Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
banner
mánudagur 29. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 23. apríl
föstudagur 19. apríl
þriðjudagur 16. apríl
Meistarar meistaranna konur
mánudagur 15. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 12. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 8. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 5. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 1. apríl
Meistarar meistaranna
sunnudagur 31. mars
Enska úrvalsdeildin
föstudagur 29. mars
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 5. október
Sambandsdeild UEFA
mánudagur 2. október
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 1. október
mánudagur 29. apríl
Championship
Preston NE 0 - 3 Leicester
Serie A
Genoa 3 - 0 Cagliari
Úrvalsdeildin
Rostov 2 - 1 Orenburg
Kr. Sovetov 0 - 0 FK Krasnodar
Sochi 0 - 0 Fakel
Rubin 1 - 1 Ural
La Liga
Barcelona 4 - 2 Valencia
þri 02.apr 2024 10:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Spá Fótbolta.net - 8. sæti: Fram

Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Fram muni enda í áttunda sæti Bestu deildarinnar í sumar. Álitsgjafar spá í deildina en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. Fram var hársbreidd frá því að falla í fyrra en halda sér þægilega uppi í ár ef spáin rætist.

Marki fagnað á síðasta tímabili.
Marki fagnað á síðasta tímabili.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er nýr skipstjóri í Úlfarsárdalnum.
Það er nýr skipstjóri í Úlfarsárdalnum.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fred er lykilmaður.
Fred er lykilmaður.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kennie Chopart, leiðtogi.
Kennie Chopart, leiðtogi.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikilvægt að Jannik sé heill.
Mikilvægt að Jannik sé heill.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gummi kann að skora mörk.
Gummi kann að skora mörk.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Alex Freyr er mættur heim og gefur liðinu möguleika.
Alex Freyr er mættur heim og gefur liðinu möguleika.
Mynd/Fram
Breki er einn af mörgum efnilegum í liði Fram.
Breki er einn af mörgum efnilegum í liði Fram.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hvað gerir Fram í sumar?
Hvað gerir Fram í sumar?
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. Fram, 60 stig
9. ÍA, 59 stig
10. Vestri, 34 stig
11. Fylkir, 24 stig
12. HK, 14 stig

Um liðið: Fram er núna á leið inn í sitt þriðja tímabil í röð í Bestu deildinni en það hefur verið mikill uppgangur í félaginu síðustu ár. Fram er loksins komið með almennilega aðstöðu, eina þá bestu á landinu, og efniviðurinn er spennandi. Tímabilið í fyrra var þó erfitt og það gekk mikið á, en liðið hélt sér á endanum uppi. Það gerðust áhugaverðir hlutir í vetur sem valda því að ástæða er til bjartsýni í Dal draumanna fyrir komandi leiktíð.

Þjálfarinn: Það stærsta sem gerðist í vetur var það að Rúnar Kristinsson tók við þjálfun Fram og er Helgi Sigurðsson, sem raðaði inn mörkum fyrir félagið á sínum tíma, honum til aðstoðar. Rúnar lét af störfum hjá KR eftir síðasta tímabil en hann hafði stýrt KR síðan haustið 2017 og varð liðið Íslandsmeistari undir hans stjórn árið 2019. Hann hafði áður stýrt liðinu á árunum 2010-2014 og varð liðið þá Íslandsmeistari í tvígang og bikarmeistari í þrígang. Einhver mesta KR-goðsögn sögunnar reynir núna fyrir sér hjá Fram og verður afar spennandi að sjá hvernig það gengur upp.

Fótbolti.net fær sérfræðingana Einar Guðnason og Harald Árna Hróðmarsson til að rýna í styrkleika, veikleika og annað hjá liðunum sem spila í Bestu deildinni í sumar. Haraldur, sem er fyrrum aðstoðarþjálfari ÍA og Vals, fer yfir það helsta hjá Fram.

Styrkleikar: Fram mun alltaf skapa sér færi með Fred og Tiago í sínu liði. Framherjar liðsins eru sterkir og eftir frábæra tíma með Jóni Sveinssyni hefur Fram náð í einn öflugasta þjálfara landsins í Rúnari Kristinssyni. Brynjar Gauti og Kyle gætu fyllt í holurnar í varnarleiknum.

Veikleikar: Ekkert lið fékk fleiri mörk á sig á síðasta tímabili og hugarfar liðsins þarf að breytast þegar kemur að varnarleik. Liðið er of sveiflukennt og lykilmenn þurfa að vera í betra líkamlegu formi en á síðasta tímabili.

Lykilmenn: Fred Saraiva verður að spila vel og skapa færin fyrir Framara. Kennie Chopart er vanur að spila fyrir Rúnar og er ennþá einn albesti bakvörður deildarinnar. Jannik Pohl er vinnusamur og duglegur að refsa fyrir mistök andstæðingana.

Leikmaður sem á að fylgjast með: Breki Baldursson er einn af mörgum spennandi ungum leikmönnum Fram sem vert er að fylgjast með

Komnir:
Alex Freyr Elísson frá Breiðabliki (var á láni hjá KA)
Kyle McLagan frá Víkingir R.
Kennie Chopart frá KR
Þorri Stefán Þorbjörnsson á láni frá Lyngby
Freyr Sigurðsson frá Sindra
Víðir Freyr Ívarsson frá HK (var á láni hjá H/H)
Stefán Þór Hannesson frá Ægi (var á láni)

Farnir:
Aron Jóhannsson í Aftureldingu
Delphin Tshiembe til Danmerkur
Ion Perello til Grindavíkur
Þórir Guðjónsson
Viktor Bjarki Daðason til FCK (1. júlí)

Dómur Haraldar fyrir gluggann: 6/10. Það er vont fyrir Fram að missa Aron en áherslan var greinilega að styrkja varnarleikinn sem virðist hafa tekist. Þrír sterkir varnarmenn sem hjálpa Brynjari Gauta og eru einum miðjumanni frá að fá 8 í einkunn.

Leikmannalisti:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
12. Stefán Þór Hannesson (m)
34. Benjamín Jónsson (m)
36. Þorsteinn Örn Kjartansson (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
3. Þorri Stefán Þorbjörnsson
4. Orri Sigurjónsson
5. Kyle McLagan
6. Tryggvi Snær Geirsson
7. Guðmundur Magnússon
9. Kennie Chopart
10. Frederico Bello Saraiva
11. Magnús Ingi Þórðarson
14. Hlynur Atli Magnússon
15. Breki Baldursson
16. Viktor Bjarki Daðason
17. Adam Örn Arnarson
18. Anton Ari Bjarkason
19. Víðir Freyr Ívarsson
20. Egill Otti Vilhjálmsson
22. Óskar Jónsson
23. Már Ægisson
25. Freyr Sigurðsson
26. Aron Kári Aðalsteinsson
27. Sigfús Árni Guðmundsson
28. Tiago Manuel Da Silva Fernandes
29. Mikael Trausti Viðarsson
31. Þengill Orrason
32. Aron Snær Ingason
33. Markús Páll Ellertsson
79. Jannik Pohl



Fyrstu fimm leikir Fram:
7. apríl, Fram - Vestri (Lambhagavöllurinn)
15. apríl, Fram - Víkingur R. (Lambhagavöllurinn)
20. apríl, KR - Fram (Meistaravellir)
29. apríl, Valur - Fram (N1-völlurinn Hlíðarenda)
5. maí, Fram - Fylkir (Lambhagavöllurinn)

Í besta og versta falli: Í besta falli verður Fram í baráttu um sæti í efri hlutanum og varnarleikur liðsins skilar þeim stigum þegar sóknin klikkar. Í versta falli verður Fram í 8.-9. sæti langt frá efri hlutanum og þarf að kíkja niður fyrir sig.

Spámennirnir: Aksentije Milisic, Anton Freyr Jónsson, Arnar Laufdal, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Haraldur Örn Haraldsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke, Tómas Þór Þórðarson og Valur Gunnarsson.
Athugasemdir
banner
banner