Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að menn vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
   sun 07. apríl 2024 16:41
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vildi skora sjö til átta mörk - „Áttum miklu miklu meira skilið"
Haddi á Akureyri í dag.
Haddi á Akureyri í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

„Við spiluðum frábæran fótboltaleik," sagði Hallgrímur Jónasson þjálfari KA eftir jafntefli gegn HK í dag.

„Skorum í fyrri hálfleik og sköpuðum urmul af færum. Maður er svekktur með úrslitin en spiluðum frábæran leik, ég hefði viljað skora svona sjö til átta mörk."


Lestu um leikinn: KA 1 -  1 HK

Haddi kýs að horfa á leikinn með jákvæðum augum og segir að frammistaða liðsins hafi verið sú besta í langan tíma.

„Svona er stundum fótboltinn. Maður getur litið á þetta með jákvæðum eða neikvæðum augum. Ef þú vilt vera neikvæður þá fengum við eitt stig, áttum miklu miklu meira skilið. Jákvætt er að frammistaðan var frábær og ef við spilum svona áfram fáum við fullt af stigum," sagði Haddi.

Viðar Örn Kjartansson spilaði sinn fyrsta leik fyrir KA í dag eftir að hafa gengið til liðs við félagið á dögunum en hann lék síðast með CSKA 1948 í Búlgaríu.

„Hann er ótrúlega flottur og duglegur, æfir tvisvar á dag. Hann er á eftir öðrum í formi og við erum að koma honum skynsamlega inn. Hann fékk korter í dag og líður vel eftir það. Hann kemst smám saman í form og þá vitum við hvað hann getur," sagði Haddi.


Athugasemdir
banner