Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   fös 25. október 2024 14:24
Elvar Geir Magnússon
Evrópubaráttan
Evrópubaráttan - Klúður Vals myndi stimpla tímabilið sem hörmung
Verður þetta síðasti leikur Gylfa?
Verður þetta síðasti leikur Gylfa?
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Framtíð Túfa er í umræðunni.
Framtíð Túfa er í umræðunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar.
Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valsmönnum dugir jafntefli á heimavelli gegn ÍA í lokaumferðinni á morgun til að tryggja sér Evrópusætið. Þetta hefur verið erfitt tímabil fyrir Val með þjálfaraskiptum sem bættu ekki gengi liðsins.

Eins og oft áður var öllu tjaldað til hjá Val fyrir tímabilið og miklar væntingar, í spá Fótbolta.net fyrir mót var liðinu spáð toppsætinu en koma Gylfa Þórs Sigurðssonar vóg þar þungt.

Ef Valur stendur uppi án Evrópusætis er auðvelt að stimpla tímabilið sem algjöra hörmung hjá Hlíðarendafélaginu og erfitt að sjá að Túfa, Srdjan Tufegdzic, haldi áfram með liðið.


Stjarnan þarf að vinna og vona það besta
Valur er tveimur stigum fyrir ofan Stjörnuna en Garðbæingar eiga enn von um að ná Evrópusætinu. Í fyrsta lagi þarf Stjarnan að vinna FH, ef það gerist ekki þá fer Evrópusætið til Vals sama hvernig fer á Hlíðarenda.

Þar sem Valur er með mun betri markatölu en Stjarnan þá mun jafntefli duga Valsmönnum til að tryggja Evrópu.

Valur án lykilmanns
Kristinn Freyr Sigurðsson verður ekki með Val þar sem hann hefur safnað tíu spjöldum. Bjarni Mark Antonsson verður einnig í banni hjá Hlíðarendaliðinu.

   25.10.2024 11:45
Gulli Jóns spáir í lokaumferð Bestu deildarinnar

Gulli Jóns spáir að Valur geri jafntefli
„Þetta verður síðasti leikur Gylfa fyrir Val sem mun eiga stórleik og skora bæði mörk liðins en vonandi verður þetta ekki lokaleikur hans á ferlinum," segir Gunnlaugur Jónsson, spámaður umferðarinnar, en hann spáir 2-2 jafntefli á Hlíðarenda.

Hann spáir því þá að Stjarnan vinni FH 3-1 en það mun hinsvegar ekki duga Garðbæingum.

laugardagur 26. október
16:15 Stjarnan-FH (Samsungvöllurinn)
16:15 Valur-ÍA (N1-völlurinn Hlíðarenda)
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 27 19 5 3 63 - 31 +32 62
2.    Víkingur R. 27 18 5 4 68 - 33 +35 59
3.    Valur 27 12 8 7 66 - 42 +24 44
4.    Stjarnan 27 12 6 9 51 - 43 +8 42
5.    ÍA 27 11 4 12 49 - 47 +2 37
6.    FH 27 9 7 11 43 - 50 -7 34
Athugasemdir
banner
banner
banner