Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
Leiknir R.
1
2
Njarðvík
0-1 Björn Aron Björnsson '28
0-2 Dominik Radic '43
Róbert Quental Árnason '84 1-2
03.05.2024  -  19:15
Domusnovavöllurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Rigning og smá rok - Skiptingí hálfleik því þá mætti sólin í stað regnsins
Dómari: Sveinn Arnarsson
Maður leiksins: Aron Snær Friðriksson
Byrjunarlið:
1. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
Ósvald Jarl Traustason ('80)
5. Daði Bærings Halldórsson (f)
6. Andi Hoti
7. Róbert Quental Árnason
8. Sindri Björnsson ('91)
9. Róbert Hauksson
10. Shkelzen Veseli ('46)
14. Davíð Júlían Jónsson ('73)
67. Omar Sowe
92. Sigurður Gunnar Jónsson ('46)

Varamenn:
12. Bjarki Arnaldarson (m)
18. Marko Zivkovic
19. Jón Hrafn Barkarson ('80)
20. Hjalti Sigurðsson ('73)
22. Þorsteinn Emil Jónsson ('91)
23. Arnór Ingi Kristinsson ('46)
44. Aron Einarsson ('46)

Liðsstjórn:
Vigfús Arnar Jósefsson (Þ)
Gísli Friðrik Hauksson
Manuel Nikulás Barriga
Halldór Geir Heiðarsson
Atli Jónasson
Guðbjartur Halldór Ólafsson

Gul spjöld:
Sindri Björnsson ('55)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Það eru Njarðvíkingar sem ná að harka út sigurinn hérna!

Leiknismenn reyndu hvað þeir gátu en gestirnir náðu að halda þetta út og sigla sigrinum heim. Gríðarlega sterk stig til Njarðvíkur strax í fyrstu umferð!
92. mín
Sagan segir þrjár mínútur í uppbót.
92. mín
Við erum í uppbótartíma en það er enginn vallarklukka eða skilti svo við sjáum ekki hverju var bætt við eða hvernig tímanum nákvæmleg líður.

91. mín
Inn:Freysteinn Ingi Guðnason (Njarðvík) Út:Kaj Leo Í Bartalstovu (Njarðvík)
91. mín
Inn:Amin Cosic (Njarðvík) Út:Oumar Diouck (Njarðvík)
91. mín
Inn:Þorsteinn Emil Jónsson (Leiknir R.) Út:Sindri Björnsson (Leiknir R.)
89. mín
Njarðvíkingar ætla að sækja hratt og Róbert Hauks straujar Ibra Camara en Sveinn dæmir ekkert. Það er allavega kraftur og hugur í heimamönnum.
87. mín
Gestirnir í hálfgerðri nauðvörn þessa stundina.
85. mín
Njarðvíkingar í frábæru færi en boltinn framhjá!
84. mín
Þetta ætti að fríska upp á síðustu mínúturnar hérna.
84. mín MARK!
Róbert Quental Árnason (Leiknir R.)
Leiknir minnkar muninn! Róbert Quental með frábært skot hægra meginn úr teignum alveg út við stöng á fjær!

Það hlaut eitthvað að gefa undan!
82. mín
Löng sending fyrir markið hjá Njarðvík og Jón Hrafn fær boltann á fjær og á skot sem Aron Snær ver frábærlega!

Þetta er nánast hætt að vera fyndið hversu mikið boltinn neitar að fara inn hjá heimamönnum.
80. mín
Inn:Jón Hrafn Barkarson (Leiknir R.) Út:Ósvald Jarl Traustason (Leiknir R.)
77. mín
Hjalti með gott skot sem Aron Snær ver og Leiknismenn dæmdir brotlegir þegar þeir reyna henda sér á frákastið.
75. mín
Njarðvíkingar fá aukaspyrnu hægra meginn við vítateiginn og koma með ágætis útfærlsu og senda boltann út í teig þar sem Björn Aron kemur með skot og boltinn dettur inn í þvöguna í teig Leiknis en heimamenn koma boltanum frá.
73. mín
Inn:Hjalti Sigurðsson (Leiknir R.) Út:Davíð Júlían Jónsson (Leiknir R.)
70. mín
Joao Ananias í flottri fyrirgjafarstöðu en á lélegan bolta fyrir. Beint í fangið á Viktor Freyr.
69. mín
Leiknismenn fá aukaspyrnu á flottum stað úti hægra megin. Róbert Quental tekur spyrnuna og hún er fín fyrir markið en það nær enginn heimamaður að henda sér á boltann.
66. mín
Vandræðagangur í vörn Leiknis sem kemur Dominik Radic einum í gegn en frábær tækling frá Andi Hoti sem bjargar á ögurstundu.
63. mín
Ósvald Jarl með fyrirgjöf sem Aron Snær kýlir frá.
62. mín
Njarðvíkingar aðeins að ná að halda í boltann þessa stundina.
58. mín
Leiknismenn eru yfir í baráttunni eins og er en hafa verið gríðarlega óheppnir fyrir framan markið.
56. mín
Omar Sowe í færi en boltinn vill bara ekki inn fyrir heimamenn.
55. mín Gult spjald: Sindri Björnsson (Leiknir R.)
Brýtur á Ibra Camara.
53. mín
Arnór Ingi með hörku skot í stöngina, bakið á Aron Snær og afturfyrir!

Boltinn vill ekki inn fyrir heimamenn.
52. mín
Varamaðurinn Aron Einarsson með tilraun en yfir markið.
48. mín
Leiknismenn vinna horn. Róbert Hauks vinnur horn fyrir heimamenn.

Fín spyrna og skalli að marki sem Kenneth Hogg fær í sig og lúðrar fram.
46. mín
Við erum farin af stað aftur. Njarðvíkingar byrja.
46. mín
Inn:Aron Einarsson (Leiknir R.) Út:Sigurður Gunnar Jónsson (Leiknir R.)
46. mín
Inn:Arnór Ingi Kristinsson (Leiknir R.) Út:Shkelzen Veseli (Leiknir R.)
45. mín
Hálfleikur
Njarðvíkingar leiða í hlé! Sveinn var ekkert að bæta neinu við í uppbót heldur flautaði á slaginu 45.mín

Njarðvíkingar leiða í hálfleik og það verður bara að segjast nokkuð sanngjarnt. Hafa litið vel út og Leiknisliðið kannski sjálfum sér verstir því þeir hafa fengið færi en ekki haft heppnina með sér.
43. mín MARK!
Dominik Radic (Njarðvík)
Stoðsending: Tómas Bjarki Jónsson
Markamínútan! Frábær sókn hjá Njarðvík sem tvöfalda forystuna rétt fyrir hlé!

Sýndist það vera Tómas Bjarki sem kom með frábæran bolta í hættusvæðið sem Njarðvíkingar hentu sér á! Domink Radic rennir sér á boltann og ýtir honum yfir línuna!
40. mín
Vel spilað hjá Leikni og Róbert Hauks kemst í frábært færi en skotið framhjá! Ég sá þennan syngja í netinu en allt kom fyrir ekki.
38. mín
Skallatennis í teig Njarðvíkinga eftir hornspyrnuna og Andi Hoti nær að endingu lausum skalla að marki sem Aron Snær grípur auðveldlega.
38. mín
Róbert Hauks reynir sendingu fyrir mark Njarðvíkur en Sigurjón Már skallar í horn.
37. mín
Kenneth Hogg kemst upp að endalínu og reynir að lyfta boltanum fyrir en VIktor Freyr nær að grípa boltann.
36. mín
Leiknir vinnur hornspyrnu. Róbert Hauks með skalla sem fer af varnarmanni og afturfyrir.

Aron Snær gerir svo vel í að handsama boltann eftir hornspyrnuna.
33. mín
Leiknismenn fá aukaspyrnu sem Róbert Quental tekur en Njarðvíkingar hreinsa og Oumar Diouck og Kaj Leo reyna sækja hratt á Leikni. Oumar Diouck kemst í skotfæri en skotið heldur laust og Viktor Freyr ver nokkuð þægilega.
28. mín MARK!
Björn Aron Björnsson (Njarðvík)
GESTIRNIR KOMAST YFIR! Njarðvíkingar mögulega sanngjarnt komið yfir!
Hafa litið vel út í upphafi leiks og það er vinstri bakvörðurinn þeirra í dag sem brýtur ísinn með laglegu marki!

Fékk boltann við vítateig vinstra meginn og lagði hann snyrtilega í fjærhornið.
23. mín
Leiknismenn við það að þræða Omar Sowe í gegnum hjartað á vörn Njarðvíkur en Aron Snær er fljótur út úr markinu.
22. mín
Björn Aron með skot beint á Viktor Freyr sem heldur boltanum.
20. mín
Oumar Diouck reynir fyrirgjöf frá vinstri sem Dominik Radic rétt missir af.
15. mín
Leiknismenn keyra hratt upp og boltinn dettur fyrir Róbert Quental í teig Njarðvíkur en skotið yfir markið. Sennilega besta færið í leiknum til þessa.
14. mín
Sigurjón Már með langan bolta á bakvið vörn Leiknis á Kaj Leo sem reynir að finna skotið en kemst ekki í skotið og rennir honum á Oumar Diouck sem á skot yfir markið.
12. mín
Róbert Quental með fyrirgjöf sem Róbert Hauks skallar en beint á Aron Snær í marki Njarðvíkur.
10. mín
Róbert Hauks kemst á sprettinn og fer niður rétt fyrir utan teig en ekkert dæmt.
8. mín
Njarðvíkingar að ógna en ná ekki að skapa sér færi.
6. mín
Oumar Diouck með skalla yfir markið.
4. mín
Þreyfingar en lítið um opnanir hjá báðum liðum.
1. mín
Leikur hafinn
Leiknismenn byrja með boltann.
Fyrir leik
Dræm mæting Veðrið gæti sett smá strik í reikningin hér í kvöld.

Ég á ekki von á því að sjá marga Njarðvíkinga hér í kvöld þar sem körfuboltalið félagsins er í leik tvö í undanúrslitaseríu um Íslandsmeistaratitilinn við Val suður með sjó á sama tíma. Njarðvíkingar leiða það einvígi 1-0 og síðustu fregnir herma að Ljónagryfjan í Njarðvík sé þétt setinn.
Fyrir leik
Róbert Hauksson var Njarðvíkingum erfiður í fyrra Þegar þessi lið mættust á síðustu leiktíð á heimavelli Leiknis höfðu Leiknismenn betur með þremur mörkum gegn engu. Njarðvíkingar áttu þá í stökustu vandræðum með Róbert Hauksson í liði Leiksins sem skoraði tvö mörk og lagði upp fyrsta. Hann byrjar hér í dag fyrir heimamenn og spurning hvort hann verði gestunum aftur til vandræða í kvöld.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Fyrir leik
Leikurinn í beinni
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Innbyrðis viðureignir Þessi lið hafa 19 sinnum mæst í mótsleik á vegum KSÍ.

Leiknir hafa 11 sinnum (58%) haft betur.
Njarðvíkingar hafa 5 sinnum (26%) hrósað sigri.
Liðin hafa þá þrívegis (16%) skilið jöfn.

Markatala 39-21 Leiknismönnum í vil.

Mynd: Haukur Gunnarsson

Fyrir leik
Dómarateymið Sveinn Arnarsson heldur utan um flautuna hér í kvöld og honum til aðstoðar verða Bryngeir Valdimarsson og Ragnar Þór Bender.
Garðar Örn Hinriksson er eftirlitsdómarinn hjá okkur í kvöld.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Leiknir R. Leiknismönnum er kannski nokkuð óvænt spáð sjöunda sæti.

Styrkleikar: Að fara inn í annað ár spilandi skemmtilegan bolta undir Fúsa og Donna. Ég hef mikla trú á þessu verkefni og finnst Leiknir með gott lið. Eiga alltaf að geta skorað mörk með einn besta senterinn í deildinni.

Veikleikar: Hafa verið að leka full mörgum mörkum en það er ákveðinn fórnarkostnaður við djarfan leikstíl á meðan þeir mastera hann.

Lykilmenn:

Daði Bærings Halldórsson - Leiðtoginn, virkilega öflugur varnarlega hvort sem hann spilar hafsent eða miðju, flottur á boltann og ber uppi unga og spræka liðsfélaga á herðunum.

Sindri Björnsson - Einn besti miðjumaður deildarinnar, vinnsla upp og niður völlinn, kannski best að orða þetta bara “gæði og fleira”.

Omar Sowe - Einn af tveimur bestu framherjum deildarinnar myndi ég segja blákalt framan í aðra framherja deildarinnar, að maðurinn sé ekki að spila í Bestu deildinni er guðs gjöf til Leiknismanna.

Fylgist með: Róbert Quental, 19 ára örvfættur kantmaður með mikla tækni, hraða og sprengikraft, kom virkilega vel inn í lið Leiknis í fyrra og ég væntist þess að hann taki mikið til sín í sumar.

Komnir:
Aron Einarsson frá Selfossi
Arnór Daði Aðalsteinsson frá Fram
Arnór Ingi Kristinsson alfarið frá Val (var á láni)
Sigurður Gunnar Jónsson á láni frá Stjörnunni
Þorsteinn Emil Jónsson frá Val

Farnir:
Árni Elvar Árnason í Þór
Valgeir Árni Svansson í Aftureldingu
Daníel Finns Matthíasson í Stjörnuna (var á láni)
Indrit Hoti í Ými (var á láni frá Haukum)

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

   26.04.2024 18:00
Spá þjálfara og fyrirliða fyrir Lengjudeildina: 7. sæti

   26.04.2024 18:30
„Persónulega þykir mér mjög vænt um síðasta tímabil"
Fyrir leik
Njarðvík Í tíunda sæti í spáni eru Njarðvíkingar.

Styrkleikar: Gunnar Heiðar er öflugur þjálfari að fara inn í heilt tímabil með liðið en ekki bara koma inn til að slökkva elda, það gæti verið ákveðinn styrkur fyrir Njarðvíkinga, einnig er kjarni leikmannahópsins svipaður og eru Njarðvíkingar að reyna að byggja ofan á þann grunn. Heimavöllurinn er líka alltaf öflugur fyrir Njarðvíkinga, fínn grasvöllur þar sem lognið ferðast vanalega hraðar en annarsstaðar, þeir þekkja vel inn á sitt vígi.

Veikleikar: Njarðvík missti sinn helsta markaskorara frá því í fyrra í Rafa Victor ásamt leiðtoganum Marc McAusland, það eru tvö stór skörð að fylla, Njarðvík sótti markaskorara frá Færeyjum en hann er farinn líka, á eftir að sjá hverjir ætla að skora mörkin fyrir Njarðvík með Oumari Diouck.

Lykilmenn:

Aron Snær Friðriksson - Aron Snær er reyndur efstu deildar markvörður sem mér finnst hreinlega ekki eiga heima í Lengjudeild, hann þarf að eiga gott tímabil til að hjálpa Njarðvíkingum og er hann algjör lykilmaður fyrir þá.

Oumar Diouck - Oumar er virkilega leikinn og skemmtilegur sóknarmaður, fáir betri í deildinni í að koma sér yfir á hægri fótinn og krulla boltann í samskeytin fjær, ef hann er upp á sitt besta eru stuðningsmenn Njarðvíkinga “in for a treat” eins og maður segir á vondri íslensku.

Kenneth Hogg - Kenny hefur verið hjá Njarðvík í nokkur ár og hjálpað liðinu með sinn stíganda sem félag, hann er öflugur miðjumaður og getur skilað mörkum og stoðsendingum.

Fylgist með: Amin Cosic, ungur og bráðefnilegur sóknarmaður sem kom til Njarðvíkinga frá HK, hefur raðað inn mörkum í öllum yngri flokkum og verður spennandi að sjá hann undir stjórn markamaskínunnar Gunnars Heiðars.

Komnir:
Aron Snær Friðriksson frá KR
Breki Þór Hermannsson frá ÍA (á láni)
Dominik Radic frá Króatíu
Slavi Kosov frá Búlgaríu
Björn Aron Björnsson frá Víði Garði
Amin Cosic frá HK
Erlendur Guðnason frá KA

Farnir:
Alex Bergmann Arnarsson í Gróttu
Eiður Orri Ragnarsson í KFA
Oliver James Kelaart Torres í Hauka
Marc McAusland í ÍR
Rafael Victor í Þór
Robert Blakala í Selfoss
Kristófer Snær Jóhannsson til Molde
Luqman Hakim til Kortrijk (var á láni)
Tómas Þórisson til Víkings R. (var á láni)
Walid Birrou Essafi til Gíbraltar

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

   25.04.2024 12:00
Spá þjálfara og fyrirliða fyrir Lengjudeildina: 10. sæti

   25.04.2024 12:30
„Kemur ekki á óvart en við vitum annað og meira en hinir"
Fyrir leik
Lengjudeildin fer af stað Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Lengjudeildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

1. Afturelding, 223 stig
2. Þór, 210 stig
3. Keflavík, 205 stig
4. ÍBV, 176 stig
5. Grindavík, 154 stig
6. Fjölnir, 146 stig
7. Leiknir R., 143 stig
8. Þróttur R., 87 stig
9. Grótta, 83 stig
10. Njarðvík, 68 stig
11. ÍR, 66 stig
12. Dalvík/Reynir, 23 stig
Fyrir leik
Heil og sæl! Verið hjartanlega velkomin til leiks á Domusnovavöllinn í Breiðholtinu þar sem Leiknir taka á mót Njarðvíkingum í fyrstu umferð Lengjudeildarinnar 2024.

Leikurinn fer fram á gervigrasvellinum þar sem aðalvöllurinn er ekki klár í slaginn.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

   01.05.2024 09:00
Baddi gegn Benna - Spá fyrir 1. umferð Lengjudeildarinnar
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
3. Sigurjón Már Markússon
5. Arnar Helgi Magnússon
7. Joao Ananias
8. Kenneth Hogg (f)
9. Oumar Diouck ('91)
10. Kaj Leo Í Bartalstovu ('91)
13. Dominik Radic
15. Ibra Camara
18. Björn Aron Björnsson
19. Tómas Bjarki Jónsson

Varamenn:
12. Daði Fannar Reinhardsson (m)
11. Freysteinn Ingi Guðnason ('91)
14. Amin Cosic ('91)
16. Svavar Örn Þórðarson
20. Erlendur Guðnason
21. Alexander Freyr Sigvaldason

Liðsstjórn:
Gunnar Heiðar Þorvaldsson (Þ)
Helgi Már Helgason
Arnar Freyr Smárason
Jón Orri Sigurgeirsson
Sigurður Már Birnisson
Andrés Már Kjartansson
Viktor Þórir Einarsson
Margrét Ársælsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: