
mánudagur 10. október 2022 kl. 15:15
Besta-deild karla - Neðri hluti
Aðstæður: Góðar!
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: 1137
Maður leiksins: Matthías Vilhjálmsson













Varamenn:




Liðstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Leiknir á hornspyrnu.
Skalli frá Brynjari í stöngina!! Atli fær boltann óvænt í hendurnar. FH-ingar heppnir þarna.
Eyða Breyta


Matta vel fagnað þegar hann fer af velli. Þrenna í dag.
Eyða Breyta
Frábærlega gert hjá Mikkel!
Adam með fyrirgjöf sem skölluð er til hliðar og þar er Mikkel. Hann sýnir yfirvegun og smellir boltanum í fjærhornið.
Eyða Breyta
Kristinn Freyr Sigurðsson. Moment of magic à Krikanum.
— Hörður S Jónsson (@hoddi23) October 10, 2022
Eyða Breyta
Kiddi Maradona syngja stuðningsmenn FH à Krikanum og svo kemur beint à kjölfarið þaaaað er aðeins einn Matti Vill EINN MATTI VILLAAAA ÞAà ER AÃEINS EINN MATTI VILLA
— SigurÄ‘ur GÃsli (@SigurdurGisli) October 10, 2022
Eyða Breyta
Matti með fasta fyrirgjöf sem Lennon reynir að stýra á markið en skallar framhjá markinu.
Eyða Breyta
Frábærlega gert hjá Kristni!!!
Kiddi fékk færi eftir langt innkast en náði ekki að koma boltanum á markið. Fékk boltann aftur skömmu seinna, á frábæran sprett inni á teignum, lyfti boltanum fyrir og Matti klippti boltann í netið.
Þriggja marka munur!
Eyða Breyta
FH komið með tveggja marka forystu!
Glæsileg fyrirgjöf frá Oliver af hægri vængnum. Boltinn finnur Matthías inni á markteignum og Matthías hamrar boltann með höfðinu í netið.
Eyða Breyta
FH á aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Leiknis. Fín fyrirgjafarstaða fyrir Kristin.
Leiknismenn verjast þessu vel og boltinn endar í höndunum á Viktori.
Eyða Breyta
Birgir reynir fyrirgjöf í kjölfar aukaspyrnunnar en hún fer of innarlega og aftur fyrir. FH á markspyrnu.
Eyða Breyta
Aftur hreinsa FH-ingar en núna eiga Leiknismenn aukaspyrnu úti hægra megin á miðjum vallarhelmingi FH.
Eyða Breyta
Birgir fær boltann úti vinstra megin í teignum og á skot sem fer af varnarmanni og aftur fyrir.
Eyða Breyta
Fínasta sókn hjá Leikni og áfram er Zean með skemmtileg tilþrif, finnur Kristófer í fínni stöðu en hann finnur ekki samherja.
Eyða Breyta
Ég er að reyna að ná á nokkra auðmenn à Hafnarfirði en enginn þeirra svarar ... vitið þið hvar þeir gætu verið núna? #fotboltinet
— Kristján Freyr (@KrissRokk) October 10, 2022
Eyða Breyta
Hörkusókn hjá FH, Oliver fær boltann úti hægra megin, kemur sér inn á teiginn, leggur boltann út og þar er Kristinn á miklum spretti. Kristinn hittir boltann ekki vel og fer skotið yfir mark Leiknis.
Eyða Breyta
Jóhann Ægir með langt innkast sem er framlengt inn á teiginn, þar í miðjum teignum er Björn Daníel og hann reynir að flikka boltann með hælnum á markið en tilraunin fer framhjá.
Eyða Breyta
Davíð með fyrirgjöf inn á Matta sem pikkar í boltann inni á markteignum, Viktor ver og Dagur hreinsar svo í burtu.
Eyða Breyta
Atli Gunnar slær fyrirgjöfina til hliðar. Hjalti kemst í boltann og á skot sem fer framhjá.
Eyða Breyta
Var að skoða vÃtadóminn i Krikanum. Þetta er aldrei à lÃfinu vÃtaspyrna. Þvà miður.
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) October 10, 2022
Eyða Breyta
Góð mæting à Kaplakrika pic.twitter.com/fTqh53L1Ln
— Leifur GrÃmsson (@lgrims) October 10, 2022
Eyða Breyta
FH á hornspyrnu.
Kristinn með fína spyrnu, finnur Ólaf Guðmundsson sem á skalla en Viktor ver skallann frá honum og heldur boltanum.
Eyða Breyta
Brynjar Hlöðvers fær fyrirliðabandið og fer í hjarta varnarinnar. Dagur fer vinstra megin í þriggja manna miðvarðalínu og Gyrðir er hægra megin.
Hjá FH færist Matthías upp á topp.
Eyða Breyta
Fyrri hálfleik lokið!
Dálítið kaflaskipt, FH-ingar byrjuðu betur en Leiknismenn verið öflugri eftir að þeir minnkuðu muninn.
Eyða Breyta


Mikkel getur ekki haldið leik áfram.
Eyða Breyta
Guðmundur nær að vinna boltann af Mikkel, löglega að mati Helga Mikaels, ekki langt fyrir utan vítateig FH.
Mikkel liggur eftir, virðist hafa fengið krampa.
Eyða Breyta
Sókn Leiknis endar á þrumuskoti Emil Berger framhjá marki FH. Skömmu áður átti Zean skemmtilega takta úti hægra megin og náði að koma boltanum frá sér þó hann hefði misst jafnvægið.
Eyða Breyta
Nr 9 hja Leikni, I hverju er hann góður ? #fotbolti
— Arnar Skúli Atlason (@Skulsen) October 10, 2022
Eyða Breyta
Það er góð mæting í Kaplakrika. Bréf FH-inga í gær lítur út fyrir að hafa verið taktísk snilld.
Eyða Breyta
FH-ingar ákveðnir à að nýta sér það à ystu æsar að Helgi Mikael kann að töfra vÃti. #fotboltinet
— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) October 10, 2022
Eyða Breyta
Víti?!?
Oliver fer niður í vítateig Leiknis. Birgir fer í bakið á honum og það var ansi sterk lykt af þessu. Ekkert dæmt.
Eyða Breyta
Kristófer í hörkufæri!
Vörn FH lítur ekki vel út þessar mínúturnar. Guðmundur í vandræðum, Hjalti kemst í boltann og leggur út á Kristófer en skot hans við vítateiginn fer í Jóhann Ægi og aftur fyrir.
Heimamenn ná svo að verjast hornspyrnunni.
Eyða Breyta
Leiknir minnkar muninn!
Þetta var einfalt, þríhyrningsspil á milli Zean og Adam. Adam með sendingu yfir Ólaf, Guðmundur mætti ekki á boltann og Zean kemst í skotið og skýtur framhjá Atla Gunnari.
Eyða Breyta
Leiknismenn snöggir að taka aukaspyrnuna, Emil Berger með sendinguna á Kristófer sem reynir að finna samherja inn á teignum en boltinn of innarlega og í hendurnar á Atla í markinu.
Eyða Breyta
Atli grípur boltann og er snöggur að koma honum á Oliver á vængnum. FH kemst í fínustu stöðu og Matthías er óheppinn að fá ekki horn, boltinn fer eftir fyrirgjöf sem Berger náði að stoppa.
Eyða Breyta
Leiknir á aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi FH. Berger stendur yfir boltanum.
Fínn bolti frá þeim sænska sem Guðmundur skallar aftur fyrir. Leiknir á horn.
Eyða Breyta
Helgi Mikael að töfra eitt vÃti
— Ingimar H. Finnsson (@ingimarh) October 10, 2022
Eyða Breyta
Fyrsta breyting Venna að leggja þynnkugallanum. Svartur jakki og gallabuxur à dag. Vonandi skilar það árangri. #fotboltinet
— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) October 10, 2022
Eyða Breyta
Ekki fastasta spyrnan en alveg niðri í hornið.
FH komið í 2-0!
Eyða Breyta
VÍTI!!!!
FH fær víti!
Held það sé Gyrðir sem brýtur á Matta. Leiknismenn ekki sáttir með þennan dóm. Vindhögg frá Gyrði og Matti féll við.
Eyða Breyta
FH er komið yfir!!
Frábærlega gert hjá Jóhanni. Jóhann með fyrirgjöf, Bjarki skallar í burtu, Jóhann er ákveðnari í Kristófer í næsta bolta, kemur sér inn á teiginn og klárar með góðu skoti með vinstri fæti í fjærhornið. Kristófer hálf sofandi þarna!
Eyða Breyta
Langt innkast frá Jóhanni sem Kristinn er nálægt því að komast í. Viktor hirðir upp boltann.
Eyða Breyta
Hjalti með vippu inn á Zean sem á tilraun en hún er laus og Atli Gunnar tekur upp boltann. Einhver köll eftir því að brotið hefði verið á Zean en ekkert er dæmt.
Eyða Breyta
MIKIL HÆTTA OG DARRAÐADANS!
Þarna skall hurð nærri hælum hjá Leikni.
Góð spyrna frá Birni Daníel og FH-ingar eiga 2-3 tilraunir inn á teignum. Eggert fyrst með fast skot og svo í kjölfarið darraðadans inn á markteig.
Eyða Breyta
Jóhann Ægir!
Reynir þrumuskot við vítateiginn og Viktor þarf að verja þennan aftur fyrir. FH á horn.
Eyða Breyta
Eggert með langan bolta fram á Úlf sem kemur honum á Kristin sem á skot fyrir utan teig. Skotið er frekar laust og Viktor ekki í neinum vandræðum með það.
Eyða Breyta
Uppstilling Leiknis:
Viktor
Adam - Gyrðir - Bjarki - Brynjar - Birgir
Emil
Hjalti - Kristófer
Zean - Mikkel
Eyða Breyta
Uppstilling FH:
Atli
Jóhann - Eggert - Guðmundur - Ólafur
Björn Daníel
Oliver- Matthías - Kristinn - Davíð
Úlfur
Eyða Breyta
Elska hvað stuðningsmenn allra liða á Ãslandi (fyrir utan auðvitað FH) hafa sameinast à vilja sÃnum um að FH falli.
— Hilmar Jökull (@HilmarJokull) October 9, 2022
Ótrúlegt sameiningartákn â¤ï¸
Eyða Breyta
Baldvin Z slagurinn à Kaplakrika á eftir #fotboltinet pic.twitter.com/CroZ1DVMzw
— Ãrni Björn Björnsson (@arnibjorn87) October 10, 2022
Eyða Breyta
Það eru fínustu aðstæður hér í Krikanum. Nánast logn og engin úrkoma. Reyndar bara fjórar gráður, nauðsynlegt að klæða sig vel.
Eyða Breyta
Byrjunarliðin eru komin inn.
Sigurvin gerir þrjár breytingar á liði sínu frá leiknum gegn ÍBV. Ástbjörn Þórðarson er ekki í leikmannahópi FH og þeir Steven Lennon og Baldur Logi Guðlaugsson taka sér sæti á bekknum. Inn í liðið koma þeir Matthías Vilhjálmsson, Eggert Gunnþór Jónsson og Oliver Heiðarsson. Jóhann Ægir Arnarsson er væntanlega í hægri bakverðinum hjá FH.
Sigurður gerir þrjár breytingar á liði sínu frá leiknum gegn Fram. Daði Bærings Halldórsson, Dagur Austmann og Davíð Júlían Jónsson taka sér sæti á bekknum og inn í liðið koma þeir Adam Örn Arnarson, Kristófer Konráðsson og Birgir Baldvinsson.
Eyða Breyta
Dómarateymið
Helgi Mikael Jónasson er með flautuna í leiknum í dag. Honum til aðstoðar eru þeir Bryngeir Valdimarsson og Eðvarð Eðvarðsson. Erlendur Eiríksson er varadómari og Einar Örn Daníelsson er eftirlitsmaður KSÍ.

Eyða Breyta
Sápan spáir Leiknissigri!
Stefán Árni Pálsson þáttarstjórnandi Seinni Bylgjunnar á Stöð 2 Sport spáir í leiki umferðarinnar.
FH 0 - 1 Leiknir
Þjálfaradramað í vikunni hefur áhrif á annað hvort liðið. Ég held að það muni hafa verri áhrif á FH liðið og Leiknir nær að kreista út 1-0 sigur með marki þegar um fimmtán mínútur eru eftir.
Leikurinn verður vel lokaður fram að því. Bergerinn skorar og þetta verður ljótasta mark tímabilsins.

Stefán Árni

Emil Berger
Eyða Breyta

Leikurinn stærri fyrir FH en Leikni
Rafn Markús Vilbergsson, sérfræðingur útvarpsþáttarins Fótbolti.net, rýndi í þennan leik.
"Ég held að þessi leikur sé stærri fyrir FH heldur en Leikni. Leiknir á þannig prógramm eftir. Með tapi FH þá verður brekkan helvíti brött fyrir FH en ef Leiknir tapar þá á liðið samt enn möguleika á að ná að bjarga sér," segir Rafn Markús.
Þrjár umferðir eru eftir af deildinni þegar þessum leik lýkur. Fyrir FH, er þessi leikur gegn Leikni mikilvægari fyrir FH en sjálfur bikarúrslitaleikurinn?
"Á ákveðinn hátt. Sigur í bikarnum hefði gefið mikið, ef liðið hefði unnið þann leik, náð Evrópusæti og endað í 10. sæti hefði það á endanum verið flott niðurstaða. Auðvitað vill FH ekki falla, það yrði risahögg, mikið bakslag. Miðað við hvernig liðið spilaði gegn Víkingi í úrslitaleiknum var svekkjandi fyrir það að vinna ekki."
"FH hefur reynt allt, það er búið að halda samstöðufundi og hitt og þetta. Aðalmálið í þessum leik liggur hjá leikmönnum, hvort liðið er tilbúnara í þennan bardaga. Það er meiri reynsla hjá FH en það er líka hörkureynsla í Leiknisliðinu. Margir leikmenn þar þekkja það að berjast fyrir lífi sínu," segir Rafn Markús.
"Þessi lið hafa verið að fá á sig mörg mörk. FH-ingar hafa í grunninn ekki náð að setja liðið sitt almennilega saman. Markmannsstaðan hefur verið vandræði, það vantar leiðtoga í varnarleikinn. Þessir eldri leikmenn hafa ekki verið að skila nægilega miklu, það vantar aðila til að taka liðið á sínar herðar á vellinum."

Smelltu hér til að hlusta á útvarpsþáttinn
Niðurstaða úr skoðanakönnun sem var á forsíðu.

Eyða Breyta
Gífurlega mikið undir
Liðin eru í 10. og 11. sæti deildarinnar fyrir leikinn í kvöld. Leiknir er með einu stigi meira og verða níu stig í pottinum eftir leikinn. ÍA er svo með stigi minna en FH í botnsætinu.
Fyrri leikur liðanna á tímabilinu á Kaplakrikavelli endaði með 2-2 jafntefli og voru þeir Ólafur Jóhannesson og Sigurbjörn Hreiðarsson látnir fara sem þjálfarar FH eftir leik.
9. ÍBV 23 -10 23
10. Leiknir R. 23 -29 20
11. FH 23 -9 19
12. ÍA 24 -29 18
Eyða Breyta



Varamenn:



Liðstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld: