Rashford lækkar launakröfur til að komast til Barcelona - Napoli vill Kiwior - Aston Villa í leit að markverði
Í BEINNI
Besta-deild karla
Afturelding
LL 4
3
KR
Afturelding
4
3
KR
0-1 Guðmundur Andri Tryggvason '6
0-2 Aron Sigurðarson '9
Benjamin Stokke '30 1-2
Benjamin Stokke '53 2-2
2-3 Eiður Gauti Sæbjörnsson '58
Aron Elí Sævarsson '78 3-3
Hrannar Snær Magnússon '80 4-3
18.05.2025  -  19:15
Malbikstöðin að Varmá
Besta-deild karla
Áhorfendur: 1180
Maður leiksins: Benjamin Stokke
Byrjunarlið:
1. Jökull Andrésson (m)
2. Gunnar Bergmann Sigmarsson
3. Axel Óskar Andrésson
6. Aron Elí Sævarsson (f)
7. Aron Jóhannsson ('76)
10. Elmar Kári Enesson Cogic
16. Bjartur Bjarmi Barkarson ('94)
19. Sævar Atli Hugason ('76)
20. Benjamin Stokke ('87)
25. Georg Bjarnason
77. Hrannar Snær Magnússon
- Meðalaldur 26 ár

Varamenn:
12. Arnar Daði Jóhannesson (m)
4. Bjarni Páll Linnet Runólfsson ('87)
8. Aron Jónsson
9. Andri Freyr Jónasson
21. Þórður Gunnar Hafþórsson ('76)
22. Rikharður Smári Gröndal
23. Sigurpáll Melberg Pálsson ('94)
27. Enes Þór Enesson Cogic ('76)
30. Oliver Sigurjónsson
- Meðalaldur 24 ár

Liðsstjórn:
Magnús Már Einarsson (Þ)
Baldvin Jón Hallgrímsson
Þorgeir Leó Gunnarsson
Heiðar Númi Hrafnsson
Enes Cogic
Gunnar Ingi Garðarsson
Garðar Guðnason
Þórður Ingason

Gul spjöld:
Sævar Atli Hugason ('12)
Elmar Kári Enesson Cogic ('96)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
AFTURELDING SIGRAR KR! Mosfellingar jafna KR á stigum og vinna þá í rugluðum leik í Mosfellsbænum í rugluðu veðri.

Takk fyrir samfylgdina í dag.
97. mín
Aukaspyrna frá miðjum velli sem fer inn á teiginn og Mosfellingar skalla aftur fyrir í horn en þá er flaggið komið á loft og þetta er svo gott sem komið hjá Aftureldingu.
96. mín Gult spjald: Finnur Tómas Pálmason (KR)
96. mín Gult spjald: Elmar Kári Enesson Cogic (Afturelding)
94. mín
Inn:Sigurpáll Melberg Pálsson (Afturelding) Út:Bjartur Bjarmi Barkarson (Afturelding)
94. mín Gult spjald: Gabríel Hrannar Eyjólfsson (KR)
91. mín Gult spjald: Alexander Helgi Sigurðarson (KR)
90. mín
5 mínútur í uppbótartíma
88. mín Gult spjald: Matthias Præst (KR)
87. mín
Inn:Bjarni Páll Linnet Runólfsson (Afturelding) Út:Benjamin Stokke (Afturelding)
87. mín
Fáum við einhverja meiri dramatík?
85. mín
Inn:Róbert Elís Hlynsson (KR) Út:Sigurður Breki Kárason (KR)
80. mín MARK!
Hrannar Snær Magnússon (Afturelding)
Stoðsending: Þórður Gunnar Hafþórsson
JÁ ÉG SKAL SEGJA YKKUR ÞAÐ! Þórður Gunnar með stórbrotna fyrirgjöf inn á teiginn þar sem Hrannar Snær er mættur og klárar í netið.

Þetta er algjör þvæla þessi leikur og einhvernveginn heldur maður að dramatíkin sé rétt að byrja.
79. mín
Inn:Sigurður Breki Kárason (KR) Út:Alexander Rafn Pálmason (KR)
Mjög ung skipting
78. mín MARK!
Aron Elí Sævarsson (Afturelding)
Þeir jafna aftur! Já þvílíkur leikur sem við erum að fá hérna.

Þórður Gunnar tekur spyrnuna inn á teiginn og það myndast mikið klafs inni á teignum áður en Aron Elí nær að pota boltanum í netið.

Fyrirliðinn jafnar og ég held að þetta sé ekki seinasta mark leiksins.
77. mín
Afturelding að fá hornspyrnu!
76. mín
Vallarmetið er slegið! 1180 áhorfendur í Mosfellsbænum sem er nýtt vallarmet á hjá Aftureldingu.

Til hamingju með þetta Mosfellingar.
76. mín
Inn:Enes Þór Enesson Cogic (Afturelding) Út:Aron Jóhannsson (Afturelding)
76. mín
Inn:Þórður Gunnar Hafþórsson (Afturelding) Út:Sævar Atli Hugason (Afturelding)
74. mín
Mosfellingar hreinsa eftir misheppnaða útfærslu hjá KR-ingum.
73. mín
KR að fá horn!
71. mín
Sláin! Elmar Kári tekur hornspyrnu inn á teiginn sem fer á Axel Óskar, hann skallar í slána. Þetta er heldur betur líflegur leikur.
64. mín
Ástbjörn lætur vaða á markið eftir útfærslu á horni hjá KR en skotið hans fer yfir.
63. mín
Eiður Gauti fær bolta í gegn sem hann tekur í fyrsta en Jökull ver aftur fyrir í horn.
60. mín
Inn:Atli Sigurjónsson (KR) Út:Aron Sigurðarson (KR)
58. mín MARK!
Eiður Gauti Sæbjörnsson (KR)
Stoðsending: Gabríel Hrannar Eyjólfsson
Skemmtikraftar deildarinnar standa fyrir sínu! Gabríel Hrannar gerir mjög vel og kemur boltanum fyrir markið og þar er Eiður Gauti mjög ákveðinn og stýrir boltanum í netið.

Áfram heldur markaveislan áfram í leikjum KR. Þeir hljóta að fara að rukka aukalega fyrir svona veislu í hverri viku.
56. mín
Jökull ver skot Arons Sig af löngu færi.
53. mín MARK!
Benjamin Stokke (Afturelding)
Stoðsending: Georg Bjarnason
ÞEIR JAFNA! Georg Bjarna fær boltann við endalínuna og rennir boltanum fyrir markið. Þar er Benjamin Stokke mættur og klárar í netið.

Þvílikur leikur hjá Stokke sem er heldur betur að stimpla sig inn í rauðu treyjunni!
51. mín
Præst nær ekki að stýra fyrirgjöf Alexanders Rafns á markið.
46. mín
Inn:Ástbjörn Þórðarson (KR) Út:Júlíus Mar Júlíusson (KR)
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn! Gestirnir byrja þetta fyrir okkur á ný!
46. mín
Inn:Jóhannes Kristinn Bjarnason (KR) Út:Guðmundur Andri Tryggvason (KR)
45. mín
Hálfleikur
KR-ingar leiða í hálfleik.
45. mín
+3 í uppbót
42. mín
Afturelding tekur hornspyrnu stutt sem rennur í sandinn.
38. mín
KR í færi Aron kemur með góðan bolta inn á teiginn sem fer til Eiðs Gauta. Eiður gerir glæsilega inn á teignum áður en hann tekur skotið rétt framhjá.
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
30. mín MARK!
Benjamin Stokke (Afturelding)
Stoðsending: Aron Elí Sævarsson
Stórkostleg afgreiðsla! Aron Elí keyrir upp vinstri vænginn og kemur boltanum fyrir. Þar er Stokke mættur við vítateigslínuna og klárar í fyrsta stórglæsilega.

Skorar sitt fyrsta deildarmark fyrir Aftureldingu með glæsibrag.
29. mín Gult spjald: Guðmundur Andri Tryggvason (KR)
27. mín
Misheppnuð útfærsla hjá Aftureldingu sem KR-ingar höndla vel.
27. mín
Afturelding að fá hornspyrnu! Aron tekur skot í fyrsta sem Halldór Snær ver stórglæsilega.
19. mín
Mosfellingar verjast þessu vel
19. mín
KR að fá horn!
19. mín
KR-ingar meira með boltann þessar upphafsmínútur og líklegri að bæta við ef eitthvað er.
12. mín Gult spjald: Sævar Atli Hugason (Afturelding)
11. mín Gult spjald: Hjalti Sigurðsson (KR)
Hárrétt spjald.
9. mín MARK!
Aron Sigurðarson (KR)
Draumabyrjun KR-inga! Aron Sig tekur aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig Aftureldingar sem fer í netið. Jökull ræður ekki við þetta, góð spyrna hjá Aroni sem kemur KR í 2-0!
6. mín MARK!
Guðmundur Andri Tryggvason (KR)
Stoðsending: Gabríel Hrannar Eyjólfsson
Frábær byrjun KR! Aron Sig gerir vel og kemur boltanum á Gabríel Hrannar sem sendir boltann fyrir markið á Guðmund. Guðmundur stýrir boltanum í netið, stöngin inn.

Hans fyrsta deildarmark fyrir KR eftir að hafa komið í KR en hann skoraði einnig í bikarnum í vikunni.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er komið í gang!
Fyrir leik
KR-ingar eru ekki að fara að keyra alla leið í Mosó til að skora 1 mark, ekki sjéns, Epic er að bjóða upp á KR yfir 2 mörk á stuðlinum 2,04. Yfir 3,5 mörk leiknum á 1,82 er líka skemmtilegt.
Mate Dalmay
Fyrir leik
Byrjunarliðin komin í hús Heimamenn gera engar breytingar á liðinu sínu úr seinasta leik þegar þeir fóru vestur á Ísafjörð og töpuðu 2-0 fyrir Vestra.

Gestirnir úr Vesturbænum gera allt að þrjár breytingar á liðinu sínu hins vegar. Alexander Helgi Sigurðarson, Guðmundur Andri Tryggvason og Aron Sigurðarson koma inn í liðið fyrir Jóhannes Kristinn Bjarnason, Luke Rae og Aron Þórð Albertsson.
Fyrir leik
Spáð í spilin Eyþór Aron Wöhler, sóknarmaður Fylkis, spáir í leikina að þessu sinni. Auk þess að vera öflugur fótboltamaður, þá er Eyþór skemmtikraftur utan vallar en hann er partur af tónlistartvíeykinu Húbba Búbba sem var að gefa út lag fyrir EM kvenna núna á dögunum.
Afturelding 3 - 0 KR (19:15 í kvöld)
ÚFFFFF. Eftir samtal mitt við Axel Andrésar í Krónunni á dögunum tel ég Aftureldingu töluvert sigurstranglegra. Heyrði að Hjalti Úrsus er kominn inn í þjálfarateymið hjá Mosfellingum þannig að ég spái Aftureldingu 2-0 sigri. Andri Freyr hefur ekki skorað í 30 leikjum í röð en hann skorar tvö í þessum leik. Sömuleiðis er nýja Mosólagið með Steinda og Dóra DNA á leiðinni á næstu dögum þannig að þetta gæti dottið í 3-0. Sjökell Andresson neitar að fara í viðtal eftir leik og setur í vörina.
Fyrir leik
Þriðja liðið Sigurður Hjörtur Þrastason sér um að dæma þennan leik í kvöld, honum til aðstoðar verða þeir Kjartan Már Ólafs og Patrik Freyr Guðmundsson. Guðmundur Páll Friðbertsson er varadómari leiksins en Gylfi Þór Orrason er eftirlitsmaður KSÍ.
Fyrir leik
KR á toppinn? KR-ingar geta með sigri farið á toppinn, allaveganna tímabundið. Eftir fyrstu 6 leiki deildarinnar eru Vesturbæingar með 10 stig og eru í 4. sætinu, eina ósigraða liðið í deildinni.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Afturelding geta jafnað KR á stigum Afturelding fór vestu á Ísafjörð í seinustu umferð og töpuðu þar 2-0 gegn Vestra. Mosfellingar eru í 9. sæti eftir fyrstu 6 leikina með 7 stig en með sigri í kvöld geta þeir jafnað KR á stigum sem eru í 4. sætinu.

Mynd: Helgi Þór Gunnarsson

Fyrir leik
Mosó heilsar! Heilir og sælir ágætu hálsar og veriði hjartanlega velkomin í þessa þraðbeinu textalýsingu fra leik Aftureldingar og KR í Bestu deild karla í kvöld.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
12. Halldór Snær Georgsson (m)
3. Júlíus Mar Júlíusson ('46)
6. Alexander Helgi Sigurðarson
7. Finnur Tómas Pálmason
9. Eiður Gauti Sæbjörnsson
10. Guðmundur Andri Tryggvason ('46)
11. Aron Sigurðarson (f) ('60)
14. Alexander Rafn Pálmason ('79)
16. Matthias Præst
21. Gabríel Hrannar Eyjólfsson
28. Hjalti Sigurðsson
- Meðalaldur 25 ár

Varamenn:
1. Sigurpáll Sören Ingólfsson (m)
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason ('46)
15. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
18. Óliver Dagur Thorlacius
22. Ástbjörn Þórðarson ('46)
23. Atli Sigurjónsson ('60)
24. Kristófer Orri Pétursson
27. Róbert Elís Hlynsson ('85)
30. Sigurður Breki Kárason ('79) ('85)
- Meðalaldur 24 ár

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Theodór Elmar Bjarnason
Jamie Paul Brassington
Guðjón Örn Ingólfsson
Jón Birgir Kristjánsson
Guðmundur Óskar Pálsson
Björn Valdimarsson
Lúðvík Júlíus Jónsson

Gul spjöld:
Hjalti Sigurðsson ('11)
Guðmundur Andri Tryggvason ('29)
Matthias Præst ('88)
Alexander Helgi Sigurðarson ('91)
Gabríel Hrannar Eyjólfsson ('94)
Finnur Tómas Pálmason ('96)

Rauð spjöld: