
Breiðablik
0
0
KR

05.05.2025 - 19:15
Kópavogsvöllur
Besta-deild karla
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Kópavogsvöllur
Besta-deild karla
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Byrjunarlið:
Varamenn:
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Fanndís spáir Blikasigri
Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Vals, tók að sér það verkefni að spá í leiki 5. umferðar í Bestu deildinni. Hún spáir auðvitað markaleik hér í kvöld.
Breiðablik 4 - 3 KR
Þetta verður alvöru marka leikur, Blix vinna þennan leik 4-3 og Höskuldur skorar þrjú.
Breiðablik 4 - 3 KR
Þetta verður alvöru marka leikur, Blix vinna þennan leik 4-3 og Höskuldur skorar þrjú.

Fyrir leik
Efni frá Steinke
Steinkegeitin, Sæbjörn Steinke, hefur verið á fullu dagana fyrir leik að búa til fréttir úr viðtölum við þjálfarana tvo. Hér fyrir neðan má skoða það. Mæli með!
Fyrir leik
Lærisveinninn mætir læriföðurnum
Halldór Árnason er í dag þjálfari Breiðabliks en hann var áður aðstoðarmaður Óskars í mörg ár, fyrst hjá Gróttu og svo hjá Breiðabliki.

Fyrir leik
Óskar Hrafn snýr aftur
Ein stærsta sögulínan fyrir leik kvöldsins er líka sú að Óskar Hrafn Þorvaldsson snýr aftur á Kópavogsvöll eftir að hafa stýrt Breiðabliki í nokkur ár. Undir hans stjórn urðu Blikar einu sinni Íslandsmeistarar og urðu fyrsta íslenska karlaliðið til að komast í riðlakeppni í Evrópu.

Fyrir leik
Hvernig hafa þessi tvö lið farið af stað?
Breiðablik er í öðru sæti með níu stig. Þeir byrjuðu á sigri gegn Aftureldingu, töpuðu svo óvænt fyrir Fram en hafa unnið síðustu tvo leiki sína gegn Stjörnunni og Vestra.
KR er í fimmta sæti með sex stig. Þeir gerðu 2-2 jafntefli við KA í fyrsta leik, svo 3-3 jafntefli við Val og annað 2-2 jafntefli við FH. Fyrsti sigurinn kom í síðasta leik er þeir unnu 5-0 sigur á ÍA í Laugardalnum. Það hefur verið partý hjá KR í upphafi móts.
KR er í fimmta sæti með sex stig. Þeir gerðu 2-2 jafntefli við KA í fyrsta leik, svo 3-3 jafntefli við Val og annað 2-2 jafntefli við FH. Fyrsti sigurinn kom í síðasta leik er þeir unnu 5-0 sigur á ÍA í Laugardalnum. Það hefur verið partý hjá KR í upphafi móts.

Fyrir leik
Það eru tveir aðrir leikir í kvöld
mánudagur 5. maí
19:15 Afturelding-Stjarnan (Malbikstöðin að Varmá)
19:15 Breiðablik-KR (Kópavogsvöllur)
19:15 Víkingur R.-Fram (Víkingsvöllur)
19:15 Afturelding-Stjarnan (Malbikstöðin að Varmá)
19:15 Breiðablik-KR (Kópavogsvöllur)
19:15 Víkingur R.-Fram (Víkingsvöllur)
Fyrir leik
Hvað verða eiginlega mörg mörk hérna?
Ég get eiginlega ekki beðið eftir því að mæta á Kópavogsvöll á eftir. Ég trúi ekki öðru en að það verði markaveisla og mikil stemning. Þetta eru án efa tvö af skemmtilegustu liðum deildarinnar og miklar sögulínur í kringum þetta.

Byrjunarlið:
Varamenn:
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld: