Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   þri 14. maí 2024 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar Daði spáir í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins
Séffen.
Séffen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stór leikur fyrir Gregg.
Stór leikur fyrir Gregg.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Adam Ægir mætir í Mosó.
Adam Ægir mætir í Mosó.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
16 liða úrslit Mjólkurbikarsins fara fram í vikunni og hefst þessi bikarumferð seinni partinn í dag.

Arnar Daði Arnarsson, Sérfræðingurinn sjálfur, spáir í leikina.

Fjölnir 1 - 2 Þór (Þriðjudagur 17:00)
Bæði lið hafa byrjað sumarið vel og eru ósgiruð. Annað liðið þarf að sætta sig við ósigur í þessum leik. Það er einhver svakaleg ára yfir Þorpinu um þessar mundir og það breytist ekki eftir þennan leik.

KA 1 - 0 Vestri (Miðvikudagur 18:00)
Á meðan það virðist vera góð ára yfir Þorpinu er ekki alveg sömu sögu að segja í Brekkunni. Haddi þjálfari KA virðist vera spenntur fyrir komandi fallbaráttu í Bestu-deildinni en hvort hann sé jafn spenntur fyrir bikarnum verður að koma í ljós. Einhvernveginn held ég að Vestri hafi ekki breiddina í að vera einbeita sér að því að halda sér uppi í Bestu og ná árangri í bikarnum og KA menn nýta sér það. Grímsi minn skorar eina mark leiksins.

Fylkir 0 - 0 HK (Fylkir áfram eftir vítaspyrnukeppni) (Fimmtudagur 19:15)
Tvö áttavillt lið að mætast. HK að vinna leiki sem enginn bjóst við á meðan Fylkismenn virðast ekki geta keypt sér mark og hvað þá að vinna leiki. Þessi leikur fer í framlengingu og ég sé fyrir mér að leikurinn gæti farið alla leið í vítaspyrnukeppni.

Keflavík 2 - 1 ÍA (Fimmtudagur 19:15)
Það er bikarævintýri í vændum í Keflavík og þeir láta ekki Skagamenn stöðva það partý sem er í gangi þar.

Grindavík 0 - 3 Víkingur R. (Fimmtudagur 19:15)
Víkingarnir hafa stigið á bananahýðið nú þegar í sumar og gera það ekki aftur í bráð. Ótrúlegasta sigurganga í bikar sem ég man eftir heldur áfram og Grindvíkingar verða leiddir til slátrunar. Helgi Guðjóns, Davíð Atla og Matti Villa með mörkin fyrir Víkinga - það er að segja ef Matti Villa verður búinn að jafna sig eftir líkamsárásina frá Bödda löpp.

Stjarnan 3 - 2 KR (Fimmtudagur 19:30)
Svakalegur leikur í Garðabænum og Stjarnan nær að hefna fyrir tapið í deildinni gegn KR. Emil Atlason verður á skotskónum - skorar sigurmarkið undir blálokin. Gregg Ryder biður stuðningsmenn KR afsökunar á slöku gengi undanfarið og býður þeim uppá tvo bjóra á Rauða ljóninu eftir leik.

Fram 8 - 0 ÍH (Föstudagur 19:15)
Rúnar Kristinsson leyfir Úlfarsárdalnum að dreyma. Of stórt verkefni fyrir þjálfarateymi ÍH að eiga við Rúnar Kristins og félaga.

Afturelding 1 - 1 Valur (Valur áfram eftir framlengingu) (Föstudagur 19:30)
Mosfellingar komast yfir í leiknum en Gylfi Þór Sigurðsson jafnar stundarfjórðungi fyrir leikslok. Valsarar þurfa framlengingu til að slá út Aftureldingu. Adam Ægir Pálsson fær rautt fyrir að segja Magga.net að grjóthalda kjafti og Kiddi Freyr fær gult spjald í kjölfarið fyrir að segja Adam að drulla sér útaf vellinum. Arnar Grétars verður með teip yfir munninum á sér á meðan á þessu öllu stendur en hleypur svo í fangið á Baldvini Borgarssyni besta vini sínum strax eftir leik og þeir syngja og tralla og fagna kærkomnum sigri.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner