Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
   mán 08. apríl 2024 22:29
Stefán Marteinn Ólafsson
„Geri þá kröfu að dómarar þekki leikmennina sem þeir eru að dæma hjá“
Heimir Guðjónsson þjálfari FH
Heimir Guðjónsson þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tóku móti FH á Kópavogsvelli í kvöld þegar lokaleikur 1.umferðar Bestu deildar karla fór fram.

Það voru heimamenn í Breiðablik sem fóru með sigurorð af gestunum frá Hafnarfirði.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 FH

„Alltaf vonbrigði að tapa. Áttum meira skilið úr leiknum en það það er ekki spurt að því." Sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH eftir leikinn í kvöld.

„Í fótbolta er þetta þannig að þú reynir að loka á styrkleika andstæðingana og reynir að nýta þér veikleikana og við gerðum það ekki nógu vel í fyrri hálfleik. Við gerðum það betur í seinni hálfleik og vorum góðir í seinni hálfleik og sköpuðum góð færi og góðar stöður en náðum ekki að nýta það nógu vel." 

FH gerði tilkall til vítaspyrnu í síðari hálfleik í stöðunni 1-0 og var Heimir ósáttur með að fá ekkert þar og vildi meina að það væri lágmarkskrafa að dómarar þekki leikmennina sem þeir dæma hjá.

„Þetta var púra víti. Í stöðunni 1-0 og við vorum með öll tök á leiknum. Það er þannig eins og dómgæslan er búin að vera í byrjun og ég er búin að horfa á þessa leiki. Það má helst ekki gera neitt því þá er búið að henda spjöldum á menn og fótbolti er bara þannig íþrótt að það verður að leyfa mönnum aðeins að takast á."

„Varðandi vítið þá er þetta púra víti. Það er lágmarkskrafa sem maður setur á dómara á Íslandi að þeir þekki leikmennina afþví að þeir eru að dæma hjá þessum liðum. Sigurður Bjartur, hann fer aldrei niður og þá er þetta púra víti og sami dómari á síðustu leiktíð, talandi um að þekkja leikmann. Danijel Dejan fer niður þegar við erum í baráttu um að komast í evrópusæti á móti Víking. Ásti fær annað gula spjald. Aldrei gult spjald og þar sem við erum yfir í leiknum og hann er rekinn af velli og þá gerir maður bara þá kröfu að dómarar þeir þekki leikmennina sem að þeir eru að dæma hjá. Það hlítur að vera lágmarkskrafa."

Nánar er rætt við Heimir Guðjónsson þjálfara FH í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir