltanum og hafa lítið ógnað.
33. mín

Mist þurfti að fara meidd af velli.
33. mín

Cyera Hintzen í baráttu við fyrirliða Slavia Prag.
31. mín
Sólveig er búin að eiga erfitt uppdráttar í þessum fyrri hálfleik. Er ýmist að gera of mikið eða að taka of þungar snertingar.

31. mín
Bartovicova ætlar að halda leik áfram - harkar af sér - og er komin aftur inn á.
30. mín
Fyrirliði Slavia, Diana Bartovicova, er meidd og virðist þurfa að fara af velli. Hún hefur fengið slink á hnéð.
27. mín
Valsliðið þarf að finna betri takt. Voru flottar fyrstu 10-15 mínúturnar en síðan hefur dregið af Íslandsmeisturunum.
26. mín MARK!
Tereza Kozarova (Slavia Prag)
Þetta mark lá í loftinu...
Slavia hefur verið að ná meiri tökum á leiknum og þetta mark er verðskuldað miðað við síðustu mínútur.

Kozarova á skot/fyrirgjöf rétt fyrir utan teig sem endar í markinu. Surnskova hljóp yfir boltann er hann var á leiðinni í netið og það hafði áhrif.
25. mín
25. mín
24. mín
ÞVÍLÍK MARKVARSLA!
SANDRA ER Í STUÐI!

Það sást í upphituninni, hún er í miklu stuði. Tereza Kozarova fær boltann inn á teignum og nær að taka á móti honum. Hún er í algjöru dauðafæri en Sandra ver stórkostlega.
24. mín
Valskonur henda sér í hverja tæklinguna á fætur annarri og vinna þær allar!
23. mín
Inn:Lillý Rut Hlynsdóttir (Valur) Út:Mist Edvardsdóttir (Valur)

Lillý Rut Hlynsdóttir.
21. mín
Lillý Rut Hlynsdóttir er að koma inn á í sínn fyrsta leik í sumar. Hún hefur verið að glíma við erfið meiðsli. Valur spilar einum færri á meðan hún gerir sig klára.
20. mín
Mist haltrar út af. Hún getur ekki haldið leik áfram, ég held að það sé pottþétt. Pétur notar stoppið til að taka fund með sínu liði.

19. mín
Það yrði afar vont fyrir Val að missa Mist út.
18. mín
Mist liggur sárþjáð á vellinum. Þetta lítur ekki vel út.
15. mín
Gestirnir eiga hornspyrnu. Darraðadans inn á teignum en Valskonur koma boltanum svo fjarri marki sínu.
14. mín
Slavia spilar sig í gegnum miðjuna en síðasta sendingin klikkar. Valur fær svo innkast.
12. mín
Anna Rakel með hornspyrnu og Arna Sif á skalla sem fer yfir markið.
11. mín
Verið fram og til baka hingað til. Finnst Valsliðið hafa verið aðeins sterkara þó Slavia Prag hafi fengið besta færið hingað til.
10. mín
Sandra VER!!!
Gestirnir í algjöru dauðafæri. Elísa og Mist með algjöra útsölu í vörninni og Slavia fær dauðafæri til að skora en Sandra gerir ótrúlega vel í að standa og verja. Hún tekur svo frákastið líka!


Sandra Sigurðardóttir.
9. mín
Mist með aðra geggjaða sendingu á bak við vörnina en móttakan hjá Sólveigu var alls ekki nægilega góð. Hún missir boltann langt á undan sér.
8. mín
Lára Kristín með fína skottilraun en Lukasova ver örugglega.
7. mín
Mist með hættulegan bolta upp en Lukasova kemur út úr marki sínu og sparkar í innkast. Cyera var að elta og var ekki langt frá.
6. mín
Anna Rakel með virkilega flottan varnarleik og Valur fær markspyrnu.
5. mín
Aron Jóhannsson, leikmaður karlaliðs Vals, er mættur í stúkuna með dóttur sinni.
4. mín
NÆSTUM ÞVÍ!!!
Cyera með boltann við endalínuna og á góða fyrirgjöf sem Ásdís skallar rétt fram hjá markinu!! Þetta var frábært færi fyrir Val til þess að taka forystuna.
3. mín
Valur er auðvitað að stilla upp svona:

Sandra

Elísa - Mist - Arna Sif - Anna Rakel

Adda - Lára

Sólveig - Ásdís - Þórdís

Cyera
2. mín
Þær reyna með klókindum að spila sig í gegn úr aukaspyrnunni en Arna Sif er auðvitað á tánum og kemur boltanum frá.


Arna Sif Ásgrímsdóttir.
1. mín
Slavia byrjar af miklum krafti og kemur hátt upp með liðið. Surnovska reynir strax skot en Arna Sif kemur sér fyrir. Slavia fær svo aukaspyrnu á góðum stað.
1. mín
Leikur hafinn
Þá er þetta loksins farið af stað!
Fyrir leik
Það er ágætlega mætt í stúkuna en hún er langt frá því að vera full.
Fyrir leik
Maggi Hödd les upp nöfn leikmanna Slavia Prag af stakri prýði. Þetta eru ekki auðveld nöfn fyrir okkur Íslendinga að bera fram.
Fyrir leik
Meistaradeildarlagið er komið í gang og liðin eru að ganga út á völl.
Fyrir leik
TÍU MÍNÚTUR Í LEIK!
Fyrir leik
Það er handboltaæfing í gangi í húsinu. Það kemur væntanlega engum á óvart að Óskar Bjarni er að þjálfa.
Fyrir leik
Sandra í markinu lítur mjög vel út í markinu í þessari upphitun, er í hörkustuði. Það er engin að skora fram hjá henni. Vonandi verður það þannig áfram.

Fyrir leik
Liðin eru úti á velli að hita upp. Það eru 25 mínútur í leik.
Fyrir leik
Hafliði Breiðfjörð, framkvæmdastjóri Fótbolta.net, spáir 2-1 sigri Vals í kvöld. Það væru frábær úrslit.
Fyrir leik
Það er frítt inn á völlinn
Væri auðvitað gaman að sjá sem flesta í stúkunni, þetta er risastór leikur.

Fyrir leik
BYRJUNARLIÐIN
Búið er að opinbera byrjunarliðin og þau eru komin inn í kerfið.

Pétur Pétursson, þjálfari Vals, gerir tværi breytingar á liði sínu frá leik liðsins gegn ÍBV um liðna helgi. Þær Sólveig Jóhannesdóttir Larsen og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir koma inn fyrir þær Þórdísi Elvu Ágústsdóttur og Elínu Mettu Jensen.

Fyrir leik
Sandra María lék fyrir félagið
Sandra María Jessen, núverandi leikmaður Þórs/KA, lék með Slavia Prag 2018 og skoraði þá tvö mörk í sex leikjum fyrir félagið. Slavia Prag er ríkjandi meistari í Tékklandi en þar er baráttan alltaf á milli Slavia og Sparta Prag.

Fyrir leik
Lára Kristín Pedersen, núverandi leikmaður Vals, skoraði eina mark Stjörnunnar gegn Slavia Prag árið 2017. Hún hefur gegnt mjög mikilvægu hlutverki í liði Vals í sumar.

Fyrir leik
Mættu Stjörnunni árið 2017
Slavia Prag hefur áður mætt íslensku félagsliði í Meistaradeildinni. Þær mættu Stjörnunni í 16-liða úrslitum keppninnar árið 2017.

Þar var það Stjarnan sem hafði betur - samanlagt 1-2. Hægt er að lesa um fyrri leikinn sem var á Stjörnuvellinum með því að smella hérna
Fyrir leik
50/50
Þetta leggst mjög vel í okkur, við erum spenntar fyrir því," segir Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, leikmaður Vals, um verkefnið sem framundan er.

Við erum búnar að vera spila vel saman sem lið í síðustu leikjum og ætlum að gera það sama í þessum leik. Það gefur okkur vonandi byr undir báða vængi."

Fyrri leikurinn fer fram á Hlíðarenda á morgun og seinni leikurinn verður í Tékklandi viku síðar.

Möguleikarnir eru 50/50, þetta er gott og vel skipulagt lið sem við höfum farið vel yfir. Liðið hefur tekið þátt í Meistaradeildinni í mörg ár og þekkir þetta stig keppninnar vel," segir Þórdís.

Fyrir leik
Mikið í húfi
Valur getur orðið annað íslenska félagsliðið til að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Breiðablik komst þangað í fyrra.

Það er verið að betrumbæta Meistaradeild kvenna með hærri peningaupphæðum en Valur á möguleika á háum fjármunum með því að komast alla leið í riðlakeppnina.

Samkvæmt grein vefmiðilsins Goal þá hefur Valur nú þegar fengið 80 þúsund evrur fyrir að komast á þetta stig keppninnar en það eru rúmlega 11,3 milljónir íslenskra króna.

Ef Valur tapar gegn Slavia Prag þá bætast 140 þúsund evrur ofan á það en ef liðið fer áfram þá fær félagið 100 þúsund evrur og svo 400 þúsund evrur fyrir að komast í riðlakeppnina.

Valur fær því alls 580 þúsund evrur ef þær komast í riðlakeppnina eða rúmlega 82 milljónir íslenskra króna.

Það er ekki hægt að bera saman peningana í Meistaradeild karla og kvenna, en keppnin kvennamegin er á uppleið.

Fyrir leik
Góðan daginn kæru lesendur og verið velkomin í beina textalýsingu frá Origo vellinum þar sem Valur og Slavia Prag eigast við í forkeppni Meistaradeildarinnar.

Sigurliðið úr þessu einvígi fer áfram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

Byrjunarlið:
1. Olivie Lukasova (m)
6. Michaela Khyrova
7. Simona Necidova
10. Martina Surnovska
11. Franny Cerna ('86)
12. Denisa Vesela
16. Tereza Szewieczkova
17. Gabriela Slajsova
20. Diana Bartovicova
25. Tereza Krejvirikova
27. Tereza Kozarova ('78)

Varamenn:
24. Barbora Sladká (m)
26. Tereza Fuchsova (m)
4. Denisa Tenkratova
8. Kristýna Ruzickova
14. Lucie Bendova
18. Albína Goretkiova
19. Petra Divisova ('78)
77. Alika Keene ('86)

Liðsstjórn:
Karel Piták (Þ)

Gul spjöld:
Denisa Vesela ('41)
Gabriela Slajsova ('55)
Tereza Krejvirikova ('85)
Michaela Khyrova ('89)

Rauð spjöld: