Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 09. október 2022 14:58
Brynjar Ingi Erluson
FH biður auðmenn að loka verksmiðjum snemma
FH á risastóran leik við Leikni á morgun
FH á risastóran leik við Leikni á morgun
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
FH er að undirbúa sig fyrir stærsta leik tímabilsins er liðið spilar við Leikni í neðri hluta Bestu deildar karla á morgun en félagið hefur beðið auðmenn um að loka verksmiðjum snemma til að hægt sé að fjölmenna á leikinn.

Leikurinn átti upphaflega að fara fram klukkan 14:00 á Kaplakrikavelli í dag en var frestað til 15:15 á morgun.

Þetta er risastórt slagur í fallbaráttunni en FH situr í næst neðsta sæti deildarinnar með 19 stig á meðan Leiknir er sæti ofar með 20 stig.

Mikilvægi leiksins er því gríðarlegt og hefur því FH og stuðningsfólk þess sent opið bréf til bæjarstjórnar þar sem það er hvatt til þess að bærinn loki skrifstofum, stofnunum og skólum snemma til að hægt sé að fjölmenna á leikinn.

Þá eru auðmenn hvattir til þess að loka verksmiðjum sínum snemma svo allir geti veitt stuðning á þessum mikilvæga leik.

Hægt er að sjá opna bréfið frá stuðningsfólki FH hér fyrir neðan en félagið birti bréfið á samfélagsmiðlum fyrr í dag.

„Á mánudaginn næstkomandi leikur FH afar mikilvægan leik gegn Leikni í baráttu um áframhaldandi sæti í deild þeirra bestu á næsta tímabili. Leiktíminn er nokkuð óvenjuegur og verður flautað til leiks klukkan 15:15.

„FH er sigursælasta knattspyrnulið og jafnframt stolt bæjarins. Teljum við því nauðsynlegt að bærinn loki skrifstofum sínum, stofnunum og skólum snemma á mánudaginn til að tryggja að harðduglegt starfsfólk hins opinbera komist á leikinn mikilvæga."

„Að sama skapi hvetjum við auðmenn til að loka verksmiðjum sínum snemma þennan sama dag. Með þeim hætti má tryggja að hinar vinnandi stéttir geti veitt FH stuðning sinn."

„Velgjörðarmenn félagsin hafa þegar boðist til að bjóða upp á ókeypis aðgöngumiða á leikinn til að vega upp á móti því vinnutapi sem alþýðan verður fyrir af þessum sökum.

„Með von um skjót og jákvæð viðbrögð
Stuðningsfólk FH,"
segir í opna bréfinu.


Athugasemdir
banner