Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   mán 28. apríl 2025 22:28
Haraldur Örn Haraldsson
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Srdjan Tufegdzic þjálfari Vals var ánægður með frammistöðu sinna manna eftir að þeir gerðu 1-1 jafntefli við Víking á Hlíðarenda.


Lestu um leikinn: Valur 1 -  1 Víkingur R.

„Baráttuleikur, rosalega erfður leikur, myndi segja svona leikur tveggja hálfleikja. Við náðum ekki alveg okkar krafti í byrjun leiks, kannski fyrstu 20-30 mínúturnar í fyrri hálfleik. Spennustigið var kannski aðeins of lágt." Sagði Túfa.

„Í seinni hálfleik vorum við með öll völd á vellinum, mikill kraftur hjá okkur og við setjum bara í næsta gír í rauninni. Við jöfnum verðskuldað og vorum mjög nálægt því að setja annað markið á þeim tímapunkti. Mér finnst vera 'momentum' þá með okkur. Leikir á milli þessa liða eru alltaf hörku leikir, og alltaf spenna eins og var hérna í lokin. Á endanum var þetta bara sanngjörn niðurstaða."

Vals liðinu var eiginlega hvergi spáð titilbaráttu og undanfarna mánuði hefur oft mátt heyra neikvætt umtal um þá. Túfa segist ekkert skilja í því.

„Það er gott að þú spyrð að þessu, því ég skil ekkert í þessari umræðu og það skilur það enginn sem starfar fyrir Val. Við erum búnir að spila minnir mig 18 leiki núna í vetur og erum búnir að vinna langflesta og búnir að tapa einum. Ég er með frábæra stjórn og frábært þjálfarateymi og mikil samstaða í öllu því sem við erum að gera. Leikmannahópurinn er geggjaður, svaka stemning, það sést í dag og sést í öllum leikjum sem við erum að spila."

„Við erum að leggja okkur mikið fram. Stuðningurinn í stúkunni í dag var alveg til fyrirmyndar og ég er mjög þakklátur fyrir okkar stuðningsmenn í dag sem voru í raun bara tólfti maðurinn. Það er mjög gaman að vera í Val eins og staðan er núna. Við erum á góðu róli og erum að taka skref fram á við að koma aftur á þessar hæðir sem Valur á að vera á. Við ætlum að komast þangað, engin spurning."

Viðtalið má sjá í spilaranum í heild sinni hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner