
laugardagur 19. nóvember 2022 kl. 14:00
Eystrasaltsbikarinn - Úrslit
Aðstæður: Kalt - þriggja gráðu frost og frost í vellinum.
Dómari: Joonas Jaanovits (Eistland)


























Varamenn:


Liðstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Ísland er Eystrasaltsmeistari 2022!
Alls ekki frábær frammistaða, aðstæður auðvitað erfiðar en íslenska liðið þarf að nýta sínar sóknir miklu betur í undankeppninni í mars.
Eyða Breyta
Patrik beið eftir skotinu, spyrnan frá Ciganiks of föst.
Eyða Breyta
Virkilega vel tekið hjá Mikael, út í bláhornið.
7-6!
Eyða Breyta
Ojjjj, Patrik nálægt því að verja þetta. Hrikalegt víti.
Eyða Breyta
Mjög gott víti hjá Aroni, rennir boltanum í vinstra hornið þegar Steinbors fór í hitt.
Eyða Breyta
Stöngin inn! Ísland komið yfir í bráðabana.
Eyða Breyta
Patrik fer aftur í rétt horn en nær ekki að verja.
Eyða Breyta
Frábært víti, fast og Steinbors átti ekki möguleika.
Eyða Breyta
Davis jafnar, föst spyrna sem Patrik nær ekki að verja.
Eyða Breyta
Föst spyrna. Ísland aftur komið yfir.
Eyða Breyta
Snyrtilegt, laumaði boltanum lágt á mitt markið.
Eyða Breyta
Ísland byrjar, Ísak fyrstur á punktinn.
Mitt á markið, öruggt. Ísland tekur forystu.
Eyða Breyta
Lokamínútan. Alls ekki víst að það verði einhverju bætt við. Stefnum í vítaspyrnukeppni.
Eyða Breyta


Elvis kemur inn, á að sigla Lettum í vítaspyrnukeppni.
Eyða Breyta
Spyrnan tekin stutt, boltinn fyrir og Aron Elís á skalla, Steinbors nær að henda sér á boltann og handsama hann.
Eyða Breyta
Boltinn fellur fyrir Ísak Bergmann á vítateigslínunni, Ísak reynir utanfótar skot með vinstri en það fer beint á Steinbors í markinu.
Eyða Breyta
Alltof seinn í Davíð og fær verðskuldað gult spjald.
Eyða Breyta
Dæmdur brotlegur, ósáttur við dóminn og fær gult spjald.
Bannað að taka boltann af Lettum 😅 #fotboltinet
— Henrý 🦣 (@henrythor) November 19, 2022
Eyða Breyta
Sveinn Aron
Sveinn Aron með skallan í slána og yfir eftir hornspyrnu Ísaks. Boltinn vill ekki inn hjá Sveini!
Eyða Breyta


Tvöföld breyting.
Eyða Breyta
Mokaði löppunum undan Ikaunieks og fær verðskuldað gult spjald.

Eyða Breyta
Ísland á hornspyrnu.
Ísak Bergmann með hana en fremsti maður skallar boltann í innkast.
Eyða Breyta
Heimamenn jafna...
Aron Elís með hrikaleg mistök. Fær boltann frá Patrik, ætlar að senda á Stefán en sendingin er of framarlega og Lettar sækja hratt á íslenska liðið. Flott sending frá Ikaunieks inn á Ciganiks sem klárar vel yfir Patrik.
Eyða Breyta
Davíð Kristján með fína fyrirgjöf sem hreinsuð er í innkast. Íslenska liðið heldur pressu á heimamönnum.
Eyða Breyta
Alfons með fyrirgjöf sem fyrirliði Letta skallar í burtu.
Stuttu seinna á Daníel flotta sendingu út á Arnór sem á sendingu þvert fyrir markið en boltinn of innarlega fyrir Ísak.
Eyða Breyta
SÃðasti landsliðsþjálfari til að sækja málm? Takk Arnar! #ArnarViðarsArmy
— Styrmir Sigurðsson (@StySig) November 19, 2022
Eyða Breyta
Ég finn lyktina af Baltic bikarnum!
— Ingimar H. Finnsson (@ingimarh) November 19, 2022
🥵🥵 pic.twitter.com/ZQ36UDtaO0
Eyða Breyta
Ísak skorar en það var enginn afgangur!
Vítaspyrnan alls ekki sérstök, hún var þó föst og Steinbors ver boltann inn.
Myndavélin á Arnar Þór Viðarsson og Jóa Kalla á bekknum. Arnar andar léttar og Jói hlær, sennilega mikill léttir að þessi fór inn hjá syninum.
Fyrsta markið í rúmlega 330 leikmínútur hjá Íslandi!
Eyða Breyta
ÍSLAND FÆR VÍTI!
Flott spil, Davíð sendir á Mikael sem tók utan á hlaupið, Mikael með góða fyrirgjöf út á Arnór sem á skalla og boltinn í höndina á Jurkovskis.
Eyða Breyta
Alfons með fyrirgjöf eftir fínt spil við Ísak Bergmann, boltinn finnur Svein Aron. Sveinn nær ekki að halda boltanum niðri, skallar yfir mark Letta.
Eyða Breyta
Var að mála einn vegg hérna heima aðan. ÃlÃka mikið skemmtanagildi á að horfa á hann þorna og þessi landsleikur #fotboltinet
— Magnus Bodvarsson (@MBodvarsson) November 19, 2022
Eyða Breyta
Skemmtilega gert hjá Ísaki, lét boltann fara og Sveinn Aron hársbreidd að ná skoti á markið úr miðjum teignum. Lettarnir komast í milli.
Eyða Breyta
Fín sókn hjá íslenska liðinu. Endar á fyrirgjöf rá Stefáni á Mikael sem nær ekki að skalla boltann fyrir markið. Ísland aftur að setja pressu á heimamenn.
Eyða Breyta
Ciganiks með tilraun sem fer framhjá íslenska markinu. Fínn kafli hjá Lettum núna.
Eyða Breyta
Jaunzems með skot fyrir utan teig sem Patrik grípur. Fyrsta skotið sem Patrik ver.
Eyða Breyta
Ísak Bergmann!
Flott spil úti vinstra megin. Mikael finnur Ísak sem tekur hlaupið inn á teiginn og lætur vaða. Fyrirliði Letta kemst fyrir og kemur í veg fyrir að skotið fari á markið.
Eyða Breyta
Fín sókn hjá Íslandi, Ísak með sendingu á Hákon sem pikkar boltanum til hliðar á Arnór. Arnór reyndi að leggja boltann út en sendingin mislukkast. Þarna var möguleiki!
Eyða Breyta
Höfum ekki skorað í þremur og hálfum leik
Síðasta mark Íslands skoraði Mikael Anderson í lok september í uppbótartíma í Albaníu. Síðan hefur liðið spilað þrjá leiki án þess að skora, gegn Sádí-Arabíu, Suður-Kóreu og Litháen.
Eyða Breyta
Reyndar ótrúlegt að við séum fyrst núna að sýna frá þessu móti.
— Gummi Ben (@GummiBen) November 19, 2022
Eyða Breyta
Baltic cup final
— Mohammad Sayed (Iceland) (@sayedmojumder2) November 19, 2022
Iceland v Latvia #Afram_island@HilmarJokull pic.twitter.com/zyk4UhEMMs
Eyða Breyta
Fyrri hálfleik lokið. Leikurinn svolítið kaflaskiptur, íslenska liðið byrjaði betur og endaði betur. Lettar áttu góðan kafla frá svona 10. mínútu og fram að rauða spjaldinu.
Ísland er manni fleiri og liðið hefur verið að banka fastar og fastar. Þetta hlýtur að enda með íslensku marki í seinni hálfleik, strákarnir verða að nýta færin!
Eyða Breyta
Mikael í dauðafæri!!
Fyrirgjöf frá Arnóri sem Sveinn Aron fleytir inn á Mikael sem var í hlaupi inn á markteiginn. Mikael er í dauðafæri en Steinbors ver frábærlega! Markmaðurinn gerir sig stóran og æðir út á móti Mikael.
Eyða Breyta
Mikael með fyrirgjöf á fjærstöngina en ekkert hlaup á fjær og boltinn beint aftur fyrir.
Eyða Breyta
Hvaða free comedy er verið að bjóða upp á à þessum leik. Rautt spjald!! Fyrir hvað? #fotboltinet
— Bergmann Guðmundsson (@BergmannGudm) November 19, 2022
Eyða Breyta
Hahaha á hvaða lyfjum er þessi dómari? Reka Lettann útaf fyrir þetta😂 #fotboltinet
— Guðmundur Auðun (@GummiAudun) November 19, 2022
Eyða Breyta
Nú er lag fyrir bikaróða Adda Vidd að sækja þann stóra!
— Garðar Ingi Leifsson (@gardarleifs) November 19, 2022
Eyða Breyta
Þjálfari Letta hrækti af krafti til hliðar, í átt að íslenska boðvangnum eftir að hafa verið að rífa kjaft við Arnar Þór Viðarsson. Þetta var sérstakt.
Eyða Breyta
Arnór með hornspyrnuna og smá hætta inn á teig Letta. Íslenska liðið hélt smá pressu en svo komust heimamenn út úr eigin teig.
Eyða Breyta
Daníel heldur leik áfram, þurfti smá tíma til að ná sér. Ísland leikur manni fleiri!!
Miðað við þessa línu þarf íslenska liðið að passa sig, og sérstaklega þeir sem eru komnir með spjald!
Eyða Breyta
Of seinn inn í Daníel Leó, ýtir í bakið á honum og Daníel lendir illa. Hann fær rautt spjald!!!!
Þetta er óvænt!! Beint rautt!! Traðkaði á Daníel, kannski gult en ROSALEGA strangt að dæma rautt.
Eyða Breyta
Aftur hætta eftir aukaspyrnu. Krollis í fínu færi en Daníel Leó gerir vel að vera alveg ofan í honum þegar fyrirgjöfin kom.
Íslenska liðið þarf að endurstilla sig aðeins!
Eyða Breyta
Síðustu mínútur ekki verið góðar. Aftur fær Ísland gult spjald. Bæði spjöldin mjög ódýr finnst mér.
Eyða Breyta
Smá hætta eftir aukaspyrnuna frá Jaunzems. Boltinn inn á fyrirliðann en hann hittir boltann mjög illa.
Eyða Breyta

Stefán Teitur orðinn smá pirraður og var rétt í þessu dæmdur brotlegur. Fær gula spjaldið.
Eyða Breyta
Smá bras eftir hornið hjá íslenska liðinu að verjast þessari hornspyrnu. Boltinn berst út fyrir teig, Lettar láta vaða og ryena að flikka boltanum í átt að marki en boltinn fer framhjá.
Eyða Breyta
Ãsland að fara vinna sinn fyrsta alþjóðlegra bikar à knattspyrnu og stemningin rosaleg! Reyndar ekki stúka heldur bÃlastæði með sjúkrabÃlum og allir leikmennirnir með hor og hanska. Smá litla stelpan með eldspýturnar stemning. áfram Ãsland!#eystrasaltsbikarinn
— Sæll Ãgúst (@agustbent) November 19, 2022
Eyða Breyta
Fyrsta álitlega staða Letta í leiknum, Aron Elís vel staðsettur og hreinsar fyrirgjöf í innkast.
Skömmu síðar vinna Lettar hornspyrnu.
Eyða Breyta
Skyndisókn hjá Lettum eftir langt innkast frá Stefáni. Íslenska liðið vinnur vel til baka og Hákon stöðvar upphlaupið.
Eyða Breyta
Sveinn Aron!!
Arnór með frábæra fyrirgjöf af hægri kantinum, Sveinn Aron stekkur upp, nær til boltans í loftinu og á skalla sem fer í stöngina!!
Sveinn nær aftur til boltans en Steinbors ver þá skottilraun.
Eyða Breyta
Hákon með skot með vinstri fæti fyrir utan teig, boltinn á lofti, skotið mislukkað og fer hátt yfir. Kom í kjölfar innkasts frá Stefáni.
Eyða Breyta
Stefán Teitur spila fyrir aftan Skagamennina Hákon Arnar og Ísak Bergmann á miðjunni.
Eyða Breyta
Ísak í hörkufæri!
Mikael með flotta fyrrigjöf, Hákon klár á fjær en Lettar á undan í boltann. Boltinn hrekkur fyrir Ísak inn á teignum, hann reynir innanfótar skot en Steinbors í markinu er vel á verði og ver.
Ísland fékk svo hornspyrnu sem Steinbors kýlir í burtu.
Eyða Breyta
Mikael með skot með vinstri fæti fyrir utan teig, kallað á hann að láta vaða, skotið er laust og í varnarmann.
Eyða Breyta
Flottur prettur hjá Mikael á vinstri kantinum, kemur sér inn á teiginn meðfram endalínunni og vinnur hornspyrnu.
Lettar skalla hornspyrnu Arnórs frá. Stefán Teitur tekur nú langt innkast.
Eyða Breyta
Koma Svo Strákar!
— Ãrni Þór Gunnarsson (@ArniThor8) November 19, 2022
Heim með Eystrasaltsbikarinn!!#FyrirÃsland #fotboltinet #ÃframÃsland #BalticCup
Eyða Breyta
Bikarinn heim pic.twitter.com/rgEwNqFEYZ
— Hörður S Jónsson (@hoddi23) November 19, 2022
Eyða Breyta
Spilað á vellinum þrátt fyrir aðstæður
Í gær var sagt frá því að íslenska liðið hefði ekki klárað æfingu vegna aðstæðna á keppnisvellinum. Skoðað var að spila annars staðar en niðurstaðan var að leikurinn yrði á Daugava leikvanginum.
Eyða Breyta
Munar 72 sætum á liðunum
Aðeins um lettneska liðið. Lettland er í 134. sæti á heimslistanum. Þrjár breytingar eru á liðinu frá því í leiknum gegn Eistum. Ísland er í 62. sæti heimslistans.
Eyða Breyta
Dómarateymið frá Eistlandi
Joonas Jaanovits er með flautuna og honum til aðstoðar eru þeir Veiko Mötsnik og Sander Saga. Martti Pukk er fjórði dómari.

Joonas fjórði dómari í leik Haugasunds og Sturm Graz í forkeppni Evrópudeildarinnar árið 2019
Eyða Breyta
Aron Elís fyrirliði
Aron Elís Þrándarson fær þann heiður að bera fyrirliðabandið í dag.

Eyða Breyta
Átta breytingar á byrjunarliðinu!

Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson gerir átta breytingar á sínu liði. Þeir Jón Dagur Þorsteinsson og Rúnar Alex Rúnarsson eru ekki í leikmannahópnum í dag, Arnar útskýrði hvers vegna í upphafi vikunnar. Þeir Patrik Sigurður Gunnarsson og Mikael Neville Anderson taka stöðu þeirra í liðinu. Hörður Björgvin Magnússon fékk rautt spjald í undanúrslitunum og er ekki í hópnum í dag.
Einungis Ísak Bergmann Jóhannesson, Davíð Kristján Ólafsson og Hákon Arnar Haraldsson halda sæti sínu í liðinu. Sveinn Aron Guðjohnsen kemur inn í liðið og byrjar sem fremsti maður og þeir Alfons Sampsted, Arnór Sigurðsson, Daníel Leó Grétarsson, Aron Elís Þrándarson og Stefán Teitur Þórðarson koma einnig inn.
Daníel Leó Grétarsson er eini eiginlegi miðvörðurinn í byrjunarliðinu. Líklegt er að Aron Elís Þrándarson spili við hlið hans í dag.
Eyða Breyta
Latvijas izlases sastÄvs cīņai par Baltijas kausu ðŸ†
— Futbola federÄcija (@kajbumba) November 19, 2022
1ï¸âƒ£6ï¸âƒ£:0ï¸âƒ£0ï¸âƒ£
📺 ð—§ð—©ðŸ²#BaltijasKauss #LVAISL #11vilki pic.twitter.com/JAEhRoOFvI
Eyða Breyta
Lettar fögnuðu sjálfstæði sínu í gær.
Today we celebrate our Independence Day.
 Latvian footy in English. 🇺🇦/🇱🇻 (@LV_footballnews) November 18, 2022
Happy Birthday Latvia! 🇱🇻 pic.twitter.com/j3jzZMcDVr
Íslenska landsliðið sá alls konar atriði en einbeitingin er þó öll á leiknum á morgun.
,,Við kíktum aðeins út og sáum tanka, skriðdreka og svona. Gaman að sjá þetta en við erum bara klárir leikinn á morgun og ætlum að vinna," sagði Ísak Bergmann í viðtali í gær.
Eyða Breyta
Latvia will host Iceland in the Baltic Cup final. The other semifinal also needed penalty kicks to decide who will play in Final, Iceland beat Lithuania there.
— Latvian footy in English. 🇺🇦/🇱🇻 (@LV_footballnews) November 16, 2022
The game will take place on Saturday in the Daugavas Stadium. https://t.co/SBDYX4Xe3N
Eyða Breyta

Þetta sagði landsliðsþjálfarinn eftir leikinn geng Litháen: Alls ekki ánægður með okkar leik
,,Ég er alls ekki ánægður með okkar leik í dag, það var margt sem var 'off' hjá okkur. Að sjálfsögðu er ég samt ánægður með að við unnum vítaspyrnukeppnina."
Arnar sagði að Ísland hefði átt að skora í fyrri hálfleik en spilamennska liðsins hefði fjarað út í seinni hálfleik.
,,Við virkuðum orkulausir og mér fannst við ekki sjálfum okkur líkir. Þetta er ákveðin lexía fyrir okkur, við þurfum að mæta til leiks í hvert einasta skipti og við verðum að hlaupa mikið. Við þurfum að verjast vel og vinna einvígi, þetta var ekki til staðar í kvöld. Heilt yfir erum við allir svekktir með okkar frammistöðu."
Eyða Breyta

Bæði Rúnar Alex og Jón Dagur byrjuðu á miðvikudag
Tvær breytingar eru á íslenska hópnum frá leiknum gegn Litháen. Þeir Rúnar Alex Rúnarsson og Jón Dagur Þorsteinsson eru ekki með í dag. Landsliðsþjálfarinn útskýrði hvers vegna í upphafi vikunnar.
Sjá einnig:
Stefnt á að vinna mótið - Tveir sem spila bara fyrri leikinn
Íslenski hópurinn*
Patrik Sigurður Gunnarsson - Viking FK - 1 leikur
Elías Rafn Ólafsson - FC Midtjylland - 4 leikir
Alfons Sampsted - Bodo/Glimt - 13 leikir
Hörður Björgvin Magnússon - Panathinaikos - 43 leikir, 2 mörk
Daníel Leó Grétarsson - Slask Wroclaw - 11 leikir
Aron Einar Gunnarsson - Al Arabi - 100 leikir, 2 mörk
Davíð Kristján Ólafsson - Kalmar FF - 9 leikir
Sverrir Ingi Ingason - PAOK - 39 leikir, 3 mörk
Valgeir Lunddal Friðriksson - BK Häcken - 3 leikir
Aron Elís Þrándarson - OB - 15 leikir, 1 mark
Arnór Sigurðsson - IFK Norrköping - 23 leikir, 2 mörk
Stefán Teitur Þórðarson - Silkeborg IF - 13 leikir, 1 mark
Ísak Bergmann Jóhannesson - FC Köbenhavn - 15 leikir, 2 mörk
Þórir Jóhann Helgason - Lecce - 14 leikir, 2 mörk
Hákon Arnar Haraldsson - FC Köbenhavn - 5 leikir
Birkir Bjarnason - Adana Demirspor - 112 leikir, 15 mörk
Mikael Neville Anderson - AGF - 16 leikir, 2 mörk
Mikael Egill Ellertsson - Spezia Calcio - 8 leikir
Jóhann Berg Guðmundsson - Burnley - 81 leikur, 8 mörk
Sveinn Aron Guðjohnsen - IF Elfsborg - 16 leikir, 1 mark
Andri Lucas Guðjohnsen - IFK Norrköping - 11 leikir, 2 mörk
*Leikjafjöldi miðast við upplýsingar fyrir leikinn gegn Litháen.
Eyða Breyta
Bikar í boði!
Baltic Cup final on Saturday.
 Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 18, 2022
Daugava Stadium, Riga.
🇱🇻⚽ï¸Â🇮🇸
The trophy.👇 pic.twitter.com/UHhZ6mjg5Y
Eyða Breyta

Ísak Bergmann Jóhannesson ræddi við KSÍ TV í gær um leikinn í dag.
,,Ekki oft sem maður fær að spila úrslitaleik með landsliðinu þannig þetta verður mjög gaman. Við ætlum að brosa og reyna að vinna leikinn á morgun.
,,Sama hvaða bikar það er, HM eða Baltic-cup, manni langar að vinna bikara og hvað þá með landsliðinu. Þetta er tækifæri sem verður mjög skemmtilegt."
Eyða Breyta
Velkomin til leiks lesendur góðir!
Ísland mætir Lettlandi á Daugava leikvanginum í Riga í dag, laugardag, í úrslitaleik í Eystrasaltsbikarnum. Leikurinn hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu á RÚV 2.
Íslenska liðið vann Litháen í undanúrslitum á miðvikudag, þurfti til þess vítaspyrnkeppni, á meðan Lettland vann Eistland. Ef jafnt er eftir 90 minútna leik í dag fer fram vítaspyrnukeppni.
Þetta er í fyrsta sinn sem Ísland tekur þátt í þessu æfingamóti, sem hefur verið haldið reglulega frá árinu 1991. Mótið var sett á laggirnar fyrst árið 1928 og var það haldið nánast árlega til ársins 1940, en frá 1940-1991 fór það ekki fram í ljósi hernáms Sovétríkjanna á svæðinu. Ísland er aðeins fimmta gestaþjóðin sem tekur þátt í mótinu, en Finnland hefur tekið tvisvar sinnum þátt.
Lettland hefur unnið keppnina oftast, eða 13 sinnum. Eistland fagnaði sigri í mótinu árið 2021.
Ísland og Lettland hafa mæst 6 sinnum áður í A landsliðum karla. Ísland hefur unnið tvo leiki, Lettland tvo, tvisvar hafa liðin skilið jöfn, og markatalan í leikjunum er jöfn, 11-11.
Eyða Breyta






Varamenn:


Liðstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld: