Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Viðtal við Luke Rae
Viðtal við Jón Þór
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
Sá efnilegasti 2025: Við í Vestra þekkjum að spila leiki þar sem allt er undir
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
banner
   mán 08. apríl 2024 22:29
Stefán Marteinn Ólafsson
„Geri þá kröfu að dómarar þekki leikmennina sem þeir eru að dæma hjá“
Heimir Guðjónsson þjálfari FH
Heimir Guðjónsson þjálfari FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tóku móti FH á Kópavogsvelli í kvöld þegar lokaleikur 1.umferðar Bestu deildar karla fór fram.

Það voru heimamenn í Breiðablik sem fóru með sigurorð af gestunum frá Hafnarfirði.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 FH

„Alltaf vonbrigði að tapa. Áttum meira skilið úr leiknum en það það er ekki spurt að því." Sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH eftir leikinn í kvöld.

„Í fótbolta er þetta þannig að þú reynir að loka á styrkleika andstæðingana og reynir að nýta þér veikleikana og við gerðum það ekki nógu vel í fyrri hálfleik. Við gerðum það betur í seinni hálfleik og vorum góðir í seinni hálfleik og sköpuðum góð færi og góðar stöður en náðum ekki að nýta það nógu vel." 

FH gerði tilkall til vítaspyrnu í síðari hálfleik í stöðunni 1-0 og var Heimir ósáttur með að fá ekkert þar og vildi meina að það væri lágmarkskrafa að dómarar þekki leikmennina sem þeir dæma hjá.

„Þetta var púra víti. Í stöðunni 1-0 og við vorum með öll tök á leiknum. Það er þannig eins og dómgæslan er búin að vera í byrjun og ég er búin að horfa á þessa leiki. Það má helst ekki gera neitt því þá er búið að henda spjöldum á menn og fótbolti er bara þannig íþrótt að það verður að leyfa mönnum aðeins að takast á."

„Varðandi vítið þá er þetta púra víti. Það er lágmarkskrafa sem maður setur á dómara á Íslandi að þeir þekki leikmennina afþví að þeir eru að dæma hjá þessum liðum. Sigurður Bjartur, hann fer aldrei niður og þá er þetta púra víti og sami dómari á síðustu leiktíð, talandi um að þekkja leikmann. Danijel Dejan fer niður þegar við erum í baráttu um að komast í evrópusæti á móti Víking. Ásti fær annað gula spjald. Aldrei gult spjald og þar sem við erum yfir í leiknum og hann er rekinn af velli og þá gerir maður bara þá kröfu að dómarar þeir þekki leikmennina sem að þeir eru að dæma hjá. Það hlítur að vera lágmarkskrafa."

Nánar er rætt við Heimir Guðjónsson þjálfara FH í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner