Í BEINNI
Sambandsdeildin
Shaktar Donetsk
LL
2
0
0
Breiðablik

Shaktar Donetsk
2
0
Breiðablik

Artem Bondarenko
'28
1-0
Kauã Elias
'65
2-0
06.11.2025 - 17:45
Kraká, Pólland
Sambandsdeildin
Dómari: Andrei Chivulete (Rúmenía)
Maður leiksins: Artem Bondarenko
Kraká, Pólland
Sambandsdeildin
Dómari: Andrei Chivulete (Rúmenía)
Maður leiksins: Artem Bondarenko
Byrjunarlið:
31. Dmytro Riznyk (m)
5. Valeriy Bondar
14. Isaque
16. Irakli Azarov
17. Vinícius Tobías
18. Alaa Ghram
19. Kauã Elias
21. Artem Bondarenko
('67)
('67)
29. Yehor Nazaryna
37. Lucas Ferreira
49. Luca Meirelles
('75)
('75)
Varamenn:
23. Kiril Fesiun (m)
48. Denys Tvardovskyi (m)
3. Diego Arroyo
4. Marlon Santos
6. Marlon Gomes
7. Eguinaldo
8. Dmytro Kryskiv
9. Marian Shved
('75)
('75)
10. Pedrinho
11. Newertton
13. Pedro Henrique
20. Anton Hlushchenko
('67)
('67)
22. Mykola Matviyenko
24. Viktor Tsukanov
26. Yukhym Konoplia
27. Oleh Ocheretko
30. Alisson Santana
74. Marian Faryna
Liðsstjórn:
Arda Turan (Þ)
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þægilegur sigur fyrir heimamenn í dag. Blikar héldu haus og stóðu sína plikt ágætlega í kvöld en niðurstaðamn í þetta sinn tap.
93. mín
Óli Valur kemst djúpt inn á teiginn eftir snögga sókn Blika en kemur boltanum ekki fyrir markið.
91. mín
Kristinn Jóns með lagleg tilþrif úti til vinstri og kemst í prýðis fyrirgjafarstöðu. Sendingin of innarlega og Riznyk hirðir upp boltann.
87. mín
Tilfefning til Evrópsku leiklistarverðlaunanna á leiðinni?
Isaque fellur með þvílíkum tilþrifum og lætur eins og hann hafi fengið högg á andlitið. Sá Rúmenski fellur í gildruna því miður en snertingin var engin.
86. mín
Blikar í hörkuséns!
Frábær skipting frá Viktori Karli yfir á Óla Val úti til hægri. Óli með boltann inn á teiginn þar sem Aron Bjarna er í hörkufæri en kemur boltanum ekki á markið. Frákastið á Valgeir sem á hörkuskot sem varnarmenn henda sér fyrir.
Frábær skipting frá Viktori Karli yfir á Óla Val úti til hægri. Óli með boltann inn á teiginn þar sem Aron Bjarna er í hörkufæri en kemur boltanum ekki á markið. Frákastið á Valgeir sem á hörkuskot sem varnarmenn henda sér fyrir.
84. mín
Aron Bjarna með skot
Blikar vinna horn sem Aron tekur snöggt. Fær boltann aftur og kemur sér inn á teiginn þar sem hann lætur vaða en framhjá markinu fer boltinn.
Blikar vinna horn sem Aron tekur snöggt. Fær boltann aftur og kemur sér inn á teiginn þar sem hann lætur vaða en framhjá markinu fer boltinn.
83. mín
Óli Valur í góðri stöðu eftir sendingu frá Gabríel. Fær lítin stuðning og Shaktarmenn bægja hættunni frá.
72. mín
Valgeir lætur vel í sér heyra.
Fagnar því gríðarlega að vinna innkast við hornfána á eigin vallarhelmingi og öskrar JÁÁÁ! svo það glymur um völlinn.
Ég kann vel að meta það.
Fagnar því gríðarlega að vinna innkast við hornfána á eigin vallarhelmingi og öskrar JÁÁÁ! svo það glymur um völlinn.
Ég kann vel að meta það.
65. mín
MARK!
Boltinn inn á teig Blika sem koma honum ekki frá. Isaque nær að leggja boltann út í teiginn á Elias sem klárar vel með hnitmiðuðu skoti í hornið fjær.
MARK! Kauã Elias (Shaktar Donetsk)
Boltinn inn á teig Blika sem koma honum ekki frá. Isaque nær að leggja boltann út í teiginn á Elias sem klárar vel með hnitmiðuðu skoti í hornið fjær.
64. mín
Gult spjald: Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
Gult spjald: Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
Stimplar sig inn með gulu spjaldi.
60. mín
Heimamenn sækja hratt gegn fáliðaðri vörn Blika en fara illa með stöðuna.
Halda þó boltanum
Halda þó boltanum
58. mín
Boltinn í hendi leikmanns Shaktar í eigin teig. Höndin vel upp við líkamann og hefði verið helvíti hart að dæma nokkuð á.
54. mín
Fleiri skot
Lucas Ferreira með boltann við teig Blika úti til hægri. Reynir skotið en setur boltann upp í röð Z í stúkunni.
52. mín
Heimamenn að fjölga skotum á mark
Bondarenko í þetta sinn. Reynir að snúa boltann í hornið fjær frá vítateig hægra megin en nær engum krafti í skotið sem Anton grípur.
Bondarenko í þetta sinn. Reynir að snúa boltann í hornið fjær frá vítateig hægra megin en nær engum krafti í skotið sem Anton grípur.
50. mín
Yehor Nazaryna með skot af um 25 metrum. Fast er það en beint á Anton sem grípur næsta auðveldlega.
45. mín
Hálfleikur
Það er verið að skoða eitthvað Í VAR
Eru Blikar að fá eitthvað?
Arnór Gauti rifinn niður í teignum þegar hornið var tekið og Blikar eiga hreinlega að fá víti en VAR gerir ekkert. Mér kemur í hug ákveðinn söngur sem Blikar fengu sekt fyrir í sumar núna.
Leikurinn verið bragðdaufur þó heimamenn hafi einokað boltann. Aðeins ein tilraun á markið hjá þeim sem endaði í netinu sem segir kannski meira en margt annað.
Eru Blikar að fá eitthvað?
Arnór Gauti rifinn niður í teignum þegar hornið var tekið og Blikar eiga hreinlega að fá víti en VAR gerir ekkert. Mér kemur í hug ákveðinn söngur sem Blikar fengu sekt fyrir í sumar núna.
Leikurinn verið bragðdaufur þó heimamenn hafi einokað boltann. Aðeins ein tilraun á markið hjá þeim sem endaði í netinu sem segir kannski meira en margt annað.
45. mín
Blikar sækja hratt
Þorleifur ber boltann upp í gegnum miðjuna og finnur Ágúst Orra sem vinnur hornspyrnu.
Þorleifur ber boltann upp í gegnum miðjuna og finnur Ágúst Orra sem vinnur hornspyrnu.
37. mín
Lítið um að vera á vellinum. Sama stefið í að Shaktar heldur boltanum en gerir fátt við hann annað en að rúlla honum sín á milli.
Er kominn tími á pizzu?
Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
28. mín
MARK!
MARK! Artem Bondarenko (Shaktar Donetsk)
Frábært mark! En súrt fyrir því
Hornspyrna tekinn frá hægri út í D-bogann þar sem Bonderenko tekur hann á lofti utanfótar niður í vinstra hornið á markinu. Anton Ari sigraður og heimamenn leiða.
27. mín
Sendingar Blika til þessa í leiknum eru 23...... heimamenn meö ögn fleiri eða tæplega 200.
25. mín
Shaktar fær hornspyrnu.
Luca Meirelles mætir á nærstöng en setur boltann framhjá.
Luca Meirelles mætir á nærstöng en setur boltann framhjá.
19. mín
Dauðafæri!
Kauã Elias í dauðafæri í teig Blika eftir sendingu frá Artem Bondarenko. Einn nánast á markteig en setur boltann framhjá.
Þarna sluppu Blikar.
Kauã Elias í dauðafæri í teig Blika eftir sendingu frá Artem Bondarenko. Einn nánast á markteig en setur boltann framhjá.
Þarna sluppu Blikar.
17. mín
Heimamenn verið 84% með boltann það sem af er. Segir samt ekkert því þeir hafa bara ekkert gert með hann.
15. mín
Lucas Ferreira gerir tilraun til að setja met í 60 metra hlaupi með góðum spretti. Alvöru hraði á honum en Blikar komast fyrir tilraun hans.
12. mín
Fram og aftur og fram og aftur
Kanta á milli gengur boltinn hjá heimamönnum fram og til baka aftur og aftur og aftur. Engin opnun og allt endurtekið aftur.
9. mín
Höskuldur!
Reynir lúmskt skot fyrir utan teig ögn til vinstri við D-bogann en boltinn hárfínt framhjá markinu.
Reynir lúmskt skot fyrir utan teig ögn til vinstri við D-bogann en boltinn hárfínt framhjá markinu.
8. mín
Luca Meirelles kemst í ágætt færi hægra megin í teignum en kemur boltanum hvorki á markið eða samherja. Hvort heldur sem hann reyndi skot eða sendingu var það ömurlegt.
4. mín
Grátt í vöngum
Arda Turan þjálfari Shaktar ber aldurinn ágætlega. Farin að grána ögn í vöngum. 38 ára gamall kallinn.
Arda Turan þjálfari Shaktar ber aldurinn ágætlega. Farin að grána ögn í vöngum. 38 ára gamall kallinn.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað á Henryk Reyman leikvangnum í Kraká. Það eru heimamenn sem hefja hér leik.
Fyrir leik
Suður amerísk sveifla hjá Shaktar
Byrjunarlið heimamanna í Shaktar samanstendur af leikmönnum af fjórum þjóðernum. Fjórir Úkraínumenn hefja leik hér í kvöld auk eins Georgíumanns og eins frá Túnis. Restin eru svo Brasilíumenn eða alls 5 talsins.
Suðræn sveifla í því.
Byrjunarlið heimamanna í Shaktar samanstendur af leikmönnum af fjórum þjóðernum. Fjórir Úkraínumenn hefja leik hér í kvöld auk eins Georgíumanns og eins frá Túnis. Restin eru svo Brasilíumenn eða alls 5 talsins.
Suðræn sveifla í því.
Fyrir leik
Byrjunarlið Blika mætt í hús
Þrjár breytingar á liðinu frá jafnteflinu gegn KuPs á dögunum. Damir, Viktor Karl og Tobias Thomsen víkja fyrir þá Ásgeir Helga Orrason, Anton Loga Lúðvíksson og Þorleif Úlfarsson sem leikur sinn fyrsta byrjunarliðsleik fyrir Blika á tímabilinu í kvöld.
Þrjár breytingar á liðinu frá jafnteflinu gegn KuPs á dögunum. Damir, Viktor Karl og Tobias Thomsen víkja fyrir þá Ásgeir Helga Orrason, Anton Loga Lúðvíksson og Þorleif Úlfarsson sem leikur sinn fyrsta byrjunarliðsleik fyrir Blika á tímabilinu í kvöld.

Fyrir leik
Dómarinn
Andrei Chivulete er með flautuna í kvöld í Kraká. Chivulete er 38 ára Rúmeni sem hefur verið að vinna sig upp stigan hjá UEFA á undanförnum árum. Hann verður þó seint sakaður um að hafa mikla reynslu af Evrópukeppnum en þetta er aðeins annar leikurinn sem hann dæmir í aðalkeppni Evrópukeppna á ferlinum.
Teymið með honum í kringum leikinn er sömuleiðis frá Rúmeníu. Aðstoðardómarar eru Radu Ghinguleac og Cristi Daniel Ilinca. Fjórði dómari er Radu Petrescu og VAR teymið mynda þeir Sebastian Col?escu og Adrian Costreie.
Teymið með honum í kringum leikinn er sömuleiðis frá Rúmeníu. Aðstoðardómarar eru Radu Ghinguleac og Cristi Daniel Ilinca. Fjórði dómari er Radu Petrescu og VAR teymið mynda þeir Sebastian Col?escu og Adrian Costreie.
Fyrir leik
Lesendur Uefa.com hafa litla trú á Blikum í kvöld
Lesendur vefsíðu UEFA hafa litla trú á sigri Blika í kvöld. 82% þeirra sem svara könnun í yfirliti um leikinn telja að sigurinn falli Shaktar í skaut. Það eru þó 13% sem skjóta á sigur Breiðabliks en aðeins 5% telja að leikurinn endi með jafntefli.
Fyrir leik
Damir leikur sína síðustu leiki fyrir Breiðablik í Evrópu
Að loknu þessu ævintýri Breiðabliks í Sambandsdeildinni mun liðið kveðja afar dyggan þjón er Damir Muminovic yfirgefur félagið.
Damir hefur leikið 370 leiki fyrir félagið samkvæmt Transfermarkt og verið lykilhlekkur í sigurliðum Breiðabliks á undanförnum árum.
Að loknu þessu ævintýri Breiðabliks í Sambandsdeildinni mun liðið kveðja afar dyggan þjón er Damir Muminovic yfirgefur félagið.
Damir hefur leikið 370 leiki fyrir félagið samkvæmt Transfermarkt og verið lykilhlekkur í sigurliðum Breiðabliks á undanförnum árum.
05.11.2025 09:30
Damir fær ekki nýjan samning hjá Breiðabliki

Fyrir leik
Ólafur Ingi fer yfir andstæðinginn
Breiðablik mætti til Póllands seinnipart mánudags og náði tveimur æfingum þar í landi, að sögn Ólafs Inga Skúlasonar þjálfara liðsins eru allir leikmenn klárir í bátana en hann á von á erfiðum leik. Fótbolti.net ræddi við Ólaf í gærdag fyrir leikinn stóra.
„Eins og flestir fótboltaáhugamenn vita er þetta hörkulið. Hörkufélag sem er með mikla reynslu á háu stigi í Evrópu, var í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í mörg ár og unnið fjölda titla í Úkraínu. Þetta er gríðarlega sterkt lið með suðuramerískum áhrifum. Mikið af Brasilíumönnum í takt við úkraínska leikmenn.“
Það er sannarlega rétt að tengingar Shaktar við Suður Ameríku eru sterkar en alls eru 12 leikmenn frá Brasilíu í leikmannahópi liðsins fyrir þennan leik.
06.11.2025 10:00
Ólafur Ingi: Hörkulið með suðuramerísk áhrif - Munum þurfa að þjást
„Eins og flestir fótboltaáhugamenn vita er þetta hörkulið. Hörkufélag sem er með mikla reynslu á háu stigi í Evrópu, var í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í mörg ár og unnið fjölda titla í Úkraínu. Þetta er gríðarlega sterkt lið með suðuramerískum áhrifum. Mikið af Brasilíumönnum í takt við úkraínska leikmenn.“
Það er sannarlega rétt að tengingar Shaktar við Suður Ameríku eru sterkar en alls eru 12 leikmenn frá Brasilíu í leikmannahópi liðsins fyrir þennan leik.

Fyrir leik
Blikar mæta heimilislausu toppliði sem Arda Turan stýrir
Það er erfitt verkefni sem bíður Breiðabliks þegar það mætir toppliði úkraínsku deildarinnar, Shaktar Donetsk, í Sambandsdeildinni. Leikurinn fer fram í Kraká í Póllandi.
Shaktar hefur skapað sér nafn fyrir góðan árangur í Evrópukeppnum en stjóri liðsins er kunnur kappi, Arda Turan, fyrrum leikmaður Galatasaray, Atletico Madrid, Barcelona og tyrkneska landsliðsins.
Turan tók við Shaktar fyrr á þessu ári en það er hans annað stjórastarf, eftir að hann stýrði Eyüpspor í Istanbúl. Shaktar er á toppi úkraínsku deildarinnar en liðið náði fjögurra stiga forystu með því að vinna Dynamo Kiev í stórleik um liðna helgi.
Heimilislausir vegna stríðsins
Sumarið 2009 var nýr og glæsilegur heimavöllur Shaktar í Donetsk tekinn í notkun, Donbas Arena. Hann hefur hinsvegar staðið auður og ekki verið í notkun síðan 2014 vegna stríðsástandsins í landinu en Donetsk hefur orðið rækilega fyrir barðinu á því.
Liðið hefur verið að flakka með að spila heimaleiki sína í Lviv, Kharkiv eða Kiev en höfuðstöðvar félagsins og æfingasvæði er nú í Kiev. Þar sem UEFA heimilar ekki Evrópuleiki í Úkraínu er Shaktar að spila heimaleiki sína í Sambandsdeildinni í Kraká í Póllandi.
Þar spilar Breiðablik gegn Shaktar í dag. Blikar eru með eitt stig í Sambandsdeildinni eftir tvær umferðir en Shaktar hefur þrjú stig.

Shaktar hefur skapað sér nafn fyrir góðan árangur í Evrópukeppnum en stjóri liðsins er kunnur kappi, Arda Turan, fyrrum leikmaður Galatasaray, Atletico Madrid, Barcelona og tyrkneska landsliðsins.
Turan tók við Shaktar fyrr á þessu ári en það er hans annað stjórastarf, eftir að hann stýrði Eyüpspor í Istanbúl. Shaktar er á toppi úkraínsku deildarinnar en liðið náði fjögurra stiga forystu með því að vinna Dynamo Kiev í stórleik um liðna helgi.
Heimilislausir vegna stríðsins
Sumarið 2009 var nýr og glæsilegur heimavöllur Shaktar í Donetsk tekinn í notkun, Donbas Arena. Hann hefur hinsvegar staðið auður og ekki verið í notkun síðan 2014 vegna stríðsástandsins í landinu en Donetsk hefur orðið rækilega fyrir barðinu á því.
Liðið hefur verið að flakka með að spila heimaleiki sína í Lviv, Kharkiv eða Kiev en höfuðstöðvar félagsins og æfingasvæði er nú í Kiev. Þar sem UEFA heimilar ekki Evrópuleiki í Úkraínu er Shaktar að spila heimaleiki sína í Sambandsdeildinni í Kraká í Póllandi.
Þar spilar Breiðablik gegn Shaktar í dag. Blikar eru með eitt stig í Sambandsdeildinni eftir tvær umferðir en Shaktar hefur þrjú stig.
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Ásgeir Helgi Orrason
6. Arnór Gauti Jónsson
('63)
('63)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
('69)
('69)
13. Anton Logi Lúðvíksson
('80)
('80)
15. Ágúst Orri Þorsteinsson
17. Valgeir Valgeirsson
18. Davíð Ingvarsson
('63)
('63)
19. Kristinn Jónsson
21. Viktor Örn Margeirsson
45. Þorleifur Úlfarsson
('63)
- Meðalaldur 26 ár
('63)
Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
33. Gylfi Berg Snæhólm (m)
8. Viktor Karl Einarsson
('63)
('63)
9. Óli Valur Ómarsson
('63)
('63)
10. Kristinn Steindórsson
('69)
('69)
11. Aron Bjarnason
('63)
('63)
23. Kristófer Ingi Kristinsson
26. Alekss Kotlevs
28. Birkir Þorsteinsson
29. Gabríel Snær Hallsson
('80)
('80)
31. Gunnleifur Orri Gunnleifsson
36. Markús Steinn Ásmundsson
44. Damir Muminovic
77. Tobias Thomsen
99. Guðmundur Magnússon
- Meðalaldur 25 ár
Liðsstjórn:
Ólafur Ingi Skúlason (Þ)
Arnór Sveinn Aðalsteinsson
Gul spjöld:
Viktor Karl Einarsson ('64)
Rauð spjöld:


