Veggur í viðræðum Man Utd um Mbeumo - Chelsea vill Rogers - Ekitike og Isak sápuóperan heldur áfram
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
Sigurður Pétur: Tindastóll klárlega draumaandstæðingur
Jón Arnar: Ætli ég hafi ekki bara sprungið?
Veigar Páll: Við erum einu skrefi nær Laugardalsvelli
Arnar Grétars: Lið sem á að vera að keppa um að fara upp
Ekroth: Eitthvað sem við höfum rætt og erum sammála um
Sölvi Geir: Ef ég fæ að ráða þá fer hann ekkert annað
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
   sun 07. apríl 2024 16:32
Haraldur Örn Haraldsson
Rúnar Kristins: Draumurinn er að komast í topp 6
Helgi Sigurðsson og Rúnar Kristinsson að ræða málin í leiknum í dag
Helgi Sigurðsson og Rúnar Kristinsson að ræða málin í leiknum í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Rúnar Kristinsson er nýr þjálfari Framara og hann stýrði sínum fyrsta deildarleik í dag með liðinu. Fram vann 2-0 á móti nýliðum Vestra og þeir byrja því tímabilið vel.


Lestu um leikinn: Fram 2 -  0 Vestri

„Þetta var léttir, við erum búnir að vinna hörðum höndum í allan vetur að reyna að búa til eitthvað lið og taktík, erum búnir að prófa ýmislegt. Við teljum okkur vera búnir að finna réttu blönduna af leikmönnum og taktík sem við viljum nota og það var gott að fá að prufukeyra það í dag. Við gerðum það í síðustu viku líka í æfingarleik og þetta virkar vel, en við sjáum til hversu vel þetta virkar í næstu viku þegar við mætum Íslandsmeisturunum. Það er fullt af vinnu framundan hjá okkur í að bæta okkur og verða betri, og þetta tímabil fer bara í það að þroskast og verða betri sem lið."

Rúnar hefur verið þekktur af knattspyrnuáhugamönnum sem KR-ingur í fjölda mörg ár og það er því ákveðin afbrygði fyrir suma að sjá hann stýra Fram. Rúnar segist þó vera hæstánægður með sitt nýja hlutverk.

„Það var bara æðislega gaman, mér líður vel hérna, það er ofboðslega gott fólk í kringum mig sem starfar í klúbbnum. Það er mikill fjöldi sjálfboðaliða sem maður er búinn að kynnast. Hér er allt til alls, ég meina aðstaðan fyrir leikmennina er góð og vallaraðstæður eru æðislegar. Mér líður bara vel og þetta er bara holl og góð breyting fyrir mig."

Rúnar er vanur mikilli pressu þegar kemur að markmiðasetningu en Fram liðið hefur haft það sem markmið síðustu ár að halda sér í deildinni. Það gæti þó verið með þjálfara sem hefur oft orðið Íslandsmeistari að markmiðin í ár séu hærri.

„Draumurinn er náttúrulega að komast í topp 6, það er ofboðslega mikill draumur fyrir Fram liðið eins og það er skipað í dag. Það er ýmislegt hægt í fótbolta og við höfum allavega trú á að við getum gert betur en í fyrra, og það er nú markmið númer eitt að ná fleiri stigum en í fyrra, fækka mörkum sem við fáum á okkur, og halda áfram að skora mikið af mörkum. Reyna bara að fá fleiri stig en í fyrra og smátt og smátt byggja ofan á það sem við erum með. Við þurfum að fá fólk með okkur hér í hverfinu og Frammara til að taka þátt í þessu. Við vitum það að það er ofboðslega dýrt að halda úti góðu fótboltaliði og ef þú ætlar á toppinn þá kostar það fullt af peningum. Fram er bara að hugsa öðruvísi en mörg önnur lið í dag og kannski er þá bara verkefnið öðruvísi fyrir mig en fyrir hina, en alltaf jafn gaman. Það er bara krefjandi og skemmtilegt og þá getur maður búið til gott umhverfi í kringum sig, með stráka sem vilja leggja mikið á sig og eru tilbúnir að standa sig fyrir Fram. Svo getum við vonandi búið til góða fótboltamenn sem hægt er að koma út í atvinnumennsku og annað slíkt. Það eru fullt af verkefnum í gangi hérna."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan, þar talar Rúnar nánar um leikstíl liðsins.


Athugasemdir
banner
banner