PSG hefur ekki áhuga á Bruno Guimaraes - Slot flytur inn þar sem Klopp býr - Bayern í viðræðum við Flick - Reus eftirsóttur utan Evrópu
Besta-deild karla
Valur
45' 1
1
KA
Besta-deild karla
ÍA
LL 3
0
Vestri
KR
2
3
Breiðablik
0-1 Kristinn Steindórsson '59
0-2 Viktor Örn Margeirsson '77
Stefán Árni Geirsson '86 1-2
1-3 Jason Daði Svanþórsson '89
Benoný Breki Andrésson '92 , víti 2-3
28.04.2024  -  18:30
Meistaravellir
Besta-deild karla
Aðstæður: Völlurinn lítur illa út en veðrið er mjög gott
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Áhorfendur: 2107
Maður leiksins: Jason Daði Svanþórsson
Byrjunarlið:
12. Guy Smit (m)
3. Axel Óskar Andrésson
6. Alex Þór Hauksson
7. Finnur Tómas Pálmason (f)
9. Benoný Breki Andrésson
14. Ægir Jarl Jónasson
17. Luke Rae ('93)
18. Aron Kristófer Lárusson
23. Atli Sigurjónsson ('78)
29. Aron Þórður Albertsson ('78)
30. Rúrik Gunnarsson ('85)

Varamenn:
1. Sigurpáll Sören Ingólfsson
5. Birgir Steinn Styrmisson
8. Stefán Árni Geirsson ('78)
8. Moutaz Neffati ('93)
15. Lúkas Magni Magnason
19. Eyþór Aron Wöhler ('78)
45. Hrafn Guðmundsson ('85)

Liðsstjórn:
Gregg Oliver Ryder (Þ)
Pálmi Rafn Pálmason
Sigurður Jón Ásbergsson
Hrafn Tómasson
Jamie Paul Brassington
Guðjón Örn Ingólfsson

Gul spjöld:
Aron Kristófer Lárusson ('27)
Aron Þórður Albertsson ('46)
Gregg Oliver Ryder ('82)
Eyþór Aron Wöhler ('94)
Axel Óskar Andrésson ('95)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Rosalegum leik lokið! Maður gat varla andað síðustu mínúturnar, svo mikill var hamagangurinn.

Breiðablik tekur öll þrjú stigin úr Vesturbænum.
95. mín Gult spjald: Axel Óskar Andrésson (KR)
Urðar yfir Patrik Aron Kristófer dæmdur brotlegur og Patrik liggur.
94. mín
2107 í stúkunni, vel gert!
94. mín Gult spjald: Eyþór Aron Wöhler (KR)
94. mín Gult spjald: Damir Muminovic (Breiðablik)
94. mín
Sex mínútum bætt við samkvæmt útsendingu Stöð 2 Sport, missti af því sjálfur.
93. mín
Inn:Moutaz Neffati (KR) Út: Luke Rae (KR)
Fyrsti leikur Neffati fyrir KR.
92. mín Mark úr víti!
Benoný Breki Andrésson (KR)
Stoðsending: Eyþór Aron Wöhler
Benoný setur boltann í hægra hornið séð frá honum. Gott víti.
91. mín Gult spjald: Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
Margmenni við vítapunktinn og Arnar þarf að reka menn í burtu.

Held að Jason hafi fengið gult.
91. mín
KR FÆR VÍTI! Eyþór Aron fellur við og KR fær víti.

Ég var að segja að Jason væri að innsigla sigurinn...
89. mín MARK!
Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
Jason að innsigla sigurinn! Guy Smit gerir hér afdrífarík mistök, reynir að koma boltanum framhjá Jasoni sem hirðir boltann af honum, fær Axel til að renna sér og svo rúllar hann boltanum í netið.

Hræðileg mistök hjá Hollendingnum en vel gert hjá Jasoni að sýna þessa yfirvegun.
Mosóþema
86. mín MARK!
Stefán Árni Geirsson (KR)
Stoðsending: Aron Kristófer Lárusson
Stefán Árni minnkar muninn! Aron Kristófer með skot sem Anton Ari ver og frákastið fellur vel fyrir Stefán Árna sem kemur boltanum í netið. Skot í jörðina og þaðan í stöngina og í netið.

Þetta er aftur leikur!
85. mín
Inn:Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik) Út:Benjamin Stokke (Breiðablik)
85. mín
Inn:Hrafn Guðmundsson (KR) Út:Rúrik Gunnarsson (KR)
Luke Rae færist niður í bakvörðinn.
84. mín
Öðru markinu fagnað
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

84. mín
Wöhler með tilraun KR fær horn.

Wöhler á skot í kjölfar hornspyrnunnar en það fer framhjá.
83. mín
Axel Óskar með tilraun sem fer framhjá, ekki mikil hætta.
82. mín Gult spjald: Gregg Oliver Ryder (KR)
Vildi fá víti.
81. mín
Benoný fellur við inn á teig Breiðabliks en Arnar veifar að það sé ekkert á það. Er sammála Arnari þarna. Benoný var í baráttunni við Damir.
81. mín
Rúrik Gunnarsson aðeins utan vallar að fá aðhlynningu. Á meðan átti KR aukaspyrnu sem Ægir Jarl sýndist mér komst í en skallinn hans rúllaði aftur fyrir.
80. mín Gult spjald: Halldór Árnason (Breiðablik)
Hefur sagt einhver vel valin orð.
79. mín
Axel Óskar brýtur á Arnóri Gauta eftir miðjuna og Arnór Gauti liggur eftir. Axel allavega baðst afsökunar svo ég geri ráð fyrir að hann hafi verið sá brotlegi.
78. mín
Inn:Patrik Johannesen (Breiðablik) Út:Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
78. mín
Inn:Eyþór Aron Wöhler (KR) Út:Aron Þórður Albertsson (KR)
78. mín
Inn:Stefán Árni Geirsson (KR) Út:Atli Sigurjónsson (KR)
77. mín MARK!
Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik)
Stoðsending: Höskuldur Gunnlaugsson
Blikar tvöfalda forystuna!!! Höskuldur með hornspyrnuna á nær og þar er Viktor Örn klár. Hann hittir boltann vel með fætinum, Guy Smit er í boltanum, ver hann eiginlega í hornið og aðstoðardómarinn segir að boltinn sé kominn allur yfir línuna og mark dæmt!
74. mín
Jason Daði liggur eftir í teig KR. Hann á skot sem fer yfir, Axel Óskar var í honum og fór er virtist eitthvað í fótinn á honum. Jason þarf aðhlynningu. Blikar fá horn.
73. mín
Arnór Gauti dæmdur brotlegur gegn Benoný. Fínt færi fyrir KR.
71. mín
Kiddi Steind?os fær aðhlynningu.
71. mín
Eyþór Aron Wöhler er að gera sig kláran!
70. mín
Kiddi Steindórs skoraði markið
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

68. mín
Fínn bolti frá Aroni Þórði inn á teiginn. Sýndist það vera Benjamin Stokke sem skallar boltann yfir og KR á því horn.

Kom ekkert upp úr horninu í kjölfarið.
67. mín
Kiddi Steindórs brýtur á Aroni Þórði og KR á aukaspyrnu á hættulegum stað.
66. mín Gult spjald: Arnór Gauti Jónsson (Breiðablik)
Brýtur á Luke Rae og er einhvern veginn hissa á að fá gult, togaði vel í kantmanninn.
66. mín
Aron Bjarna fær sendingu inn á teiginn og kemst í boltann, pikkar honum í átt að marki KR en Guy Smit sér við honum.
62. mín
Atli Sigurjóns með skot sem Anton Ari ver vel, mjög gott skot. Aron Þórður á svo tilraun stuttu seinna sem fer framhjá.
62. mín Gult spjald: Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
Er að hita upp og fær gult.
61. mín
Afleit hornspyrna hjá Atla Sig, algjörlega mislukkað.
59. mín MARK!
Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
Stoðsending: Viktor Karl Einarsson
ÞAÐ ER KOMIÐ MARK! Frábær fyrirgjöf frá Viktori Karl sem Kiddi kemst í og pikkar boltanum í netið. Laglega gert hjá gestunum. Viktor fékk mikinn tíma til að athafna sig.

Hlaupið hjá Kidda er virkilega gott, sveigar á milli þeirra Arons og Finns og kemst í boltann.

Blikar leiða!
55. mín
Höskuldur! Blikar sækja upp hægri kantinn, boltinn á Höskuld í teignum og hann á skot á nærstöngina en Guy er vel staðsettur og slær boltann í burtu.
55. mín
Stokke fær boltann inn á teignum, lætur vaða en Axel Óskar kemst fyrir. Flott spil hjá Blikunum í aðdragandanum.
51. mín
Aron Bjarna! Blikar fá horn, Höskuldur með boltann fyrir og það er laus bolti við markteiginn. Fyrst er tilraun í varnarmann og svo er þrumuskot yfir, Aron með báðar tilraunirnar.
46. mín Gult spjald: Aron Þórður Albertsson (KR)
Ekki lengi að fá fyrsta spjaldið í seinni.
46. mín
Seinni farinn af stað Engar breytingar
45. mín
Hálfleikur
Markalaust í leikhléi. Verið meiri fótbolti en ég bjóst við fyrirfram.
45. mín
45+3

Flott föst fyrirgjöf frá Kidda Jóns inn á teiginn og Jason með vel tímasett hlaup á móti bolta. Jason kemst í boltann en er óheppinn og stýrir honum rétt framhjá nærstönginni.
45. mín
45+1

Þremur mínutum bætt við.

Aron Bjarnason með frábæran sprett og kemur sér í skotfæri en skotið fer í Finn Tómas inn á teignum, mjög lagleg tilþrif í aðdrangandanum.
44. mín
Kiddi Steindórs!! Fær boltann við vítateig KR, setur boltann fyrir hægri fótinn á sér og reynir að smyrja boltann upp í hornið. Boltinn rétt yfir!
43. mín
Inn:Arnór Gauti Jónsson (Breiðablik) Út:Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik)
Spáin um gula spjaldið rættist ekki. Alexander fær aðhlynningu og Arnór Gauti kemur svo inn í hans stað, Alexander getur ekki haldið leik áfram.
40. mín
Benoný rétt missir af boltanum í frábærri stöðu, nær svo til hans og vinnur hornspyrnur.

Síðustu mínútur á undan fengu bæði lið hornspyrnur en ekkert kom úr þeim.
36. mín
Illa farið með gott færi Aron Bjarnason í fínasta færi en hittir ekki markið. Þetta var eiginlega dauðafæri.
33. mín
Hætta inn á Blikateignum en flaggið fer á loft.

Hinu megin á Rúrik flotta tæklingu gegn Kidda Jóns þegar sá síðarnefndi reynir að koma sér í fyrirgjafarstöðu.
32. mín
Blikar byrja að styðja sitt lið og því fagna KR-ingar og yfirgnæfa svo gestina í stúkunni.
31. mín
Færi! ÞHöskuldur með fyrirgjöf á Jason sem nær að taka boltann niður í teignum en skotið fer svo beint á Guy Smit.
31. mín
30. mín
Alexander Helgi að gera sig líklegan í að fá gult í leiknum. Fengið tiltal og verið hársbreidd frá því að brjóta nokkrum sinnum.
29. mín
Aukaspyrna og boltinn inn á KR teiginn. Damir ætlaði sér að gera eitthvað annað en að skalla beint aftur fyrir, eitthvað truflaði hann.
28. mín
Dómaraskipti Arnar Þór Stefánsson tekur við flautunni!

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

27. mín Gult spjald: Aron Kristófer Lárusson (KR)
Aron bað eiginlega um gult, slík var tæklingin, og fékk það. Braut á Jasoni.
25. mín Gult spjald: Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik)
Fyrsta en væntanlega alls ekki síðasta gula spjaldið í dag.
25. mín
Aron Kristófer lætur vaða fyrir utan teig en skotið fer yfir.
23. mín
Nýja treyjan
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

22. mín
Luke Rae með skot sem fer vel yfir, hitti boltann illa á lofti.
19. mín
KR fær hornspyrnu. Aron Þórður tekur spyrnuna en boltinn beint í hendurnar á Antoni Ara.
17. mín
Jason Daði liggur Dóri Árna er mjög ósáttur og lætur menn heyra það fyrir að sjá þetta ekki. Aron Kristófer stígur aðeins fyrir Jason sem var á sprettinum.
14. mín
Hætta Aron Þórður með hornspyrnuna, finnur Alex sem er í fínu færi inn á teignum en tilraunin rétt framhjá!
14. mín
Ágætis varsla Luke Rae lætur vaða af löngu færi, boltinn skoppar og Anton Ari ver boltann til hliðar og aftur fyrir.
13. mín
Aron Bjarnason fær boltann á fjærstönginni eftir fyrirgjöf Höskuldar en hittir boltann illa og aldrei nein hætta þarna.
12. mín
Lífleg mínúta, Jason hirðir upp boltann eftir lélega sendingu Benonýs en Axel gerir vel og stoppar Jason á sprettinum.

Aron Kristófer brunar upp. Luke Rae á svo fyrirgjöf en Blikar koma boltanum í burtu.
11. mín
Jason með skalla rétt yfir Benjamin Stokke fyrstur á lausan bolta í teignum og lyftir boltanum inn á markteiginn þar sem Jason sneiðir boltann með höfðinu en skallinn fer rétt yfir markið.
10. mín
Hörkugóð stemning til þessa. KR-ingar láta vel í sér heyra og taka lögin sín eitt af öðru.
7. mín
Aron Þórður með spyrnuna inn á teiginn, set smá spurningarmerki við spyrnumannsvalið hélt að Aron Kristófer fengi að láta vaða úr þessari töðu... Boltinn fer á Axel Óskar sem skallar framhjá.
7. mín
KR fær aukaspyrnu við vítateig Blika
3. mín
Blikar Anton
Höskuldur - Damir - Viktor Örn - Kiddi Jóns
Viktor - Alexander - Kiddi Steindórs
Jason - Stokke - Aron
2. mín
KR Smit
Rúrik - Finnur - Axel - Aron Kristófer
Ægir - Alex
Atli - Aron Þórður - Luke Rae
Benoný
1. mín
Kiddi Jóns með fyrstu tilraun, lætur vaða með hægri fata en skotið beint í varnarmann og Smit hirðir upp boltann.
1. mín
Leikur hafinn
Blikar byrja með boltann
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn KR-ingar er í nýju treyjunum sínum, allir í langerma. Blikar eru í sínum hefðbundnu grænu treyjum.
Fyrir leik
Mjög vel mætt Það stefnir í mjög þéttsettna stúku hér í kvöld. Löng röð inn í stúkuna.
Fyrir leik
Kristján Flóki veikur Gregg Ryder sagði í viðtali við Stöð 2 Sport fyrir leik að Kristján Flóki væri veikur og væri því ekki með í dag.
Fyrir leik
Veðrið í toppstandi Það er glampandi sól og nánast logn í Vesturbænum. Toppaðstæður til að skella sér á völlinn og horfa á stórleik.
Fyrir leik
Byrjunarliðstíðindi! Við komu á Meistaravelli sé ég völlinn. Það má segja að hann líti vægast sagt illa út. Hann er grænn á köflum en stór svæði líta illa út.

Liðin eru bæði með sex stig fyrir leikinn í dag.

Gregg Ryder, þjálfari KR, gerir þrjár breytingar á liði sínu frá leiknum gegn Fram. Rúrik kemur inn fyrir Jóhannes Kristinn Bjarnason sem meiddist í þeim leik og þeir Aron Þórður og Benóný Breki koma inn fyrir Theodór Elmar Bjarnason og Kristján Flóka Finnbogason sem ekki eru í hóp í dag. Þeir Moutaz Neffati, Birgir Steinn Styrmisson og Stefán Árni Geirsson koma inn á bekkinn. Stefán var á bekknum gegn KÁ í bikarnum en kom ekki inn á. Leikurinn í dag er fyrsti byrjunarliðsleikur hægri bakvarðarins Rúriks í Bestu deildinni.

Það eru tvær breytingar á liði Breiðabliks frá leiknum gegn Víkingi. Halldór Árnason setur Kristin Jónsson og Kristin Steindórsson inn í liðið. Þeir Kristófer Ingi Kristinsson og Andri Rafn Yeoman detta út og hvorugur þeirra er í hóp. Tumi Fannar Gunnarsson kemur inn á bekkinn. Kristinn Jónsson er að mæta sínum fyrrum liðsfélögum í KR en hann skipti frá KR aftur til Blika í vetur.
Fyrir leik
Kristófer Ingi tæpur Kristófer Ingi virtist meiðast á læri í leik Breiðabliks gegn Keflavík. Kristófer kom inn á í hálfleik skoraði eina mark Blika í leiknum en þurfti að fara af velli strax í kjölfarið. Vonandi eru meiðsli hann ekki alvarleg.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Albert Ingason spáir jafntefli Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur í Stúkunni og þáttarstjórnandi Gula Spjaldsins, spáir í leiki umferðarinnar.

KR 1 - 1 Breiðablik
Fyrsti leikurinn á Meistaravöllum á þessu tímabili og leikurinn verður eftir því, KR komast yfir snemma leiks en Guy Smit gefur víti í seinni hálfleik og Höskuldur tryggir Blikunum punkt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Eyþór mætir sínum fyrrum félögum Eyþór Aron Wöhler var keyptur til KR frá Breiðabliki á dögunum.

,,Ég er búinn að gjóa augunum á þann leik, það er leikur sem kitlar mig aðeins. Ég mæti dýrvitlaus í þann leik, ekki spurning um það. Það verður helvíti gaman að mæta Blikunum aftur og taka í spaðann á mönnum," sagði Eyþór aðspurður um hvernig það yrði að mæta Blikum.
Fyrir leik
Jóhannes Kristinn frá næstu mánuðina Jóhannes Kristinn Bjarnason, hægri bakvörður KR, brotnaði í leik KR gegn Fram og verður frá í þrjá mánuði. KR fékk inn leikmann frá Norrköping á láni sem líklega mun spila í hægri bakverðinum.

Fyrir leik
Bæði lið með sex stig Bæði lið töpuðu í síðustu umferð en voru fyrir það með fullt hús stiga. Breiðablik tapaði gegn Víkingi og KR tapaði gegn Fram í Laugardalnum.


Fyrir leik
Dóri var orðaður við starfið hjá KR í vetur Áður en Gregg Ryder tók við sem þjálfari KR var Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, orðaður við starfið. Dóri er uppalinn KR-ingur.

Fyrir leik
KR fór áfram í bikarnum en Breiðablik er úr leik Í vikunni var spilað í bikarnum. KR lagði 4. deildarliðið KÁ í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins, 2-9 lokatölur. KR mætir Stjörnunni á útivelli í 16-liða úrslitunum.

Breiðablik tapaði hins vegar 2-1 á móti Keflavík og er úr leik í keppninni.
Fyrir leik
Jóhann Ingi Jónsson með flautuna Honum til aðstoðar eru þeir Þórður Arnar Arnarson og Guðmundur Ingi Bjarnason. Gylfi Þór Orrason er eftirlitsmaður KSÍ og Arnar Þór Stefánsson er fjórði dómari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Viðtöl við Dóra og Pálma Rafn fyrir leikinn
Fyrir leik
Lokaleikur dagsins Góðan daginn lesendur góðir og veriði velkomnir í beina textalýsingu frá viðureign KR og Breiðabliks í 4. umferð Bestu deildarinnar. Leikurinn er síðasti leikur dagsins í deildinni.

Þetta verður fyrsti grasleikurinn í sumar og verður fróðlegt að sjá hvernig menn ná að fóta sig á Meistaravöllum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('43)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson ('78)
11. Aron Bjarnason
14. Jason Daði Svanþórsson
19. Kristinn Jónsson
20. Benjamin Stokke ('85)
21. Viktor Örn Margeirsson

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
2. Daniel Obbekjær
9. Patrik Johannesen ('78)
16. Dagur Örn Fjeldsted
22. Ísak Snær Þorvaldsson ('85)
24. Arnór Gauti Jónsson ('43)
25. Tumi Fannar Gunnarsson

Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)
Marinó Önundarson
Særún Jónsdóttir
Eyjólfur Héðinsson
Haraldur Björnsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Helgi Jónas Guðfinnsson

Gul spjöld:
Viktor Örn Margeirsson ('25)
Ísak Snær Þorvaldsson ('62)
Arnór Gauti Jónsson ('66)
Halldór Árnason ('80)
Jason Daði Svanþórsson ('91)
Damir Muminovic ('94)

Rauð spjöld: