Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
KA
2
3
FH
0-1 Vuk Oskar Dimitrijevic '19 , víti
0-2 Sigurður Bjartur Hallsson '26
Ásgeir Sigurgeirsson '35 1-2
Bjarni Aðalsteinsson '51 2-2
2-3 Kjartan Kári Halldórsson '58
13.04.2024  -  15:00
Greifavöllurinn
Besta-deild karla
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Maður leiksins: Kjartan Kári Halldórsson
Byrjunarlið:
12. Kristijan Jajalo (m)
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason
7. Daníel Hafsteinsson
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('62)
11. Ásgeir Sigurgeirsson (f) ('72)
22. Hrannar Björn Steingrímsson
26. Ingimar Torbjörnsson Stöle ('77)
28. Hans Viktor Guðmundsson
30. Sveinn Margeir Hauksson ('77)
77. Bjarni Aðalsteinsson

Varamenn:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
3. Kári Gautason ('77)
8. Harley Willard ('62)
14. Andri Fannar Stefánsson
18. Hákon Atli Aðalsteinsson
23. Viðar Örn Kjartansson ('72)
44. Valdimar Logi Sævarsson ('77)

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Elmar Dan Sigþórsson
Halldór Hermann Jónsson
Petar Ivancic
Steingrímur Örn Eiðsson
Michael Charpentier Kjeldsen

Gul spjöld:
Ívar Örn Árnason ('24)
Elfar Árni Aðalsteinsson ('47)
Hallgrímur Jónasson ('50)
Daníel Hafsteinsson ('54)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
FH sigur staðreynd. Viðtöl og skýrsla væntanlegt á síðuna síðar í dag.
92. mín Gult spjald: Heimir Guðjónsson (FH)
Heimir að fá gult!
91. mín
Inn:Baldur Kári Helgason (FH) Út:Logi Hrafn Róbertsson (FH)
91. mín
Fimm mínútur í uppbótatíma
88. mín Gult spjald: Haraldur Einar Ásgrímsson (FH)
87. mín
Inn:Arngrímur Bjartur Guðmundsson (FH) Út:Kjartan Kári Halldórsson (FH)
87. mín
VIÐAR ÖRN Í DAUÐAFÆRI Skalli á markið eftir hornspyrnu sem Sindri ver stórglæsilega. Boltinn berst út til Hrannars sem á fasta sendingu inn á teiginn og Viðar Örn er þar einn og óvaldaður en stýrir boltanum framhjá.
84. mín
Inn:Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (FH) Út:Björn Daníel Sverrisson (FH)
84. mín
Inn:Haraldur Einar Ásgrímsson (FH) Út:Vuk Oskar Dimitrijevic (FH)
82. mín
Björn Daníel sleppur í gegn en Jajalo nær að pressa á hann og verja.
79. mín
FH fær aukaspyrnu Jajalo grípur fyrirgjöfina í annarri tilraun
77. mín
Inn:Valdimar Logi Sævarsson (KA) Út:Sveinn Margeir Hauksson (KA)
77. mín
Inn:Kári Gautason (KA) Út:Ingimar Torbjörnsson Stöle (KA)
73. mín
Vuk Oskar fer illa með varnarmenn KA en þeir komast loks fyrir þegar hann tekur skotið.
72. mín
Inn:Viðar Örn Kjartansson (KA) Út:Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
Tekst VÖK að skora sitt fyrsta mark í dag?
68. mín
Ingimar Stöle með slakt skot af löngu færi. Ekkert mál fyrir Sindra Kristinn
66. mín
KA fær hornspyrnu FHingar koma boltanum frá
62. mín
Inn:Harley Willard (KA) Út:Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
58. mín MARK!
Kjartan Kári Halldórsson (FH)
Stoðsending: Sigurður Bjartur Hallsson
MAAARK! Kjartan með skotið fyrir utan teiginn. Virkar laust og hættulítið en boltinn rúllar framhjá Jajalo og í netið.
56. mín
Sveinn Margeir gerir vel að koma sér í gott færi en skotið ekkert sérstakt og Sindri ekki í neinum vandræðum.
54. mín Gult spjald: Daníel Hafsteinsson (KA)
51. mín MARK!
Bjarni Aðalsteinsson (KA)
MAAAAARK Skelfileg mistök hjá Sindra! Fyrirgjöf úr aukaspyrnu sem hann á að grípa en missir boltann og hann berst til Bjarna sem klárar af stakri snilld.
50. mín Gult spjald: Hallgrímur Jónasson (KA)
Fær gult á bekknum
50. mín Gult spjald: Ástbjörn Þórðarson (FH)
Nú liggur Ásgeir eftir brot
47. mín Gult spjald: Elfar Árni Aðalsteinsson (KA)
Brýtur á Ísaki Óla sem liggur eftir. Virkaði ekki mjög alvarlegt en Elfar gæti hafa stigið eitthvað á Ísak.
46. mín
Síðari hálfleikur farinn af stað
45. mín
Hálfleikur
Róaðist heldur betur yfir þessu eftir mark KA. Mætum fljótlega aftur með síðari hálfleikinn!
45. mín
Einni mínútu bætt við
42. mín Gult spjald: Kjartan Henry Finnbogason (FH)
Spjald á bekkinn hjá FH. Sýndist það vera Kjartan.
40. mín
Böðvar Böðvars með skalla í átt að marki en boltinn fer rétt framhjá.
35. mín MARK!
Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
Stoðsending: Elfar Árni Aðalsteinsson
MAAARK Elfar Árni fær boltann á hægri kantinum og leggur boltann á Ásgeir sem lúrir inn á teignum og setur boltann í netið!
32. mín
SLÁIN Sveinn Margeir Hauksson með skallann en boltinn fer í slá.
29. mín
Logi Hrafn með skotið rétt framhjá.
26. mín MARK!
Sigurður Bjartur Hallsson (FH)
Maaaark! 2-0! Vuk Oskar með sendingu innfyrir á Kjartan Kára sem á skotið. Jajalo ver út í teiginn þar sem Sigurður Bjartur er mættur og setur boltann í netið.
24. mín Gult spjald: Ívar Örn Árnason (KA)
Fyrir mótmæli
24. mín Gult spjald: Logi Hrafn Róbertsson (FH)
22. mín Gult spjald: Björn Daníel Sverrisson (FH)
Fyrir að brjóta á Daníel Hafsteinssyni
21. mín
Sindri Kristinn sparkar boltanum beint fyrir fætur Elfar Árna sem brunar inn á teiginn og sendir boltann á Svein Margeir, hann þarf að sækja boltann örlítið og skýtur en auðvelt fyrir Sindra.
19. mín Mark úr víti!
Vuk Oskar Dimitrijevic (FH)
MAAARK Sendir Jajalo í rangt horn og skorar örugglega! Gestirnir komnir með forystuna!
18. mín
VÍTI RODRI BRÝTUR KLAUFALEGA Á BIRNI DANÍEL
16. mín
Þetta er 'end to end' undanfarnar mínútur. Klaufaleg mistök í sóknarlínum beggja liða að valda því að engin færi hafa komið.
11. mín
Vuk Oskar með boltann rétt fyrir utan vítateignn og á misheppnað skot og boltinn fer vel framhjá.
10. mín
FH fær hornspyrnu
8. mín
Björn Daníel sýndist mér fær boltann inn á vítateignum og á skot sem vörnin tekur.
7. mín
KA menn aðeins að sækja í sig veðrið. Hafa unnið boltann hátt uppi á vellinum í tvígang en það eru ekki allir leikmenn liðsins með öll ljósin kveikt og þetta hefur runnið út í sandinn.
4. mín
Gestirnir verið líklegri fyrstu mínúturnar. Brunuðu strax upp í sókn eftir miðjuna en Hrannar Björn var fyrstur á boltann og náði að hreinsa.
1. mín
Leikur hafinn
Vuk Oskar Dimitrijevic kemur þessu af stað!
Fyrir leik
Liðin eru að ganga út á völl. Þetta er að fara af stað.
Fyrir leik
Um að gera að klæða sig vel og mæta á völlinn. Það er klassískt gluggaveður. Það er kalt en sólin er þarna einhversstaðar á bakvið skýin.
Fyrir leik
Byrjunarliðin Elfar Árni Aðalsteinsson kemur inn í liðið hjá KA fyrir Andra Fannar Stefánsson. Andri fær sér sæti á bekknum en þar má finna Viðar Örn Kjartansson sem kom inn á í sínum fyrsta leik gegn HK og má búast við því að hann spili meira í dag.

Það eru tvær breytingar á liði FH sem tapaði gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli.

Reynsluboltarnir Finnur Orri Margeirsson og Björn Daníel Sverrisson koma inn í liðið en fyrrum KA maðurinn Dusan Brkovic og Baldur Kári Helgason fá sér sæti á bekknum. Björn Daníel tekur fyrirliðabandið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Höfðinginn spáir Kristján Óli Sigurðsson spáir markalausu jafntefli í dag.
KA 0 - 0 FH
Bæði lið ollu vonbrigðum í fyrsta leik. KA gegn fallbyssufóðri HK og FH gegn Blikum. Það verður mikið undir á Akureyri en ég held því miður fyrir bæði lið að þetta endi með jafntefli 0-0.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Dómarinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson er með flautuna hér í dag. Gylfi Már Sigurðsson og Egill Guðvarður Guðlaugsson eru honum til aðstoðar. Twana Khalid Ahmed er fjórði dómari og Valdimar Pálsson er eftirlitsmaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Bæði lið leitast eftir sínum fyrsta sigri. KA gerði jafntefli gegn HK hér á Greifavellinum þar sem liðið óð í færunum.
   07.04.2024 16:41
Vildi skora sjö til átta mörk - „Áttum miklu miklu meira skilið"

   07.04.2024 16:30
Viðari var kalt á bekknum: Áttum klárlega að vinna

FH tapaði á Kópavogsvellinum gegn Blikum en FHingar voru allt annað en sáttir þar sem þeir vildu fá vítaspyrnu í leiknum.
   08.04.2024 22:29
„Geri þá kröfu að dómarar þekki leikmennina sem þeir eru að dæma hjá“

   09.04.2024 12:55
Sigurður Bjartur: Hélt þetta yrði 100% víti
Fyrir leik
Góðan daginn Verið velkomin í beina textalýsingu frá leik KA og FH í 2. Umferð Bestu deildarinnar.
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
4. Ólafur Guðmundsson
7. Kjartan Kári Halldórsson ('87)
8. Finnur Orri Margeirsson
9. Sigurður Bjartur Hallsson
10. Björn Daníel Sverrisson (f) ('84)
21. Böðvar Böðvarsson
22. Ástbjörn Þórðarson
23. Ísak Óli Ólafsson
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('84)
34. Logi Hrafn Róbertsson ('91)

Varamenn:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
3. Haraldur Einar Ásgrímsson ('84)
5. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('84)
6. Grétar Snær Gunnarsson
25. Dusan Brkovic
37. Baldur Kári Helgason ('91)
38. Arngrímur Bjartur Guðmundsson ('87)

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Kristján Finnbogi Finnbogason
Guðmundur Jón Viggósson
Andres Nieto Palma
Kjartan Henry Finnbogason
Benjamin Gordon Mackenzie

Gul spjöld:
Björn Daníel Sverrisson ('22)
Logi Hrafn Róbertsson ('24)
Kjartan Henry Finnbogason ('42)
Ástbjörn Þórðarson ('50)
Haraldur Einar Ásgrímsson ('88)
Heimir Guðjónsson ('92)

Rauð spjöld: