

Samsungvöllurinn
Mjólkurbikar karla
Aðstæður: Hafa verið betri, hafa verið verri
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Áhorfendur: 694
Maður leiksins: Óli Valur Ómarsson
('5)
('82)
('58)
('82)
('82)
('58)
('82)
('82)
('5)
('82)
Geggjaður seinni hálfleikur að baki og alvöru 8 marka veisla.
Viðtöl og skýrsla á leiðinni. Þangað til næst, takk fyrir mig!
MARK!Vá! Adolf Daði með alvöru mark. Flikkflakk og vippa. Hágæði, lífshætta. Hann kláraði leikinn endanlega fyrir Stjörnumenn sem fóru áfram í átta liða úrslit???? pic.twitter.com/xLpF6ROVRz
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 16, 2024
Það liggur alveg eitt mark hérna í loftinu!
MARK!Boltinn kemur inn á teiginn. Það myndast mikið klafs inni á teig Stjörnunnar og þeir ná ekki að hreinsa. Alls ekki góður varnarleikur. En Benoný gerir frábærlega og nær á einhvern ótrúlegan hátt að teigja sig í boltann og vippar honum inn!
Það ætlar allt um koll að keyra!
Hvað er að gerast hérna?! Benóný Breki skorar annað mark sitt. Staðan er orðin 4-3. Eiga KRingar séns? pic.twitter.com/MlLHMihE1S
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 16, 2024
MARK!Stoðsending: Luke Rae
Luke Rae með sendingu inn fyrir á Benoný sem klárar vel. Meira að segja Stjörnumenn fagna þessu marki með KR-ingum!
Fáum við alvöru bikardrama?!
Benóny Breki minnkar muninn fyrir KR í 4-2 pic.twitter.com/bAZgLxMJyU
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 16, 2024
MARK!Stoðsending: Adolf Daði Birgisson
Verðskuldað hjá Stjörnumönnum!
MARK!Stoðsending: Róbert Frosti Þorkelsson
Örvar fær boltann út við hliðarlínu og kemur honum á fjærstöngina þar sem Róbert Frosti er. Hann kemur boltanum fyrir markið í fyrsta þar sem Guðmundur Baldvin er mættur og kemur honum í netið. Hann elskar að skora í bikarnum þessi gæi!
Stjörnumenn miklu betri í seinni hálfleik!
Stjörnumenn halda bara áfram að stíga á bensíngjöfina! Guðmundur Baldvin skoraði þriðja mark þeirra eftir sendingu Róberts Frosta? pic.twitter.com/u1RdSxdOsS
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 16, 2024
MARK!Stoðsending: Óli Valur Ómarsson
Örvar funheitur í dag með sitt annað mark!
Stjarnan sundurspilar KR vörnina með frábæru spili. Örvar Eggertsson fékk boltann á fjærstöng og brást ekki bogalistin. Þetta er hans annað mark í leiknum og Stjarnan leiðir nú 2-1 pic.twitter.com/Bn2c1N1Onv
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 16, 2024
Tökum okkur korterspásu og mætum svo aftur að vörmu spori.
Gult spjald: Mathias Rosenörn (Stjarnan)
Mathias Rosenörn fékk gult spjald fyrir að fljúga út úr teignum og kýla boltann. KRingar kvörtuðu sáran - var þetta rétt hjá Sigurði Hirti og félögum? pic.twitter.com/aWv2fB1NC6
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 16, 2024
Gult spjald: Emil Atlason (Stjarnan)
Emil Atlason kom boltanum í netið en var dæmdur rangstæður. Hlaut gult spjald að launum fyrir???? pic.twitter.com/aCBHY2czb1
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 16, 2024
Gult spjald: Theodór Elmar Bjarnason (KR)
Gult spjald: Luke Rae (KR)
MARK!Aukaspyrna frá miðjum vallarhelmingi Stjörnunnar sem kemur inn á teig Stjörnunnar. Heimamenn ná að hreinsa en ekki nógu langt. Axel Óskar er þá mættur inn á teiginn og klárar listivel. Gæinn hatar ekkert að skora í Garðarbænum.
Allt orðið jafnt!
MARK!Mathias í marki Stjörnunnar kemur með langan bolta upp völlinn og yfir varnarlínu KR. Rúrik ætlar að koma honum niður til baka á Guy í marki KR-inga en hittir varla boltann. Sendingin mjög laus og Örvar kemst fyrir. Tökum ekkert af Örvari því hann gerði allt rétt og kláraði mjög vel.
Stjörnumenn leiða 1-0 en það var Örvar Eggertsson sem skoraði markið. Hann komst inn í sendingu Rúriks Gunnarssonar til baka. Virkilega vel klárað hjá Örvari ???? pic.twitter.com/yNDIaNxpE4
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 16, 2024
BOLD Keflavík - ÍA
Anton Freyr er mættur í Árbæinn
BOLD Fylkir - HK
Kári Snorrason er mættur í Safamýrina
BOLD Grindavík - Víkingur R.
Komin mörk í alla leiki nema í Garðarbænum
Áhugavert því KR fór draghaltur af velli.
Hann þarf aðstoð við það að ganga af velli.
Mathias
Óli - Guðmundur - Sindri - Örvar
Jóhann - Guðmundur
Róbert - Helgi - Örvar
Emil
KR (4-2-3-1)
Smit
Rúrik- Finnur - Axel - Aron
Alex - Ægir
Atli - Theodór - Luke
Kristján
"Engar trommur, það heyrist ekki neitt" syngur Miðjan.
Stjarnan leikur í bláum treyjum, hvítum stuttbuxum og bláum sokkum.
KR leikur í svörtum og hvítum treyjum, svörtum stuttbuxum og hvítum sokkum.
Góða skemmtun!
Ég hélt ég myndi nú bara sjá þessa á Hlíðarenda á laugardaginn en hér erum við ??????????? pic.twitter.com/ckaY7JJ9MJ
— Kristjana Arnarsdóttir (@kristjanaarnars) May 16, 2024
KR-ingar unnu KÁ nokkuð örugglega í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Gregg Ryder gerir fjórar breytingar á KR-liðinu frá 2-1 tapinu gegn HK seinustu helgi. Sigurpáll Sören, Moutaz Neffati, Eyþór Aron Wöhler og Benoný Breki koma úr liðinu fyrir þá Guy Smit, Theodór Elmar, Aron Kristófer og Luke Rae.
Stjarnan 3 - 2 KR (Í kvöld 19:30)
Svakalegur leikur í Garðabænum og Stjarnan nær að hefna fyrir tapið í deildinni gegn KR. Emil Atlason verður á skotskónum - skorar sigurmarkið undir blálokin. Gregg Ryder biður stuðningsmenn KR afsökunar á slöku gengi undanfarið og býður þeim uppá tvo bjóra á Rauða ljóninu eftir leik.


Klaufagangur og markmannsmistök
Mörkin sem KR hefur fengið á sig í seinustu leikjum getur ekki verið eitthvað sem Gregg Ryder, þjálfari liðsins, er sáttur með. Það hefur verið mikill klaufagangur í varnarleik KR-inga og síðan hafa markmenn liðsins ekki staðið sig vel. Dýr mistök sem eru alls ekki ásættanleg. Guy Smit hefur oftar en ekki verið skúrkurinn en hann var í leikbanni gegn HK í seinasta leik deildarinnar. Þá var Sigurpáll Sörens í marki KR sem gerði þá einnig dýrkeypt mistök.


Jákvæðir punktar í liði Stjörnunnar
Þrátt fyrir nokkrar frammistöður sem hafa ekki verið góðar, og einhverja leiðinlega kafla í leikjum Stjörnunnar, eru nokkrir ljósir punktar í liðinu. Helgi Fróði hefur verið stórmagnaður í upphafi móts og Guðmundur Baldvin hefur einnig komið skemmtilega inn í lið Stjörnunnar. Guðmundur hefur ekki byrjað alla leiki Stjörnunnar en hann hefur skorað tvö gífurlega sæt og mikilvæg sigurmörk. Síðan er mjög jákvætt fyrir Garðbæinga að fá Emil Atla í gang sem skoraði gegn Skaganum á dögunum sitt fyrsta mark á mótinum.

('57)
('49)
('76)
('57)
('76)
('76)
('76)
('57)
('49)
('57)



