Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Víkingur R.
5
6
KR
0-1 Finnur Tómas Pálmason '39
0-1 Sigurður Bjartur Hallsson '84 , misnotað víti
Sveinn Gísli Þorkelsson '90 1-1
Danijel Dejan Djuric '91 , víti 2-1
2-2 Lúkas Magni Magnason '91 , víti
Matthías Vilhjálmsson '91 , víti 3-2
3-3 Alex Þór Hauksson '91 , víti
Helgi Guðjónsson '91 , víti 4-3
4-4 Aron Þórður Albertsson '91 , víti
Gísli Gottskálk Þórðarson '91 , misnotað víti 4-4
4-5 Hrafn Tómasson '91 , víti
Ari Sigurpálsson '91 , víti 5-5
5-6 Sigurður Bjartur Hallsson '91 , víti
01.02.2024  -  18:00
Víkingsvöllur
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
Dómari: Erlendur Eiríksson
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth ('46)
6. Gunnar Vatnhamar ('56)
7. Erlingur Agnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason (f) ('90)
9. Helgi Guðjónsson
11. Gísli Gottskálk Þórðarson
17. Ari Sigurpálsson
19. Danijel Dejan Djuric
22. Karl Friðleifur Gunnarsson ('46)
27. Matthías Vilhjálmsson

Varamenn:
99. Uggi Jóhann Auðunsson (m)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson ('56)
12. Halldór Smári Sigurðsson ('46)
15. Bjarki Björn Gunnarsson
18. Óskar Örn Hauksson ('90)
24. Davíð Örn Atlason ('46)
26. Kári Vilberg Atlason

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Sölvi Ottesen
Markús Árni Vernharðsson
Aron Baldvin Þórðarson
Lúðvík Már Matthíasson

Gul spjöld:
Erlingur Agnarsson ('29)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Takk fyrir mig í kvöld!
91. mín Mark úr víti!
Sigurður Bjartur Hallsson (KR)
Sigurður Bjartur mætir Ingvari aftur Í þetta sinn skorar Sigurður.

KR er Reykjavíkurmeistari í fyrsta sinn síðan 2020.

5-4 í vítaspyrnukeppninni.
91. mín Mark úr víti!
Ari Sigurpálsson (Víkingur R.)
Ari þarf að skora Gerir það af öryggi.
91. mín Mark úr víti!
Hrafn Tómasson (KR)
Hrafn getur komið KR yfir Örugg spyrna. KR leiðir!
91. mín Misnotað víti!
Gísli Gottskálk Þórðarson (Víkingur R.)
Gísli Gotti næstur Föst spyrna en Sigurpáll ver!
91. mín Mark úr víti!
Aron Þórður Albertsson (KR)
Aron Þórður númer þrjú hjá KR 3-3

Ingvar búinn að vera í tveimur boltum í vítaspyrnukeppninni.
91. mín Mark úr víti!
Helgi Guðjónsson (Víkingur R.)
Helgi tekur þriðja víti Víkinga Tekur hik í aðhlaupinu og rennir boltanum í markið.
91. mín Mark úr víti!
Alex Þór Hauksson (KR)
Alex skytta númer tvö hjá KR Sláin inn!
91. mín Mark úr víti!
Matthías Vilhjálmsson (Víkingur R.)
Matti næstur á punktinn Föst og örugg spyrna!
91. mín Mark úr víti!
Lúkas Magni Magnason (KR)
Lúkas Magni fyrsta skytta KR Ingvar fer í rétt horn en boltinn fer undir hann.
91. mín Mark úr víti!
Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.)
Djuric tekur fyrsta vítið Rennir boltanum í vinstra hornið, Sigurpáll fór í hitt hornið.
91. mín
Venjulegum leiktíma lokið! Við fáum vítaspyrnukeppni.
90. mín
90+10 Erlingur reynir að finna Danijel í teignum en ákvörðunin röng og sendingin ekki góð.

Erlendur flautar í kjölfarið til leiksloka. Vítaspyrnukeppni framundan!
90. mín
90+9 Rúrik Gunnars með mjög misheppnaða fyrirgjöf.
90. mín
90+7 Sveinn Gísli er líflegasti maðurinn á vellinum þessa stundina. Gert sig líklegan við vítateig KR síðustu mínútur.
90. mín Gult spjald: Sigurður Bjartur Hallsson (KR)
90+5 Rífur í Óskar á sprettinum, eins mikill ásetningur og það verður.
90. mín MARK!
Sveinn Gísli Þorkelsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Danijel Dejan Djuric
Víkingur jafnar!!! Sveinn Gísli jafnar á þriðju mínútu uppbótartíma.

Virkilega vel klárað með hægri fæti vinstra megin úr teignum!
90. mín
Inn:Óskar Örn Hauksson (Víkingur R.) Út:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.)
90+2 Viktor getur ekki haldið leik áfram.
90. mín
90+1 Níu mínútum bætt við. Viktor Örlygur haltrar.
90. mín
Arnar vill að leikurinn verði flautaður af. Búinn að fá nóg.
88. mín Gult spjald: Alex Þór Hauksson (KR)
Þriðja gula spjaldið á KR í leiknum.

Arnar spyr á hliðarlínunni: Hvað eru þeir að gera?

Ekki kátur með brot Vesturbæinga í leiknum.
87. mín
Víkingarnir hafa ekki heillað mig í þessum leik og sérstaklega ekki í seinni hálfleik. Hikst á uppspilinu.
85. mín
Inn:Viktor Orri Guðmundsson (KR) Út:Hrafn Guðmundsson (KR)
84. mín
Ingvar Jónsson!!! Tvöföld varsla! Varði fyrst vítið og náði einhvern veginn líka að verja frákastið.

Vítið var laust og Ingvar varði með fætinum.
84. mín Misnotað víti!
Sigurður Bjartur Hallsson (KR)
83. mín
KR fær víti! Gísli Gottskálk brýtur af sér, klaufalegt. Óðinn gerði vel að fiska þetta.
82. mín
Nokkuð rólegt yfir þessu þessa stundina.
78. mín
Óðinn í færi en Halldór Smári gerir sig stóran og fær boltann í sig.
74. mín
Álitleg sókn hjá Víkingi en samt eitthvað svo næstum því eitthvað. Endar á lausum bolta í teignum sem Sigurpáll er á undan Matthíasi í boltann.
70. mín
Það eru hins vegar KR-ingar sem eru núna í sókn og vinna hornspyrnu. Hrafn Guðmundsson tekur.
69. mín
Víkingarnir ógna en engin dauðafæri komin í seinni hálfleik.
66. mín
Góð sókn hjá Víkingi en Sigurpáll gerir vel að ná í þennan bolta og halda honum undir pressu.
65. mín
Inn:Lúkas Magni Magnason (KR) Út:Finnur Tómas Pálmason (KR)
64. mín
Finnur Tómas situr á vellinum og þarf aðhlynningu.
63. mín
Ingvar ekki í markinu þegar Alex nær til boltans en markvörðurinn snöggur á fótunum og nær að verja þetta skot.
60. mín
Breyting hjá dómurunum líka Fjórði dómarinn tók við flagginu af AD1 áðan. Hlutverkaskipting.
59. mín
Gunnar situr nú fyrir utan völlinn og fær aðhlynningu. Leikurinn farinn af stað aftur.
58. mín
Gunnar situr enn á vellinum. Spurt hvort það þurfi börur.
56. mín
Inn:Sveinn Gísli Þorkelsson (Víkingur R.) Út:Gunnar Vatnhamar (Víkingur R.)
Lítur ekki vel út hjá Gunnari
55. mín
Þegar Finnur ýtti í Erling
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
54. mín
Sigurður Bjartur fær tvo sénsa Ingvar ver fyrra skotið en seinna fer í hliðarnetið.

Gunnar Vatnhamar liggur eftir og fær aðhlynningu inn á vítateig Víkinga.
53. mín
Myndir af fögnuði KR í fyrri hálfleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

52. mín
Gísli Gotti með skot fyrir utan teig sem Sigurpáll er ekki í vandræðum með.
52. mín
Alex kom inn á í hálfleik Ég veit ekki hvort að það sé eitthvað samkomulag eða ég að misskilja reglurnar, en ég hélt að hann mætti ekki spila þennan leik.
51. mín
KR gerði fjórar breytingar í hálfleik Tók smá tíma að ná því.

Víkingar byrja seinni hálfleikinn betur.
48. mín
Ari í fínu færi en skotið fer af varnarmanni og aftur fyrir. Ekkert kom úr horninu.
46. mín
Inn:Aron Þórður Albertsson (KR) Út:Ægir Jarl Jónasson (KR)
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað
46. mín
Inn:Sigurður Bjartur Hallsson (KR) Út:Benoný Breki Andrésson (KR)
46. mín
Inn:Rúrik Gunnarsson (KR) Út:Jóhannes Kristinn Bjarnason (KR)
46. mín
Inn:Alex Þór Hauksson (KR) Út:Kristján Flóki Finnbogason (KR)
46. mín
Inn:Davíð Örn Atlason (Víkingur R.) Út:Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur R.)
46. mín
Inn:Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.) Út:Oliver Ekroth (Víkingur R.)
45. mín
Hálfleikur
Erlendur flautar til hálfleiks Davíð Örn Atlason og Halldór Smári koma inn á hjá Víkingi í hálfleik.
45. mín
Ari með skottilraun sem Helgi kemst í og skallar yfir Þetta allavega leit út fyrir að vera skot frá Ara. Helgi var í skotlínunni.
45. mín
Ein mínúta í uppbótartíma
44. mín
Jóhannes með fyrirgjöf sem leit vel út inn á Benoný en boltinn var aðeins of hár og boltinn fer af Benó og aftur fyrir.
41. mín
Sigurpáll bjargar sér fyrir horn Fyrirgjöf sem Sigurpáll er í vandræðum með. Matthías fær gott færi en Sigurpáll reddar sér fyrir horn og ver með fætinum.
40. mín
Danijel í góðu færi Danijel strax kominn í gott færi en skotið fer af varnarmanni og aftur fyrir. Víkingar ekki langt frá því að svara strax.

Ekkert kom upp úr hornspyrnunni.
39. mín MARK!
Finnur Tómas Pálmason (KR)
Fyrsta markið! Hornspyrna sem endar með því að Finnur Tómas kemur boltanum í netið eftir klafs.

Bekkurinn hjá Víkingi ennþá pirraður síðan áðan.
38. mín
Arnar og fjórði dómari að fara yfir málin. Arnar er ekki sáttur við að KR fékk boltann frá Erlendi dómara eftir að leikurinn var stöðvaður.
36. mín
Hrafn Guðmunds með klaufalegt brot úti á hægri kanti Víkings. Góð fyrirgjafarstaða fyrir Danijel.

Fastur bolti en Óðinn skallar í burtu.
34. mín
Hætta inn á vítateig Víkings eftir spyrnuna frá Jóhannesi en boltinn lekur út af á fjær.
33. mín
Kristján Flóki í nokkuð góðu skotfæri. Er með boltann við vítateig Víkings en skottilraun hans með vinstri fer rétt framhjá.

KR vinnur hornspyrnu stuttu síðar.
32. mín
Þessi læti voru heldur betur hressandi, enginn sem slasaðist og menn að sýna tilfinningar.

Nær einhver rígur milli Arnars og Gregg að myndast?
29. mín Gult spjald: Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
Eitt spjald á loft
28. mín
LÆTI!!!! ALLT BRJÁLAÐ!

Gregg og Arnar brjálaðir og rífast á fullu!

Menn hópast saman inn á vellinum.

Erlingur fór í Finn af krafti, Finnur var alls ekki sáttur og ýtti af krafti í Erling og allt sauð þá upp úr.

Pálmi fer yfir málin með bekknum hjá Víkingi.
26. mín
KR á aukaspyrnu á vallarhelmingi Víkings. Jóhannes með spyrnuna en Gunnar skallar frá.

Boltinn berst á Óðin sem reynir fyrirgjöf en Víkingar verjast vel og snúa nú vörn í sókn.
25. mín
Smá darraðadans inn á vítateig KR eftir aukaspyrnu Danijels og svo á Gísli skot fyrir utan teig sem Sigurpáll ver.
24. mín Gult spjald: Dagur Bjarkason (KR)
Tvíburarnir báðir komnir í bókina Renndi sér og fór í Erling. Klárt gult. Víkingar ekkert voðalega kátir með þessa tæklingu.
23. mín
Jón Arnar reynir skot fyrir utan teig en það fer í varnarmann.
22. mín
Ingvar bjargar! Benoný gerir virkilega vel og kemur sér í góða sendingarstöðu, þræðir boltann inn fyrir á Jóhannes sem er í frábæru hlaupi, Jói kemst í boltann en Ingvar er mættur vel utarlega í teiginn og nær að stoppa þessa sókn.
21. mín
Hörkusókn hjá KR en eina tilraunin var frá Óðni sem fór í varnarmann. Spilið efnilegt samt sem áður.
18. mín
Erlendur með flautuna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

14. mín
Hættuleg sókn Víkinga. Finnur Tómas með lykilskalla í burtu og svo fer boltinn af Víkingum og aftur fyrir.
12. mín
Vel spilað hjá Víkingi. Karl Friðleifur í fyrirgjafarstöðu, þarf aðeins að teygja sig í boltann, kemur honum inn í teig og KR hreinsar í horn.

Danijel með hornið. Víkingur fær annað horn.
11. mín
Það er talsverður hiti í mönnum og menn láta vel finna fyrir sér á vellinum. Gregg Ryder lætur vel í sér heyra á hliðarlínunni.

KR pressar mjög hátt og kantmenn Víkinga eru klárir að stinga sér inn fyrir þegar tækifæri gefst.
10. mín
KR Sigurpáll
Jóhannes - Jón - Finnur - Dagur
Hrafn T - Ægir
Óðinn - Flóki - Hrafn G
Benoný
8. mín
Benoný vinnur hornspyrnu fyrir KR.

Boltinn frá Jóa beint í hendurnar á Ingvari.
7. mín
Víkingur Ingvar
Karl - Oliver - Gunnar - Viktor
Matthías - Gísli
Erlingur - Danijel - Ari
Helgi
5. mín
Finnur Tómas byrjaði í stað Birgis Steins Birgir Steinn var skráður í byrjunarlið KR en Finnur Tómas er þar í stað Birgis.
4. mín
Skottilraun frá Ara sem Sigurpáll ver.
3. mín
Tvær tilraunir hjá KR. Góð sókn hjá KR og Hrafn í skotfæri innan teigs. Skot hans fer af varnarmanni og aftur fyrir.

Kristján Flóki á svo skalla eftir hornspyrnuna - vel yfir.
2. mín
Viktor í vinstri bakverði Viktor Örlygur virðist vera í hlutverki vinstri bakvarðar hjá Víkingi. Hann kemur mikið inn á völlinn þegar Víkingur er með boltann.
1. mín Gult spjald: Óðinn Bjarkason (KR)
Strax komið gult Fór annað hvort í Ara eða Viktor úti vinstra megin hjá Víkingi. Spark í löpp.
1. mín
Leikur hafinn
Víkingur byrjar með boltann
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn Víkingur í hefðbundnu; Rauðu og svörtu. KR er í hvítu.
Reykjavíkurmeistarar fyrri ára
Fyrir leik
Fréttir tengdar félögunum á gluggadegi (1/3)
   01.02.2024 17:54
Rúnar Alex í FC Kaupmannahöfn (Staðfest)
Fyrir leik
Komnir/farnir Víkingur

Komnir
Jón Guðni Fjóluson frá Hammarby
Óskar Örn Hauksson frá Grindavík
Pálmi Rafn Arinbjörnsson frá Wolves
Valdimar Þór Ingimundarson frá Sogndal
Bjarki Björn Gunnarsson frá ÍBV (var á láni)
Jóhannes Karl Bárðarson frá Þrótti V. (var á láni)
Sveinn Gísli Þorkelsson frá Fylki (var á láni)

Farnir
Arnór Borg Guðjohnsen til FH (var á láni - seldur)
Birnir Snær Ingason til Halmstad
Logi Tómasson til Strömsgodset
Kyle McLagan í Fram
Þórður Ingason hættur

KR

Komnir
Alex Þór Hauksson frá Öster
Aron Sigurðarson frá Horsens
Hrafn Guðmundsson frá Aftureldingu
Rúrik Gunnarsson frá Aftureldingu (var á láni)

Farnir
Aron Snær Friðriksson til Njarðvíkur
Kennie Chopart í Fram
Kristinn Jónsson í Breiðablik
Jakob Franz Pálsson til Vals (var á láni frá Venezia)
Olav Öby til Noregs
Simen Kjellevold til Noregs
Pontus Lindgren (var á láni hjá ÍA)
Fyrir leik
Af hverju ætli Alex sé á bekknum? Alex Þór Hauksson fær ekki leikheimild fyrr en á morgun eftir félagaskipti sín frá Svíþjóð í KR. Ef hann spilar þá skil ég þetta þannig að KR verði sjálfkrafa dæmdur ósigur sama hvernig lokatölurnar verða og KR gert að greiða sekt.

Mynd: KR
Fyrir leik
Engin framlenging Farið verður beint í vítaspyrnukeppni ef lokatölur verða jafnar.
Fyrir leik
Góðar aðstæður Það er þriggja gráðu hiti, úrkomulaust sem stendur og svo gott sem stilla.
Fyrir leik
Glugginn opnaði í dag Þeir leikmenn sem þessi félög hafa sótt erlendis frá í vetur hafa ekki tekið þátt í mótinu til þessa.

Alex Þór Hauksson og Aron Sigurðarson komu til KR og þeir Pálmi Rafn Arinbjörnsson, Valdimar Þór Ingimundarson og Jón Guðni Fjóluson komu til Víkings.

Alex er á bekknum hjá KR en á heimasíðu KSÍ segir að hann fái ekki leikheimild fyrr en á morgun.

Hjá KR vantar nokkra leikmenn. Það er enginn Atli Sigurjónsson, enginn Theodór Elmar Bjarnason, enginn Luke Rae og þeir Aron Kristófer Lárusson og Lúkas Magni Magnason eru heldur ekki í hópnum.

Í KR-liðinu í dag eru fimm leikmenn sem léku með fallliði KV í 2. deild í fyrra.

Hjá Víkingi vantar menn eins og Nikolaj Hansen, Aron Elís Þrándarson og Pablo Punyed.
Fyrir leik
Byrjunarliðin komin! Víkingur - líkleg uppstilling
Ingvar
Karl - Oliver - Gunnar - Matthías
Viktor - Gísli
Ari - Danijel - Erlingur
Helgi

KR - líkleg uppstilling
Sigurpáll
Jóhannes - Finnur - Jón Arnar - Dagur
Hrafn T. - Ægir
Flóki
Óðinn - Benoný - Hrafn G.

Halldór Smári var í upprunalega byrjunarliðinu sem kom inn á vefinn en Matthías Vilhjálmsson byrjar. Spurning hvar á vellinum hann spilar.

Sömuleiðis var Birgir Steinn skráður í byrjunarlið KR en Finnur Tómas byrjaði í hans stað.
Fyrir leik
Horfðu á leikinn í beinni Velkomin í beina textalýsingu frá úrlitaleik Víkings og KR í Reykjavíkurmótinu. Gegn vægu gjaldi er hægt að horfa á leikinn í beinni útsendingu gegnum Spideo.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þar sem Fram vann Val með eins marks mun í gær var ljóst að KR hélt efsta sæti B-riðils með betri markatölu en Fram. Einum leik er ólokið í A-riðli, leikur ÍR og Fjölnis sem verður í Egilshöll í kvöld, en Víkingar tryggðu sér toppsætið með fullu húsi stiga.

Ef jafnt er að loknum venjulegum leiktíma verður farið beint í vítaspyrnukeppni í kvöld.

Íslands- og bikarmeistarar Víkings unnu alla fjóra leiki sína í A-riðli; Fylki 4-2, ÍR 4-2, Fjölni 4-0 og Leikni 2-0.

KR vann Fram 4-2 og Val 5-2 í B-riðlinum en tapaði hinsvegar óvænt 3-1 gegn Þrótti á laugardaginn.
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
1. Sigurpáll Sören Ingólfsson (m)
Hrafn Tómasson
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason ('46)
7. Finnur Tómas Pálmason ('65)
9. Benoný Breki Andrésson ('46)
10. Kristján Flóki Finnbogason ('46)
14. Ægir Jarl Jónasson (f) ('46)
20. Dagur Bjarkason
22. Óðinn Bjarkason
25. Jón Arnar Sigurðsson
33. Hrafn Guðmundsson ('85)

Varamenn:
13. Alexander Arnarsson (m)
6. Alex Þór Hauksson ('46)
15. Lúkas Magni Magnason ('65)
15. Viktor Orri Guðmundsson ('85)
29. Aron Þórður Albertsson ('46)
30. Rúrik Gunnarsson ('46)
33. Sigurður Bjartur Hallsson ('46)

Liðsstjórn:
Gregg Oliver Ryder (Þ)
Pálmi Rafn Pálmason
Sigurður Jón Ásbergsson
Jamie Paul Brassington
Guðjón Örn Ingólfsson

Gul spjöld:
Óðinn Bjarkason ('1)
Dagur Bjarkason ('24)
Alex Þór Hauksson ('88)
Sigurður Bjartur Hallsson ('90)

Rauð spjöld: