Veggur í viðræðum Man Utd um Mbeumo - Chelsea vill Rogers - Ekitike og Isak sápuóperan heldur áfram
Álftanes
4
7
Ýmir
1-0 Kári Tómas Hauksson '3 , sjálfsmark
Pálmar Sveinsson '41 2-0
2-1 Björn Ingi Sigurðsson '45
2-2 Andri Már Harðarson '90
2-3 Baldvin Dagur Vigfússon '98
2-4 Alexander Örn Guðmundsson '100
2-5 Alexander Örn Guðmundsson '102
2-6 Alexander Örn Guðmundsson '109
2-7 Baldvin Dagur Vigfússon '110
Sveinn Sær Vattnes Ingólfsson '112 3-7
Sveinn Sær Vattnes Ingólfsson '116 4-7
16.07.2025  -  19:15
HTH völlurrinn
Fótbolti.net bikarinn
Maður leiksins: Alexander Örn Guðmundsson
Byrjunarlið:
12. Jón Skúli Ómarsson (m)
2. Ísak Óli Ólafsson
3. Stefán Ingi Gunnarsson
6. Gunnar Orri Aðalsteinsson ('54)
7. Magnús Ársælsson ('61)
9. Pálmar Sveinsson
11. Bessi Thor Jónsson ('61)
13. Agon Aron Morina
14. Björn Dúi Ómarsson
18. Bjarki Flóvent Ásgeirsson (f)
21. Sigurður Dagur Þormóðsson ('35)
- Meðalaldur 25 ár

Varamenn:
1. Þorgeir Páll Gíslason (m)
10. Sveinn Sær Vattnes Ingólfsson ('61)
16. Markús Hávar Jónsson
20. Stephan Briem
23. Hilmir Ingi Jóhannesson ('35)
45. Ingvar Atli Auðunarson ('54)
88. Bjarni Leó Sævarsson ('61)
- Meðalaldur 24 ár

Liðsstjórn:
Sigurður Brynjólfsson (Þ)
Brynjar Örn Birgisson
Aron Björn H Steindórsson
Arnar Már Steinarsson
Daníel Aron Gunnarsson
Kristján Lýðsson
Hreiðar Ingi Ársælsson

Gul spjöld:
Agon Aron Morina ('43)
Hilmir Ingi Jóhannesson ('88)
Sveinn Sær Vattnes Ingólfsson ('117)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Hreint ótrúlegri framlengingu lokið!

Þessi framlenging hafði nóg af mörkum og nóg af þvælu.

Ýmir verður í pottinum á morgun!
120. mín
Það er uppbótartími ... Hvaða þvæla er þetta? Með öllu óþarfi þegar staðan er þessi.
119. mín
Sveinn Snær Vattnes nálægt þrennu en skotið framjá.
117. mín Gult spjald: Sveinn Sær Vattnes Ingólfsson (Álftanes)
116. mín MARK!
Sveinn Sær Vattnes Ingólfsson (Álftanes)
Þessi leikur er svo mikil þvæla! Skógarhlaup hjá Indrit Hoti og Sveinn Snær Vattnes klárar færið sitt vel.

Það skyldi þó ekki vera von? Varla..
112. mín MARK!
Sveinn Sær Vattnes Ingólfsson (Álftanes)
Þetta er bara allt of seint Boltinn berst inn á teig og Sveinn Snær Vattness er mættur á fjær og minkar muninn.
110. mín MARK!
Baldvin Dagur Vigfússon (Ýmir)
Stoðsending: Alexander Örn Guðmundsson
Þetta er pínlegt Ýmir komnir í gegn og Alexander Örn leggur hann til hliðar á Baldvin Dag sem klárar í autt netið.
109. mín MARK!
Alexander Örn Guðmundsson (Ýmir)
Þrenna! Steingrími Degi er stungið í gegn og hann leggur hann á Alexander Örn sem klárar þrennuna.
106. mín
Ýmir komnir þrír í gegn en flaggið á loft.
106. mín
Seinni hálfleikur framlengingarinnar
105. mín
Fyrri hálfleikur framlengingarinnar lokið Ýmir gekk frá þessu hérna á fjögurra mínútna kafla.

Hugsa að bæði lið myndu þyggja gamla góða silfurmarkið núna.
105. mín
Með ólíkindum að það sé einhver uppbótartími þegar staðan er þessi...
104. mín
Það fór spjald á loft en hef ekki hugmynd um á hvern.
102. mín MARK!
Alexander Örn Guðmundsson (Ýmir)
Úff... Svipuð uppskrift..

Vinna boltann af varnarmönnum Álftanes og klára þetta nokkuð auðveldlega.

Hausinn er farinn..
100. mín MARK!
Alexander Örn Guðmundsson (Ýmir)
Ýmir að ganga frá þessu endanlega held ég Vinna boltann af aftasta manni og Alexander Örn með 'tap in'.

98. mín MARK!
Baldvin Dagur Vigfússon (Ýmir)
Ýmir er búið að snúa þessu við! Flottur bolti fyrir markið frá hægri finnur Baldvin Dag á fjærstönginni og hann klárar þetta vel.

Það er ekki mikið sem bendir til annars en að þetta gæti verið það sem sker á milli í kvöld.
96. mín
Agon Aron Morina kemur í veg fyrir að Ýmismenn þræði boltanum í gegn. Gott interception hjá hjá heimamönnum.
94. mín
Það eru þreyttir fætur á vellinum og það sést.
91. mín
Framlengingin hafinn
90. mín
Það er framlenging!
90. mín MARK!
Andri Már Harðarson (Ýmir)
DRAMATÍK! Ýmir fær hornspyrnu og Álftanes kemur boltanum ekki frá.

Boltinn berst út til Alexanders og hann klínir honum á lokasekúndunum inn á teig þar sem Andri Már er mættur til að jafna leikinn!

AD2 sagði stuttu fyrir hornið að það væru 30 sek eftir,
90. mín
Agon Aron Morina með sterkan skalla fram.

Léttir á pressunni.
90. mín
+
Þrjár mínútur eftir kalla þeir inn á völlinn.

90. mín
Óliver Úlfar með skot hátt yfir.
90. mín
Uppbótartíminn eftir.

Myndi áætla að það séu svona 4-5 í uppbót.
89. mín
Það er að færast smá hiti í þetta.

Stutt eftir og Ýmir reynir og reynir að sækja jöfnunarmarkið.
88. mín Gult spjald: Hilmir Ingi Jóhannesson (Álftanes)
84. mín
Agon Aron Morina og Alexander Örn liggja eftir í teignum eftir samstuð og leikurinn stopp.
83. mín Gult spjald: Baldvin Dagur Vigfússon (Ýmir)
Reynir að stela nokkrum cm í aukaspyrnu og fer í bókina.
82. mín
Ýmir eru með þunga pressu á Álftanesi.
78. mín
Frábær fyrirgjöf fyrir markið og Agon Aron Morina á skallan framhjá en flaggið á loft svo það hefði ekki talið.
77. mín
Álftanes fær aukaspyrnu á flottum stað.
74. mín
Inn:Alexander Örn Guðmundsson (Ýmir) Út:Björn Ingi Sigurðsson (Ýmir)
74. mín
Inn:Jónatan Freyr Hólmsteinsson (Ýmir) Út:Steinn Logi Gunnarsson (Ýmir)
69. mín
Ýmir eru að banka og leita af jöfnunarmarkinu.
67. mín
Baldvin Dagur með fyrirgjöf en Agon Aron Morina stangar það frá.
65. mín
Hilmir Ingi reynir fyrirgjöf fyrir heimamenn en Ýmir verst því vel.
64. mín
Andri Már í frábæru skotfæri en skotið framhjá markinu.
63. mín
Álftanes svolítið að 'suffera' þessa stundina.
61. mín
Inn:Bjarni Leó Sævarsson (Álftanes) Út:Bessi Thor Jónsson (Álftanes)
61. mín
Inn:Sveinn Sær Vattnes Ingólfsson (Álftanes) Út:Magnús Ársælsson (Álftanes)
59. mín
Ýmir eru að pressa vel á Álftnesinga.
56. mín
Inn:Steingrímur Dagur Stefánsson (Ýmir) Út:Steinn Logi Gunnarsson (Ýmir)
56. mín
Inn:Baldvin Dagur Vigfússon (Ýmir) Út:Theodór Unnar Ragnarsson (Ýmir)
54. mín
Inn:Ingvar Atli Auðunarson (Álftanes) Út:Gunnar Orri Aðalsteinsson (Álftanes)
53. mín
Óliver Úlfar í skallafæri en skallinn slakur og beint á Jón Skúla.
51. mín Gult spjald: Andri Már Harðarson (Ýmir)
Brotlegur í baráttu við Ísak Óla.
49. mín
Hrannar Þór með fyrirgjöf fyrir markið og Björn Ingi sneiðir boltann rétt framhjá markinu.

Þetta var færi!
46. mín
Þetta er farið af stað aftur.
45. mín
Hálfleikur
Heimamenn leiða í hálfleik.

Þetta mark hjá Ými opnar þó leikinn upp fyrir seinni hálfleikinn. Skora á frábærum tíma og fara með smá mómentum inn í hálfleik.

Tökum stutta pásu og snúum svo aftur með síðari.
45. mín MARK!
Björn Ingi Sigurðsson (Ýmir)
Stoðsending: Kári Örvarsson
Ýmir að minna á sig! Álftanes fær innkast sem endar hjá Kára og hann nær með herkjum að koma sér inn á teig og kemur með fastan bolta fyrir sem mér sýndist á öllu Björn Ingi vera á endum á og hann þrumar honum í vinkilinn.

Theodór Unna fer svo fyrstur á eftir boltanum til að reyna svo taka hraða miðju.
45. mín
Þó nokkuð um tafir í fyrri svo það er einhver uppbótartími.
45. mín
Ýmir að pressa vel á Álftanes þessa stundina en finna ekki leið í gegnum vörn heimamanna.
43. mín Gult spjald: Agon Aron Morina (Álftanes)
Kóngurinn í vörn Álftanes kemur sér í svörtu bókina.
41. mín MARK!
Pálmar Sveinsson (Álftanes)
Stoðsending: Bessi Thor Jónsson
Álftanes tvöfaldar! Frábær bolti fram milli miðvarða og Pálmar Sveins klárar þetta snyrtilega fyrir heimamenn!
38. mín
Ýmir að hóta.

Kári Örvars með flottan bolta fyrir markið sem Álftanes koma í horn.
35. mín
Inn:Hilmir Ingi Jóhannesson (Álftanes) Út:Sigurður Dagur Þormóðsson (Álftanes)
Álftnesingar gera breytingu - Geri ráð fyrir meiðslum hjá þeim líka.
33. mín
Inn:Kári Örvarsson (Ýmir) Út:Tómas Orri Barðason (Ýmir)
33. mín
Veit ekkert hver fór útaf og hver kom inn í staðin hjá Ými.
32. mín
Meiðsli hjá Ými. Varnarmaður Ýmis henti sér fyrir tilraun hjá Bessa Thor og skipting væntanleg sýnist mér hjá Ými.
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
31. mín
Álftanes finna Bessa Thor í hlaup á bakvið vörnina en kemur sér í örlítið þröngt færi og Indrit Hoti lokar vel á hann.
28. mín
Ýmir aðeins að sækja í sig veðrið.
24. mín
Álftanes með aukaspyrnu á flottum stað.

Indrit Hoti í smá veseni en nær að bjarga því.
22. mín
Ýmir með fínustu sókn en Jón Skúli vel vakandi þegar þeir reyna að senda hann inni í teig og grípur vel inn í.
16. mín
Tvöföld varsla! Bessi Thor á gott skot sem Idrit Hoti ver beint fyrir fæturnar á Pálmari Sveins en lokar vel á hann í frákastinu.

Þetta var tækifæri!
16. mín
Ýmir sækir hratt eftir hornspyrnu hjá Álftanes og Björn Ingi er í frábæru færi en Jón Skúli lokar vel á hann.
15. mín
Magnús Ársælsson í þröngu færi sem er varið.
12. mín
Bjarki Flóvent með aukaspyrnu fyrir marið sem Ýmir skallar í horn.

Kemur hinsvegar lítið úr þessu horni.
10. mín
Magnús Ársælsson að koma sér í frábæra stöðu en jafnvægið bregst honum. Var að koma sér í frábært skotfæri.
9. mín
Heimamenn mun hættulegri hérna í upphafi leiks.
5. mín
Bessi Thor reynir fyrirgjöf sem Ýmir kemur í horn.

Það er kraftur í heimamönnum hér í upphafi.
3. mín SJÁLFSMARK!
Kári Tómas Hauksson (Ýmir)
Álftanes tekur forystu! Virkilega vel útfærð sókn hjá heimamönnum og Magnús Ársælsson á flotta fyrirgjöf fyrir markið sem Kári Tómas verður fyri rþví óláni að stýra í eigið net.

Álftanes leiðir!
2. mín
Sigurður Dagur með skalla framhjá markinu.

Fer fjörlega af stað.
1. mín
Leikur hafinn
Það eru heimamenn í Álftanes sem sparka okkur af stað.
Fyrir leik
Liðin ganga út á völl Liðin kynnt til leiks og þetta fer brátt af stað.
Fyrir leik
Ýmis-menn mættu KH í 32 liða úrslitum og tættu þá í sig, við reiknum með sömu útkomu hér og -1 Ýmir á Epic er á stuðlinum 2. Vel boðið.
Fyrir leik
DREGIÐ Á MORGUN í 8-liða úrslit Grótta varð fyrsta liðið til að komast í 8-liða úrslit Fótbolti.net bikarsins, bikarkeppni neðri deilda, með sigri gegn KFS í gær. Í kvöld fara hinir leikirnir í 16-liða úrslitum fram.

Dregið verður í 8-liða úrslitin á Laugardalsvelli á morgun, hægt verður að horfa á dráttinn í beinni hjá Fótbolti.net á Instagram. Þá kemur niðurstaðan að sjálfsögðu beint inn á síðuna.

8-liða úrslitin verða spiluð þriðjudaginn 5. ágúst, undanúrslitin 20. september og úrslitaleikurinn verður á hybrid grasi Laugardalsvallar föstudagskvöldið 26. september.

Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Besti leikmaður Ýmis á síðasta tímabili í banni Arian Ari Morina átti frábært tímabil á síðasta tímabili með Ými þegar hann skoraði 15 mörk og varð næst markahæstur í deildinni þegar Ýmir fór upp.

Hann skipti yfir í Álftanes fyrir tímabilið en fékk rautt spjald á Ólafsfirði í síðustu umferð svo hann tekur út leikbann og verður því ekki með til að reyna hrella gömlu liðsfélagana í kvöld.

Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Fyrir leik
Spámaðurinn Við fengum Harald Inga Ólafsson úr Grasrótinni til að spá í leikina. Grasrótin er hlaðvarpsþáttur hér á Fótbolta.net sem fjallar um neðri deildirnar.

Álftanes 0 - 2 Ýmir
Álftanes eru saddir eftir magnaðan sigur á Ólafsfirði í seinustu umferð og Ýmismenn verða bara í cruise-control.

Fyrir leik
Álftanes Álftnesingar sitja í 8. sæti 4.deildarinnar. Þeir hafa sótt sjö stig úr síðustu fjórum leikjum.

Álftanes komust upp úr 5. deild á síðasta tímabili þegar þeir unnu deildina.

Mynd: Álftanes

Fyrir leik
Ýmir Ýmismenn sitja í 11.sæti 3. deildarinnar. Þeir eru þar taplausir í síðustu þrem leikjum svo þeir virðast vera að finna smá form.

Ýmir fór upp úr 4. deild í fyrra þegar þeir enduðu í 2.sætinu eftir mikla baráttu við Árborg.

Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Fyrir leik
Dómarateymið Brynjar Þór Elvarsson sér um flautuna í kvöld og honum til aðstoðar verða Guðni Freyr Ingvason og Ragnar Arelíus Sveinsson.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Velkomin á HTH völlinn! Verið hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá leik Álftanes og Ýmis í 16-liða úrslitum fotbolti.net bikarsins.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fótbolti.net bikarinn
18:00 KFA-Kári (SÚN-völlurinn)
19:15 Álftanes-Ýmir (HTH völlurrinn)
19:15 Árbær-Kormákur/Hvöt (Domusnovavöllurinn)
19:15 KFG-Ægir (Samsungvöllurinn)
19:15 Víkingur Ó.-Reynir S. (Ólafsvíkurvöllur)
19:15 Tindastóll-Þróttur V. (Sauðárkróksvöllur)
20:00 KV-Höttur/Huginn (KR-völlur)
Byrjunarlið:
30. Indrit Hoti (m)
5. Arnar Máni Ingimundarson
11. Andri Már Harðarson
15. Óliver Úlfar Helgason (f)
17. Tómas Orri Barðason ('33)
18. Steinn Logi Gunnarsson ('56) ('74)
19. Kári Tómas Hauksson
20. Theodór Unnar Ragnarsson ('56)
22. Björn Ingi Sigurðsson ('74)
24. Hrannar Þór Eðvarðsson
80. Dagur Eiríksson
- Meðalaldur 21 ár

Varamenn:
4. Kári Örvarsson ('33)
7. Alexander Örn Guðmundsson ('74)
9. Steingrímur Dagur Stefánsson ('56)
14. Jónatan Freyr Hólmsteinsson ('74)
16. Birgir Magnússon
47. Tómas Breki Steingrímsson
66. Baldvin Dagur Vigfússon ('56)
- Meðalaldur 21 ár

Liðsstjórn:
Guðjón Geir Geirsson (Þ)
Þórarinn Jónas Ásgeirsson (Þ)

Gul spjöld:
Andri Már Harðarson ('51)
Baldvin Dagur Vigfússon ('83)

Rauð spjöld: