Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
banner
   fim 04. september 2025 20:34
Sölvi Haraldsson
Ólafur Ingi eftir tap gegn Færeyjum: Áfall fyrir okkur að byrja svona
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þungt tap í dag. Ég er mjög svekktur með byrjunina á leiknum. Við vorum búnir að undirbúa þennan leik í vikunni og vissum nákvæmlega hvað við fengum frá Færeyingunum. Við reyndum og komum til baka í 2-1 en það var ekki nóg í dag.“ sagði Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21 landsliðs Íslands, eftir 2-1 tap gegn Færeyjum í dag.

Lestu um leikinn: Ísland U21 1 -  2 Færeyjar U21

„Við horfum á alla leiki hérna heima sem leiki sem við getum unnið. Auðvitað er þetta áfall fyrir okkur að byrja svona á heimavelli, við erum hundfúlir.“

Fannst Ólafi eitthvað breytast í seinni hálfleiknum til hins betra eða var það bara of lítið of seint?

„Mér fannst seinni hálfleikurinn betri en fyrri hálfleikurinn. Við náðum ekki að skapa stóru möguleikana sem við ætluðum okkur að komast í. Þeir voru 10 inn í teig á tímabili og hentu sér fyrir allt. Þegar þú ert búinn að gefa tvö mörk að þá ertu búinn að gefa mótherjunum von, þeir héngu á þessu og vörðust vel. Mér fannst vanta hreyfingu inn í teig og gæði í fyrirgjöfum. Við gerðum ekki nóg og þess vegna töpuðum við leiknum.“

Hvað þarf liðið að gera til þess að gleyma þessum leik og fara að vinna aftur?

„Við þurfum að læra af þessu og girða okkur í brók fyrir leikinn í Eistland.“

Afhverju gerir Ólafur Ingi ekki breytingar í hálfleik eftir þennan hörmulega fyrri hálfleik?

„Ég vildi bara að við myndum byrja leikinn aftur og gefa þeim tækifæri sem byrjuðu hvort þeir gætu byrjað seinni hálfleikinn betur. Ég beið aðeins með það, mögulega hefði ég breytt einhverju eftir á. Það verður maður að lifa með hvort maður hefði átt að gera breytingar í hálfleik eða ekki. En ég kaus að bíða og sjá hvernig leikurinn myndi þróast. Það var ekkert að framlagi strákanna, þeir lögðu sig fram en við fundum ekki þessi loka augnablik sem við hefðum þurft.“

Viðtalið við Ólaf má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner