Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 15. nóvember 2022 15:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar öfundsjúkur út í Litháa - „Þurfum svona heima á Íslandi"
Völlurinn sem Ísland spilar á gegn Litháen.
Völlurinn sem Ísland spilar á gegn Litháen.
Mynd: Kaunas City Municipality
Tekur rúmlega 15 þúsund manns í sæti.
Tekur rúmlega 15 þúsund manns í sæti.
Mynd: Kaunas City Municipality
Jón Dagur og Rúnar Alex spila bara fyrri leikinn.
Jón Dagur og Rúnar Alex spila bara fyrri leikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lansliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson og landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á fréttamannafundi fyrir leikinn gegn Litháen í Eystrasaltsbikarnum á morgun. Fundurinn var eftir fyrstu æfingu íslenska liðsins á keppnisvellinum.

Ísland spilar tvo leiki í mótinu, sama hvernig leikurinn á morgun fer. Liðið mætir annað hvort Eistlandi eða Lettlandi 19. nóvember (í Tallinn eða Riga), sem er þá annað hvort leikur um 3. sætið í mótinu eða úrslitaleikur um sigur í Baltic Cup. Ef jafnt er eftir 90 minútna leik fer fram vítaspyrnukeppni.

Spilað verður á Darius & Girėnas Stadium í Kaunas og er nýbúið að gera endurbætur á leikvanginum. Fyrsti leikurinn eftir endurbæturnar var spilaður fyrir mánuði síðan.

„Það var mjög fínt, við erum reyndar öfundsjúkir því þessi leikvangur og völlurinn - við þurfum svona heima á Íslandi. Það var ánægjulegt að sjá að völlurinn er góður og leikvangurinn flottur. Ég fór í smá göngutúr í gær í kringum völlinn og í garðinum í kring. Þetta er eitthvað sem þið getið verið mjög, mjög stoltir af. Þetta er mjög fallegt og til hamingju," sagði Arnar Þór Viðarsson.

Stefnt á að vinna mótið - Tveir sem spila bara fyrri leikinn
Arnar var til viðtals í gær sem birt var á KSÍ TV. Þar svaraði hann nokkrum spurningum um mótið.

„Það er alltaf skemmtilegra að fá keppnisleiki, þrátt fyrir að þetta sé vináttuleikjagluggi fyrir okkur. Við ætlum okkur að vinna á miðvikudag og komast í úrslit í þessu Baltic Cup. Við viljum að sjálfsögðu vinna mótið."

„Við verðum að líta á andstæðinga okkar á þessu móti þannig að við eigum að vera sterkari aðilinn og eigum að geta stýrt þessum leikjum. En þetta verður alls ekki auðvelt, þó að við setjum stefnuna á sigur þurfum við að hafa mjög mikið fyrir þessu.“


Arnar segir að það verði einhverjar breytingar á milli leikja hjá liðinu. „Jón Dagur (Þorsteinsson) og Rúnar Alex (Rúnarsson) munu bara spila fyrri leikinn. Þetta er ekki hefðbundinn FIFA gluggi, er tengt HM í Katar og við þurftum að ná lendingu með sumum félögum. Jón Dagur er dæmi um það, þurfti að semja við þjálfara hans hvað væri best fyrir leikmanninn sjálfan upp á frí. Rúnar Alex ferðast svo til Íslands eftir fyrri leikinn þar sem hann fer í jarðarför."

„Það verða einhverjar tilfærslur milli leikja og við munum að sjálfsögðu nota báða leikina í að skoða og gera síðustu tilraunir fyrir undankeppnina sem hefst í mars á næsta ári. Þetta er mót sem við viljum nota til að klára undirbúning fyrir undankeppnina 2023."


Arnar var spurður hvort hann sæi fyrir sér að þetta, landsliðshópurinn sem var valinn fyrir verkefnið, yrði kjarninn sem kæmi til með að mynda hópinn í undankeppninni sem byrjar í mars.

„Þetta er kjarninn. Að mínu mati er kjarninn orðinn stór og góður, það er samkeppni í þessum hóp. Það eru nokkrir leikmenn sem eru ekki hérna með okkur sem koma að sjálfsögðu til greina fyrir marsgluggann. Það er það jákvæða við það sem hefur gerst árið 2022, við höfum náð að hnoða saman kjarnann af þessum hópi en hann er ekki 23 leikmenn. Þettu eru svona 30 leikmenn sem ég er ánægður með og þetta er sterkur hópur. Það er mikil samkeppni að komast í íslenska landsliðið í dag."

Viðtalið í fullri lengd má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner