Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
Besta-deild kvenna
Tindastóll
LL 1
1
Víkingur R.
Besta-deild kvenna
Fylkir
LL 1
4
Valur
Besta-deild kvenna
Breiðablik
LL 3
0
Þróttur R.
Fram
0
1
Víkingur R.
0-1 Erlingur Agnarsson '64
15.04.2024  -  19:15
Lambhagavöllurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Sól og kalt
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Áhorfendur: 1403
Maður leiksins: Pablo Punyed
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
3. Þorri Stefán Þorbjörnsson
5. Kyle McLagan
6. Tryggvi Snær Geirsson ('82)
7. Guðmundur Magnússon (f)
9. Kennie Chopart
10. Fred Saraiva
11. Magnús Þórðarson
23. Már Ægisson
28. Tiago Fernandes ('90)
71. Alex Freyr Elísson ('82)

Varamenn:
12. Stefán Þór Hannesson (m)
15. Breki Baldursson
17. Adam Örn Arnarson ('82)
25. Freyr Sigurðsson ('82)
27. Sigfús Árni Guðmundsson
31. Þengill Orrason
32. Aron Snær Ingason ('90)

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Helgi Sigurðsson
Magnús Þorsteinsson
Einar Haraldsson
Ingi Rafn Róbertsson
Gareth Thomas Owen
Friðgeir Bergsteinsson

Gul spjöld:
Alex Freyr Elísson ('74)
Tiago Fernandes ('80)
Rúnar Kristinsson ('80)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Og á einhvern ótrúlegan hátt ná Víkingar að halda þetta út. Viðtöl og fleira á leiðinni.

Takk fyrir mig, þangað til næst!
90. mín
Uppgefinn uppbótartími liðinn en Jóhann ætlar að leyfa leiknum að flæða aðeins áfram
90. mín
Már Ægisson valinn maður leiksins hjá Frömurum
90. mín
Framarar liggja á Víkingum núna sem eru alls ekki sannfærandi í kvöld!
90. mín Gult spjald: Gunnar Vatnhamar (Víkingur R.)
Brot á miðjum velli. Framarar hendu öllum nema Ólafi fram!
90. mín Gult spjald: Pablo Punyed (Víkingur R.)
Fyrir hendi. Annað gula spjaldið fyrir hendi í dag...
90. mín
+6 í uppbót! Nægur tími til stefnu fyrir Framara!
90. mín
Inn:Aron Snær Ingason (Fram) Út:Tiago Fernandes (Fram)
89. mín Gult spjald: Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.)
Framarar að keyra upp í sókn og hann brýtur. Alls ekki góð innkoma hjá fyrirliðanum það verður að segjast!
89. mín
Karl Friðleifur með spyrnuna sem Ólafur kýlir frá
88. mín
Pablo tekur spyrnuna stutt á Djuric sem kemur honum fyrir en Kyle McLagan kemur boltanum aftur í horn hinum megin.
87. mín
Víkingar að fá hornspyrnu!
86. mín
Tiago tekur spyrnuna stutt á Fred sem kemur boltanum fyrir í fyrsta á Gumma Magg sem á skallan á nærstönginni beint á Ingvar í marki Víkinga.
86. mín
Framarar að fá hornspyrnu! Fáum við drama?!
84. mín
XG á 79. mínútu Fram 0.25 - 0.11 Víkingur R.
83. mín
Framarar eru enn að fussa og sveia yfir því hvernig þeir fengu ekki víti áðan. Halldór Smári fer klárlega í Gumma Magg og alltaf vítaspyrna.
82. mín
1.403 á vellinum
82. mín
Inn:Freyr Sigurðsson (Fram) Út:Alex Freyr Elísson (Fram)
82. mín
Inn:Adam Örn Arnarson (Fram) Út:Tryggvi Snær Geirsson (Fram)
80. mín Gult spjald: Rúnar Kristinsson (Fram)
Líka fyrir tuð.
80. mín Gult spjald: Tiago Fernandes (Fram)
Fyrir tuð
80. mín
Inn:Óskar Örn Hauksson (Víkingur R.) Út:Valdimar Þór Ingimundarson (Víkingur R.)
80. mín
Framarar rændir! Kennie með fyrirgjöf inn á teiginn á Magnús Þórðarson sem missir af boltanu. Þá fær Gummi Magg boltann og er tekinn niður nema Jóhann dæmir á einhvern óskiljanlegan hátt ekki vítaspyrnu!
79. mín
Fred tekur hornið stutt á Tiago sem leitar út á Kennie Chopart sem á skelfilega fyrirgjöf sem Víkingar hreinsa frá.
78. mín
Fram að fá hornspyrnu!
76. mín
Árekstur Alex Freyr með fyrirgjöf inn á teiginn sem er áætluð Gumma Magg sem fær Ingvar á sig. Þeir lenda í einhverjum árekstri og liggja niðri en standa fljótt upp aftur. Framarar vilja aftur vítaspyrnu en Ingvar fyrstur í boltann eftir því sem ég sá best.
74. mín Gult spjald: Alex Freyr Elísson (Fram)
Fer alltof seint í tæklingu og verðskuldar spjald
73. mín
Víkingar verjast horninu vel en vesenið heldur áfram.

Framarar liggja á vítateig Víkinga!
72. mín
Fram að fá horn! Víkingar í allskonar veseni!

Hár bolti inn á teiginn sem Ingvar ætlar að taka en fer í bakið á Halldóri Smára. Oliver Ekroth hreinsar þá frá áður en þeir neyðast til að koma boltanum í horn.
72. mín
HVERNIG?!?! Fred kemur með boltann inn á teiginn og Víkingar hreinsa út á Má Ægis. Már tekur skotið í fyrsta á vítateigslínunni sem fer í varnarmann og Alex Freyr fær boltann fyrir framan opið mark en á einhvern óskiljalegan hátt skítur hann framhjá markinu!
70. mín
Framarar að fá horn! Fred með sendingu fyrir sem breytist í skot og Halldór Smári skallar í horn!
68. mín
Viktor Örlygur með brot fyrir útan teig Víkinga sem Fram gætu nýtt sér.
64. mín MARK!
Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Pablo Punyed
OG ÞARNA KOMA ÞAÐ! Pablo arkítektinn!

Eftir drepleiðinlegan leik eru Víkingar búnir að brjóta ísinn. Frábært spil hjá Víkingum sem endar með frábærum snúning hjá Pablo Punyed sem galopnar svæðið fyrir Erling Arnars. Pablo rúllar þá boltanum í gegn á Erling sem klárar ekkert eðlilega vel en Ólafur, sem hefur verið góður í dag, var í boltanum.

Gæði, gæði og ekkert nema gæði!
63. mín
Inn:Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.) Út:Helgi Guðjónsson (Víkingur R.)
Djuric á að bjarga þessu
61. mín
Framarar vilja víti! Mér sýndist að Halldór Smári hafi farið í bakið á Magnúsi Þórðarssyni inni á teig Víkinga. Framarar biðja um vítaspyrnu en fá ekkiert fyrir sinn snúð.
61. mín
Mjög lítið að frétta héðan. Bæði lið ná ekki að gera mikið með boltann.
55. mín
Framarar liggja á Víkingum þessa stundina
54. mín
Víkingar með sýna fyrstu tilraun í seinni hálfeiknum Karl Friðleifur með boltann inn á teig Framara sem Valdimar nær til en skallar boltann framhjá.
52. mín Gult spjald: Helgi Guðjónsson (Víkingur R.)
Fær boltann í hendina. Ekki viljandi. Viðurkennir það strax. Furðulegt spjald.

Helgi er Framari! syngja stuðningsmenn Fram
49. mín Gult spjald: Oliver Ekroth (Víkingur R.)
Fyrir tuð sýnist mér
48. mín
XG-ið í fyrri hálfleik var samanlagt 0,03. Þurfum að fá aðeins meira líf í þetta í seinni hálfleik!
46. mín
Magnús Þórðarson með tilraun eftir tæpar 15 sekúndur beint á Ingvar í markinu.
46. mín
Leikur hafinn
Framarar koma okkur í gang á ný!
45. mín
Inn:Nikolaj Hansen (Víkingur R.) Út:Davíð Örn Atlason (Víkingur R.)
Arnar að bregðast við!
45. mín
Inn:Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.) Út:Gísli Gottskálk Þórðarson (Víkingur R.)
Arnar að bregðast við!
45. mín
Inn:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.) Út:Ari Sigurpálsson (Víkingur R.)
Arnar að bregðast við!
45. mín
Smá myndasyrpa frá Hafliða Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

45. mín
Hálfleikur
Frekar áhugaverður fyrri hálfleikur að baki. Fram skoruðu mark sem var tekið af þeim, líklega rangt metið hjá dómarateyminu að dæma hendi þarna en annars hefur þetta verið mjög jafnt.
45. mín
+1 í uppbótartíma
44. mín
Lítur allt út fyrir það að Jóhann Ingi sé að fá mjög lága einkunn frá mér á eftir. Alls ekki vel dæmdur fyrri hálfleikur hjá honum að mínu mati.
43. mín
Þorri Stefán lá niðri eftir hornspyrnuna. Virðist hafa fengið eitthvað högg en stendur fljótt aftur upp og heldur leik áfram.
42. mín
Boltinn kemur inn á teig Framara en aftur er Ólafur Íshólm að kýla boltann frá.
42. mín
Víkingar að fá hornspyrnu!
39. mín
Stál í stál hingað til Frábært spil hjá Fram sem endar með sendingu Magnúsar Þórðasonar í gegn á Guðmund sem er vel fyrir innan.

Engar línur farnar að skýrast hér í Úlfarsárdalnum. Bæði lið inn í þessu og að sækja.
33. mín
Boltinn kemur inn á teigin sem Kennie Chopart skallar frá. Boltinn kemur þá aftur inn á teiginn en Framarar ná að verjast og eiga innkast.
32. mín
Víkingar að fá hornspyrnu! Helgi Guðjóns að sækja fyrstu hornspyrnu Víkinga.
31. mín
Uppstillingarnar Fram (5-3-2)
Alex Freyr - Kennie - Kyle - Þorri - Már
Tryggvi - Tiago - Fred
Gummi Magg- Magnús

Víkingur (4-4-2)
Ingvar
Davíð - Oliver Gunnar - Karl
Ari - Gísli - Pablo - Helgi
Erlingur - Valdimar
28. mín Gult spjald: Davíð Örn Atlason (Víkingur R.)
Fyrir tuð eftir að Ari Sigurpáls brýtur á sér.
25. mín
Magnús Þórðarson með heiðarlega tilraun fyrir utan teig Víkinga sem fer yfir mark Víkinga.
24. mín
Framarar vilja hendi víti! Már Ægis með sendingu fyrir markið sem fer af varnarmanni Víkings og í innkast. Framarar allt annað en sáttir og vilja hendi víti.
22. mín
Víkingar vakna Víkingar eru að vinna sig hægt og rólega inn í leikinn. Hljótum að fá Víkingsfæri í þennan leik innan skamms.
19. mín
Pablo kemur með boltann inn á teiginn en Ólafur Íshólm kýlir boltann frá áður en hann nær að handsama hann aftur eftur skot frá Davíði Atla.
19. mín
Víkingar að fá aukaspyrnu út við hliðarlínu.
17. mín
Víkingar ólíkir sjálfum sér Það verður bara að segjast að Víkingar eru alls ekki að byrja vel hér í kvöld. Sendingar að fara forgörðum og allskonar mistök í uppspilinu sem er sjaldgæf sjón hjá þeim.
15. mín
Eftir að hafa séð þetta 'ólöglega' mark aftur þá hreinlega skil ég ekki hvernig Jóhann sá einhverja hendi þarna.
13. mín
Framarar sækja og sækja! Fred fær boltann inni á teig Víkinga og kemur honum fyrir markið en Ingvar kemst í boltann.

Framarar miklu betri!
12. mín
Pablo búinn að brjóta tvisvar á sér við litla hrifningu Framara. Þeir eru brjálaðir að hann sé ekki komin með gult. Finnst þetta vel gert hjá Jóhanni að spjalda ekki.
11. mín
MAAARRKKKKKKK.. nei oki Framarar skora eftir hornspyrnu en markið er tekið af!

Fred tekur hornspyrnuna inn á teig Víkinga og Ingvar Jónsson er í allskonar vandræðum með boltann og missir hann. Þar er Alex Freyr mættur að refsa og kemur boltanum í netið. En á einhvern óskiljalegan hátt dæmir hann hendi!
8. mín
Hornið er tekið stutt og síðan inn á teiginn en boltinn fer yfir allan pakkann og í markspyrnu.
7. mín
Fram að fá hornspyrnu! Már Ægis sleppur í gegn og sækir horn!
6. mín
Pablo kemur með boltann inn á teig Fram. Ari Sigurpálsson fær boltann en nær ekki að gera sér mat úr því.
4. mín
Leikurinn byrjar frekar rólega. Víkingar skiljanlega miklu meira með boltann en Framarar eru að loka vel. Þetta verður mjög leiðinlegur leikur ef hann þróast svona í 90 mínútur.
1. mín
Leikur hafinn
Þá er þetta byrjað og það eru gestirnir, nánar tiltekið Pablo Punyed, sem koma þessu í gang fyrir okkur!
Fyrir leik
Minningarstund Einnig er haldin mínútu þögn fyrir leik til minningar um Guðjón Jónsson sem lést á dögunum.
Fyrir leik
Heiðursgestir! Við erum með heiðursgesti í kvöld. Þá Aðalstein Aðalsteinsson og Guðmund Steinsson. Það er verið að þakka fyrir góð störf í þágu Fram og Víkings. Guðmundur Torfason, formaður knattspyrnudeildar Fram, og Heimir Gunnlaugsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings, ganga til vallar með þessum toppmönnum, gefa þeim gjafir og þakka þeim fyrir góð störf í gegnum tíðina fyrir félögin.
Fyrir leik
Byrjunarliðstíðindi Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, gerir tvær breytingar á sínu liði frá sigrinum í opnunarleiknum gegn Stjörnunni. Gísli Gottskáld og Ari Sigurpálsson koma inn í byrjunarliðið fyrir þá Daniel Dejan Djuric og Matthías Vilhjálmsson.

Framarar eru greinilega sáttir með þá leikmenn sem byrjuðu gegn Vestra og gera einungis eina breytingu á sínu liði frá sigrinum gegn Vestra. Jannik Pohl er ekki í hóp og kemur Magnús Þórðarson inn í byrjunarliðið.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Vinna Víkingar í kvöld? Kristján Óli, sparkspekingur og fyrrum leikmaður, spáir í spilin fyrir leik kvöldsins.

Fram 1 - 3 Víkingur R. (19:15 í kvöld)
Hjartað segir jafntefli en hjartað mitt slær oft ekki í takt. Frammarar eru númeri of litlir til að geta veitt Víkingi keppni í þessum leik. 1-3 sigur Víkinga verður því miður staðreynd.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Bikarinn Þess má gamans geta að bæði þessi lið voru í pottinum í dag þegar það var dregið í 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins.

Víkingur R. - Víðir Garði
Árbær - Fram

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Leikir liðanna í fyrra Leikir liðanna í fyrra voru oftar en ekki ansi skemmtilegir. Mörk og læti. Víkingar unnu 3-1 sigur þegar liðin mættust í Víkinni.


Djuric bjargvættur Víkinga í fyrra
En það var aukaspyrnumark Daniel Djuric sem reddaði Víkingum þremur stigum í Úlfarsárdalnum í fyrra.
Fyrir leik
Viðureignir Fram og Víkings Fram og Víkingur R. hafa mæst samtals 87 sinnum samkvæmt KSÍ. Framarar hafa unnið 47 leiki gegn Víkingum, 13 leikir hafa endað með jafntefli en Víkingar hafa unnið 27 sinnum. Fram unnu seinast deildarleik gegn Víkingum árið 2013 en Víkingar hafa unnið seinustu þrjá leiki gegn Fram. Fyrsti leikur liðanna fór fram árið 1955 en þá unnu Víkingar 4-3 sigur.

Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Þór Veruson
Fyrir leik
Dómarateymið Jóhann Ingi Jónsson heldur utan um flautuna í kvöld. Honum til aðstoðar verða þeir Eysteinn Hrafnkelsson og Þórður Arnar Árnason. Arnar Þór Stefánsson sér um að róa mannskapinn á varamannabekkjunum og Viðar Helgason punktar eitthvað skemmtilegt niður í stílabókina sína.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Geta þeir gert það á köldu mánudagskvöldi í Úlfarsárdalnum? Víkingar byrjuðu deildina frábærlega með öruggum 2-0 sigri á Stjörnunni í opnunarleiknum. Gunnar Vatnhamar og Helgi Guðjónsson sáu um markaskorunina hjá Víkingum í þeim leik. Það er erfitt að stöðva þessa Víkingsvél sem heldur áfram að malla eftir stórmagnað fyrrasumar.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ná Víkingar að halda uppteknum hætti?
Eftir frekar hljóðlátt undirbúningstímabil, eins og Arnar Gunnlaugs orðaði það eftir leikinn gegn Stjörnunni, eru Víkingar mættir aftur til leiks. Þeir unnu á dögunum, rétt áður en deildin byrjaði, Valsmenn í meistari meistaranna og tóku svo Stjörnuna 2-0. Það verður erfitt fyrir Fram að stöðva þessa Víkingsvél en geta Víkingar gert það á köldu mánudagskvöldi í Úlfarsárdalnum?
Komnir
Jón Guðni Fjóluson frá Hammarby
Valdimar Þór Ingimundarson frá Sogndal
Óskar Örn Hauksson frá Grindavík
Pálmi Rafn Arinbjörnsson frá Wolves
Bjarki Björn Gunnarsson frá ÍBV (var á láni)
Sveinn Gísli Þorkelsson frá Fylki (var á láni)

Farnir
Birnir Snær Ingason til Halmstad
Logi Tómasson til Strömsgodset
Kyle McLagan í Fram
Þórður Ingason hættur
Arnór Borg Guðjohnsen til FH (var á láni - seldur)
Fyrir leik
Framarar byrja vel Lærisveinar Rúnars Kristinssonar byrjuðu Bestu deildina mjög vel með sigri á Vestra á heimavelli í 1. umferð, 2-0. Leikurinn var ekkert mjög líflegur og Vestramenn voru meira með boltann en að lokum voru það Framarar sem sóttu stigin þrjú með mörkum frá Fred og sjálfsmarki hjá Eiði Aroni.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Koma Framarar á óvart í dag?
Allir helstu sérfræðingar Bestu deildarinnar spá því að Framarar verði í fallbaráttu í sumar. En fótbolti.net spáði þeim fyrir mót að þeir myndu enda í 8. sætinu. Þeir sýndu okkur það í fyrstu umferð að þeir gætu unnið lið sem verður í neðri helmingnum á heimavelli. Tekst þeim að stríða Víkingum í dag?

Komnir
Alex Freyr Elísson frá Breiðabliki (var á láni hjá KA)
Kyle McLagan frá Víkingir R.
Kennie Chopart frá KR
Þorri Stefán Þorbjörnsson á láni frá Lyngby
Freyr Sigurðsson frá Sindra
Stefán Þór Hannesson frá Ægi (var á láni)

Farnir
Aron Jóhannsson í Aftureldingu
Delphin Tshiembe til Danmerkur
Ion Perello til Grindavíkur
Þórir Guðjónsson
Viktor Bjarki Daðason til FCK (1. júlí)
Fyrir leik
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Estadio Ensalada! Lokaleikur 2. umferðar Bestu delidarinnar fer fram á Lambhagavellinum á morgun þegar Frammarar fá Víkinga í heimsókn. Bæði lið unnu sinn fyrsta leik í deildinni 2-0 og ætla sér væntanlega sigur í þessum leik líka.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth
6. Gunnar Vatnhamar
7. Erlingur Agnarsson
9. Helgi Guðjónsson ('63)
10. Pablo Punyed
11. Gísli Gottskálk Þórðarson ('45)
17. Ari Sigurpálsson ('45)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
24. Davíð Örn Atlason ('45)
25. Valdimar Þór Ingimundarson ('80)

Varamenn:
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson
8. Viktor Örlygur Andrason ('45)
12. Halldór Smári Sigurðsson ('45)
19. Danijel Dejan Djuric ('63)
23. Nikolaj Hansen ('45)

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Sölvi Ottesen
Þórður Ingason
Rúnar Pálmarsson
Markús Árni Vernharðsson
Aron Baldvin Þórðarson
Óskar Örn Hauksson

Gul spjöld:
Davíð Örn Atlason ('28)
Oliver Ekroth ('49)
Helgi Guðjónsson ('52)
Halldór Smári Sigurðsson ('89)
Pablo Punyed ('90)
Gunnar Vatnhamar ('90)

Rauð spjöld: