Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
Úlfur: Þetta var scrappy leikur
Dragan: Má ekki gleyma að okkur var spáð 12. sæti
Fúsi: Sýnum hverjir eiga Breiðholtið ennþá
Arnar Helgi: Stundum þarf maður bara að vinna þessa iðnaðarsigra
Árni Freyr: Hefði verið sanngjarnt ef hvorugt lið hefði fengið stig
SIgurvin: Mjög sárt að fá þessa tusku í andlitið
Gunnar Heiðar: Við erum stórhættulegir í skyndisóknum
Maggi: Stoltur af því hvernig við tækluðum þennan leik
Rúnar Kristins: Vinnum ekki fleiri leiki ef við spilum svona
Addi Grétars um dómsmálið við KA: Ég vona bara að menn láti hér við sitja
Ekkert helgarfrí í fyrsta sinn á árinu - „Verðum þar í hádeginu stelpur“
Adam Páls: Ég er Valsari dauðans
Brynjar Björn ánægður með frammistöðuna: Breytir því ekki að við dettum út úr bikarnum
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
Pirraður Gregg Ryder: Það þurfa 11 leikmenn að stíga upp
Ari hefur aldrei tapað bikarleik: Erum með sigurvegara í þessu liði
Rúnar Páll: Þetta var kærkomið
Besta frammistaða sumarsins - „Það skellihlógu allir“
Arnar hatar þessa leiki: Ef ég vissi svarið þá væri ég milljarðamæringur
„Þurftum að fá svör og láta þá spreyta sig á móti góðu liði og ákváðum að nota bikarinn í það."
   lau 20. apríl 2024 20:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Engar afsakanir hjá Gregg Ryder - „Spilum á heimavelli í næsta leik"
Gregg á hliðarlínunni í dag, skrifar eitthvað á blað.
Gregg á hliðarlínunni í dag, skrifar eitthvað á blað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þurfa að skoða Elmar aftur.
Þurfa að skoða Elmar aftur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það voru nokkrar stöður sem hann hefði örugglega getað gert aðein betur í og ég held hann viti það.'
'Það voru nokkrar stöður sem hann hefði örugglega getað gert aðein betur í og ég held hann viti það.'
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Fyrri hálfleikur var ekki nægilega góður af okkar hálfu. Allt sem við sýndum gegn Stjörnunni sem tengist ákefð var ekki til staðar í dag. Þegar þú gefur vel skipulögðu liði 1-0 forystu... við gátum ekki brotið þá niður," sagði Gregg Ryder, þjálfari KR, eftir tap gegn Fram á AVIS-vellinum í Laugardal.

Lestu um leikinn: KR 0 -  1 Fram

„Það vantaði upp á gæðin á boltanum, þau voru ekki til staðar í dag. Á móti Stjörnunni og Fylki vorum við mun nákvæmari í okkar aðgerðum á síðasta þriðjungi. Í dag gerðum við of mörg mistök í okkar uppspili og þetta var ekki nógu gott."

„Við vorum seinir í tvö návígi, varnarlínan var ekki í línu og þá er komið upp vandamál. Þegar þú gerir 2-3 mistök í röð þá er þér vanalega refsað."


Taktískt leikhlé?
Nokkrum mínútum síðar þurfti Guy Smit í markinu aðhlynningu. Var hann meiddur eða var þetta taktískt leikhlé hjá ykkur?

„Ég held að hann var að glíma við eitthvað og við vildum skoða það. Þetta passaði vel því við þurftum að tala við strákana."

Talandi um Guy, hann var nokkrum sinnum í brasi þegar hann var með boltann í löppunum í leiknum. Varstu stressaður?

„Ég myndi ekki segja að ég hafi verið stressaður. Það voru nokkrar stöður sem hann hefði örugglega getað gert aðein betur í og ég held hann viti það. Honum líður vel með boltann svo það er ekkert vandamál."

Fyrsta tapið sem þjálfari KR
„Í dag var þetta ekki það sem við vildum, en þetta er hluti af ferlinu. Við erum í endurbyggingu. Það sem er mjög jákvætt er að stuðningsmennirnir fóru ekki eftir leik, klöppuðu fyrir okkur og við kunnum mjög að meta það. Það sýnir að jafnvel þegar hlutirnir fara ekki vel þá erum við öll saman í þessu."

Theodór Elmar Bjarnason, fyrirliði KR, þurfti að fara af velli snemma í seinni hálfleik. „Hann fann fyrir einhverju aftan í læri, það kom svolítið upp úr þurru. Við þurfum að skoða það aftur og sjá hvernig hann er."

Verður heimavöllur KR klár í næsta leik gegn Breiðabliki í næstu umferð?

„Já, við munum spila á heimavelli á móti Breiðabliki."

Engar afsakanir
Fréttaritari spurði Gregg hvort að veðrið hefði sett sinn strik í reikninginn í kvöld.

„Ég mun aldrei segja neitt um veðrið eða dómarana eða neitt þannig. Við stjórnum því hvað við gerum. Við vorum ekki nógu góðir í dag, þurfum að vera betri. Svo einfalt er það."
Athugasemdir
banner
banner
banner