Barcelona og Real Madrid vilja Bernardo Silva - Gravenberch til Tyrklands? - Mikill áhugi á Nacho
Hondúras
0
2
Ísland
0-1 Andri Lucas Guðjohnsen '48 , víti
0-2 Brynjólfur Willumsson '58
18.01.2024  -  01:00
DRV PNK Stadium
Vináttulandsleikur
Dómari: Natalie Simon (Bandaríkin)
Byrjunarlið:
18. Marlon Licona (m) ('46)
2. Kevin Alvarez
3. Marcelo Santos
7. Jose Pinto ('46)
10. Alexander López ('46)
15. Devron Garcia
16. Edwin Rodriguez
19. Carlos Pineda
20. Wesly Decas
21. Douglas Martínez
23. Jorge Alvarez

Varamenn:
1. Harold Fonseca
4. Carlos Melendez
5. Julian Martínez
6. Javier Arriaga
8. Gerson Chavez
9. Carlos Mejía
11. Darixon Vuelto ('46)
12. Yeison Mejía ('46)
13. Edwin Maldonado
14. Carlos Argueta
17. Samuel Elvir
22. Luis López ('46)
24. Daniel Carter

Liðsstjórn:
Reinaldo Rueda (Þ)

Gul spjöld:
Edwin Rodriguez ('35)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
81. mín
Inn:Kristall Máni Ingason (Ísland) Út:Andri Lucas Guðjohnsen (Ísland)
73. mín Gult spjald: Brynjar Ingi Bjarnason (Ísland)
69. mín
Inn:Brynjar Ingi Bjarnason (Ísland) Út:Sverrir Ingi Ingason (Ísland)
64. mín
Inn:Logi Hrafn Róbertsson (Ísland) Út:Andri Fannar Baldursson (Ísland)
58. mín MARK!
Brynjólfur Willumsson (Ísland)
48. mín Mark úr víti!
Andri Lucas Guðjohnsen (Ísland)
FRÁBÆR SPYRNA Í BLÁHORNIÐ! Markvörður Hondúras fór í rétt horn en átti ekki möguleika!!! Þéttingsföst og örugg spyrna hjá sóknarmanni Lyngby.

Fyrsta markið er komið

47. mín
ÍSLAND FÆR VÍTI! ÞVÍLÍKT KLAUFALEGT HJÁ CARLOS PINEDA! ALGJÖRLEGA ÁTTALAUS!

Kolbeinn Þórðarson hirti boltann af Pineda sem braut svo á honum. Augljós vítaspyrna.

46. mín
Seinni hálfleikur er farinn af stað
46. mín
Inn:Luis López (Hondúras) Út: Marlon Licona (Hondúras)
Líka markvarðaskipti hjá Hondúras.
46. mín
Inn:Yeison Mejía (Hondúras) Út:Jose Pinto (Hondúras)
46. mín
Inn:Darixon Vuelto (Hondúras) Út:Alexander López (Hondúras)
46. mín
Inn:Anton Logi Lúðvíksson (Ísland) Út:Eggert Aron Guðmundsson (Ísland)
Anton Logi kemur inn og leikur sinn fyrsta A-landsleik
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Anton var nýlega keyptur frá Breiðabliki til Haugesund í Noregi, elti Óskar Hrafn yfir hafið.
46. mín
Inn:Jason Daði Svanþórsson (Ísland) Út:Ísak Snær Þorvaldsson (Ísland)
Markaskorarinn gegn Gvatemala farinn af velli.
46. mín
Inn:Patrik Gunnarsson (Ísland) Út:Hákon Rafn Valdimarsson (Ísland)
Skipti á markvörðum í hálfleik Hákon hélt hreinu þann eina og hálfa leik sem hann spilaði í þessu verkefni.
45. mín
Hálfleikur
Markalaust í hálfleik, eins og gegn Gvatemala Ekki mikið um opin færi.
45. mín Gult spjald: Hlynur Freyr Karlsson (Ísland)
Var í baráttunni og dæmdur brotlegur, fær gult spjald í sínum fyrsta landsleik. Afar strangur dómur þykir mér.
45. mín
1 mínúta í uppbótartíma Allt stefnir í markalausan fyrri hálfleik.
44. mín
Hákon ekki í miklum vandræðum með marktilraunir Hondúras. Edwin Rodriguez nú með skot beint í fangið á Hákoni. Hefur verið öryggið uppmálað í þessum fyrri hálfleik hann Hákon.
42. mín
Ísak Snær skallar yfir Kolbeinn Finnsson með hornspyrnuna. Ísak í baráttunni og nær skallanum frá markteigslínunni en yfir markið. Ísak virðist svekktur út í sjálfan sig að hafa ekki gert betur í þessari stöðu.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

41. mín
Fyrsta hornspyrna Íslands Andri Lucas vinnur hornspyrnu.
40. mín
Eggert Aron ber boltann upp völlinn og reynir sendingu á Andra Lucas en varnarmaður kemst inn á milli og setur boltann í innkast. Hlynur Freyr býr sig undir að kasta inn.
35. mín Gult spjald: Edwin Rodriguez (Hondúras)
Fyrsta gula spjald leiksins Braut af sér, steig á Kolbein, og var með einhvern kjaftbrúk að auki.
34. mín
Fyrirgjöf Hondúras frá hægri, Hlynur Freyr kemur hættunni frá og sparkar í innkast.
30. mín
Andri Fannar tók aukaspyrnuna, hár bolti inn í teig en Devron Garcia skallaði frá. Íslenska liðið ekki náð að ógna marki Hondúras almennilega til þessa.
29. mín
Kevin Alvarez þurfti aðhlynningu en getur haldið leik áfram.
28. mín
Brotið á Andra Fannari á miðjum vallarhelmingi Hondúras. Náum við að nýta þessa aukaspyrnu til að skapa eitthvað?
24. mín
Besta marktilraun leiksins til þessa Hondúras hefur verið líklegra liðið og eftir hreinsun frá Sverri á leikmaður Hondúras hörkuskot sem Hákon Rafn nær að verja í hornspyrnu.
22. mín
Kolbeinn Þórðarson kemst inn í vítateiginn og reynir að senda á nafna sinn Finnsson en Hondúrasi kemst inn í sendinguna.
21. mín
Staðan enn markalaus. Ég sá fimmtán mörk í tveimur leikjum í Reykjavíkurmótinu í dag svo ég er kannski full kröfuharður fyrir þennan leik... styttist í næsta kaffibolla.
20. mín
Hondúras með hættulega fyrirgjöf frá hægri, boltinn fer rétt yfir Douglas Martínez og svo í kjölfarið fær Hondúras fyrstu hornspyrnu leiksins. Eftir hana á Jorge Alvarez skot fyrir utan teig en framhjá fer boltinn.
15. mín
Wesly Decas með fyrirgjöf sem Sverrir Ingi fyrirliði skallar frá. Réttur maður á réttum stað.
12. mín
Kolbeinn Þórðarson með skot af löngu færi en nokkuð langt frá því að hitta markið.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

11. mín
Eftir aukaspyrnuna átti Wesly Decas laflausan skalla framhjá.
10. mín
Kolbeinn Finnsson dæmdur brotlegur rétt hjá hornfánanum. Hondúras fær aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika frá hægri.
9. mín
Fyrsta skotið á markið Jorge Alvarez tekur skotið fyrir utan teig en máttlítið og auðvelt viðureignar fyrir Hákon markvörð, æfingabolti fyrir hann eins og Gummi Ben sem lýsir leiknum á Stöð 2 Sport orðaði það.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

5. mín
Jose Pinto með fyrirgjöf en Hákon Rafn ekki í nokkrum vandræðum með að handsama boltann. Engin hætta á ferðum. Hondúras aðeins meira með knöttinn hér í upphafi.
3. mín
Fótboltaparið Katrín Ásbjörnsdóttir og Damir Muminovic eru meðal áhorfenda í Bandaríkjunum. Vonandi mun bandaríska sjónvarpsteymið beina myndavélunum eitthvað að þeim.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er komið í gang Hondúras hóf leik. Íslenska liðið er í bláum treyjum, bláum stuttbuxum og bláum sokkum.
Fyrir leik
Liðin ganga út á völlinn Sverrir Ingi leiðir íslenska liðið út á völlinn. Næst á dagskrá eru þjóðsöngvarnir og svo ætlar hún Natalie að flauta til leiks! Vonandi fáum við fína skemmtun í nótt.
Fyrir leik
Um 4 þúsund áhorfendur
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Það er búist við um fjögur þúsund áhorfendum á leikinn í kvöld, svipaður fjöldi og var á leiknum um helgina. Jæja, það styttist í þetta. Látum renna í einn kaffibolla.
Fyrir leik
Natalie Simon með flautuna
Mynd: Getty Images

Það er kvenkyns dómari á leiknum, Natalie Simon er með flautuna. Hún er bandarísk og hefur reynslu af því að dæma karlaleiki í MLS-deildinni. Hún hefur dæmt hjá íslenska kvennalandsliðinu, leik gegn Tékklandi á SheBelieves Cup 2022.

Cory Richardsson og Logan Brown eru aðstoðardómarar leiksins og Alexandra Billeter er fjórði dómari.
Fyrir leik
Hákon mun væntanlega verja mark Íslands í mars
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Allt bendir til þess að Hákon Rafn eigi að verja mark Íslands í umspilinu í mars. Hann lék síðasta leik Íslands í riðlinum í undankeppninni og er að byrja báða leikina í þessari ferð.

Til að komast á EM þarf Ísland að komast í gegnum tvo andstæðinga í umspilinu í mars; vinna undanúrslitaleik gegn Ísrael þann 21. mars og svo sigurvegarann í viðureign Bosníu og Úkraínu.
Fyrir leik
Svona stillum við þessu upp - Sverrir Ingi er fyrirliði Hákon Rafn (m)
Hlynur Freyr - Sverrir Ingi (f) - Daníel Leó - Kolbeinn Finns
Andri Fannar - Eggert Aron - Kolbeinn Þórðar
Brynjólfur - Andri Lucas - Ísak Snær

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
Fyrsti A-landsleikurinn
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson

Hlynur Freyr Karlsson leikur sinn fyrsta A-landsleik í kvöld. Hann var valinn í lið ársins á síðasta tímabili í Bestu deildinni fyrir frábæra frammistöðu með Val og Óskar Hrafn Þorvaldsson lét Haugesund opna veskið og fékk hann til Noregs.
Fyrir leik
Fimm breytingar á byrjunarliði Íslands Sverrir Ingi Ingason, Andri Fannar Baldursson, Kolbeinn Þórðarson, Ísak Snær Þorvaldsson og Hlynur Freyr Karlsson koma inn í byrjunarliðið frá því síðast.

Þeir Brynjar Ingi Bjarnason, Birnir Snær Ingason, Dagur Dan Þórhallsson, Stefán Teitur Þórðarson og Arnór Ingvi Traustason setjast á bekkinn.

Annars má sjá liðið hér til hliðar.
Fyrir leik
Í fyrsta sinn mætast þessi lið Ísland hefur ekki áður mættt Hondúras í A-landsliðum karla. Íslenska liðið er í 71. sæti á styrkleikalista FIFA og Hondúras er í 76. sæti.
Fyrir leik
Stefnt á þetta lengi
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Eggert Aron Guðmundsson lék sinn fyrsta A-landsleik þegar hann spilaði allan leikinn í 1-0 sigrinum gegn Gvatemala. Eggert ræddi við Guðmund Aðalstein, fréttamann Fótbolta.net, í gær.

„Það var bara gaman, góð upplifun að spila sinn fyrsta landsleik á frábærum velli í Miami þar sem okkar maður Messi spilar," segir Eggert um fyrsta landsleikinn. „Þetta var frekar lokaður leikur en við áttum að mínu mati skilið að vinna hann."

Eggert var einn þriggja í byrjunarliðinu sem spiluðu sinn fyrsta A-landsleik en hinir voru Birnir Snær Ingason og Brynjólfur Willumsson.

„Það kom mér kannski ekki á óvart að byrja. Fyrst ég er í hópnum, þá býst ég við að byrja leiki. Það var ógeðslega gaman að heyra að maður væri að byrja. Ég hef stefnt að þessu frá því ég var lítill krakki. Það var frábært að fá að spila 90 mínútur."

Eggert átti þátt í frábæru sigurmarkinu sem Ísak Snær skoraði.

„Þetta var flott mark. Ég fæ boltann frá Stefáni og fæ tvo varnarmenn í mig. Ég gef á Loga sem kemur með góða fyrirgjöf á Jason og hann battar hann niður á Ísak sem klárar frábærlega. Geðveik afgreiðsla. Það er alltaf gaman að vinna og það getur gefið liðinu mjög mikið þó þetta sé æfingaleikur," segir Eggert en strákarnir lögðu mikið á sig til að næla í sigurinn. Þeir köstuðu sér fyrir hvern boltann undir lokin.

„Við horfum á þetta sem alvöru leiki. Það var frábært að sjá okkar menn henda sér fyrir boltann í lokin. Ef þú spilar fyrir íslenska landsliðið þá á þetta að vera hugarfarið: Að gera allt til að verja markið okkar."

„Heilt yfir var ég mjög sáttur við mína frammistöðu. Ég var að spila á hægri kantinum en það er eitthvað sem ég hef ekki gert núna í dágóðan tíma. Ég átti góða spretti og gerði líka mín mistök. Það er partur af þessu en heilt yfir er ég sáttur."


Upplifunin af fyrsta A-landsliðsverkefninu hefur verið skemmtileg en strákarnir okkar mæta Hondúras eftir miðnætti. Það verður annar krefjandi leikur.

„Það er ótrúlega gaman að vera hérna með góðu fólki við toppaðstæður á Miami. Það er bara frábært, gerist ekki betra," segir Eggert en hvernig fékk hann að vita að hann væri í þessum landsliðshóp?

„Þetta var ósvarað símtal þar sem ég var að spila leik með Stjörnunni á móti Val. Jökull segir 'til hamingju' við mig í upphitun og ég vissi ekki alveg hvað það þýddi. Ég hringdi til baka og þá var það Jói Kalli að segja að ég hefði verið valinn í landsliðið. Það var frábær tilfinning."

Viðtalið við Eggert í heild:
   17.01.2024 09:00
Eggert Aron: Vona að ég sé að setja fordæmi fyrir íslensk félög
Fyrir leik
Alltaf klár fyrir Ísland
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

„Ég er alltaf klár fyrir Ísland þótt maður sé að drepast í öllum líkamanum, þetta eru fyrstu 90 mínúturnar í sirka einn og hálfan mánuð og maður hefur ekki æft mikið, þetta er bara geggjað," sagði Stefán Teitur Þórðarson eftir sigurinn gegn Gvatemala en hann var með fyrirliðabandið í þeim leik.

   14.01.2024 10:38
„Alltaf klár fyrir Ísland þótt maður sé að drepast í öllum líkamanum"
Fyrir leik
Ísak skoraði sitt fyrsta landsliðsmark Ísland vann eins marks sigur á Gvatemala á laugardagskvöld. Heilt yfir var íslenska liðið sterkari aðilinn í leiknum, þó bæði lið hafi fengið góð færi til að skora.

Ísak Snær Þorvaldsson gerði eina mark leiksins á 79. mínútu eftir góða sókn íslenska liðsins. Logi Tómasson sendi boltann fyrir markið frá vinstri, Jason Daði Svanþórsson skallaði boltann fyrir Ísak Snæ, sem hamraði boltann í netið með vinstri fæti, hans fyrsta A-landsliðsmark.

Sæbjörn Steinke var á vaktinni yfir þeim leik og má sjá markið hans Ísaks í úrslitafrétt leiksins:

   14.01.2024 02:02
Íslenskur sigur í sólskinsfylkinu - Ísak Snær gerði sitt fyrsta A-landsliðsmark
Fyrir leik
Velkomin á Vampíruvaktina!
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Seinni vináttulandsleikur janúarhóps Íslands í Bandaríkjunum hefst klukkan 1 eftir miðnætti, aðfaranótt fimmtudags. Aftur er spilað á heimavelli Beckham og Messi, DRV PNK Stadium þar sem Inter Miami á heima.

Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport, og í opinni dagskrá. Notast er við þá útsendingu í þessari textalýsingu.

Íslenski hópurinn:

Markmenn
Hákon Rafn Valdimarsson, IF Elfsborg
Patrik Sigurður Gunnarsson, Viking FK
Lukas J. Blöndal Petersson, Hoffenheim

Aðrir leikmenn
Arnór Ingvi Traustason, IFK Norrköping
Sverrir Ingi Ingason, FC Midtjylland
Andri Lucas Guðjohnsen, Lyngby BK
Stefán Teitur Þórðarson, Silkeborg IF
Brynjar Ingi Bjarnason, HamKam
Daníel Leó Grétarsson, SönderjyskE
Andri Fannar Baldursson, IF Elfsborg
Kolbeinn Birgir Finnsson, Lyngby BK
Dagur Dan Þórhallsson, Orlando City SC
Ísak Snær Þorvaldsson, Rosenborg BK
Kristall Máni Ingason, SönderjysskE
Logi Tómasson, Strömsgodset IF
Kolbeinn Þórðarson, IFK Göteborg
Anton Logi Lúðvíksson, Breiðablik
Brynjólfur Andersen Willumsson, Kristiansund BK
Eggert Aron Guðmundsson, Stjarnan
Hlynur Freyr Karlsson, Haugesund
Birnir Snær Ingason, Víkingur
Jason Daði Svanþórson, Breiðablik
Logi Hrafn Róbertsson, FH

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Byrjunarlið:
12. Hákon Rafn Valdimarsson (m) ('46)
5. Sverrir Ingi Ingason ('69)
8. Andri Fannar Baldursson ('64)
14. Kolbeinn Finnsson
17. Kolbeinn Þórðarson
18. Daníel Leó Grétarsson
18. Ísak Snær Þorvaldsson ('46)
19. Eggert Aron Guðmundsson ('46)
20. Hlynur Freyr Karlsson
22. Andri Lucas Guðjohnsen ('81)
22. Brynjólfur Willumsson

Varamenn:
12. Patrik Gunnarsson (m) ('46)
13. Lukas J. Blöndal Petersson (m)
2. Logi Hrafn Róbertsson ('64)
3. Logi Tómasson
6. Brynjar Ingi Bjarnason ('69)
7. Kristall Máni Ingason ('81)
10. Birnir Snær Ingason
11. Jason Daði Svanþórsson ('46)
15. Dagur Dan Þórhallsson
16. Stefán Teitur Þórðarson
21. Arnór Ingvi Traustason
23. Anton Logi Lúðvíksson ('46)

Liðsstjórn:
Age Hareide (Þ)
Jóhannes Karl Guðjónsson

Gul spjöld:
Hlynur Freyr Karlsson ('45)
Brynjar Ingi Bjarnason ('73)

Rauð spjöld: