Rashford lækkar launakröfur til að komast til Barcelona - Napoli vill Kiwior - Aston Villa í leit að markverði
   sun 18. maí 2025 18:27
Sölvi Haraldsson
Byrjunarlið Aftureldingar og KR: Aron Sig byrjar - Engar breytingar hjá Magga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir klukkutíma hefst leikur Aftureldingar og KR í Bestu deildinni sem fer fram í Mosfellsbænum. Rétt í þessu voru byrjunarliðin að detta í hús.

Lestu um leikinn: Afturelding 4 -  3 KR

Heimamenn gera engar breytingar á liðinu sínu úr seinasta leik þegar þeir fóru vestur á Ísafjörð og töpuðu 2-0 fyrir Vestra.

Gestirnir úr Vesturbænum gera allt að þrjár breytingar á liðinu sínu hins vegar. Alexander Helgi Sigurðarson, Guðmundur Andri Tryggvason og Aron Sigurðarson koma inn í liðið fyrir Jóhannes Kristinn Bjarnason, Luke Rae og Aron Þórð Albertsson.
Athugasemdir