
Þá er komið að slúðri dagsins. Félagaskiptaglugginn er lokaður en það er samt nóg að frétta.
Liverpool mun ekki reyna við Marc Guehi (25), fyrirliða Crystal Palace, í janúar. Liverpool var nálægt því að landa honum síðasta gluggadag fyrir 35 milljónir punda en samningur hans rennur út næsta sumar og mun Liverpool þá reyna að fá hann á frjálsri sölu. (Times)
Crystal Palace reyndi að fá Joe Gomez (28) frá Liverpool áður en skipti Guehi til Liverpool féllu niður. (The Sun)
Newcastle hafnaði tilboði frá Bayer Leverkusen í miðvörðinn Sven Botman (25) á lokadegi félagaskiptagluggans. Leverkusen var þá að reyna að fylla í skarðið sem Piero Hincapie skildi eftir sig þar sem hann fór til Arsenal. (Mirror)
Viðræður Liverpool við miðvörðinn Ibrahima Konate (26) um nýjan samning halda áfram en hann er ofarlega á lista Real Madrid. (Fabrizio Romano)
Franski sóknarmaðurinn Kylian Mbappe hefur rætt við Mohamed Salah (33) um að ganga í raðir Real Madrid. Salah skrifaði undir nýverið undir nýjan samning við Liverpool en það gæti verið freistandi fyrir hann að fara til spænsku höfuðborgarinnar. (Teamtalk)
Andre Onana (29), markvörður Manchester United, hefur samþykkt að ganga í raðir tyrkneska félagsins Trabzonspor á láni en það er enginn kaupmöguleiki hluti af samningnum. (Fabrizio Romano)
Onana hefur hækkað sig í launum með því að ganga í raðir Trabzonspor út tímabilið. (Daily Mail)
Aston Villa, Leeds og Newcastle hafa áhuga á Jean-Philippe Mateta (28), sóknarmanni Crystal Palace, og gætu gert tilboð í hann í janúarglugganum. (Caught Offside)
Birmingham City, Wrexham og West Brom hafa sýnt því áhuga að gera samning við Dele Alli (29) sem er án félags eftir að hafa yfirgefið ítalska félagið Como. (Mail)
Christos Mandas (23), markvörður Lazio, mun íhuga stöðu sína hjá félaginu eftir að hafa misst sæti sitt í byrjunarliðinu. Wolves gerði 17,3 milljón punda tilboð í hann í sumar. (Corriere dello Sport)
Sunderland hefur sveigjanleikann til að kaupa fleiri leikmenn í janúar eftir að hafa farið mikinn á leikmannamarkaðnum í sumar. (The I)
Denzel Dumfries (29), bakvörður Inter, segist spenntur fyrir þeirri tilhugsun að spila í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur verið orðaður við Manchester United. (Metro)
Real Betis náði að breyta klásúlu í samningi Antony þegar hann var keyptur frá Manchester United. Í fyrstu var United að biðja um 50 prósent af næstu sölu leikmannsins en núna fær Man Utd bara 50 prósent af gróðanum af næstu sölu - ef hann verður seldur fyrir gróða. (Express)
Athugasemdir