Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
Víkingur R.
2
1
ÍA
Stígur Diljan Þórðarson '10 1-0
Helgi Guðjónsson '34 2-0
2-1 Haukur Andri Haraldsson '44
Jón Þór Hauksson '93
24.05.2025  -  19:15
Víkingsvöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: Skýjað 10° og smá gola
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson ('8)
4. Oliver Ekroth (f)
6. Gunnar Vatnhamar
7. Erlingur Agnarsson ('81)
9. Helgi Guðjónsson
11. Daníel Hafsteinsson ('81)
23. Nikolaj Hansen ('65)
25. Valdimar Þór Ingimundarson
32. Gylfi Þór Sigurðsson
77. Stígur Diljan Þórðarson
- Meðalaldur 28 ár

Varamenn:
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
8. Viktor Örlygur Andrason ('81)
12. Ali Basem Almosawe
15. Róbert Orri Þorkelsson
19. Þorri Ingólfsson
20. Tarik Ibrahimagic ('65)
24. Davíð Örn Atlason ('8)
27. Matthías Vilhjálmsson ('81)
34. Ívar Björgvinsson
- Meðalaldur 25 ár

Liðsstjórn:
Sölvi Ottesen (Þ)
Kári Sveinsson
Viktor Bjarki Arnarsson
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Rúnar Pálmarsson
Aron Ingi Heiðmarsson

Gul spjöld:
Daníel Hafsteinsson ('77)
Viktor Bjarki Arnarsson ('88)
Oliver Ekroth ('96)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Víkingar vinna hér í dag, ágætlega sanngjarnt myndi ég segja. Skagamenn hinsvegar sýndu mikinn kraft, og hefðu alveg getað stolið stigi.

Skýrsla og viðtöl væntanleg seinna í kvöld.
96. mín Gult spjald: Oliver Ekroth (Víkingur R.)
Eitthvað sem gerist þegar ÍA er að reyna að taka hornspyrnu.
93. mín Rautt spjald: Jón Þór Hauksson (ÍA)
Jón ekki sammála því að Ekroth hafi verið á undan, tuðar full mikið í varadómaranum. Hann var búinn að fá gult fyrr í leiknum, þannig það er ekki hægt að segja að það var ekki búið að aðvara hann.
92. mín Gult spjald: Oliver Stefánsson (ÍA)
Oliver Ekroth á undan í boltann þannig Oliver Stefáns skellur í hann.
91. mín
Fjórar mínútur í uppbótartíma.
88. mín Gult spjald: Viktor Bjarki Arnarsson (Víkingur R.)
Starfsmenn beggja liða að safna spjöldum.
82. mín
Hætta eftir hornspyrnu! Gylfi tekur spyrnuna og lyftir boltanum á kollinn á Gunnari sem tekur góðan skalla að marki en Árni ver vel. Helgi nær lausa boltanum en skallinn hans framhjá.
81. mín
Frábær skyndisókn hjá Víkingum! Valdimar með geggjaða sendingu inn fyrir þar sem Stígur kemur á fleygiferð. Stígur kemur svo með skemmtilega hælsendingu á Viktor sem er þá einn gegn markmanni en skotið hans er varið af Árna!
81. mín
Inn:Matthías Vilhjálmsson (Víkingur R.) Út:Daníel Hafsteinsson (Víkingur R.)
81. mín
Inn:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.) Út:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
77. mín
Inn:Ísak Máni Guðjónsson (ÍA) Út:Haukur Andri Haraldsson (ÍA)
77. mín Gult spjald: Daníel Hafsteinsson (Víkingur R.)
76. mín
Daníel með skotið fyrir utan teiginn en Árni ekki í miklum vandræðum með þetta.
76. mín
Góð sending inn í teig og Gylfi á skalla en beint á Árna. Árni ætlar svo eitthvað að rekja boltann út frá marki, en fær fljótt pressu á sig þannig hann þarf að henda sér á boltann.
73. mín
Inn:Gísli Laxdal Unnarsson (ÍA) Út:Ómar Björn Stefánsson (ÍA)
73. mín
Inn:Albert Hafsteinsson (ÍA) Út:Marko Vardic (ÍA)
67. mín
Stígur setur hann yfir! Valdimar kemur sér inn í teig og er undir pressu en nær að koma boltanum fyrir markið. Þar er Stígur með opið markið fyrir framan sig en hann nær ekki að stýra boltanum og setur boltann yfir!!
67. mín Gult spjald: Dean Martin (ÍA)
Vilhjálmur orðinn þreyttur á Deano, segir honum að fá sér sæti. Þá tekur Deano bara upp á því að setjast í grasið þar sem hann stendur og Vilhjálmi fannst þetta ekki jafn fyndið og mér fannst það.
65. mín
Inn:Tarik Ibrahimagic (Víkingur R.) Út:Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
Gylfi fer upp á topp með Valdimar, og Tarik fer inn á miðjuna.
63. mín
Stöngin, stöngin út!! Stígur gerir alveg frábærlega í að fara framhjá sínum manni og keyrir svo í átt að teignum. Hann tekur þá fast skot rétt fyrir utan teiginn sem smellur af innanverðri nærstönginni og alla leið yfir línuna í hina stöngina, svo út.
58. mín Gult spjald: Hlynur Sævar Jónsson (ÍA)
57. mín
Vardic í alvöru færi! Jón Gísli með fastan bolta upp á hægri kantinn þar sem Viktor Jóns tekur á móti honum. Viktor kemur svo með boltann fyrir markið þar sem Vardic mætir á fjær en skotið hans framhjá markinu.
56. mín Gult spjald: Jón Gísli Eyland Gíslason (ÍA)
Groddaraleg tækling á Gylfa, klippir hann niður.
54. mín
Beint á Árna Ætti að koma fáum á óvart að Gylfi tók þessa spyrnu en hún fór beint á Árna sem kýldi boltann burt.
53. mín
Víkingar að fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað.
50. mín
Vardic í færi! Jón Gísli tekur lang inn kast inn á teiginn. Nikolaj Hensen er fyrstur í botlann en skallinn hans fleytir boltanum bara á Vardic sem tekur skotið en framhjá.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn!
45. mín
Hálfleikur
Víkingar leiða í hálfleik með tveimur mörkum sem voru með nákvæmlega sömu uppskriftina. Rúnar Már hefur verið hættulegasti maður gestanna, en hann hefur átt tvö langskot sem voru ansi nálægt því að fara inn.

Markið sem Skagamenn minnka muninn með hinsvegar svakalegur klaufaskapur hjá Víkingum.
45. mín
Þrjár mínútur í uppbót.
44. mín MARK!
Haukur Andri Haraldsson (ÍA)
Skagamenn minnka muninn!!! Víkingar taka hornspyrnu og það eru bókstaflega allir útileikmenn þeirra í teig Skagamanna. Haukur nær að pota boltann lausann og hann tekur af stað. Spretturinn hans nær frá teig í teig.

Ég hélt þetta myndi vera allt of langur tími fyrir Hauk að hugsa hvernig hann ætti að slútta þessu, en það skipti greinilega engu máli. Hann klárar þetta afskaplega snyrtilega framhjá Ingvari!

Gjörsamlega galið hjá Víkingum að hafa engann í vörn þarna.
43. mín
Valdimar sloppinn í gegn Oliver með frábæran langan bolta fram á Valdimar sem tekur virkilega vel á móti boltanum. Hann er þá kominn í virkilega gott færi en skotið hans er varið af Árna.
41. mín
Stöngin! Boltinn berst á Rúnar Má sem er svona 30 metrum frá marki. Hann lætur bara vaða, algjört þrumuskot sem skellur í stönginni!
37. mín
Tekst næstum í þriðja sinn Valdimar aftur með sendingu á fjærstöngina þar sem Helgi er hársbreidd frá því að komast í boltann og skora þriðja mark Víkinga. Varnarmaður Skagamanna rétt á undan honum í boltann.

Þessi uppskrift hjá þeim er svona gríðarlega bragðgóð greinilega.
36. mín Gult spjald: Marko Vardic (ÍA)
Marko fær gult fyrir þetta allt saman en eins og sést hér fyrir neðan fékk Jón Þór gult fyrir mótmælin.
36. mín Gult spjald: Jón Þór Hauksson (ÍA)
Marko Vardic fer hringinn hérna og tekur út menn hjá Víkingum. Fyrst heldur Daníel um andlitið, Vardic eitthvað aðeins farið í hann. Svo tæklar hann Niko sem liggur sárþjáður eftir þessi viðskipti.
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
34. mín MARK!
Helgi Guðjónsson (Víkingur R.)
Stoðsending: Valdimar Þór Ingimundarson
Næstum sama uppskrift og fyrsta markið Valdimar fær boltann á hægri kantinum og kemur með virkilega góða sendingu á fjærstöngina. Þar er Helgi aftur mættur en núna í staðinn fyrir að gefa boltann þá neglir hann honum bara í netið!
29. mín
Jón Gísli með fast skot fyrir utan teig, vel yfir markið.

Skagamenn aðeins að sýna tennur þessar síðustu mínúturnar.
29. mín
Ómar kominn í frábært færi aftur og nær skoti á markið sem Gunnar þarf að hreinsa af línu. En aftur er hann rangstæður.
24. mín
Þrumuskot! Skagamenn í góðri sókn. Reyna fyrst fyrirgjöf sem Víkingar hreinsa en gestirnir halda í botlann. Þá nær Viktor skotinu sem fer í varnarmann og hann vill fá hendi og víti á það.

Sóknin endar svo í að Rúnar tekur þrumuskot fyrir utan teig sem fer rétt yfir markið.
20. mín
Einn gegn markmanni! Ómar fær sendingu inn fyrir og er kominn í frábært færi. Hann skýtur hinsvegar bara beint í Ingvar áður en flaggið fer á loft. Rangstaða.
18. mín
Niko Hansen lenti í einhverju samstuði og lá töluverða stund í grasinu og hélt um hnéið á sér. Hann er staðinn upp, en er mikið haltrandi. Vonandi fyrir Víkinga er hann ekki líka að fara af velli.

Þegar boltinn fer loksins af vell fer Vilhjálmur og spyr hann hvort hann þurfið aðhlynningu. Nikolaj neitar og virðist ætla að harka þetta af sér.
16. mín
Mínúturnar eftir markið, frekar rólegar. Víkingar eru að pressa hátt og Skagamenn svo sem lítið að koma sér í klandur, en ná ekkert að komast ofarlega á völlinn.
10. mín MARK!
Stígur Diljan Þórðarson (Víkingur R.)
Stoðsending: Helgi Guðjónsson
Fyrsta mark Stígs í Bestu!! Þetta tók ekki langan tíma! Valdimar með flotta fyrirgjöf á fjærstöngina á Helga sem er alveg aleinn þar. Hann hefur því nægt pláss til að gefa annan fastan bolta fyrir þar sem Stígur er vel staðsettur og nær að pota boltanum í netið.

Ég held jafnvel að þetta sé bara fyrsta mark Stígs í keppnisleik.
8. mín
Inn:Davíð Örn Atlason (Víkingur R.) Út:Sveinn Gísli Þorkelsson (Víkingur R.)
Þá geta Víkingar loksins gert skiptinguna. Vont fyrir þá að missa Svein svona snemma.
7. mín
Helgi með boltann á vinstri kantinum og reynir fasta fyrirgjöf en Árni grípur þennan.
4. mín
Sveinn er staðinn á lappir en sjúkraþjáfarinn horfir á bekkinn og gerir merki um að það þurfi að gera skiptingu.
3. mín
Sveinn Gísli liggur í grasinu og það er kallað á sjúkraþjálfarann. Vonandi í lagi með hann, sá ekki hvað gerðist.
2. mín
Uppstilling Víkinga 4-4-2
Ingvar (markmaður)
Gunnar - Oliver - Sveinn - Helgi
Stígur - Gylfi - Daníel - Erlingur
Nikolaj - Valdimar

Uppstilling ÍA 5-3-2
Árni (markmaður)
Jón - Hlynur - Erik - Baldvin - Oliver
Haukur - Rúnar - Marko
Ómar - Viktor
1. mín
Leikur hafinn
Vilhjálmur flautar og við erum farin af stað!
Fyrir leik
Þetta fer að byrja Leikmenn gang inn á völl og Bestu deildar stefið er spilað!
Fyrir leik
Er kominn tími á mark frá Gylfa Sig? Samkvæmt stuðlunum hjá Epic eru um 40% líkur á því þar sem stuðullinn á mark frá honum er 2,70.
Mate Dalmay
Fyrir leik
Byrjunarliðin Sölvi Geir Ottesen þjálfari Víkinga gerir eina breytingu á sínu liði frá leik þeirra gegn Stjörnunni í síðustu umferð sem endaði í 2-2 jafntefli. Tarik Ibrahimagic fær sér sæti á bekknum en Nikolaj Hansen kemur inn fyrir hann.

Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA gerir einnig eina breytingu á sínu liði en Skagamenn töpuðu 3-1 fyrir FH í síðustu umferð. Gísli Laxdal Unnarsson fær sér sæti á bekknum, en Marko Vardic kemur inn fyrir hann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Fyrir leik
Spáin Íþróttafréttamaðurinn Aron Guðmundsson spáir í leikina að þessu sinni.

Víkingur R. 3 - 0 ÍA
Sé ekkert annað í kortunum en Víkings sigur hér. Skagamenn halda áfram að leka mörkum, kannski ná þeir að pota inn einu en held frekar að þetta verði solid 3-0 hjá lærisveinum Sölva Geirs. Aukaspyrnumark frá Gylfa í þokkabót sem kemur þeim á bragðið.
Fyrir leik
Dómarinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson verður með flautuna í þessum leik en honum til aðstoðar verða Gylfi Már Sigurðsson og Eðvarð Eðvarðsson.

Eftirlitsmaður KSÍ er Viðar Helgason og varadómari er Þorfinnur Gústaf Þorfinnsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Skagamenn í vandræðum Fyrstu sjö leikirnir í deildinni hafa ekki verið góðir hjá Skagamönnum. Þeir hafa aðeins unnið tvo leiki, og tapað hinum fimm. Töpin hafa einnig verið slæm, þar sem síðast töpuðu þeir 3-1 fyrir FH og í leiknum þar á undan töpuðu þeir 6-1 fyrir Val. Það skilur ÍA eftir í 11. sæti deildarinnar, eina liðið sem er fyrir neðan þá er KA, sem er einu stigi á eftir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA
Fyrir leik
Víkingar geta farið á toppinn Víkingar sitja í 2. sæti deildarinnar tveimur stigum á eftir Breiðablik. Víkingar hafa ekki verið jafn sannfærandi og menn bjuggust við en vegna þess hvernig deildin hefur spilast eru þeir enn í góðri stöðu ofarlega í töflunni.

Víkingar hafa tapað stigum með því að tapa fyrir Afureldingu, og gera jafntefli við Stjörnuna og Val. Þeir hafa unnið hina fjóru leikina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sölvi Geir Ottesen þjálfari Víkinga.
Fyrir leik
Besta deildin heilsar Komið þið sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Víkings og ÍA í 8. umferð Bestu deildar karla.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður spilaður á Víkingsvellinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
4. Hlynur Sævar Jónsson
5. Baldvin Þór Berndsen
6. Oliver Stefánsson
7. Haukur Andri Haraldsson ('77)
9. Viktor Jónsson
13. Erik Tobias Sandberg
16. Rúnar Már S Sigurjónsson (f)
19. Marko Vardic ('73)
22. Ómar Björn Stefánsson ('73)
66. Jón Gísli Eyland Gíslason
- Meðalaldur 25 ár

Varamenn:
12. Jón Sölvi Símonarson (m)
25. Logi Mar Hjaltested (m)
8. Albert Hafsteinsson ('73)
15. Gabríel Snær Gunnarsson
17. Gísli Laxdal Unnarsson ('73)
18. Guðfinnur Þór Leósson
20. Ísak Máni Guðjónsson ('77)
33. Arnór Valur Ágústsson
77. Jón Viktor Hauksson
- Meðalaldur 21 ár

Liðsstjórn:
Jón Þór Hauksson (Þ)
Aron Ýmir Pétursson
Teitur Pétursson
Dean Martin
Steinar Þorsteinsson
Dino Hodzic
Johannes Vall
Mario Majic

Gul spjöld:
Jón Þór Hauksson ('36)
Marko Vardic ('36)
Jón Gísli Eyland Gíslason ('56)
Hlynur Sævar Jónsson ('58)
Dean Martin ('67)
Oliver Stefánsson ('92)

Rauð spjöld:
Jón Þór Hauksson ('93)