Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
Besta-deild karla
Fylkir
19:15 0
0
Stjarnan
Besta-deild karla
Valur
42' 0
0
Fram
Fram
2
0
Vestri
Fred Saraiva '16 1-0
2-0 Eiður Aron Sigurbjörnsson '27 , sjálfsmark
07.04.2024  -  13:00
Lambhagavöllurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: 2° smá vindur en dýrindis sól
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 1861
Maður leiksins: Kennie Chopart (Fram)
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
3. Þorri Stefán Þorbjörnsson ('84)
5. Kyle McLagan ('80)
6. Tryggvi Snær Geirsson ('74)
7. Guðmundur Magnússon (f) ('80)
9. Kennie Chopart (f)
10. Fred Saraiva
23. Már Ægisson
28. Tiago Fernandes ('74)
71. Alex Freyr Elísson
79. Jannik Pohl

Varamenn:
12. Stefán Þór Hannesson (m)
11. Magnús Þórðarson
15. Breki Baldursson ('74)
17. Adam Örn Arnarson ('84)
25. Freyr Sigurðsson ('74)
31. Þengill Orrason ('80)
32. Aron Snær Ingason ('80)

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Helgi Sigurðsson
Magnús Þorsteinsson
Einar Haraldsson
Hinrik Valur Þorvaldsson
Gareth Thomas Owen
Friðgeir Bergsteinsson

Gul spjöld:
Guðmundur Magnússon ('24)
Alex Freyr Elísson ('28)
Kennie Chopart ('90)

Rauð spjöld:
@haraldur_orn Haraldur Örn Haraldsson
Skýrslan: Nýliðarnir réðu ekki við Framara í fyrsta leik sínum í efstu deild
Hvað réði úrslitum?
Framarar stjórnuðu leiknum vel sérstaklega í fyrri hálfleik. Vestri kom aðeins til baka í seinni en sýndu ekki nóg til þess að minnka muninn. Rúnar Kristins virðist vera búinn að smíða gott lið í Úlfarsárdalnum
Bestu leikmenn
1. Kennie Chopart (Fram)
Kennie var að spila sem hægri hafsent í þriggja manna vörn. Hann var virkilega flottur varnarlega og steig mikið upp úr vörninni til að taka þátt í spilinu og kom mikið upp kantinn og var hættulegur í sóknarleiknum. Hann bjó til seinna markið með fyrirgjöf sem fór í Eið Aron og inn.
2. Fred Saraiva (Fram)
Fred er ákveðinn töframaður og þegar Fram liðinu tókst að spila sig í gegnum vörn Vestra þá var það oftast hann sem átti stærsta þáttinn í því. Hann skoraði virkilega flott mark til að koma Fram yfir í leiknum.
Atvikið
Adam Örn náði að bjarga marki á stórkostlegan hátt í uppbótartíma þegar Tufa virtist vera búinn að skora. Adam tók svakalegan sprett og potaði boltanum af marklínunni.
Hvað þýða úrslitin?
Framarar byrja tímabilið á góðum sigri og ná í mikilvæg þrjú stig. Vestri fer heim með ekkert úr leik sem þeir hefðu haldið að þeir gætu fengið eitthvað úr þar sem þeir hefðu getað mætt með krafti í sinn fyrsta leik í efstu deild.
Vondur dagur
Eiður Aron Sigurbjörnsson mun ekki eiga frábærar minningar af sínum fyrsta leik í Vestra treyjunni. Vörnin sem heild átti oft erfitt með hratt spil Framara og svo tókst Eið að skora sjálfsmark sem koma Fram í stöðuna 2-0
Dómarinn - 6
Vilhjálmur Alvar dómari leiksins átti ágætan leik þó pínu skrítinn. Það var enginn stór dómur sem hann missti af nema mögulega vítaspyrnudómur á 72. mínútu en ég held að það hafi verið rétt hjá Vilhjálmi að dæma ekki þar. Það sem dregur hann aðallega niður í einkunn var mikið af stoppum sem hann gerði í leiknum sem voru annaðhvort óþörf eða komu á skrítnum tímum þegar menn voru búnir að jafna sig og staðnir upp, og töfðu því bara flæðið í leiknum.
Byrjunarlið:
30. William Eskelinen (m)
Morten Ohlsen Hansen ('36)
6. Ibrahima Balde
10. Nacho Gil (f) ('69)
11. Benedikt V. Warén
19. Pétur Bjarnason ('77)
20. Jeppe Gertsen
21. Tarik Ibrahimagic
22. Elmar Atli Garðarsson (f)
32. Eiður Aron Sigurbjörnsson
77. Sergine Fall ('69)

Varamenn:
3. Elvar Baldvinsson ('36)
7. Vladimir Tufegdzic ('77)
15. Guðmundur Arnar Svavarsson ('69)
17. Gunnar Jónas Hauksson
23. Silas Songani ('69)
26. Friðrik Þórir Hjaltason

Liðsstjórn:
Davíð Smári Lamude (Þ)
Daniel Osafo-Badu
Jón Hálfdán Pétursson
Gunnlaugur Jónasson
Vladan Dogatovic

Gul spjöld:
Elmar Atli Garðarsson ('4)
Pétur Bjarnason ('63)
Sergine Fall ('67)
Ibrahima Balde ('75)

Rauð spjöld: