Man Utd reynir við Mbeumo - Arsenal og City hafa áhuga á Rodrygo - Real Madrid horfir til leikmanna í ensku deildinni
   mán 05. maí 2025 07:40
Elvar Geir Magnússon
Man Utd reynir við Mbeumo - Arsenal og City hafa áhuga á Rodrygo
Powerade
Mbeumo er orðaður við Man Utd.
Mbeumo er orðaður við Man Utd.
Mynd: EPA
Rodrygo í enska boltann?
Rodrygo í enska boltann?
Mynd: EPA
Góðan og gleðilegan mánudag. Það er komið að Powerade slúðurpakkanum sívinsæla. Manchester United ætlar að styrkja sóknarlínu sína, Rodrygo gæti farið í enska boltann og Real Madrid horfir til leikmanna í ensku úrvalsdeildinni.

Manchester United er tilbúið að taka þátt í kapphlaupinu um Bryan Mbeumo (25), kamerúnskan framherja Brentford, sem er metinn á 60 milljónir punda. Hann hefur skorað 18 úrvalsdeildarmörk á tímabilinu. (Telegraph)

Arsenal hefur spurst fyrir um brasilíska framherjann Rodrygo (24) hjá Real Madrid en Manchester City hefur einnig áhuga honum. (Relevo)

Manchester City hyggst einnig fara lengra með áhuga sinn á Morgan Gibbs-White (25), miðjumanni Nottingham Forest. (Fabrizio Romano)

Arsenal og Aston Villa hafa augastað á Dusan Vlahovic (25), framherja Juventus, og búist er við að ítalska félagið muni biðja um um 42 milljónir punda fyrir serbneska landsliðsmanninn. (Fichajes)

Everton er tilbúið að keppa við Manchester United um enska framherjann Liam Delap (22) hjá Ipswich. (Teamtalk)

Manchester United er tilbúið að bjóða í Ronald Araujo (26), varnarmann Barcelona og úrúgvæska landsliðsins, ef liðið kemst í Meistaradeildina. (Football365)

Leeds hefur sett argentínska miðvörðinn Leonardo Balerdi (26) hjá Marseille ofarleg á óskalista sinn fyrir sumarið. (Sun)

Real Madrid sendi útsendara til að fylgjast með Dean Huijsen (20) miðverði Bournemouth og Milos Kerkez (21) vinstri bakverði Ungverjalands í sigrinum á Arsenal á laugardaginn. (TBR)

Spænsku risarnir eru einnig að reyna að fá miðvörðinn William Saliba (24) frá Arsenal sem er samningsbundinn í Lundúnum til ársins 2027. (L'Equipe)

West Brom vill að Ryan Mason (33), sem er í þjálfarateymi Tottenham, verði nýr stjóri félagsins. (Sun)

Marco Silva (47), portúgalskur stjóri Fulham, er líklegur til að taka við af Ange Postecoglou (59) hjá Tottenham ef Ástralinn verður rekinn eftir vonbrigðatímabil. (Football Insider)
Athugasemdir
banner