Man Utd ætlar að hreinsa til í leikmannahópnum - Vardy orðaður við Valencia
   fös 23. maí 2025 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aron Guðmunds spáir í 8. umferð Bestu deildarinnar
Aron Guðmundsson.
Aron Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristins fær ekki að snúa aftur á Meistaravelli í kvöld. Leikið er í Laugardalnum.
Rúnar Kristins fær ekki að snúa aftur á Meistaravelli í kvöld. Leikið er í Laugardalnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nær Gylfi að skora?
Nær Gylfi að skora?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vestri fær Stjörnuna í heimsókn.
Vestri fær Stjörnuna í heimsókn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eyþór Aron Wöhler var með þrjá rétta þegar hann spáði í sjöundu umferð Bestu deildar karla.

Í kvöld fer áttunda umferðin af stað þegar KR og Fram eigast við í Laugardalnum. Íþróttafréttamaðurinn Aron Guðmundsson spáir í leikina að þessu sinni.

KR 2 - 2 Fram 19:30 í kvöld)
Ekki fær Rúnar Kristins að snúa aftur á Meistaravelli í þetta skipti. Markaleikur í Laugardalnum og lykilatriði fyrir KR að geta startað Júlíusi Mar í hjarta varnarinnar. Fram tengdi saman sigra í bikar og deild á meðan að KR fataðist flugið og vilja slá frá sér. Ég spái því hins vegar að leikurinn endi með 2-2 jafntefli, það verða læti og rautt spjald. Chopart tryggir Fram stig undir lokin.

KA 0 - 2 Afturelding (17:00 á morgun)
Afturelding nær sínum fyrsta útisigri í efstu deild á Akureyri. Það er helvítis orka í Mosfellingum á heimavelli sem þeir ná að pakka í rútuna fyrir ferðina norður. Hrannar Snær er nýbúinn að framlengja út 2027 og heldur upp á það með marki og stoðsendingu, 2-0 Afturelding og vandræði KA-manna halda áfram.

Valur 1–0 ÍBV (17:00 á morgun)
Hart barist í þessum leik og hann verður bráðfjörugur þrátt fyrir að aðeins eitt mark verði skorað. Það mark skora heimamenn, verður alvöru framherja mark frá Patrick Pedersen sem ætlar sér gullskóinn. Miðað við að þetta verða úrslitin þá telst mér til að það verði í fyrsta sinn frá 6.júlí á síðasta ári sem að Valur heldur hreinu í Bestu deildinni. Rós í hnappagat Valsmanna að halda Omar Sowe og Oliver Heiðarssyni, ef þeir spila, í skefjum, ekki mörgum sem hefur tekist það á tímabilinu.

Víkingur R. 3 - 0 ÍA (19:15 á morgun)
Sé ekkert annað í kortunum en Víkings sigur hér. Skagamenn halda áfram að leka mörkum, kannski ná þeir að pota inn einu en held frekar að þetta verði solid 3-0 hjá lærisveinum Sölva Geirs. Aukaspyrnumark frá Gylfa í þokkabót sem kemur þeim á bragðið.

Vestri 2 - 0 Stjarnan 19:15 á morgun)
Athyglisverður leikur í meira lagi, stóri leikur þessarar umferðar á Stöð 2 Sport á Ísafirði. Andri Rúnar Bjarnason að snúa aftur vestur og með prinsinn Benedikt Warén með sér í för. Það verður vel tekið á móti þeim en ekki fara þeir með bros á vör heim í Garðabæinn. Vestramenn, sem endurheimta fyrirliðann Elmar Atla eftir bann, vilja kvitta fyrir tap í Lambhaganum í síðustu umferð, þeir halda áfram að vera erfiðir að brjóta á bak aftur og fara með 2-0 sigur af hólmi. Daði Berg og Diego Montiel með mörkin.

FH 2 - 1 Breiðablik (19:15 á sunnudag)
Sigurleikir FH til þessa í deildinni hafa komið á grasi og ég spái því að í kjölfar afar góðs sigurs á ÍA í síðustu umferð komi óvæntustu úrslit umferðarinnar á Kaplakrikavelli. 2-1 FH sigur, minn maður Emil Pálsson er búinn að greina Íslandsmeistarana fram og til baka, finnur leiðina að sigri.

Fyrri spámenn:
Eggert Aron (5 réttir)
Atli Barkar (4 réttir)
Maggi Matt (4 réttir)
Eyþór Aron Wöhler (3 réttir)
Þór Llorens (3 réttir)
Halldór Smári (2 réttir)
Fanndís Friðriks (2 réttir)

Hér fyrir neðan má sjá hvernig staðan er í Bestu deildinni þessa stundina.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 7 5 1 1 13 - 9 +4 16
2.    Víkingur R. 7 4 2 1 15 - 7 +8 14
3.    Vestri 7 4 1 2 8 - 3 +5 13
4.    KR 7 2 4 1 22 - 15 +7 10
5.    Stjarnan 7 3 1 3 11 - 12 -1 10
6.    Afturelding 7 3 1 3 8 - 10 -2 10
7.    Valur 7 2 3 2 15 - 12 +3 9
8.    Fram 7 3 0 4 11 - 11 0 9
9.    ÍBV 7 2 2 3 7 - 11 -4 8
10.    FH 7 2 1 4 12 - 12 0 7
11.    ÍA 7 2 0 5 7 - 18 -11 6
12.    KA 7 1 2 4 6 - 15 -9 5
Athugasemdir
banner