Nkunku búinn að taka ákvörðun - Richarlison gæti snúð aftur til Everton - Rodrygo til Liverpool?
Í BEINNI
Besta-deild karla
FH
LL 3
0
Valur
FH
3
0
Valur
1-0 Patrick Pedersen '17 , sjálfsmark
Kristján Flóki Finnbogason '30 2-0
Dagur Traustason '79 3-0
04.05.2025  -  19:15
Kaplakrikavöllur
Besta-deild karla
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 1297
Maður leiksins: Böðvar Böðvarsson
Byrjunarlið:
13. Mathias Rosenörn (m)
2. Birkir Valur Jónsson ('61)
4. Ahmad Faqa
6. Grétar Snær Gunnarsson ('45)
7. Kjartan Kári Halldórsson
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
21. Böðvar Böðvarsson
23. Tómas Orri Róbertsson ('82)
33. Úlfur Ágúst Björnsson ('71)
37. Baldur Kári Helgason
45. Kristján Flóki Finnbogason ('61)
- Meðalaldur 26 ár

Varamenn:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
9. Sigurður Bjartur Hallsson ('61)
17. Dagur Örn Fjeldsted
18. Einar Karl Ingvarsson ('82)
27. Jóhann Ægir Arnarsson ('45)
32. Gils Gíslason
34. Óttar Uni Steinbjörnsson
36. Dagur Traustason ('71)
38. Arngrímur Bjartur Guðmundsson ('61)
- Meðalaldur 23 ár

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Emil Pálsson
Kristján Finnbogi Finnbogason
Guðmundur Jón Viggósson
Andres Nieto Palma
Kjartan Henry Finnbogason
Benjamin Gordon Mackenzie

Gul spjöld:
Birkir Valur Jónsson ('43)
Tómas Orri Róbertsson ('69)
Mathias Rosenörn ('88)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Fyrsti sigur FH í Bestu deildinni þetta árið er kominn Vilhjálmur Alvar flautar til leiksloka hérna í Kaplakrika. FH er að landa sínum fyrsta sigri í deildinni í sumar og hann er verðskuldaður. FH töluvert betri en Valur hér í kvöld.

Takk fyrir mig í kvöld. Umfjöllun og viðtöl síðar í kvöld.
92. mín Gult spjald: Patrick Pedersen (Valur)
Brýtur á Jóhanni Ægi
90. mín
Klukkan slær 90 hér í Krikanum og eru að lágmarki fjórar mínútur í uppbótartíma.
88. mín Gult spjald: Sigurður Egill Lárusson (Valur)
Sigurður Egill og Rosenörn lenda saman og eru báðir spjaldaðir.
88. mín Gult spjald: Mathias Rosenörn (FH)
87. mín
KJARTAN KÁRI!! Mathias Rosenörn með langan bolta upp á Dag Trausta sem kemur honum inn á Kjartan Kára sem á skot sem Stefán Þór ver frábærlega

Dauðafærii!!
84. mín
Aron Jó dæmdur brotlegur og FH fær aukaspyrnu sem Kjartan Kári tekur en Stefán Þór ver í hornspyrnu
83. mín
KJARTAN KÁRI VÁÁ Björn Daníel kemur boltanum til vinstri á Kjartan Kára sem á skot/fyrirgjöf sem fer í stöngina og Valsmenn koma boltanum í burtu.

Valur heppnir þarna.
82. mín
Inn:Einar Karl Ingvarsson (FH) Út:Tómas Orri Róbertsson (FH)
82. mín Gult spjald: Tómas Bent Magnússon (Valur)
Kjartan Kári er að keyra upp vinstra megin og Tómas Bent hamrar hann niður.

Hárrétt.
81. mín
Valur fær hornspyrnu
79. mín MARK!
Dagur Traustason (FH)
Stoðsending: Böðvar Böðvarsson
FH að gera útum leikinn hér Böðvar Böðvarsson gerir frábærlega og hirðir boltann af Orra Hrafni og tekur einn Valsara á og finnur Dag Traustason sem tók gott hlaup upp vinstri vænginn. Dagur fær boltann og keyrir inn á teiginn og setur boltann undir Stefán Þór í marki Vals.

Frábært mark hjá Fimleikafélaginu.
74. mín
Inn:Orri Hrafn Kjartansson (Valur) Út:Lúkas Logi Heimisson (Valur)
74. mín
Inn:Sigurður Egill Lárusson (Valur) Út:Birkir Heimisson (Valur)
74. mín
Inn:Tómas Bent Magnússon (Valur) Út:Marius Lundemo (Valur)
73. mín
Valsmenn eru að hóta!! Adam Ægir og Aron Jóhansson með frábæran samleik úti vinstramegin sem endar með því að Adam Ægir á frábæra sendingu inn á teiginn á Lúkas Loga sem setur boltann í slánna.

Valsmenn halda boltanum og boltinn berst aftur til Adams sem köttar inn og á skot sem fer í varnarmann FH. Adam Ægir og Valsmenn kalla eftir hendi víti en Vilhjálmur Alvar segir nei.
71. mín
Inn:Dagur Traustason (FH) Út:Úlfur Ágúst Björnsson (FH)
70. mín
Birkir Heimisson tekur spyrnuna og boltinn inn á Aron Jó sem nær skalla en Rosenörn ver þetta vel.
69. mín Gult spjald: Tómas Orri Róbertsson (FH)
Stoppar hraðaskyndisókn Vals og tekur Jónatan Inga niður.
68. mín
FH fær aðra hornspyrnu Björn Daníel ætlar að setja boltann inn á teiginn en Bjarni setur boltann afturfyrir.
67. mín
FH fær hornspyrnu Ekkert verður úr henni.
66. mín
Valur eru líklegri þessar síðustu mínútur Jónatan Ingi fær boltann fyrir utan teig og á skot sem fer rétt framhja.

Töluvert skárra frá Val hér í þessum síðari hálfleik.
66. mín
Birkir Heimisson tekur hornspyrnuna frá hægri og Lúkas Logi fær boltann fyrir utan teig og á skot sem fer háttyfir markið.
64. mín
Jónatan Ingi fær boltann og gerir afskaplega vel og ætlar að prjóna sig inn á teiginn en Böddi brýtur á honum og Valur fær aukaspyrnu á flottum stað.

Birkir Heimisson tekur spyrnuna sem er frábær og Rosenörn þarf að hafa sig allan við til að blaka þessu afturfyrir í hornspyrnu.
61. mín
Inn:Arngrímur Bjartur Guðmundsson (FH) Út:Kristján Flóki Finnbogason (FH)
61. mín
Inn:Sigurður Bjartur Hallsson (FH) Út:Birkir Valur Jónsson (FH)
58. mín
Valmenn nálægt því að minnka muninn!! Aron Jóhannsson fær hann við D-bogann og á skot og boltinn er á leiðinni í hornið en FH ingar kasta sér fyrir skotið.
55. mín
Inn:Adam Ægir Pálsson (Valur) Út:Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
55. mín
Inn:Orri Sigurður Ómarsson (Valur) Út:Markus Lund Nakkim (Valur)
54. mín
Úlfur Ágúst fær boltann við teig Vals og á skot sem fer framhjá.
50. mín
Kjartan Kári Fær boltann vinstra megin á teig Vals og ætlar að smyrja boltann í fjærhornið en boltinn framhjá.
49. mín
Markus Lund fær boltann út til hægri og ætlar að koma með fyrirgjöf inn á teiginn en þetta var alls ekki nógu gott og boltinn afturfyrir endamörk.
46. mín
Síðari hálfleikurinn er farinn af stað
45. mín
Inn:Jóhann Ægir Arnarsson (FH) Út:Grétar Snær Gunnarsson (FH)
45. mín
Hálfleikur
Óvænt hálfleiksstaða en samt ekkert óvænt Vilhjálmur Alvar flautar til hálfleiks. FH verið virkilega flottir í þessum fyrri hálfleik en Valsmenn hafa verið eitthvað off.

Miðavið gengið hingað til á tímabilinu er þetta óvæænt hálfleikstaða en miðavið leikinn ekkert óvænt.

Tökum okkur pásu og komum svo með síðari hálfleikinn.
45. mín
Tvær mínútur í uppbótartíma fyrri hálfleiks hér í Krikanum.
43. mín Gult spjald: Birkir Valur Jónsson (FH)
Uppsafnað hjá Birki Val

Reyndi að stoppa hraðaskyndisókn Vals áðan, Villi beitti hagnaði og spjaldar Birki þegar boltinn fór úr leik, rétt áður hafði hann heyrt í bakið á Lúkasi Loga nokkuð harkalega.
40. mín
Valsmenn vinna boltanum hátt uppi á vellinum Pedersen með frábæra vinnslu og vinnur boltann og setur Jónatan Inga í frábæra stöðu við teiginn hjá FH. Jónatan Ingi reynir skot/fyrirgjöf en boltinn af varnarmanni og í hornspyrnu sem ekkert verður úr.
38. mín
Birkir Valur keyrir í bakið á Lúkasi Loga sem fann fyrir þessu og liggur eftir en stendur fljótt upp.

Vilhjálmur Alvar gefur Birki tiltal.
36. mín
Tryggvi Hrafn fær boltann og kemur honum á Aron Jó sem tekur skemmilega við honum áður en hann lætur vaða en Aron hittir boltann bara alls ekki og boltinn hátt yfir

Stuðningsmönnum FH til mikillar gleði þetta skot frá Aroni Jó.
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
30. mín MARK!
Kristján Flóki Finnbogason (FH)
Stoðsending: Úlfur Ágúst Björnsson
FH er að bæta við!!!! Böddi löpp fær boltann vinstra meginn og setur boltann á Björn Daníel sem á frábæra sendingu inn á Úlf Ágúst sem er með bakið í markið, Úlfur Ágúst tekur við honum og lætur vaða, boltinn í stöngina og Kristján Flóki réttur maður á réttum stað og setur boltann í netið.

Fimleikafélag Hafnarfjarðar komnir í ansi góða stöðu hérna Í Kaplakrika.
26. mín
Valur fær hornsppyrnu!
25. mín
Kjartan Kári með frábæra snuddu inn á Úlf Ágúst en fyrsta snerting Úlfs svíkur hann og Valur kemur boltanum í burtu.
17. mín SJÁLFSMARK!
Patrick Pedersen (Valur)
Stoðsending: Kristján Flóki Finnbogason
FH er komið yfir!!!! Böddi löpp tekur hornspyrnu frá hægri inn á teiginn, Bjarni Mark ætlar að skalla boltann út úr teignum en boltinn dettur fyrir fætur Kristjáns sem lætur vaða og boltinn í netið, boltinn fer í Patrick Pedersen og inn

Á sjónvarpsútsendingu sést greinilega að boltinn er á leiðinni framhjá en boltinn fer í Pedersen og í netið. Minn maður Elvar Geir Magnússon er í VAR herbegi .NET.
17. mín
FH fær hornspyrnu Úlfur Ágúst ætlar að setja boltann inn á teig en boltinn af Birki sýndist mér.
15. mín
Lúkas Logi fær boltann á miðjum vallarhelming FH, finnur Jónatan sem finnur Patrick, Patrick finnur Jónatan aftur við vítateigslínuna. Jónatan Ingi kemur með boltann aftur fyrir á Pedersen en flaggið á loft.
12. mín
Valur fær hornspyrnu Birkir Heimis tekur spyrnuna og boltinn fer af Markus Lund og rúllar afturfyrir.
10. mín
Svona sé ég þetta að minnsta kosti

FH
Mathias Rosenörn (markmaður)
Birkir - Ahmad - Grétar - Böddi
Tómas Orri - Björn Daníel - Baldur - Kjartan
Kristján Flóki - Úlfur Ágúst

Valur
Stefán (markmaður)
Markus - Hólmar - Bjarni - Birkir
Lúkas Logi - Aron Jó - Marius Lundemo
Jónatan - Pedersen - Tryggvi Hrafn
9. mín
Mathias Rosenörn!!!! Tryggvi Hrafn er skyndlega sloppinn aleinns í gegn eftir frábær tilþrif frá Jónatani Inga, klobbar Tómas Orra og á geðveika sendingu inn á Tryggva sem ætlar að setja hann yfir Mathias en Mathias ver frábærlega.
3. mín
Kraftur í Fimleikafélaginu í byrjun leiks FH spilar boltanum út til vinstri á Kjartan Kára sem á frábæra fyrirgjöf en boltinn aðeins of innarlega og Stefán Þór grípur boltann.
1. mín
Marius Lundemo brýtur á Kristjáni Flóka á miðjum vallarhelming Vals og FH fær aukaspyrnu.

Kjartan Kári lyftir boltanum inn á teiginn en Valmenn verjast vel.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað Vilhjálmur Alvar flautar til leiks og það eru Valur sem hefja leikinn.

Góða skemmtun!
Fyrir leik
Jónatan Ingi er að mæta sínum gömlu félögum úr FH en hann hef úr verið sjóðandi heitur í upphafi mótsins. Stuðullinn á Epic á að Jónatan skori gegn sínum gömlu félögum er 3,0 og þykir ansi girnilegur.
Mate Dalmay
Fyrir leik
Blaðamenn spá Menn eru að velta fyrir sér hvað við erum að fara sjá hérna í kvöld og ég lét strákana frá MBL, Vísi og Stöð2 til að spá fyrir um þennan leik í kvöld

Stefán Marteinn (blaðamaður Vísis og Fótbolta.net - Ég hugsa að Adam Ægir komi inn af bekknum og klári þetta fyrir Valsmenn. 3-2 Valur

Gulli Jóns (Stöð2Sport) - Stórmeistara jafntefli 2-2.

Jökull (blaðamaður frá Morgunblaðinu) - Leikurinn endar 2-2 og Mathías Rosenörn kemur inn í teig í hornspyrnu alveg undir lokin og jafnar leikinn fyrir FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Setur Adam Ægir winnerinn fyrir Val?
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár Heimir Guðjónsson gerir eina breytingu á liði sínu frá tapinu gegn KA í síðustu umferð á Akureyri. Björn Daníel Sverrisson kemur inn í liðið. Sigurður Bjartur Hallsson fær sér sæti á bekknum.

Srdjan Tufegdzic þjálfari Vals gerir 1 breytingu á liði sínu frá jafnteflinu á Hlíðarenda gegn Víking Reykjavík í síðustu umferð. Markus Lund Nakkim kemur inn í liðið og Orri Sigurður Ómarsson fær sér sæti á tréverkinu.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Valur Valsmenn sitja fyrir leik kvöldsins í sjöunda sæti deildarinnar og er liðið með sex stig. Liðið hefur unnið einn og gert þrjú jafntefli. Valur fékk Víking Reykjavík í heimsókn í síðustu umferð og endaði leikurinn með 1-1 jafntefli. Patrick Pedersen skoraði mark Vals í leiknum.

Srdjan Tufegdzic þjálfari Vals ræddi við Fótbolta.net eftir jafnteflið við Víking í síðustu umferð. Hann skilur ekkert í þeirri umræðu sem hefur skapast um Hlíðarendaliðið.


„Það er gott að þú spyrð að þessu, því ég skil ekkert í þessari umræðu og það skilur það enginn sem starfar fyrir Val. Við erum búnir að spila minnir mig 18 leiki núna í vetur og erum búnir að vinna langflesta og búnir að tapa einum. Ég er með frábæra stjórn og frábært þjálfarateymi og mikil samstaða í öllu því sem við erum að gera. Leikmannahópurinn er geggjaður, svaka stemning, það sést í dag og sést í öllum leikjum sem við erum að spila."

„Við erum að leggja okkur mikið fram. Stuðningurinn í stúkunni í dag var alveg til fyrirmyndar og ég er mjög þakklátur fyrir okkar stuðningsmenn í dag sem voru í raun bara tólfti maðurinn. Það er mjög gaman að vera í Val eins og staðan er núna. Við erum á góðu róli og erum að taka skref fram á við að koma aftur á þessar hæðir sem Valur á að vera á. Við ætlum að komast þangað, engin spurning."

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
FH bíður áfram eftir fyrsta sigri liðsins í Bestu deildinni árið 2025 Fimleikafélag Hafnarfjarðar hefur ekki farið vel af stað í deildinni í sumar og er liðið án sigurs þegar fjórar umferðir eru búnar af mótinu og er liðið á botni deildarinnar með aðeins eitt stig. FH fór norður til Akureyrar í síðustu umferð og tapaðai gegn KA 3-2.

Þetta hafði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH að segja við fréttamann Fótolta.net eftir tapið fyrir norðan.

„Við höfum spilað fjóra leiki í deildinni og virðumst ekki geta spilað fótbolta nema við lendum undir. Byrjum alla leikina skelfilega, bæði varnar- og sóknarlega. Við getum ekki alltaf mætt á fótboltavelli og beðið eftir því að fá á okkur mark og ætla þá að spila. Við þurfum að hugsa okkar gang í þessu. Það þýðir ekki að mæta hingað á Akureyri og vera pínulitlir og ætla svo að gera eitthvað þegar við erum komnir með bakið upp við vegg. Við þurfum að gjöra svo vel að spila einhvern fótbolta og verjast eins og lið."

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Hreyfingar í Kaplakrikanum á loka degi gluggans Dagur Örn Fjeldsted hefur gengið til liðs við FH á láni frá Breiðabliki út tímabilið en FH fær kauprétt á honum

Þetta hafði Davíð Þór Viðarsson að segja um komu Dags Fjeldsted.

„Við erum virkilega ánægðir með Dagur sé genginn til liðs við okkur, fyrst á láni en síðan með möguleikanum á því að gera félagaskiptin varanleg,"

„Hann passar mjög vel inn í það sem við erum að búa til, ungt, spennandi og kraftmikið lið. Hann er fljótur, áræðinn, líður vel á boltanum og er einmitt sú týpa af leikmanni sem við vorum að leita að."





Mynd: FH


Þá hefur FH lánað Arnór Borg Guðjohnsen vestur á Ísafjörð og leikur Arnór með Vestra út tímabilið. Arnór er 24 ára gamall sóknarmaður sem hefur komið við sögu í fjórum leikjum með FH á þessari leiktíð.



Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Arnór Borg var lánaður í Vestra.
Fyrir leik
,,Mínir menn í Val vinna þennan leik" Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Vals, er spámaður umferðarinnar. Hún fylgir á eftir Magga Matt sem var með fjóra leiki rétta í síðustu umferð. Hún spáir væntanlega sigri Vals

FH 1 - 2 Valur (sun, 19:15)
Mínir menn í Val vinna þennan leik. Aron Jó með sigurmarkið, 1-2.



Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Þriðja liðið Vilhjálmur Alvar Þórarinsson verður á flautunni í Krikanum í kvöld. Honum til aðstoðar verða þeir Gylfi Már Sigurðsson og Egill Guðvarður Guðlaugsson.

Varadómari í kvöld er Gunnar Freyr Róbertsson og enginn annar en Kristinn Jakobsson sá mikli höfðingi verður eftirlitsmaður KSÍ.

Þetta er rándðýrt lineup svo ég segi sjálfur frá!

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Besta deildin heldur áfram að rúlla Góðan og gleðilegan daginn og verið hjartanlega velkomin í þesssa beinu textalýsingu frá Kaplakrikavelli þar sem FH og Valur mætast í fimmtu umferð Bestu deild karla.

Grasleikur í Bestu deildinni framundan!

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
25. Stefán Þór Ágústsson (m)
4. Markus Lund Nakkim ('55)
5. Birkir Heimisson ('74)
6. Bjarni Mark Duffield
7. Aron Jóhannsson
8. Jónatan Ingi Jónsson
9. Patrick Pedersen
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson ('55)
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
17. Lúkas Logi Heimisson ('74)
22. Marius Lundemo ('74)
- Meðalaldur 29 ár

Varamenn:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
2. Tómas Bent Magnússon ('74)
11. Sigurður Egill Lárusson ('74)
13. Kristján Oddur Kristjánsson
16. Stefán Gísli Stefánsson
19. Orri Hrafn Kjartansson ('74)
20. Orri Sigurður Ómarsson ('55)
23. Adam Ægir Pálsson ('55)
33. Andi Hoti
- Meðalaldur 26 ár

Liðsstjórn:
Srdjan Tufegdzic (Þ)
Haukur Páll Sigurðsson
Kjartan Sturluson
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Jóhann Emil Elíasson
Örn Erlingsson
Chris Brazell

Gul spjöld:
Tómas Bent Magnússon ('82)
Sigurður Egill Lárusson ('88)
Patrick Pedersen ('92)

Rauð spjöld: