
Eistland U21
1
1
Ísland U21

Júlíus Mar Júlíusson
'37

Tristan Pajo
'39
1-0
1-1
Benoný Breki Andrésson
'87
08.09.2025 - 16:00
Kadrioru staadion Tallinn
Undankeppni EM U21
Aðstæður: 25 gráður og völlurinn fínn
Dómari: Mikkel Redder (Danmörk)
Áhorfendur: 286
Kadrioru staadion Tallinn
Undankeppni EM U21
Aðstæður: 25 gráður og völlurinn fínn
Dómari: Mikkel Redder (Danmörk)
Áhorfendur: 286
Byrjunarlið:
1. Ott Nõmm (m)
2. Sander Tovstik
4. Kristofer Käit
6. Oskar Hõim
8. Rommi Siht
14. Tony Varjund
('73)

15. Soufian Gouram
('73)

16. Kristjan Kriis
('60)

18. Robert Veering

20. Tristan Pajo
('60)


23. Oscar Pihela

Varamenn:
12. Gregor Pürg (m)
22. Silver Rebane (m)
3. Aleksander Filatov
5. Samuel Merilai
7. Daniel Luts
9. Ramol Sillamaa
('60)

10. Maksim Kalimullin
('60)

11. Egert Õunapuu
('73)

13. Jegor Žuravljov
17. Taavi Jürisoo
19. Ramon Smirnov
('73)

21. Alexander Bergman
Liðsstjórn:
Jani Sarajärvi (Þ)

Gul spjöld:
Robert Veering ('10)
Jani Sarajärvi ('30)
Oscar Pihela ('70)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Blendnar tilfinningar að loknum þessum leik sem endar með jafntefli. Gott að hafa náð að jafna úr þeirri erfiðu stöðu sem liðið var í en að sama skapi svekkjandi að hafa ekki hreinlega unnið þennan leik hér í restina.
Heilt yfir verður samt að segjast að þessi gluggi hefur verið vonbrigði hjá liðinu og 1 stig í pokanum eftir leiki gegn liðunum sem áttu að heita þau slökustu í riðlinum ekki það sem stefnt var að.
93. mín
Nömm bjargar Eistum
Benóný Breki í algjöru dauðafæri í teignum en Nömm með stórkostlega vörslu og boltinn í horn.
Benóný Breki í algjöru dauðafæri í teignum en Nömm með stórkostlega vörslu og boltinn í horn.
92. mín
Eggert með boltann fyrir frá vinstri. Benóný fyrstur á boltann en nær ekki góðum skalla sem svífur framhjá.
87. mín
MARK!

Benoný Breki Andrésson (Ísland U21)
Stoðsending: Hlynur Freyr Karlsson
Stoðsending: Hlynur Freyr Karlsson
Mark!
Tómas Orri fer leið eitt og neglir boltanum fram völlinn. Hlynur Freyr kassar boltann laglega niður og finnur Benóný úti til vinstri í teignum. Hann dregur boltann með sér framhjá varnarmanni og skorar með góðu vinstri fótar skoti í hornið fjær.
Tómas Orri fer leið eitt og neglir boltanum fram völlinn. Hlynur Freyr kassar boltann laglega niður og finnur Benóný úti til vinstri í teignum. Hann dregur boltann með sér framhjá varnarmanni og skorar með góðu vinstri fótar skoti í hornið fjær.
85. mín
Við vinnum boltann hátt á vellinum. Eggert Aron með boltann inn á teig Eista og finnur Benóný. Hann á hörkuskot sem fer því miður yfir markið.
Við vinnum boltann hátt á vellinum. Eggert Aron með boltann inn á teig Eista og finnur Benóný. Hann á hörkuskot sem fer því miður yfir markið.
82. mín
Egert Õunapuu er sloppinn í gegnum vörn Íslands. Lukas langt frá marki sínu og Eistinn ætlar að nýta sér það. Tilraunin sem betur fer ömurleg og víðsfjarri markinu.
Hann grefur andlitið í lófum sér og veit að hann átt að gera miklu miklu miklu betur.
Hann grefur andlitið í lófum sér og veit að hann átt að gera miklu miklu miklu betur.
79. mín

Inn:Galdur Guðmundsson (Ísland U21)
Út:Ágúst Orri Þorsteinsson (Ísland U21)
Kennir sér meins í kálfa og fer af vella.
76. mín
Ágúst hefur verið einn sá liflegasti á vellinum í dag. Vinnur horn.
Hlynur Freyr í hörkufæri eftir hornið en skallar boltann beint í hendurnar á Nömm.
Hlynur Freyr í hörkufæri eftir hornið en skallar boltann beint í hendurnar á Nömm.
75. mín
Ágúst Orri með ágætan sprett inn á völlinn frá hægri kantinum. Kemur sér inn á teiginn og rennir boltanum fyrir fætur Tómasar Orra sem á skotið en lyftir boltanum hátt yfir markið.
74. mín
Hinrik dansar með boltann inn á teig Eista og er hársbreidd frá því að vinna sig í skotfæri. Gerist þó brotlegur og ekkert verður úr.
Hinrik dansar með boltann inn á teig Eista og er hársbreidd frá því að vinna sig í skotfæri. Gerist þó brotlegur og ekkert verður úr.
70. mín
Gult spjald: Oscar Pihela (Eistland U21)

Bombar Ágúst Orra niður á svipuðum slóðum og Eistar gerðu mark sitt frá fyrr í leiknum.
70. mín
Færumst nær
Fínt spil Íslands við teig Eista endar með skoti frá Helga Fróða úr teignum sem er þó ferkar beint á Nömm sem á ekki í vandræðum með að verja.
Fínt spil Íslands við teig Eista endar með skoti frá Helga Fróða úr teignum sem er þó ferkar beint á Nömm sem á ekki í vandræðum með að verja.
67. mín
Ísland með aukaspyrnu í ágætri stöðu úti til vinstri. Einhver fyrirfram æfð útfærsla reynd sem heppnast engan veginn. Boltinn á fyrsta varnarmann.
65. mín

Inn:Tómas Orri Róbertsson (Ísland U21)
Út:Jóhannes Kristinn Bjarnason (Ísland U21)
65. mín
Jói Bjarna með stórhættulegan bolta úr aukaspyrnu utan af væng en hún fer í gegnum allan pakkann.
62. mín
Kristofer Käit spilar hættulegan leik og setur hendina af krafti í brjóstkassa Hilmis sem liggur eftir. Ekkert dæmt þó og áfram með leikinn.
Kristofer Käit spilar hættulegan leik og setur hendina af krafti í brjóstkassa Hilmis sem liggur eftir. Ekkert dæmt þó og áfram með leikinn.
60. mín
Heimamenn við það að komast í hörkufæri en Logi Hrafn sterkur í teignum og ekkert verður úr.
53. mín
Gult spjald: Benoný Breki Andrésson (Ísland U21)

Reynir að klæða markaskorara Eista úr treyjunni þegar heimamenn eru að spila sig út úr pressu.
52. mín
Tony Varjund keyrir inn á teiginn og nær fínu skot. Logi Hrafn fyrir því og Ísland kemur boltanum frá.
51. mín
Þessi síðari hálfleikur hefst á keimlíkan hátt og sá fyrri. Ísland heldur boltanum en Eistar standa þétt.
Jóhannes Kristinn með boltann fyrir markið en skallinn frá Hilmi hittir ekki markið.
Jóhannes Kristinn með boltann fyrir markið en skallinn frá Hilmi hittir ekki markið.
46. mín
Benóný meö hörkuskot á lofti úr teignum eftir langt innkast frá hægri en Nömm gerir vel og slær boltann frá.
Fínt að láta vita af okkur strax í byrjun.
Benóný meö hörkuskot á lofti úr teignum eftir langt innkast frá hægri en Nömm gerir vel og slær boltann frá.
Fínt að láta vita af okkur strax í byrjun.
45. mín
Hálfleikur
Flautað til hálfleiks í Tallinn. Marki undir og manni færri lítur ekki vel út en líkt og Elvar Geir skrifaði hér áðan þá er þetta alls ekki búið.
45. mín
+2
Eggert Aron að koma sér í frábært færi í teignum. Tekur boltann með sér framhjá varnarmanni og nær skoti en því miður í varnarmann og þaðan í horn.
45. mín
Elvar Geir skrifar frá Tallinn:
Jörundur Áki Sveinsson yfirmaður fótboltamála fylgist með úr stúkunni. Helvíti brött byrjun hjá íslenska liðinu í þessum riðli og stefnir í tvö töp gegn liðunum sem eiga að vera þau lökustu fyrirfram. Eistarnir hefðu hæglega getað verið búnir að skora fyrr í leiknum og varnarleikurinn okkar mjög brothættur á meðam fram á við skortir okkur hugmyndir og sköpunarmátt.
En þetta er ekki búið. Ég fullyrði að þetta eistneska lið er það slappt að við getum hæglega skorað tvö á það í seinni hálflei,. En þá verður liðið að kveikja miklu betur á sér. Það er klárlega pressa á Ólafi Inga Skúlasyni.

Jörundur Áki Sveinsson yfirmaður fótboltamála fylgist með úr stúkunni. Helvíti brött byrjun hjá íslenska liðinu í þessum riðli og stefnir í tvö töp gegn liðunum sem eiga að vera þau lökustu fyrirfram. Eistarnir hefðu hæglega getað verið búnir að skora fyrr í leiknum og varnarleikurinn okkar mjög brothættur á meðam fram á við skortir okkur hugmyndir og sköpunarmátt.
En þetta er ekki búið. Ég fullyrði að þetta eistneska lið er það slappt að við getum hæglega skorað tvö á það í seinni hálflei,. En þá verður liðið að kveikja miklu betur á sér. Það er klárlega pressa á Ólafi Inga Skúlasyni.
42. mín
Algjörar martraðarmínútur að baki fyrir lið Íslands. Ranglátt rautt spjald og mark í kjölfarið. Það verður varla verra.
39. mín

Inn:Logi Hrafn Róbertsson (Ísland U21)
Út:Róbert Frosti Þorkelsson (Ísland U21)
Skipting eftir rauða spjaldið. Sóknarmanni fórnað fyrir fullmannaða vörn.
39. mín
MARK!

Tristan Pajo (Eistland U21)
Minnsti maður vallarins skorar úr aukaspyrnunni!
161 cm á hæð en það skiptir engu. Lyftir boltanum yfir vegginn og í hornið nær. Lukas leit illa út í þessu marki og átti hreinlega að verja þetta.
161 cm á hæð en það skiptir engu. Lyftir boltanum yfir vegginn og í hornið nær. Lukas leit illa út í þessu marki og átti hreinlega að verja þetta.
37. mín
Rautt spjald: Júlíus Mar Júlíusson (Ísland U21)

Ekki tók það langan tíma að sækja annað
Og við endursýningar er þetta bara gjörsamlega galið hjá Redder!
Júlíus í baráttu við Varjund og við fyrstu sýn virtist hann vera of seinn í Eistann. Endursýningar sýna hins vegar að Júlíus kemur bara aldrei við hann,
Ekkert VAR hér en það hefði engu breytt þar sem um seinna gula er að ræða.
Júlíus í baráttu við Varjund og við fyrstu sýn virtist hann vera of seinn í Eistann. Endursýningar sýna hins vegar að Júlíus kemur bara aldrei við hann,
Ekkert VAR hér en það hefði engu breytt þar sem um seinna gula er að ræða.
35. mín
Gult spjald: Júlíus Mar Júlíusson (Ísland U21)
Tekur á sig spjaldið gegn hinum nautsterka Tony Varjund. Keyrir hann snyrtilega í grasið.og uppsker gult.

Tekur á sig spjaldið gegn hinum nautsterka Tony Varjund. Keyrir hann snyrtilega í grasið.og uppsker gult.
34. mín
Mikkel Redder danski dómari leiksins er greinilega ákveðinn persónuleiki. Hikar ekki við að láta menn aðeins heyra það og stoppa þá af.
33. mín
Benóný með fyrirgjöf frá vinstri inn á teiginn. Hilmir Rafn ætlar að ráðast á boltann en Robert Veering skallar frá.
31. mín
Baldur Kári í fínni stöðu eftir sendingu frá Róberti Frosta en finnur ekki samherja í teignum og ekkert verður úr.

Er kominn tími á pizzu?
Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
30. mín
Gult spjald: Jani Sarajärvi (Eistland U21)

Eitthvað tuð hjá þjálfara Eista. Biður um gult spjald á Íslending með látbragði.
Danski Redderinn biður hann að róa sig og spjaldar hann. Að biðja áberandi um gult er gult.
Danski Redderinn biður hann að róa sig og spjaldar hann. Að biðja áberandi um gult er gult.
25. mín
Kristjan Kriis hefur verið í færum fyrir heimamenn í leiknum í kvöld en ekki nýtt þau.
Hann minnir mig furðulega mikið á persónu Emils í Kattholti í gömlu barnamyndunum sem flestir hafa séð.
Vantar bara hattinn.
Hann minnir mig furðulega mikið á persónu Emils í Kattholti í gömlu barnamyndunum sem flestir hafa séð.
Vantar bara hattinn.
23. mín
Kristjan Kriis í enn meira dauðafæri
Sleppur einn innfyrir eftir snögga sókn Eista.
Lúkas mætir út úr markinu en hittir ekki boltann. Kriis með opið markið en setur boltann hárfrínt framhjá frá vinstra vítateigshorni.
Við erum heppnir að vera ekki undir!
Lúkas mætir út úr markinu en hittir ekki boltann. Kriis með opið markið en setur boltann hárfrínt framhjá frá vinstra vítateigshorni.
Við erum heppnir að vera ekki undir!
22. mín
Benóný í dauðafæri!
Eggert Aron með frábæra sendingu inn á teiginn frá hægri beint á tærnar á Benóný. Hann tekur skotið í fyrsta en Nömm gerir vel í að vera fljótur niður og handsama boltann.
Eggert Aron með frábæra sendingu inn á teiginn frá hægri beint á tærnar á Benóný. Hann tekur skotið í fyrsta en Nömm gerir vel í að vera fljótur niður og handsama boltann.
20. mín
Örlítill þungi færist í sóknarleik Íslands þegar við þrýstum heimamönnum fast niður við vítateig. Sóknin rennur þó út í sandinn þegar Ágúst Orri smellir boltanum fyrir markið beint í fang Nömm í marki Eista.
Örlítill þungi færist í sóknarleik Íslands þegar við þrýstum heimamönnum fast niður við vítateig. Sóknin rennur þó út í sandinn þegar Ágúst Orri smellir boltanum fyrir markið beint í fang Nömm í marki Eista.
18. mín
Ísland verið meira með boltann þessar fyrstu mínútur en lítið sem ekkert skapað sér. Heimamenn átt svör við öllu því sem Ísland hefur boðið upp á til þessa.
14. mín
Róbert Frosti með hættulegan bolta fyrir markið úr aukaspyrnu frá hægri. Eistar koma boltanum frá.
10. mín
Gult spjald: Robert Veering (Eistland U21)

Alltof seinn í Ágúst Orra og uppsker réttilega gult spjald.
9. mín
Kristjan Kriis í dauðafæri eftir frábært spil heimamanna sem tæta vörn Íslands í sig.
Sem betur fer hittir Kriis ekki á markið og við sleppum með skrekkinn.
Sem betur fer hittir Kriis ekki á markið og við sleppum með skrekkinn.
7. mín
Hilmir Rafn beitir skrokknum í teignum og er hársbreidd frá því að vinna sig í fína stöðu.
Eistar koma boltanum frá.
Eistar koma boltanum frá.
2. mín
Íslenska liðið stendur hátt strax i upphafi og dagsskipunin virðist vera að pressa öftustu línu Eista stíft.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað í Tallinn. Það eru heimamenn sem eiga upphafsspyrnu leiksins.
Fyrir leik
Elvar Geir skrifar frá Tallinn:
Hinn eistneski tvífari Gunnars Ormslev er vallarþulur kvöldsins og er búinn að kynna lið til leiks. Nú er verið að leika þjóðsöngvana. Allt klárt í blíðunni í Tallinn. Íslenska liðið er í hvítum treyjum í dag.

Fyrir leik
Elvar Geir skrifar frá Tallinn:
Einhverjir Íslendingar myndu hneykslast á því sem á sér stað hér í Tallinn. Hér á vellinum er seldur bjór og áhorfendur mega njóta hans í sætunum sínum í stúkunni. Samt eru börn og allt hérna. En eins og við vitum þá er líklegt að allt muni á endanum sjóða upp úr....

Einhverjir Íslendingar myndu hneykslast á því sem á sér stað hér í Tallinn. Hér á vellinum er seldur bjór og áhorfendur mega njóta hans í sætunum sínum í stúkunni. Samt eru börn og allt hérna. En eins og við vitum þá er líklegt að allt muni á endanum sjóða upp úr....
Fyrir leik
Elvar Geir skrifar frá Tallinn:
Íslenska liðið er mætt út á völlinn í upphitun og vallartaflan sýnir að það sé 27 gráðu hiti.
Það voru fáir leikmenn íslenska liðsins að finna sig í tapinu gegn Færeyjum og Ólafur Ingi gerir þrjár breytingar. Verður fróðlegt að sjá hvernig mennirnir sem koma inn standa sig.
Logi Hrafn var í miklum vandræðum í vörninni og Júlíus Mar tekur sæti hans. Breyting er í vinstri bakvarðarstöðunni og Róbert Frosti kemur einnig inn.
Svo verður að hrósa plötusnúðnum hér á vellinum. Shaggy og Shakira eru meðal þeirra sem fá að óma um þetta hverfi Tallinn sem völlurinn er staðsettur í.

Íslenska liðið er mætt út á völlinn í upphitun og vallartaflan sýnir að það sé 27 gráðu hiti.
Það voru fáir leikmenn íslenska liðsins að finna sig í tapinu gegn Færeyjum og Ólafur Ingi gerir þrjár breytingar. Verður fróðlegt að sjá hvernig mennirnir sem koma inn standa sig.
Logi Hrafn var í miklum vandræðum í vörninni og Júlíus Mar tekur sæti hans. Breyting er í vinstri bakvarðarstöðunni og Róbert Frosti kemur einnig inn.
Svo verður að hrósa plötusnúðnum hér á vellinum. Shaggy og Shakira eru meðal þeirra sem fá að óma um þetta hverfi Tallinn sem völlurinn er staðsettur í.
Fyrir leik
Byrjunarlið Íslands komið í hús
Ólafur Ingi Skúlason gerir þrjár breytingar á liðinu sem beið lægri hlut gegn Færeyjum á dögunum. Logi Hrafn Róbertsson, Nóel Atli Arnórsson og Helgi Fróði Ingason fá sér sæti á varamannabekknum. Inn í liðið i þeirra staða koma þeir Júlíus Mar Júlíusson, Baldur Kári Helgason og Róbert Frosti Þorkelsson.

Fyrir leik
Elvar Geir skrifar frá Tallinn:
Dagurinn hefur verið sólríkur í hinni frábæru borg Tallinn og hitinn fór mest upp í einhverjar 27 gráður. Það verða um 23 gráður þegar flautað var til leiks. Ég rakst á Ólaf Inga Skúlason þjálfara og fleiri úr teyminu þegar þeir voru í göngutúr um hjarta gamla bæjarins í dag.
Leikvangurinn sem spilað er á er af gamla skólanum. Vallarflöturinn sjálfur er þó góður og það skiptir mestu máli. Búningsaðstaðan þykir minna á íþróttahús Fellaskóla. Þessi leikvangur var þjóðarleikvangur Eista í gamla daga, áður en landið var hernumið af Sovétríkjunum. Í dag er þetta helsti frjálsíþróttavöllur landsins.
Fróðir menn hér á svæðinu segja að það eigi að taka leikvanginn algjörlega í gegn á næsta ári, breyta og bæta. Ekki vanþörf á.

Dagurinn hefur verið sólríkur í hinni frábæru borg Tallinn og hitinn fór mest upp í einhverjar 27 gráður. Það verða um 23 gráður þegar flautað var til leiks. Ég rakst á Ólaf Inga Skúlason þjálfara og fleiri úr teyminu þegar þeir voru í göngutúr um hjarta gamla bæjarins í dag.
Leikvangurinn sem spilað er á er af gamla skólanum. Vallarflöturinn sjálfur er þó góður og það skiptir mestu máli. Búningsaðstaðan þykir minna á íþróttahús Fellaskóla. Þessi leikvangur var þjóðarleikvangur Eista í gamla daga, áður en landið var hernumið af Sovétríkjunum. Í dag er þetta helsti frjálsíþróttavöllur landsins.
Fróðir menn hér á svæðinu segja að það eigi að taka leikvanginn algjörlega í gegn á næsta ári, breyta og bæta. Ekki vanþörf á.
Fyrir leik
Nóg af því sem liðið er. Eistland bíður.
Andstæðingur dagsins er Eistland. Þeir hafa þegar leikið tvo leiki í riðlunum og tapað þeim báðum.
Þeir hófu leik gegn Færeyjum á útivelli og máttu þar þola 2-1 tap gegn frændum okkar sem sitja nú á toppi riðilsins.
Eistar voru svo á ferðinni í Sviss um liðna helgi og mættu þar heimamönnum. Stigalausir héldu þeir heim til Tallinn eftir 2-0 tap en vonast eflaust eftir sínum fyrstu stigum gegn særðu Íslensku liði í dag.
Þeir hófu leik gegn Færeyjum á útivelli og máttu þar þola 2-1 tap gegn frændum okkar sem sitja nú á toppi riðilsins.
Eistar voru svo á ferðinni í Sviss um liðna helgi og mættu þar heimamönnum. Stigalausir héldu þeir heim til Tallinn eftir 2-0 tap en vonast eflaust eftir sínum fyrstu stigum gegn særðu Íslensku liði í dag.
Fyrir leik
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net tók leikinn fyrir.
Elvar Geir Magnússon, Tómas Þór Þórðarson og Valur Gunnarsson stóðu vaktina í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-977 síðastliðin laugardag. Þar ræddu þeir um síðasta leik Íslands gegn Færeyjum og veittu lítinn afslátt af gagnrýni sinni.
07.09.2025 10:51
„Ef þú tapar fyrir Færeyjum ertu settur undir hita“
Fyrir leik
Ísland þarf að svara.
Það má segja að fyrri leikur íslenska liðsins í þessum glugga hafi valdið miklum vonbrigðum. 2-1 tap á heimavelli gegn Færeyjum varð niðurstaðan síðastliðin fimmtudag.
04.09.2025 22:46
Vandræðalegt í Laugardalnum - Skákaðir af frændum okkar
04.09.2025 20:34
Ólafur Ingi eftir tap gegn Færeyjum: Áfall fyrir okkur að byrja svona
Byrjunarlið:
1. Lúkas Petersson (m)
3. Júlíus Mar Júlíusson


5. Hlynur Freyr Karlsson
6. Baldur Kári Helgason
7. Ágúst Orri Þorsteinsson
('79)

9. Benoný Breki Andrésson


10. Eggert Aron Guðmundsson
11. Hilmir Rafn Mikaelsson
('65)

17. Jóhannes Kristinn Bjarnason
('65)

18. Kjartan Már Kjartansson
('65)

19. Róbert Frosti Þorkelsson
('39)

Varamenn:
12. Halldór Snær Georgsson (m)
13. Arnar Daði Jóhannesson (m)
2. Ásgeir Helgi Orrason
4. Logi Hrafn Róbertsson
('39)

8. Guðmundur Baldvin Nökkvason
14. Helgi Fróði Ingason
('65)

15. Freyr Sigurðsson
16. Haukur Andri Haraldsson
20. Hinrik Harðarson
('65)

21. Tómas Orri Róbertsson
('65)

22. Galdur Guðmundsson
('79)

23. Nóel Atli Arnórsson
Liðsstjórn:
Ólafur Ingi Skúlason (Þ)
Gísli Þorkelsson
Gul spjöld:
Júlíus Mar Júlíusson ('35)
Benoný Breki Andrésson ('53)
Rauð spjöld:
Júlíus Mar Júlíusson ('37)