Sjöunda umferðin í Bestu deild karla rúllar af stað á morgun með þremur leikjum og svo eru þrír aðrir leikir á mánudaginn.
Eyþór Aron Wöhler, sóknarmaður Fylkis, spáir í leikina að þessu sinni. Auk þess að vera öflugur fótboltamaður, þá er Eyþór skemmtikraftur utan vallar en hann er partur af tónlistartvíeykinu Húbba Búbba sem var að gefa út lag fyrir EM kvenna núna á dögunum. Hægt er að hlusta á þetta skemmtilega lag neðst í fréttinni.
Eyþór Aron Wöhler, sóknarmaður Fylkis, spáir í leikina að þessu sinni. Auk þess að vera öflugur fótboltamaður, þá er Eyþór skemmtikraftur utan vallar en hann er partur af tónlistartvíeykinu Húbba Búbba sem var að gefa út lag fyrir EM kvenna núna á dögunum. Hægt er að hlusta á þetta skemmtilega lag neðst í fréttinni.
Fram 3 - 0 Vestri (14:00 á morgun)
Allt gengur upp hjá Davíð Smára og hans mönnum þessa dagana. Ég var ekki viss um þennan leik þannig ég hringi í spámanninn geðuga Jason Daða sem spáði fram sigri í þessum leik 3-0. ekki meira um það að segja.
ÍBV 1 - 3 KA (14:00 á morgun)
Ég mun ekki sitja fyrir framan sjónvarpið í þessum leik því miður. Ég spái því KA mönnum 3-1 sigri. Eyjan hefur ekki verið sú sama eftir að Jamaíkumaðurinn geðugi Richard King fór af Eyjunni, hans er sárt saknað. Eyjamenn hafa aðeins séð til sólarinnar núna nýverið en svo kemur norðlenska undrið Birgir Bald og drepur allar vonir Eyjamanna, hann hefur verið funheitur þessa dagana. Biggi setur tvö og Hrannar kemur í hefndarhug eftir að hafa verið settur á bekkinn og setur eitt mark.
Afturelding 3 - 0 KR (19:15 á morgun)
ÚFFFFF. Eftir samtal mitt við Axel Andrésar í Krónunni á dögunum tel ég Aftureldingu töluvert sigurstranglegra. Heyrði að Hjalti Úrsus er kominn inn í þjálfarateymið hjá Mosfellingum þannig að ég spái Aftureldingu 2-0 sigri. Andri Freyr hefur ekki skorað í 30 leikjum í röð en hann skorar tvö í þessum leik. Sömuleiðis er nýja Mosólagið með Steinda og Dóra DNA á leiðinni á næstu dögum þannig að þetta gæti dottið í 3-0. Sjökell Andresson neitar að fara í viðtal eftir leik og setur í vörina.
ÍA 1 - 0 FH (19:15 á mánudag)
ÚFFFF. 1-0 Skagamenn. Oliver “ýktur” Stefáns rakaði tjokkó klippinguna af sér og fór í krúnrökun. Hann mun setja einn „Paul Scholes” af 40 metrunum. Jón Þór neitar að fara í viðtal eftir leik og setur í vörina.
Stjarnan 1 - 3 Víkingur R. (19:15 á mánudag)
Baráttuleikur í siglingu. Árni Snær Ólafsson hefur átt draumatímabil hingað til en núna fatast aðeins flugið hjá kauða. 1-3 Víkingum í vil, Færeyingurinn fagri setur einn skalla. Margir hafa komið á tal við mig í vikunni og spurt hvort að Róbert Orri muni taka þátt í þessum leik. Svarið er kannski.
Breiðablik 2 - 0 Valur (19:15 á mánudag)
Ég ætla nýta tækifærið og hvetja minn mann Valgeir Valgeirsson aðeins. Hann þarf að stíga upp, hann hefur átt afleitt tímabil það sem af er. Hann skorar því 2 mörk í þessum leik. Arnór Gauti hefur verið frábær undanfarið og hef ég góða tilfinningu fyrir honum í þessum leik, hann límir vörn og sókn saman eins og Gísli Marteinn límir saman fjölskyldurnar á föstudagskvöldum. Arnór Gauti verður seldur út í atvinnumennsku í sumar eða eftir tímabil. Njótið þess að horfa á hann núna.
Fyrri spámenn:
Eggert Aron (5 réttir)
Atli Barkar (4 réttir)
Maggi Matt (4 réttir)
Þór Llorens (3 réttir)
Halldór Smári (2 réttir)
Fanndís Friðriks (2 réttir)
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 6 | 4 | 1 | 1 | 13 - 5 | +8 | 13 |
2. Vestri | 6 | 4 | 1 | 1 | 8 - 2 | +6 | 13 |
3. Breiðablik | 6 | 4 | 1 | 1 | 11 - 8 | +3 | 13 |
4. KR | 6 | 2 | 4 | 0 | 19 - 11 | +8 | 10 |
5. Valur | 6 | 2 | 3 | 1 | 14 - 10 | +4 | 9 |
6. Stjarnan | 6 | 3 | 0 | 3 | 9 - 10 | -1 | 9 |
7. Afturelding | 6 | 2 | 1 | 3 | 4 - 7 | -3 | 7 |
8. ÍBV | 6 | 2 | 1 | 3 | 7 - 11 | -4 | 7 |
9. Fram | 6 | 2 | 0 | 4 | 10 - 11 | -1 | 6 |
10. ÍA | 6 | 2 | 0 | 4 | 6 - 15 | -9 | 6 |
11. FH | 6 | 1 | 1 | 4 | 9 - 11 | -2 | 4 |
12. KA | 6 | 1 | 1 | 4 | 6 - 15 | -9 | 4 |
Athugasemdir