De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
   sun 21. apríl 2024 22:10
Sölvi Haraldsson
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég er mjög vonsvikinn.“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir 4-1 tap gegn Víkingum í Víkinni í kvöld.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 4 -  1 Breiðablik

Halldór er ánægður með hvernig hans menn byrjuðu báða hálfleikana en hann telur að menn brotnuðu í seinni hálfleik eftir þriðja mark Víkinga.

Heilt yfir ágæt frammistaða. Þetta var frekar kaflaskiptur leikur. Við byrjum leikinn mjög vel og komumst í góðar stöður. Síðan deyr leikurinn á einhverjum kafla með föstum leikatriðum og einhverju kaósi. Áður en við vitum af erum við 2-0 undir sem er mjög erfið staða í Víkinni. Við komum mjög vel inn í seinni hálfleikinn en síðan fáum við þriðja markið á okkur og menn brotna bara. Þá er leiknum nánast lokið.“

Víkingar skoruðu tvö mörk í hvorum hálfeik og mörkin komu með mjög stuttu millibili.

Í fyrri hálfleik missum við mómentið og boltinn er mikið í loftinu og mikið í föstum leikatriðum. Þeir eru góðir í því og leysa leikinn vel þar. Við breytum aðeins hjá okkur í hálfleik. Mér fannst seinni hálfelikurinn heilt yfir bara flottur. Þeir bjarga tvisvar á línu og við komum okkur í góðar stöður. Við þurfum að gera betur varnarlega, einn á móti einum.“

Breiðablik gerðu tvær breytingar á liðinu fyrir leik eftir 4-0 sigurinn gegn Vestra en Dóri vildi hafa Benjamin Stokke og Kristófer Inga saman upp á topp að berjast um löngu boltanna. Hann var hinsvegar ekki alveg viss með línuna hjá dómara leiksins í dag.

Það er allur gangur á því hvernig línan er hjá dómurum. Hvort að Ekroth eða Vatnhamar megi keyra í bakið á mönnum eða ekki. Þeir máttu það í dag og þá verður þetta mjög erfiður leikur fyrir framherjana mína að taka á móti boltanum og það gekk ekki alveg eins og við vildum.“

Heilt yfir er Dóri samt sem áður sáttur með leik sinna manna í dag. 

Menn settu hjarta í þetta og voru duglegir. Við þurfum bara að gera betur í ákveðnum stöðum.“

Félagskiptaglugginn lokar í vikunni en Dóri staðfesti það að Breiðablik eru búnir að loka hópnum fyrir sumarið.

Leikirnir milli liðanna í fyrra voru mjög tíðindamiklir bæði innan sem utan vallar. Dóri fannst erfitt að bera leikina í fyrra og leikinn í kvöld saman.

Það er erfitt að bera þetta saman. Liðin hafa breyst síðan þá. Bara leikir tveggja góðra liða.“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, að lokum eftir 4-1 tap á Víkingum.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner