Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
banner
   mán 29. janúar 2024 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stefán Árni missir af byrjun mótsins - Í námi á Spáni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Árni Geirsson, leikmaður KR, verður ekki með liðinu í byrjun mótsins. Það er vegna þess að hann verður í námi á Spáni, í höfuðborginni Madríd, út maí.

Hann snýr til baka til íslands í lok maí og fyrsti leikurinn sem hann gæti náð er leikur gegn Val 2. júní í 9. umferð.

Stefán er 23 ára sóknarsinnaður miðjumaður sem KR-ingar binda miklar vonir við að nái sínum hæstu hæðum, hæfileikarnir eru til staðar en meiðsli hafa sett sinn strik í reikninginn hjá kappanum. Hann lék á sínum tíma fjórtán leiki fyrir yngri landsliðin. Hann hefur skorað sex mörk í 65 leikjum í efstu deild og lagt upp þrettán.

Annað sem er að frétta af KR-ingum er að Guy Smit og KR munu á næstu dögum máta sig við hvort annað og ef vel gengur eru allar líkur á því að hollenski markvörðurinn skrifi undir samning í Vesturbænum.

Á dögunum var færeyskur varnarmaður á reynslu hjá KR. Sá heitir Ari Olsen og er hjá Víkingi Götu. Ari er 25 ára hægri bakvörður sem hefur allan sinn feril leikið í Færeyjum og á fjórða tug leikja fyrir yngri landsliðin.
Athugasemdir
banner
banner