Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
Valur
6
1
ÍA
Sigurður Egill Lárusson '5 1-0
Patrick Pedersen '12 2-0
2-1 Steinar Þorsteinsson '31
Tryggvi Hrafn Haraldsson '39 3-1
Albin Skoglund '43 4-1
Gylfi Þór Sigurðsson '78 5-1
Lúkas Logi Heimisson '79 6-1
26.10.2024  -  16:15
N1-völlurinn Hlíðarenda
Besta-deild karla - Efri hluti
Aðstæður: Mjög hvasst frekar kalt
Dómari: Pétur Guðmundsson
Áhorfendur: 684
Maður leiksins: Jónatan Ingi Jónsson
Byrjunarlið:
1. Frederik Schram (m)
2. Birkir Már Sævarsson (f) ('87)
7. Aron Jóhannsson ('69)
8. Jónatan Ingi Jónsson
9. Patrick Pedersen
11. Sigurður Egill Lárusson ('83)
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson ('69)
14. Albin Skoglund ('83)
20. Orri Sigurður Ómarsson
21. Jakob Franz Pálsson
23. Gylfi Þór Sigurðsson

Varamenn:
25. Stefán Þór Ágústsson (m)
3. Hörður Ingi Gunnarsson ('83)
5. Emil Nönnu Sigurbjörnsson ('87)
16. Gísli Laxdal Unnarsson ('83)
17. Lúkas Logi Heimisson ('69)
19. Orri Hrafn Kjartansson ('69)
71. Ólafur Karl Finsen

Liðsstjórn:
Srdjan Tufegdzic (Þ)
Haukur Páll Sigurðsson
Kjartan Sturluson
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Örn Erlingsson
Viktor Unnar Illugason

Gul spjöld:
Aron Jóhannsson ('63)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Pétur bætir ekki sekúndu við! Les vel í leikinn þarna!

Viðtöl og fleira á leiðinni.

Þangað til næst, takk fyrir mig!
87. mín
Inn:Emil Nönnu Sigurbjörnsson (Valur) Út:Birkir Már Sævarsson (Valur)
Heiðurskipting Allir leikmenn Vals hlaupa í átt að Birki og faðma hann. Meira að segja Arnór Smára gerir það.

Þvílíkur leikmaður. Takk fyrir okkur Birkir Már Sævarsson.
85. mín
Eftir góða sókn Vals fær Gísli Laxdal boltann inni á teignum en hann tekur skotið sem fer rétt framhjá.
83. mín
Inn:Gísli Laxdal Unnarsson (Valur) Út:Sigurður Egill Lárusson (Valur)
83. mín
Inn:Hörður Ingi Gunnarsson (Valur) Út:Albin Skoglund (Valur)
82. mín
Inn:Arnór Smárason (ÍA) Út:Johannes Vall (ÍA)
82. mín
Inn:Hilmar Elís Hilmarsson (ÍA) Út:Oliver Stefánsson (ÍA)
81. mín
Eru Skagamenn að gefast upp? Patrick Pedersen er núna kominn í mjög gott færi inni á teig ÍA en tekur skotið rétt framhjá. Þetta er orðið vandræðalegt fyrir Skagamenn
79. mín MARK!
Lúkas Logi Heimisson (Valur)
Stoðsending: Jónatan Ingi Jónsson
Valsmenn eru að ganga frá Skagamönnum! Valsmenn hreinsa upp völlinn og skyndilega er Jónatan kominn einn í gegn og rennir boltanum til hliðar á Lúkas. Lúkas klárar glæsilega framhjá Árna.
78. mín MARK!
Gylfi Þór Sigurðsson (Valur)
Eins og að spila tölvuleik! Gylfi tekur spyrnuna inn á teiginn sem Skagamenn hreinsa frá. Hann fær þá boltann aftur og keyrir af stað inn á völlinn og lætur vaða. Það vissu allir hvað væri að fara að gerast eftir að hann tók sprettinn inn á teiginn.
77. mín
Valsmenn fá hornspyrnu!
76. mín
Steinar tekur spyrnuna sem Frederik handsamar.
75. mín
Skagamenn fá hornspyrnu!
74. mín
684 áhorfendur á Hlíðarenda í dag
69. mín
Inn:Orri Hrafn Kjartansson (Valur) Út:Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
69. mín
Inn:Lúkas Logi Heimisson (Valur) Út:Aron Jóhannsson (Valur)
67. mín
Steinar tekur spyrnuna inn á teiginn sem Frederik Schram nær til.
66. mín
Steinar Þorsteins kemur með fyrirgjöf inn á teiginn sem Viktor Jóns nær til og tekur skotið í loftinu sem Frederik ver í horn.
63. mín
Inn:Breki Þór Hermannsson (ÍA) Út:Haukur Andri Haraldsson (ÍA)
63. mín Gult spjald: Aron Jóhannsson (Valur)
Stoppar skyndisókn Skagamanna, klárt spjald.
61. mín
Gylfi tekur spyrnuna á fjærsvæðið en Viktor Jóns skallar boltann út í innkast.
61. mín
Valsmenn að fá horn!
60. mín
Sláin! Gylfi Þór fær boltann fyrir utan vítateig Skagamanna og tekur skotið sem fer yfir Árna í markinu og í þverslána. Jónatan nær frákastinu en Árni sér við honum.
56. mín
Haukur Andri reynir skot í fyrsta fyrir utan vítateig Vals eftir skemmtilega sókn ÍA sem Frederik er í engum vandræðum með.
52. mín
Inn:Ingi Þór Sigurðsson (ÍA) Út:Hinrik Harðarson (ÍA)
Fyrsta skipting dagsins
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn!
45. mín
Hálfleikur
Valsmenn leiða Valsmenn leiða með fjórum mörkum gegn einu þegar liðin ganga til búningsklefa.

Gífurlega skemmtilegur fyrri hálfleikur en Skagamenn hafa verið skelfilegir og virka illa samstilltir.
45. mín
Steinar Þorstiens tekur spyrnuna stutt á Johannes Vall og þeir spila á milli sín áður en Johannes tekur spyrnuna inn á teiginn. Þar er Erik Tobias mættur og tekur skotið sem fer yfir markið.
45. mín
Skagamenn fá hornspyrnu!
45. mín
+2 mín í uppbót
43. mín MARK!
Albin Skoglund (Valur)
Markamínútan! Gylfi tekur spyrnuna inn á teiginn sem fer af Skagamanni og í þverslána. Skoglund er þá vakandi og kemur boltanum í netið.

5 mörk í fyrri hálfleik takk fyrir mig!
42. mín
WOW! Þetta hefði verið eitt af mörkum ársins.

Gylfi og Patrick spila ekkert smá vel á milli sín áður en Patrick tekur skotið sem Árni Marinó ver í horn.

Þetta minnti mig á Arsenal undir Wénger.
39. mín MARK!
Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
Valsmenn bæta við! Gífurlega stórt mark fyrir Valsmenn!

Tryggvi fær boltann fyrir utan vítateig ÍA og lætur vaða. Boltinn fer í fjærhornið og endar í netinu. Gífurlega mikilvægt mark fyrir Skagann í þessari baráttu.
38. mín
Tíðindi úr Garðabænum! Stjörnumenn hafa tekið forystuna gegn FH sem þýðir að Valsmenn mega bara ekki tapa til að tryggja þetta Evrópusæti. Ef Valur tapar í dag og Stjörnumenn vinna FH-inga taka Stjörnumenn 3. sætið, sem gefur Evrópu.
35. mín
Gylfi tekur spyrnuna inn á teiginn sem Skagamenn verjast vel og keyra svo fram í skyndisókn.
34. mín
Valsmenn að fá horn!
34. mín
Dauðafrír skalli! Gylfi tekur spyrnuna inn á teiginn sem Patrick skallar rétt framhjá. Þetta var dauðafrír skalli en daninn hittir ekki á markið.
34. mín
Valsmenn að fá hornspyrnu!
31. mín MARK!
Steinar Þorsteinsson (ÍA)
Þeir minnka muninn! Jón Gísli tekur aukaspyrnu frá miðju inn á teiginn sem Frederik Schram kýlir út í teiginn. Steinar fær svo boltann rétt fyrir utan vítateiginn og tekur skotið á markið þar sem eru margir varnarmenn Vals. Boltinn fer af varnarmanni Vals og í netið.
28. mín
Gylfi Sig tekur spyrnuna inn á teiginn sem Johannes Vall skallar frá.
28. mín
Valsmenn að fá hornspyrnu!
24. mín
Soundcheck í gangi og ekkert heyrist Það er mjög spes að horfa á leik en heyra ekkert. Eina sem ég heyri er eitthvað soundcheck sem er í gangi í parket húsi Vals. Þetta var alveg fínt til að byrja með en mig langar að heyra í því sem ég er að horfa á núna.
23. mín
Albin Skoglund fær boltann inni á teig ÍA eftir flott samspil við Patric Pedersen. Albin keyrir inn á teiginn og fer framhjá nokkrum varnarmönnum ÍA en þegar hann kemur boltanum til hliðar á Patrick hittir hann ekki boltann og sóknin rennur í sandinn.
17. mín
Johannes Vall tekur spyrnuna inn á teiginn sem Valsmenn skalla frá aður en dómarinn dæmir brot á ÍA.
17. mín
Skagamenn að fá hornspyrnu!
14. mín
Valsmenn eru ekkert hættir Tryggvi fær boltann í gegn og rennir honum til hliðar á Patrick. Daninn ætlar framhjá Árna í markinu en nær ekki að taka boltann með sér alla leið.

Valsmenn eru að byrja þennan leik stórkostlega!
14. mín
Slök spyrna hjá Gylfa Sig sem endar í markspyrnu sem Skagamenn eiga.
13. mín
Valsmenn að fá hornspyrnu!
12. mín MARK!
Patrick Pedersen (Valur)
Stoðsending: Sigurður Egill Lárusson
Valsmenn að byrja stórkostlega! Valsmenn ætla baa að klára Skagamenn hérna alveg í byrjun!

Sigurður Egill kemur með góðan bolta frá vinstri kantinum inn á teiginn, Patrick tekur á móti boltanum og klárar að hætti hússins.
10. mín
Valsmenn vilja víti Gylfi og Jónatan taka þríhyrning inni á teig ÍA og þegar Gyfli ætlar að fá boltann aftur lendir hann í árekstri við Oliver Stefánsson inni á teignum og fer niður. Valsmenn mótmæla og vilja vítaspyrnu en fá ekki, Oliver liggur eftir niðri en stendur svo upp.
9. mín
Steinar Þorsteins tekur spyrnuna inn á teiginn en Valsmenn gera vel og hreinsa frá.
8. mín
Skagamenn að fá hornspyrnu!
5. mín MARK!
Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Já komdu sæll og blessaður! Skagamenn tapa boltanum á skelfilegum stað, rétt fyrir utan vítateiginn sinn.

Sigurður Egill tekur þá á móti boltanum og lætur vaða. Boltinn fer í skeytin nær, spurning hvort Árni hefði átt að gera betur en við fyrstu sýn var þetta bara gífurlega gott skot hjá Sigurði og Árni kom engum vörnum við.

Stórt mark fyrir Valsmenn sem eru mjög líklega að fara að landa Evrópusætinu ef þetta heldur svona áfram.
3. mín
Gylfi Sig tekur spyrnuna sem Valsmenn verjast mjög vel. Aon Jóh tekur svo skotið í fyrsta af löngu færi sem Árni Marinó er í engum vandræðum með.
1. mín
Valsmenn bíta frá sér! Gífurlega löng og hættuleg sókn Vals endar með skoti frá Birki Má Sævarssyni sem fer í varnarmann og aftur fyrir.

Ég var bara að bíða eftir að boltinn myndi detta í netið en Valsmenn fá horn!
1. mín
Leikur hafinn
Viktor Jóns sparkar þessu í gang.

Skagamenn leika í gulum treyjum, svörtum stuttbuxum og svörtum sokkum.

Valsmenn leika í rauðum treyjum, hvítum stuttbuxum og rauðum sokkum.
Fyrir leik
Börkur og Birkir heiðraðir Börkur Edvardsson lét af formennsku knattspyrnudeildar Vals á dögunum en hann er heiðraður hér fyrir leik og fær blómvönd frá Þorvaldi Örlygssyni.

Birkir Már Sævarsson, vindurinn, er þá að spila sinn síðasta leik á ferlinum og er einnig heiðraður af formanni knattspyrnudeildar Vals.
Fyrir leik
Styttist Þá ganga liðin og dómararnir til vallar og gera sig klár í slaginn.
Fyrir leik
Soundcheck Það er soundcheck í gangi fyrir einhvern viðburð í parkethúsi Vals og því heyri ég bara ekkert hvað er í gangi úti á velli eða hreinlega bara hvað ég er að segja.

Góð tónlist samt og ljúfir tónar.
Fyrir leik
Byrjunarliðstíðindi! Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, gerir fjórar breytingar á Valsliðinu frá 1-1 jafnteflinu gegn FH í Kaplakrika í síðustu umferð. Frederik Schram, Birkir Már Sævarsson, Sigurður Egill Lárusson og Tryggvi Hrafn Haraldsson koma inn í liðið fyrir þá Ögmund Kristinsson, Bjarna Mark Antonsson, Gísla Laxdal Unnarsson og Kristinn Frey Sigurðsson.

Skagamenn gera eina breytingu á sínu liði eftir tapið þeirra gegn Víkingum í seinasta leik. Fyrirliðinn Arnór Smárason, sem leggur skóna á hilluna eftir leik, kemur úr liðinu og tekur sér sæti á bekknum. Guðfinnur Þór Leósson kemur inn í hans stað.
Fyrir leik
Lykilleikmenn í banni Kristinn Freyr Sigurðsson verður ekki með Val þar sem hann hefur safnað tíu spjöldum. Bjarni Mark Antonsson verður einnig í banni hjá Hlíðarendaliðinu.

Þá verður Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, ekki á hliðarlínunni þar sem hann fékk rautt eftir síðasta leik ÍA gegn Víkingum þar sem mikið gekk á undir lokin.
Fyrir leik
Skagamaðurinn spáir í spilin Þúsundþjalasmiðurinn Gunnlaugur Jónsson spáir í leikina sem eru framundan í lokaumferð Bestu deildarinnar en hann hefur séð um það að taka viðtöl fyrir Stöð 2 Sport á leikjum í Bestu deildinni í sumar.Valur 2 - 2 ÍA (16:15 í dag)
Mínir menn á Skaganum eru ennþá brjálaðir eftir síðustu helgi en þeim tekst að nota þá orku í lokaleikinn á Hlíðarenda. Þetta verður hörkuleikur sem verður opinn og skemmtilegur og Viktor Jónsson nær að skora og komast í 19 marka klúbbinn.

Þetta verður síðasti leikur Gylfa fyrir Val sem mun eiga stórleik og skora bæði mörk liðins en vonandi verður þetta ekki lokaleikur hans á ferlinum.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Engin Evrópa á Hlíðarenda? Valsliðinu var spáð efsta sæti fyrir komandi tímabil í efstu deild þar sem öllu var tjaldað til. Þeim nægir jaftefli í dag í lokaumferðinni fyrir Evrópusæti.

Ef Valsmenn ná ekki Evrópusæti eftir öll þessi kaup og þessar væntingar þarf liðið að fara í naflaskoðun.
Fyrir leik
Þriðja liðið Lögregluvarðstjórinn sjálfur Pétur Guðmundsson stýrir flautukonsertinu í dag á Hlíðarenda en honum til halds og trausts verða þeir Bryngeir Valdimarsson og Bergur Daði Ágústsson. Skiltadómari er Gunnar Freyr Róbertsson og eftirlitsmaður KSÍ er Jón Magnús Guðjónsson.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Tveir kveðjuleikir, fleiri? Arnór Smárason, leikmaður ÍA, og Birkir Már Sævarsson, leikmaður Vals, eru að spila sinn seinasta leik í dag á sínum glæsilegu ferlum. Þeir voru meðal annars liðsfélagar hjá Hammarby í Svíðþjóð og hjá Val líka. Hér að neðan má sjá mynd af þeim Arnóri, Birki og Ögmundi Kristjánssyni en Ögmundur er leikmaður Vals í dag.

Mynd: Aðsend/AS

Margir sparkspekingar hafa verið að velta steinum upp á síðkastið hvort hreinlega leikurinn í dag sé síðasti leikur Gylfa Sig á ferlinum eftir viðbrögð hans í viðtali eftir FH leikinn. Gylfi spilaði mjög lítið í seinasta landsliðsverkefni.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Sæti Túfa, þjálfara Vals, er orðið býsna óöruggt ef Valur nær ekki Evrópusæti. Túfa var ráðinn á miðju tímabili sem þjálfari Vals eftir að Arnar Grétarsson var látinn fara en hann lét þau orð falla eftir undirskriftina að hann stefndi á Íslandsmeistaratitilinn með Valsmönnum í ár.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Sú lang Besta Lokaumferð Bestu deildarinnar er spiluð í dag fyrir utan auðvitað úrslitaleik Víkings og Breiðabliks sem fer fram á morgun. Valsmenn geta misst Evrópusætið með tapi í dag og ef Stjarnan vinnur FH. Annars eru Skagamenn úr leik í Evrópubaráttunni eftir tap gegn Víkingum í seinustu umferð.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Árni Marinó Einarsson
3. Johannes Vall ('82)
4. Hlynur Sævar Jónsson
6. Oliver Stefánsson ('82)
9. Viktor Jónsson (f)
10. Steinar Þorsteinsson
11. Hinrik Harðarson ('52)
13. Erik Tobias Sandberg
18. Guðfinnur Þór Leósson
66. Jón Gísli Eyland Gíslason
77. Haukur Andri Haraldsson ('63)

Varamenn:
25. Marvin Darri Steinarsson (m)
5. Arnleifur Hjörleifsson
14. Breki Þór Hermannsson ('63)
17. Ingi Þór Sigurðsson ('52)
22. Árni Salvar Heimisson
23. Hilmar Elís Hilmarsson ('82)
88. Arnór Smárason ('82)

Liðsstjórn:
Dean Martin (Þ)
Aron Ýmir Pétursson
Teitur Pétursson
Andri Júlíusson
Mario Majic
Þorsteinn Magnússon
Rúnar Már S Sigurjónsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: